Morgunblaðið - 22.03.1989, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 22.03.1989, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1989 Til vamar „einu“ tré eftir Guðrúnu Jónsdóttur Eins og flestum mun enn í fersku minni var staðfest á síðasta ári skipu- lagsáætlun fyrir Kvosina í Reykjavík. í þeirri áætlun er gert ráð fyrir mikilli uppbyggingu víða á svæðinu eða 36.000 fermetrum og eru þá ekki meðtalin bílastæðahús nyrst í Kvosinni. Nú er það svo hér í bæ að auknu byggingarmagni fylgir aukin bílaumferð, enda er í deili- skipulagstillögunni gert ráð fyrir að umferð aukist þar. Þetta á t.d. við um Vonarstræti. Um þá götu segir í skipulagsáætlun- inni að gert sé ráð fyrir að Vonar- stræti breikki annars vegar austast við gatnamót Lækjargötu og hins- vegar vestast við gatnamót Suður- götu. I síðara tilvikinu er gert ráð fyrir að svonefndri beygjuakrein verði bætt við götuna og á hún að vera fyrir bíla, sem aka í vesturátt eftir Vonarstræti og leið eiga til norðurs um Suðurgötu. Nú vita allir sem til þekkja að erfitt er um vik á þessum stað og hreint ekki auðvelt að breikka götuna án þess að það gangi út yfir annað sem þama er fyrir. I þessum greinarstúf ætla ég að staldra við þetta atriði og afleiðingar þess fyrir hlyninn sem þar stendur norðan gö- tunnar og gleður augu vegfarenda og annarra sem eru svo lánsamir að hafa hann fyrir augunum daglega. Mér er sagt að hlynir geti orðið 300 ára. Þessi hiynur mun hafa verið gróð- ursettur árið 1918 af Nicolaj Bjarna- son eða flölskyldu hans sem þá bjó í húsinu nr. 5 við Suðurgötu, en á þeirri lóð stendur hlynurinn. Hann er því aðeins 70 ára. Christian Zims- en, sem bjó í næsta húsi segist muna eftir trénu um 1925, en þá var það farið að gægjast yfir axlarháa girð- ingu, sem þama stóð. Nú er hlynur- inn orðinn a.m.k. 10 metra hár og ummál greinanna ólaufgaðra um 13 m. „Þetta er ugglaust eitt fallegasta tré borgarinnar og margir sem mundu spjma við fótum ef því jrði fómað," segir garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar í viðtalj við Morg- unblaðið 22.janúar 1988. í sama við- tali segir garðyrkjustjóri að tréð sé friðað og allt verði gert til þess að það fái að njóta sín. Þá er rætt um væntanlega nýbyggingu Happdrætt- is Háskóla íslands á þessum stað sem sagt er að verði löguð að trénu og byggð í stómm boga þannig að trénu sé óhætt. Þótt ekki sé við góðan og velviljað- Guðrún Jónsdóttír „Hlynurinn fágri gæti því orðið fyrsta raun- verulega fórnarlamb óyfirvegaðra ákvarð- ana varðandi þetta svæði. Fréttin frá 22. janúar ’88 um að hlyn- urinn fái að standa kom í kjölfar þess að margir þóttust þá þegar sjá fyrir þessa hættu og margar aðrar, sem flokka má undir um- hverfisspjöll. Reyk- víkingar eru leiddir eitt skref í einu í þessu máli, án þess að tæki- feeri gefist til að ræða hvort rétt sé stefiit.“ an garðjrkjustjóra að sakast þá er það svo, að með þessu er ekki nema hálf sagan sögð, því eins og ég hef þegar minnst á er í skipulagsáætlun- inni gert ráð fyrir viðbótarakrein á þessum stað, enda nýbyggingar og áform þar um_í fullum gangi einmitt á svæðinu. Ég hef athugað allar aðstæður á staðnum töluvert gaum- gæfilega og niðurstaða mín er sú, að tréð sé í stórhættu. Nú fyrir skömmu óskaði skipulagsstjóm ríkis- ins eftir upplýsingum frá Reykjavík- urborg um það, hvemig háttað yrði útfærslu gatnamótanna við Suður- götu. Fyrirspum þessi var fram kom- in vegna yfirstandandi umQöllunar stjómarinnar um nýbyggingu Happ- drættis Háskóla íslands norðan Von- arstrætis. Þau svör bárust að gatan ætti að breikka um rúma 2_ m til norðurs frá núverandi legu. Á upp- drætti, sem fylgdi með svarinu, er sýnd kröpp beygja (radíus 5 metrar) á götunni við tréð. Þessi beygja er svo kröpp að einungis fólksbílar geta náð henni, en ekki strætisvagnar, rútur eða stærri bílar. Ef beygjan væri gerð þannig úr garði að stærri bílar gætu náð henni (radíus 10—15 metrar) þá gengur línan gegnum tijástofninn eða fer jafnvel inn fyrir hann. Nú kjmni einhver að spyija hvort nauðsjm beri til að strætó, rútur og stærri bílar noti þessa ak- rein. Því er til að svara að Vonarstræti er aðalumferðargatan í suðurhluta Kvosarinnar skv. Kvosarskipulagi. Það er því óvarlegt að áætla að slíkt sé hægt að útiloka, enda beinlínis í ósamræmi við þær framkvæmdir, sem þama standa í dag, svo sem fyrirhugað ráðhús. Það má því segja að í þessu máli, sem svo mörgum öðram, leiði hvað af öðra. Uppbyggingin kallar á aukna umferð, aukin umferð kallar á breikkun gatna, breikkun gatna felur í sér eyðileggingu á umhverfi gamla borgarkjamans, sem ekki get- ur aðlagað sig hveiju sem er. Hljmurinn fagri gæti því orðið fyrsta raunveralega fómarlamb óyfirvegaðra ákvarðana varðandi þetta svæði. Préttin frá 22. janúar ’88 um að hljmurinn fái að standa kom í kjölfar þess að margfir þóttust þá þegar sjá fyrir þessa hættu og maigar aðrar, sem fiokka má undir umhverfisspjöll. Reykvíkingar era leiddir eitt skref í einu í þessu máli, án þess að tækifæri gefist til að ræða hvort rétt sé stefnt. Vegna þess að þetta tré er vinur minn taldi ég óhjákvæmilegt að vekja athygli á þeirri hættu sem að því steðjar. Þetta tré hefur glatt mig svo oft og því vil ég leggja eilítið lóð á vogarskál trénu til bjargar. Orð garð- yrkjustjóra frá 22. janúar 1988 end- urspegla viðhorf borgarbúa. f fullri vissu um það að borgaryfírvöld séu sama sinnis vil ég vekja athygli á því, að sú útfærsla á skipulaginu sem hingað til hefur verið sýnd tryggir ekki að tréð sé hólpið. Nýjar lausnir verða að koma til. Höfundur er arkitekt. s §&f|$ 1 M mmt Frá leikmannastefnunni. Leikmannastefaa kirkjunnar: Rætt um breytingu á embættaskipunum Leikmannastefiia Þjóðkirkjunnar var haldin fyrir skömmu að Kirkjuhvoli í Garðabæ. Þetta var þriðja leikmannastefha sem haldin hefur verið síðan að ákveðið var að halda þær árið 1987. Margt var rætt á stefnunni, en aðalmálefni hennar var erindisbréf sóknamefnda, framvarp kirkju- þings 1988 til laga um skipan full- trúa í prófastdæmi og embætta inn- an þjóðkirkjunnar. Leikmanna- stefnan taldi ekki óeðlilegt að í sam- ræmi við brejrttar aðstæður í þjóð- félaginu væri athugað gaumgæfí- lega hvort ekki væri ástæða til að gera breytingar í sambandi við umræddar embættisskipanir. En senda bæri frumvarpið í prestaköll- in um land allt til nánari athugunar og umfjöllunar þannig að tekið væri tíllit til allra aðstæðna hjá ein- stökum söfnuðum. í ályktun stefnunnar kemur auk þess eftirfarandi fram: Hér er verið að fjalla um viðkvæm mál sem snerta trúar- og tilfínningalíf fjölda manns. Kirkjunnar menn mega því ekki gera þær brejrtingar á aldar- gamalli skipan mála, að þær breyti afstöðu fólks til kirkjunnar til hins verra. Kirkjan má síst við því miðað við stöðuna í dag. Leikmannastefnan tók því ekki afstöðu til umrædds framvarps að svo komnu máli, taldi ekki tíma- bært að gera svo fyrr en það hefur verið rætt í prestaköllunum. Leikmenn kallast í þessu tilviki allir óvígðir menn sem skírðir hafa verið til kristinnar trúar. Á leik- mannastefnu koma tveir þáttakend- ur frá hveiju prófastsdæmi nema þrír frá Reykjavík. Þeir era kosnir til ijögurra ára á Héraðsfundum í hvetju prófastsdæmi. Þá sátu fund- inn tveir þátttakendur frá Kirkju- ráði og áheyrnarfulltrúar frá KFUM, KFUK, íslenska Kristni- boðssambandinu og samtökunum Ungt fólk með hlutverk. SigluQörður: 22.000 tonnum afloðnu landað frá áramótum Siglufirði. BÚIÐ er að landa hér 22.000 tonnum af loðnu frá áramótum. Togarinn Stálvík SI landaði hér 122 tonnum af góðum fiski, aðal- lega þorski, á fimmtudag og föstu- dag og togarinn Sigluvík SI landaði hér 100 tonnum í gær, mánudag. Hins vegar er alltaf sami dauðinn hjá netabátunum sem gerðir era út héðan frá Siglufirði. - Matthías Skírdagsmessur ÁRBÆJARKIRKJA: Fermingar- guðsþjónusta skírdag með altar- isgöngu kl. 14. Sr. Guömundur Þorsteinsson. ÁSPRESTAKALL: Guðsþjónusta með altarisgöngu skírdag kl. 20.30. BREIÐHOLTSKIRKJA: Messa kl. 20.30. Sr. Gísli Jónasson. BÚSTAÐAKIRKJA: Útvarps- guðsþjónusta kl. 11 skírdag, á vegum samstarfsnefndar kris- tinna trúfélaga. Prédikun kaf- teinn Anne Marie Reinholdsen. Sr. Ólafur Skúlason. DIGRANESPRESTAKALL: Guðsþjónusta skírdag kl. 14. Sr. Þorbergur Kristjánsson. DÓMKIRKJAN: Jáessa skirdag kl. 11. Altarisganga. Sr. Hjalti Guðmundsson. ELLIHEIMILIÐ Grund: Guðs- þjónusta skírdag kl. 10. Altaris- Sanga. Sr. Guðmundur Óskar Hafsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Ferm- ing og altarisganga kl. 11. Sr. Guðmundur Karl Agústsson. FRÍKIRKJAN í Reykjavfk: Guðs- þjónusta skírdag kl. 20.30. Reyn- ir Guðsteinsson syngur einsöng. Altarisganga. Sr. Ceci! Haralds- son. GRENSÁSKIRKJA: Altarisganga skírdag kl. 14. Prestarnir. HALLGRÍMSKIRKJA: Guðsþjón- usta skírdag kl. 20.30. Altaris- ganga. Sr. Sigurður Pálsson pre- dikar. HÁTEIGSKIRKJA: Tónleikar kl. 17. Flutt tónlist J.S. Bach. Orgel, sembal og fiðla Sean Bredley. Messa kl. 20.30. Sr. Tómas Sveinsson. HJ ALLAPRESTAKALL, Kópa- vogi: Kvöldguðsþjónusta skírdag kl. 20 í messuheimili Hjallasóknar í Digranesskóla. Sr. Kristján E. Þorvarðarson. KÁRSNESPRESTAKALL: Guðs- þjónusta í Sunnuhlíð kl. 16. Altar- isganga. Sr. Árni Pálsson. LANGHOLTSKIRKJA, Kirkja Guðbrands biskups: Altaris- ganga skírdag kl. 18. Sóknar- nefndin. LAUGARN ESKIRKJ A: Kvöld- guðsþjónusta kl. 20.30. Altaris- ganga. Sóknarprestur. NESKIRKJA: Messa skírdag kl. 20. Sr. Ingólfur Guðmundsson predikar. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. SELJAKIRKJA: Fermingarguðs- þjónustur kl. 10.30 og kl. 14. Miðnæturguðsþjónusta kl. 20.30. Altarisganga. Kór undir stjórn Margrétar Pólmadóttur syngur. Sr. Valgeir Ástráðsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa skírdag ki. 20.30. Sr. Sol- veig Lára Guðmundsdóttir. DÓMKIRKJA Krists konungs, Landakoti: Skírdag: Tilbeiðsla hins allra heilagasta altarissakra- mentis kl. 18 til miðnættis. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Til- beiðsla skírdag kl. 18. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sam- kirkjuleg útvarpsguðsþjónusta skírdag í Bústaðakirkju. Kafteinn Anne Marie Reinholdtsen talar. FÆREYSKA sjómannaheimilið: Samkoma á skírdag kl. 17. MOSFELLSPRESTAKALL: Messa skírdag í Reykjalundi kl. 20.30. Altarisganga. Sr. Birgir Ásgeirsson. GARÐAPRESTAKALL: [ Garða- kirkju kl. 20.30, skírdag, altaris- ganga. Sr. Gunnlaugur Garöars- son. Bessastaðakirkja: Guðs- þjónustur skírdag kl. 10.30 og kl. 14. Ferming og altarisganga. Sr. Bragi Friðriksson. VÍÐISTAÐASÓKN: Altarisganga í Hrafnistu kl. 14 skírdag og altar- isganga í Víðistaðakirkju kl. 20.30. Kór Víðistaðakirkju. Org- anisti Kristín Jóhannesdóttir. Sr. Sigurður Helgi Guðmundsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Helgistund skírdagskvöld kl. 20.30 með altarisgöngu. Kór Öldutúnsskóla syngur undir stjórn Egils Friðleifssonar. Prest- ur sr. Gunnþór Ingason. KAPELLA St. Jósefssystra f Garðabæ: Kl. 17 skírdag til- beiðsla. KAPELLAN st. Jósefsspftala: Tilbeiðsla hins allra heilagasta sakramentis skírdag frá kl. 18 til miðnættis. KARMELKLAUSTUR: Tilbeiðsla skírdag kl. 17. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Fermingarguðsþjónusta skírdag kl. 10.30. Altarisganga. Organisti Gróa Hreinsdóttir. KEFLAVÍKURKIRKJA: Ferming- arguðsþjónusta skirdag kl. 10.30 og kl. 14. Kór Keflavikurkirkju syngur. Organisti Örn Falkner. Sóknarprestur. GRINDAVÍKURKIRKJA: Messa með altarisgöngu skírdag kl. 20.30 á stofndegi heilagrar kvöldmáltíðar. Kór Grindavíkur- kirkju syngur undir stjórn organ- istans Önnu Guðmundsdóttur. Sr. Örn Bárður Jónsson. HVERAGÉRÐISPRESTAKALL: Skírdag: Fermingarmessa í Hveragerðiskirkju kl. 11 og messa í Kotstrandarkirkju kl. 14. Sr. Tómas Guðmundsson. EYRARBAKKAKIRKJA: Barna- guðsþjónusta skírdag kl. 10.30. Sóknarprestur. STOKKSEYRARKIRKJA: Messa skírdag kl. 21. Sóknarprestur. GAULVERJABÆJARKIRKJA: Messa annan páskadag kl. 14. ÞINGVALLAKIRKJA: Altaris- ganga skírdag kl. 21. Sóknar- prestur. AKRANESKIRKJA: Messa skírdag kl. 14. Altarisganga. Messað í sjúkrahúsinu kl. 13. Aitarisganga og messa kl. 15.30 dvalarheimilinu Höfða. Organisti og kórstjóri Jón Ól. Sigurðsson. Sr. Björn Jónsson. BORGARPRESTAKALL: Ferm- ingarguðsþjónustur skírdag kl. 11 og kl. 14. Sóknarprestur. SIGLUFJARÐARKIRKJA: Guös- þjónusta skírdag kl. 14.15. Altar- isganga. Samkoma í kirkjunni kl. 20.30 á vegum Þorvalds Hall- dórssonar og Ungs fólks með hlutverk. Sr. Stína Gísladóttir. GLERÁRKIRKJA: Fermingar- guðsþjónustur skírdag verða þrjár: Kl. 10, kl. 12 og kl. 14.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.