Morgunblaðið - 22.03.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.03.1989, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLÁÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1989 Margt líkt með Þórs- 6 félög BHMR felldu verkfall FIMM aðildarfélög Bandalags háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna felldu í gær að boða til verkfálls 6. apríl næstkomandi, til viðbótar við Félag fréttamanna, sem hafði áður fellt það. Samtals 11 félög samþykktu verkfallsboðun frá 6. aprfl og skfluðu inn gögnum þar að lútandi i gærkveldi, en frestur til þess rann út á miðnætti i nótt. Stéttarfélag íslenskra félagsráðgjafa varð síðast til þess að sam- þykkja verkfall með minnsta mun 17 atkvæðum gegn 16. 38 voru á kjörskrá og 33 greiddu atkvæði. Fjögur félög hafa ákveðið að hafa ekki atkvæðagreiðslu, í einu félagi verður talið í dag og í einu fé- lagi verður atkvæðagreiðsla síðar, en samtals eru aðildarfélögin 23. Hjá Félagi fréttamanna var verk- fallsboðunin felld með 28 atkvæð- um gegn 9, en 3 seðlar voru auðir. Félag tækniskólakennara felldi einnig verkfallsboðun, 9 sögðu já, 17 sögðu nei og 2 seðlar voru auð- ir. Félag þjóðfélagsfræðinga felldi verkfallsboðun með 9 atkvæðum gegn 4, og auðir seðlar voru 4. Kjarafélag arkitekta felldi með 9 atkvæðum gegn_ 5, Kennarafélag Kennaraháskóla íslands felldi einn- ig verkfallsboðun og verkfall féll á jöfnum atkvæðum í Útgarði - Fé- lagi hákólamanna. „Ef dæma má af þeim röddum sem heyrðust á fundum sem við efndum til, þá virðist fyrir það fyrsta sitja mjög í mönnum verk- fallið og stöðvunin 1984," sagði Broddi Broddason, formaður Félags fréttamanna, aðspurður um niður- stöðu atkvæðagreiðslunnar í félag- inu. „í öðru lagi geta menn verið með efasemdir um gildi þessarar baráttuaðferðar, en það sem er mjög ríkt í mörgum og kom skýrt fram er að menn að gera sér grein fyrir að fréttastofumar á útvarpinu og sjónvarpinu eru lykilstofnanir og verði einhver umtalsverð röskun á starfsemi þeirra, ég tala nú ekki MorgunblaðiðBjami Þau ellefu aðildarfélög BHMR, sem samþykkt hafa að fara í verk- fall frá og með 6. april næstkomandi hafi samningar ekki tekist, afhenntu ríkissáttasemjara og stjömvöldum boðun þessa efiiis á átt- unda tímanum i gærkveldi, en frestur til þess rann út á miðnætti. A myndinni má sjá Indriða H. Þorláksson, formann Samninganefiid- ar ríkisins, kvitta fyrir móttöku. Honum til vinstri handar situr Páll Halldórsson, forma,ður BHMR. um ef þær stöðvast í langan tíma þá er afskaplega illa komið fyrir Ríkisútvarpinu. Við getum ekki litið framhjá því að fréttastofur RÚV og raunar sérhver fréttamaður er í daglegri samkeppni við starfs- menn annarra flölmiðla. Þetta þýð- ir engan vegin að við sættum okkur við þau launakjör sem við búum við, heldur hafnar meirihlutinnm þesaari tilteknu leið til að ná bætt- um kjörum, að minnsta kosti að svo stöddu," sagði Broddi ennfremur. Morgunblaðið/Bjami Poul Michelsen, borgarstjóri í Þórshöfii, ásamt Sólrúnu konu sinni á Hótel Sögu, þar sem færeysku gestimir gista. Borgarstjórn Þórshafhar í opinberri heimsókn: Heimild: Veðurstofa (slands (Byggt áveðurspá kl. 16.15 i gaer) Verðlækkun á skinnum VERÐ á minkaskinnum lækk- aði um allt að 10% á marsupp- boðinu sem lauk nýlega í Kaup- mannahöfii miðað við verð á uppboðinu þar í febrúar. Svip- uð verð fengust fyrir minka- skinn sem seld vom á uppboði í Osló um síðustu helgi. Refa- skinn sem seld vom á upp- boðinu í Osló lækkuðu um allt að 10% frá síðasta uppboði. Á uppboðinu í Kaupmanna- höfn voru að þessu sinni ein- göngu seld minkaskinn og áttu íslenskir bændur þar um 33 þúsund skinn, en alls voru seld- ar um 3,6 milljónir skinna á uppboðinu. í Osló voru boðin 364 þúsund refaskinn frá ís- landi, Danmörku, Svíþjóð og Noregi og 694 þúsund minka- skinn frá sömu löndum. Meðalverð á minkaskinnum á uppboðunum í Kaupmannahöfti og Osló voru á bilinu 863 til 1392 krónur eftir tegundum. Meðalverð blárefaskinna á upp- boðinu í Osló var 1820 krónur, skuggarefaskinna 1457 krónur, silfurrefaskinna 3632 krónur og bláfrostskinna 2864 krónur. VEÐUR I/EÐURHORFUR í DAG, 22. MARS YFIRLIT í GÆR: Um 200 km austur af landinu er hægfara 968 mb lægð og þaðan lægðardrag vestur með s-strönd landsins. Á suðvestanverðu Grænlandshafi er kyrrstæð en heldur vaxandi 975 mb lægð. Yfir Grænlandi er 1018 mb lægð. SPÁ: Norð og noröaustan-átt, allhvöss vestanlands en hægari annars staðar. Úrkomulaust sunnan- og suðaustanlands en annars staðar él. I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á SKÍRDAG OG FÖSTUDAGINN LANGA: Norðanátt, strekkingur og éljagangur um landið norðanvert en hægari og bjart vetur sunnantil. Frostlaust að deginum sunnanlands en annars 1—6 stiga frost. a Norðan, 4 vindstig: x Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r r r Rigning r r r * r * r * r * Siydda r * r * * # * * * * Snjókoma # * * 10 Hitastig: 10 gróður á Celsíus \J Skúrir V É' ~E Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —|- Skafrenningur Þrumuveður VEBUR VÍBA UMHEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hKI veður Akureyri 0 snjókoma Reykjavlk 1 snjókoma Bergen 3 skýja* Helslnki 8 þokumóða Kaupmannah. 6 skýjað Nareearssuaq +27 léttekýjað Nuuk +16 snjófcoma Osló 6 skýjað Stokkhótmur 8 þokumóða Þórshöfn 4 skýjað Algarve 20 Mttakýjað Amsterdam 6 skýjað Barcelona 16 hálfskýjsð Barlln 12 sk^að Chicago +8 lóttskýjeð Feneyjar 12 þokumóða Frankfurt 9 skýjað Glasgow 4 snjóél Hamborg 8 rignlng Las Palmae 18 skýjað London 8 rigning Los Angeles 16 heiðsklrt Lúxemborg 6 skýjað Madrld 16 lóttskýjað Malaga 21 heiðskírt Mallorce 17 lóttskýjað Montreal +3 tnjókoma New York 6 rignlng Oriando 17 skýjað Paris 10 skýjað Róm 18 þokumóða Vfn 8 þokumóða Washington 8 rigning Wlnnlpeg +18 léttskýjað höfti og Reykjavík - segir Poul Miehelsen, borgarsljóri POUL Michelsen, borgarstjóri í Þórshöfti, höfiiðstað Færeyja, kom til Reykjavíkur í gær í opinbera heimsókn í boði borgarstjórnar. Michelsen er að endurgjalda heimsókn Davíðs Oddssonar, borgar- stjóra, sem sótti Þórshöfit heim á síðastliðnu sumri, en samskipti höfúðstaðanna eru mikil. í fylgd með borgarstjóranum er borgar- stjórn Þórshafiiar og sjötíu tónlistarmenn, sem halda munu tónleika í dymbilvikunni. Heimsókninni lýkur á laugardag. „Þetta er líklega í tuttugasta sinn, sem ég kem til Reylcjavíkur, en borgarstjórnin er nýlega kjörin og sumir borgarfulltrúar hafa aldr- ei skoðað Reykjavík áður,“ sagði Michelsen. „Það er margt líkt með Reykjavík og Þórshöfn og ég held að Reykvíkingar og Þórshafnarbúar geti margt lært hvorir af öðrum. Þórshöfn er ekki stór, en hún hefur sömu stöðu _ í Færeyjum og Reykjavík á íslandi; hún er mið- punktur alls þjóðlífsins og því fylgja sömu vandamál og Reylcjavík á við að glíma. Það er athygiisvert að sjá hvemig Reykvíkingar hafa leyst þessi vandamál." Michelsen og fylgdarlið hans munu meðal annars skoða Borgar- skipulag Reykjavíkur, skipulagnýju hverfanna í Grafarvogi, aðbúnað aldraðra, útivistarsvæði, skíða- svæðið í Bláfjöllum og fleiri ffam- kvæmdir á vegum Reykjavíkur- borgar. „Reykjavík og Þórshöfn hafa skipzt á heimsóknum að jafnaði annað hvert ár. Davíð kom með myndasýningu ffá Kjarvalsstöðum þegar hann heimsótti okkur í fyrra og við vildum koma með einhvem menningarviðburð með okkur líka," sagði Michelsen. Hann gekkst sjálf- ur fyrir samningu tónverksins, sem færeysku tónlistarmennimir hyggj- ast flytja í Langholtskirkju á skírdag, en það nefnist „Jesús og maðurinn frá Makedóníu". Mich- elsen sagði að tónlistarlíf hefði eflzt mjög í Þórshöfti á undanfömum árum og hann vonaðist til að höfuð- staðimir tveir gætu auðgað hvor annars menningarlíf, eins og rejmd- ar ætti að vera á öllum Norðurlönd- unum. Auk þess að gegna embætti borgarstjóra situr Michelsen einnig á færeyska Landsþinginu fyrir Fólkaflokkinn. Miklar hræringar eru nú í færeyskum stjómmálum og sagðist Michelsen hafa átt erfítt með að komast frá, þar sem flárlög lægju fyrir þinginu þessa dagana, en hann hefði sent varamann fyrir sig til þess að geta sótt Reyk- víkinga heim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.