Morgunblaðið - 22.03.1989, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1989
13
hins vegar skemmtilega sögu og
mikilsverða. Þau segja okkur að
málnotendur láta sig málið jafnan
miklu varða. Á það hefur svo marg-
oft verið bent að til úrskurðar um
hvað sé gott mál eða vont mál, jafn-
vel rétt mál eða rangt, verður ekki
leitað til neinnar mállögreglu, um
það eru ekki til nein viðunandi fyrir-
mæli, enda ekki til nein stofnun sem
bær sé að gefa slík fyrirmæli. Þetta
skiptir meira máli en kann að virð-
ast við fyrstu sýn, einfaldlega vegna
þess að það er almenn og skiljanleg
ósk málnotenda að til séu afdráttar-
laus svör við hveijueina. Það sýna
allar þær fyrirspumir sem berast
til þáttarins Daglegt mál í ríkisút-
varpinu eða til Orðabókar Háskól-
ans og íslenskrar málstöðvar.
Er þá allt jafiigott?
Nú er vitanlega eðlilegt að spurt
sé hvort það sé þá skoðun mín að
allt mál sé jafngott, uppfylli það
þau einföldu skilyrði að vera merk-
ingarbært og þjóna málnotendun-
um. Þessari spumingu get ég vel
svarað játandi frá einum sjónarhóli
en neitandi frá öðmm. Það getur
orðið dálítið erfíð afstaða en mér
þykir hún samt þess virði að skýra
hana ofurlítið.
Vitanlega á hver sá málnotandi
sem telst hafa lært sitt móðurmál,
þ.e.a.s. tungutak þess umhverfís
þar sem hann óx upp, fullan rétt á
að vera tekinn gildur sem málnot-
andi. Hann á fullan rétt á því að
menn umgangist tungutak hans
með virðingu rétt eins og tungutak
annarra. Þetta em einföld mann-
réttindi, einföld þegnréttindi í sam-
félagi siðaðra. Enginn ætti að eiga
það yfír höfði sér að vera kallaður
„þágufallssjúkur" eða sakaður um
„kunnáttuleysi" í eigin tungu. Hins
vegar eiga líka allir rétt á að fá
þá fræðslu sem nauðsynleg er til
að gera sér grein fyrir að hér ríkir
ekki fijálslyndi í þessu efni. Þrátt
fyrir það að ekki er til nein formleg
stofnun sem hafi vald til að setja
lög og reglur um mál og málnotkun
er ljóst að til er óeiginleg stofnun
sem sumpart er sjálfskipuð, sum-
part sjómskipuð. Eg kýs að kalla
hana málstofnunina og skal reyna
að skýra hvað við er átt.
Málstofnunin er ekki til húsa á
einum stað. Hún býr víða. í henni
sitja kennarar og lærðir menn á
öllum skólastigum, í henni sitja
flytjendur leiðbeiningaþátta um
málnotkun, í henni sitja leiðbein-
endur um gott og fagurt mál, hvar
sem þeir em staddir. Þessi stofnun
er ekki einlit en hefur þó komið sér
upp ákveðnum reglum um eitt og
annað. Málstofnunin hefur t.d.
komið sér saman um að beijast
gegn hverskonar breytingum á fall-
beygingu orða (ær, mær, kýr, Vísir,
læknir, faðir, móðir, systir, bróðir
o.s.frv.). Hún hefur líka sett sér að
vinna gegn „þágufallssýki" og „flá-
mæli“, svo eitthvað sé nefnt. Og
málstofnunin hefur einsett sér að
hreinsa tunguna af erlendum „orð-
skrípum", eins og gjama er sagt
um tökuorð, ef þau era yngri en
frá því um 1400. Þannig sleppur
útlenska eins og prestur og biskup
í gegn, jafnvel lektor og dósent, en
hins vegar ekki sjoppa og bíslag,
punktering og drossía hvað þá flass-
ari og sánd.
Þessi viðleitni málstofnunarinnar
er einkum mikilvæg í þrennu tilliti:
Hún stuðlar að því að halda málinu
einsleitu, hamlar gegn óþörfum
mállýskumun, tryggir eftir föngum
að allir skilji alla, hvaðan sem þeir
koma af landinu eða hvert sem
þeir fara á landi hér. í annan stað
stuðlar barátta málstofnunarinnar
að því að halda tengslunum við eldri
málstig þannig að við skiljum rit-
mál fyrri tíðar. Og í þriðja lagi styð-
ur hún að því að halda uppi §ömg-
um umræðum um einstök áþreifan-
leg atriði í málnotkuninni. En hún
er líka varasöm. Ekki einasta vegna
þess að hún stimplar málfar íslend-
inga, skipar einum skör lægra en
öðmm, segir jafnvel: „Ekki er hann
nú mikil mannvitsbrekka hann
Gunnsi: hann sagði „mér vantar að
tala við læknirinn!““ heldur einnig
vegna hins að hún stuðlar að því
að samræðumar um tunguna snúist
um aukaatriði og um leið skapast
sú hætta að við sjáum ekki það sem
mestu skiptir.
Um þetta skal ekki fjölyrt að
sinni en staðhæfíngin og viðvömnin
látnar standa og bíða betri tfma.
Lokagrein birtist á morgun.
Höfundur er cand.mag. iíslensku
ogstarfaði við framhaldsskóla og
■ Háskóla frá 1970—1987og ernú
deildarstjóri kennslubókadeildar
hjá Bókaforlaginu Iðunni.
Þau leiðu mistök urðu í grein
Heimis Pálssonar í blaðinu í gær
að orðið mótaka misritaðist og
brenglaði merkingu setningarinnar.
Rétt mun hún vera svona: Hvomg-
ur okkar Valdimars mun hafa á
hraðbergi mikinn orðaforða tengd-
an mótöku, hvað þá rauðablæstri.
Morgunblaðið biðst velvirðingar á
mistökunum.
hins vegar sá að á sjúkrahúsum í
Reylqavík einni er áætlað að loka
m.a. 50 rúmum á öldrunarlækn-
ingadeildum i 3 mánuði i sumar.
Á sama tima standa einnig 57
fullbúin ný rúm fyrir sjúka aldr-
aða á Borgarspítalanum og
Skjóli sem stjórnvöld leyfa ekki
að séu tekin í notkun. Samt er
viðurkennt að yfír 200 sjúkrapláss
vantar nú þegar til að sinna sár-
ustu neyð aldraðra.
Félagshyggjustjómin hefur fund-
ið nýja spamaðarleið: Með því að
fækka námsferðum lækna og reka
sjúklinga heim, eða hindra þá í að
komast í sjúkrastofnun, má í nafni
félagshyggju spara stórfé.
Raunhæfiim lausnum
er hafiiað
Fyrir nokkmm ámm vom það
sömu félagshyggjuöfl með Alþýðu-
bandalagið í broddi fylkingar sem
hrópuðu í angist „sjúklingaskattur"
og klómðu augun úr hveijum þeim
sem vildi ræða hugmyndir um leið-
ir til þess að auka kostnaðarvitund
notandans og starfsfólksins. Þeir
réðust harkalega gegn hugmyndum
um að tryggja áfram vandaðan
rekstur með möguleikum á aukinni
kostnaðarhlutdeild þeirra notenda,
sem á því hefðu efni. Þó var öllum
ljóst að í engu skyldi ráðast gegn
þeim sem ekki hefðu bolmagn til
að taka aukinn þátt í kostnaði.
Hefðu slíkar hugmyndir fengið að
þróast, stæðum við ekki frammi
fyrir svo ómannúðlegum fram-
kvæmdum sem raun ber vitni.
Reyndar er mér kunnugt um að
innan ríkisstjómarinnar fínnast
menn sem sýna meiri stjómvisku
og sanngirni en fram kemur í hegð-
un þríeykisins. Slíkir menn hljóta
nú að rísa upp og mótmæla vinnu-
brögðunum.
Félagshyggjuöflin hafa sýnt
lítinn áhuga á því að heyra hvað
starfsfólk hefur um málin að segja.
En það skyldi þó aldrei vera að
starfsfólk hefði hugmyndir um
spamaðarleiðir sem ekki tefldu
heilsu manna í hættu? Er mögulegt
að það þekki til reksturs deilda
sinna og óski sjálft eftir bættum
aðferðum til þess að auka kostnað-
araðhald og hagræðingu í rekstri?
Varla, ef dæma má af vinnubrögð-
um félagshyggjuaflanna.
Sú skoðun virðist vera ríkjandi
hjá vinstristjóminni að ekki þurfí
að tefja tímann við vangaveltur og
vandaðan undirbúning að hagræð-
ingarátaki. Félagshyggjuöflin hafa
fundið aðra lausn. Hún er eitthvað
á þá leið að sópa sjúklingum og
starfsfólki af sjúkradeildum og líma
spjald á hurðina þar sem stendur:
Lokað — Allir sjúklingar snúi
heim — Þar bíða ykkar vinir og
vandamenn á atvinnuleysisbót-
um — Allir una glaðir við sitt —
í nafini félagshyggjunnar.
Höfundur er borgarfulltrúi og
formaður Sambands ungra sjálf-
stæðismanna.
Kartöfluvandinn:
TINDUR JAKANS
eftirÞorvald
Gylfason
Lífskjör almennings í landinu em
miklu lakari en efni standa til. Þetta
blasir við, hvert sem litið er. Vinnu-
laun flestra starfsstétta em mun
lægri hér en í mörgum nálægum
löndum, og verðlag er yfirleitt miklu
hærra hér en í útlöndum. Fjöldi
fólks á erfitt með að ná endum
saman, jafnvel þótt við séum ein
ríkasta þjóð heims, ef þjóðarfram-
leiðsla á mann er höfð til marks.
Hvemig stendur á þessu? Ein
ástæðan er sú, að stjórnmálamenn
leggja þungar byrðar á herðar al-
mennings í landinu, ýmist í hugsun-
arleysi eða af ásettu ráði til að
þóknast þröngum sérhagsmunum á
kostnað þjóðarheildarinnar. Þeir
bera stjómarfarslega ábyrgð á
gegndarlausri sóun almannafjár á
mörgum sviðum þjóðlífsins, til
dæmis í landbúnaði. Þessi óráðsía
hefur viðgengizt í landinu um ára-
tugaskeið undir vemdarvæng ríkis-
valdsins, en varla með vitund og
vilja almennings. Það er mjög mikil-
vægt að mínum dómi, að fólkið í
landinu geri sér fulla grein fyrir
því, hversu mikill vandinn er að
vöxtum, því að annars er engin von
til þess, að sóunin verði stöðvuð í
tæka tíð.
Kartöflur: 800 til
1.000 milljónir
Kartöfluvandinn nú segir sína sögu.
Eins og ég hef skýrt frá í grein hér
í blaðinu nýlega (sjá Morgunblaðið,
15. marz 1989), greiða heimilin í
landinu 800 milljónum króna meira
fyrir kartöflur á hveiju ári en þau
þyrftu, ef innflutningur erlendra
kartaflna væri fijáls. Skýringin er
einföld. Hvert kíló af kartöflum
kostar nú um 115 krónur í búðum,
meðan kaupmenn hafa sagzt
mundu geta selt innfluttar kartöflur
fyrir 35 krónur hvert kíló. Verð-
munurinn er því 80 krónur á hvert
kíló. Heildameyzla kartaflna í
landinu er um 10.000 tonn á ári.
Þess vegna greiða neytendur 800
milljónum króna meira fyrir kartöfl-
ur á ári en þeir þyrftu að greiða,
ef innflutningur væri fíjáls. Síðan
fyrri greinin var skrifuð fyrir nokkr-
um dögum, hefur kartöfluverðið
verið hækkað upp í allt að 135 krón-
ur fyrir hvert kfló að meðaltali, svo
sem komið hefur fram í fréttum,
þannig að neytendur greiða nú allt
að 1.000 milljónum meira fyrir kart-
öflur á ári en þeir þyrftu.
Hvað býr undir? Svarið er ein-
falt: Stjómmálamennimir fórna
hagsmunum almennings um allt
land fyrir hagsmuni um 100 kart-
öflubænda, en þá er átt við fjölda
ársverka við kartöflurækt, þótt
fleiri einstaklingar en svo komi við
sögu. Innflutningsbann, sem kostar
neytendur 800 til 1.000 milljónir
króna á hveiju ári, kostar því 8 til
10 milljónir króna á ári á hvert
ársverk kartöflubænda. Með þessu
er auðvitað ekki verið að gefa það
í skyn, að hver bóndi hagnist um 8
til 10 milljónir króna á ári, heldur
vekja athygli á því, að kostnaður
almennings vegna innflutnings-
bannsins er úr öllu skynsamlegu
samhengi við fjölda þeirra bænda,
sem er ætlað að njóta vemdarinnar.
Hvers vegna gera stjómmála-
menn annað eins og þetta? Það
stafar af þvi, að miklir, einbeittir
og augljósir hagsmunir em bundnir
við kartöflurækt, en hagsmunir
neytenda em dreifðir. Þess vegna
sjá bændur sér hag í því að beijast
fyrir áframhaldandi innflutnings-
banni, án þess að almenningur sjái
sér hag í því að streitast á móti,
jafnvel þótt skaði almennings sé
margfalt meiri en ávinningur
bænda. Þess vegna eiga fijáls við-
skipti yfirleitt undir högg að sækja.
Árnór Ragnarsson blaðamaður
hefur fullyrt það hér í blaðinu, að
grein mín sé „byggð á sandi“ og
Þorvaldur Gylfason
„Það er makalaust, að
stj órnmálamönnum
skuli haldast það uppi
ár effcir ár og áratug
eftir áratug að halda
lífskjörum almennings
niðri með þessum hætti,
hvort sem það er gert
í hugsunarleysi eða af
ásettu ráði til þess að
þjóna þröngum sér-
hagsmunum á kostnað
þjóðarheildarinnar.“
„til þess eins að slá lyki í augu
neytenda“ og líkir málflutningi
mínum við “blekkingapólitík eins
og Greenpeace-samtökin stunda
gegn okkur“. Amór gerir tvær efn-
islegar athugasemdir. Annars vegar
rengir hann þær upplýsingar, að
kaupmenn geti boðið kartöflur fyrir
35 krónur hvert kíló. Sigurbjartur
Pálsson kartöflubóndi tekur í sama
streng í sama blaði. Um þetta er
ekki annað að segja en það, að for-
stjóri Hagkaupa, Jón Ásbergsson
viðskiptafræðingur, hefur lýst því
yfír opinberlega oftar en einu sinni,
að Hagkaup geti boðið neytendum
þetta verð, 35 krónur hvert kfló.
Úr því að Hagkaup segjast geta
boðið neytendum þetta verð með
því að gera hagstæða kaupsamn-
inga erlendis og halda flutnings-
kostnaði, dreifíngarkostnaði og
álagningu í lágmarki, virðist það
mjög sennilegt, að aðrar verzlanir
geti gert það líka. Hins vegar reng-
ir Amór þær upplýsingar Hagstofu
íslands, að fyöldi ársverka við kart-
öflurækt sé um 100. Ég sé enga
ástæðu til þess að rengja upplýsing-
ar Hagstofunnar. Mér er ekki kunn-
ugt um, að Hagstofan hafí nokkum
tíma gefið rangar upplýsingar.
Kjúklíngar og egg:
Sama saga
Kartöfluvandinn er ekki eins-
dæmi. Svipuðu máli gegnir um
kjúklinga og egg. Kjúklingar kosta
nú um 550 krónur hvert kíló í búð-
um. Kaupmenn hafa sagzt mundu
geta boðið erlenda kjúklinga fyrir
160 krónur hvert kfló, ef innflutn-
ingur væri fijáls. Verðmunurinn er
390 krónur á hvert kfló. Heildar-
neyzla kjúklinga í landinu er um
1.400 tonn á ári. Þess vegna greiða
neytendur næstum 550 milljónum
króna meira fyrir kjúklinga á ári
en þeir þyrftu, ef innflutningur
væri fijáls. Og hvað em þeir marg-
ir kjúklingabændurnir, sem inn-
flutningsbanninu er ætlað að
vemda gegn erlendri samkeppni?
Þeir em 40 til 45 samkvæmt upp-
lýsingum Hagstofunnar, en þá er
átt við fjölda ársverka við kjúkl-
ingarækt eins og í kartöfludæminu.
Vemdin kostar sem sagt 12 milljón-
ir króna að minnsta kosti á hvert
ársverk kjúklingabænda!
En eggin? Þau kosta nú um 330
krónur hvert kíló í verzlunum.
Kaupmenn hafa sagzt mundu geta
selt innflutt egg fyrir 95 krónur
kflóið. Verðmunurinn er því 235
krónur á hvert kíló. Heildameyzla
eggja í landinu er um 3.200 tonn
á ári. Þess vegna greiða neytendur
rösklega 750 milljónum króna
meira fyrir egg á ári en þeir þyrftu,
ef innflutningur væri fijáls. Fjöldi
ársverka við eggjaframleiðslu er 85
til 90 samkvæmt upplýsingum Hag-
stofunnar. Vemdin kostar því rösk-
lega 8 milljónir króna á hvert árs-
verk!
Samtals nemur kostnaður al-
mennings vegna einokunar kart-
öflu-, eggja- og kjúklingaframleið-
enda þess vegna 2.100 milljónum
króna á ári að minnsta kosti eða
næstum 34.000 krónum á hveija
fjögurra manna fjölskyldu í landinu
að meðaltali. Með þessu er reyndar
ekki öll sagan sögð, því að neyzla
kartaflna, eggja og kjúklinga væri
áreiðanlega mun meiri og hagur
almennings betri eftir því, ef þessar
vömr væm ódýrari, en látum það
vera. Til samanburðar kostar rekst-
ur ríkisspítalanna 4.500 milljónir
króna á þessu ári samkvæmt fjár-
lögum. Það væri sem sagt hægt
að spara fjárhæð, sem nemur næst-
um helmingi af öllum rekstrar-
kostnaði ríkisspítalanna, með því
einu að afnema bann við innflutn-
ingi kartaflna, eggja og kjúklinga!
Þetta væri hægt með einu penna-
striki á Alþingi.
Sérhagsmunahollusta
Það er makalaust, að stjóm-
málamönnum skuli haldast það uppi
ár eftir ár og áratug eftir áratug
að halda lífskjömm almennings
niðri með þessum hætti, hvort sem
það er gert i hugsunarleysi eða af
ásettu ráði til þess að þjóna þröng-
um sérhagsmunum á kostnað þjóð-
arheildarinnar. Önnur eins sér-
hagsmunahollusta þekkist óvíða í
veröldinni nema í einræðisríkjum,
til dæmis í Austur-Evrópu og
Afríku. Stjómmálamenn, sem
leggja blessun sína yfir þvílíka sóun
eða eiga jafnvel beinlínis frum-
kvæði að henni, bera ekki glöggt
skynbragð á fé, svo að ekki sé
meira sagt. Er nokkur furða, að
Qármál þjóðarinnar og efnahagsmál
yfírleitt séu i kaldakoli?
En það er auðvitað ekki við
stjómmálamennina eina að sakast.
Við lifum í lýðræðisríki. Við getum
kennt sjálfum okkur um, þegar öllu
er á botninn hvolft.
Og hvemig væri umhorfs í okkar
þjóðfélagi, ef aðrar þjóðir svöraðu
okkur í sömu mynt? Hvemig skyldi
okkur reiða af, ef bandarískir og
evrópskir stjómmálamenn gættu
hagsmuna þarlendra sjómanna af
sama harðfylgi eða hugsunarleysi
og islenzkir stjómmálamenn vemda
hagsmuni kartöflu-, eggja- og
kjúklingabænda? Þá væri okkur
íslendingum fyrirmunað að flytja
út físk. Þá myndi þessi þjóð lepja
dauðann úr skel. '
Höfúndur erprófessor íhagfræði
við Hiskóla Islands.
Hafrifr
í Kaupmannahöfn
FÆST
í BLAÐASÖLUNNI
A JÁRNBRAUTA-
STÖÐINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OG Á RÁDHÚSTORGI