Morgunblaðið - 22.03.1989, Page 17

Morgunblaðið - 22.03.1989, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1989 17 í framhaldi af kj ötfar skönnun eftirJóhannes Gunnarsson Gerlakönnun Neytendasamtak- anna á nautahakki og kjötfarsi hef- ur vakið mikla athygli og umtal. Fjölmargir neytendur hafa haft samband við samtökin og fagnað þessu frumkvæði um leið og þeir hafa lýst yfir óánægju sinni með ástand mála. Gerðu sýnatökumenn mistök? I Morgunblaðinu 18. mars sl. lýsa forráðamenn kaupfélaganna í Vest- mannaeyjum og á Akureyri „efa- semdum við sýnatöku í þessari könnun og töldu að óvönduð vinnu- brögð gætu. skýrt óeðlilegan gerla- fjölda í farssýnum, þar sem kjötfars sé mjög viðkvæm vara sem þolir geymslu í mjög skamman tíma." Um þetta er margt að segja. í fyrsta lagi má benda á að öll sýni sem komu frá öðrum stöðum en höfuðborgarsvæðinu fengu sömu meðferð. Þau voru keypt seinni part dags og send næsta morgun til Reykjavíkur og síðan beint í rannsókn. Þama var farið nákvæm- lega eftir þeim reglum sem rann- sóknarstofa Hollustuvemdar ríkis- ins lagði. Enda kemur í ljós að sýni frá t.d. Egilsstöðum, þar sem staðið var eins að sýnatöku og frá öðrum stöðum utan af landi, reyndust öll í lagi. I öðru lagi má benda á að sum sýnin, bæði frá Akureyri og Vest- mannaeyjum, reyndust í lagi, þ.e. neysluhæf. Ef þeir sem sýnin tóku á þessum stöðum hafa klúðrað málum eins og haldið er fram, hvemig stendur þá á því að nokkur sýni þaðan reyndust í mjög góðu lagi? Neytendas^mtökin vísa því full- yrðingum seljenda í Vestmannaeyj- um og á Akureyri á bug. Staðið var að sýnatöku á eðlilegan hátt. í áðumefndri frétt í Morgun- blaðinu segir fulltrúi Kaupfélags Vestmannaeyja að „það er alveg sjálfsagt mál að láta sýni af hendi við rétta aðila en þá þarf að kvitta fyrir að svo sé gert.“ Hveijir eru réttir aðilar að mati hans? Eru það kannski ekki fulltrúar neytenda? Hroki af þessu tagi nær engri átt. í stað þess að viðurkenna mis- tök, er reynt að sannfæra almenn- ing um klúður þeirra sem að rann- sókninni stóðu. Þeir eru meiri menn sem viðurkenna að hlutirnir hafi ekki verið í lagi og „biðja afsökunar á að þetta skuli hafa komið fyrir“ eins og forsvarsmenn Fjarðarkaupa í Hafnarfírði gerðu. Því má við bæta að samkvæmt upplýsingum frá rannsóknarstofu Hollustuvemdar ríkisins eru niður- stöður þessarar könnunar síst lak- ari, ef miðað er við meðaltal þeirra sýna sem berast til rannsóknarstof- unnar frá heilbrigðisfulltrúum á öllu landinu. Neytendur eiga kröfu á betri vöru Fulltrúar heilbrigðiseftirlits í Reykjavík og í Vestmannaeyjum hafa tjáð sig um þessar niðurstöður í fjölmiðlum. Neytendasamtökin hljóta að lýsa vonbrigðum vegna viðbragða þessara aðila. Það var helst á þeim að skilja að svona væru hlutimir, ekkert væri því að gera. Neytendasamtökin em metnað- arfyllri fyrir hönd framleiðenda unnra kjötvara. Það hlýtur að vera hægt að framleiða betri vöm en könnunin sýnir. Er t.d. eitthvað sem réttlætir að sum sýnanna reynast gölluð eða óneysluhæf vegna of mikils fjölda saurkólígerla? Við skulum hafa það á hreinu að tilvist saurkólígerla gefur tilefni til að ætla að þar leynist einnig sjúk- dómsvaldandi gerlar, enda eiga saurkólígerlar uppmna sinn í iðmm manna eða dýra og eiga aðeins eina leið út. Ef þessir gerlar fínnast í slíkum sýnum, er einfaldlega um sóðaskap að ræða á einhveijum stigum framleiðslunnar. Þó svo að fulltrúar heilbrigðiseftirlits á sum- um stöðum sætti sig við það, þá gera neytendur það ekki. Lokaorð Könnun Neytendasamtakanna hefur m.a. verið gagnrýnd fyrir það að sýni hafí ávallt verið keypt í verslunum, en ekki í kjötvinnslum í þeim tilvikum þar sem kjötfarsið er framleitt þar (oftast er það þó framleitt í verslununum sjálfum). Þessu er til að svara að neytendur kaupa kjötfarsið úti í búð en ekki í viðkomandi kjötvinnslu. Kjötfars, sem er í góðu lagi er kjötvinnslan sendir það frá sér, getur verið ósölu- hæft þegar neytandinn kaupir það vegna mistaka í verslun. -Á það skal lögð áhersla að ekki er endilega verslun um að kenna þegar farsið er jafn lélegt og í sum- um tilvikum í könnuninni. Eflaust má í einhveijum tilvikum rekja það allt til viðkomandi sláturhúss. Eftir Jóhannes Gunnarsson „Á það skal lögð áhersla að ekki er endi lega verslun um að kenna þegar farsið er jafii lélegt og í sumum tilvikum í könnuninni. Eflaust má í einhverj- um tilvikum rekja það allt til viðkomandi slát- urhúss.“ stendur sem áður, að varan sem neytandinn fær í hendurnar er í of mörgum tilvikum stórgölluð og með nánast ekkert geymsluþol. Því er afar brýnt að úrbætur verði gerðar. Þess vegna hafa Neytendasamtökin farið þess á leit við heilbrigðisyfir- völd að þetta verði rannsakað til hlítar. Tilgangurinn með þessari gerlakönnun er að fá betri vöru, svo einfalt er það. Höfundur er formaður Neytenda- samtakanna. Athugasemd vegna gerla- könnunar Neytendasam- takanna á hakki og farsi hvergi nálægt framleiðslu né pökk- un þessarar vöru. Einnig skal á það bent að kjötfarsið er merkt því kjöt- vinnslufyrirtæki, sem framleiðir kjötfarsið og er því algerlega á þess ábyrgð. Það er galli við annars nauðsyn- lega úttekt á þessum málum af hendi Neytendasamtakanna, að taka ekki fram ef vörur þær, sem samtökin taka í slíka rannsókn, eru í sérstökum neytendaumbúðum og merktar öðrum en söluaðila. Að öðru leyti fagna ég þessari úttekt neytendasamtakanna, vegna þess að slíkar úttektir koma af stað nauðsynlegri umræðu um gæðamál almennt í íslenskri matvælafram- leiðslu. F.h. íslensku Matvælaráðgjafar- VEGNA niðurstöðu gerlakönn- unar Neytendasamtakanna vil ég fyrir hönd íslensku matvælaráð- gjafarinnar sf. taka fram eftir- farandi: Starfsmaður fyrirtækisins hefur með höndum reglulegt innra eftirlit með vinnslu matvæla í Miklagarði við Sund, sem felur í sér bæði fræðslu um gæðamál almennt auk þess sem fylgst er reglulega með öllum þeim þáttum, sem geta haft áhrif á framleiðsluna. Slíkt eftirlit hefur verið framkvæmt í Mikla- garði við Sund í eitt og hálft ár. Á það skal lögð áhersla að Mikli- garður hvorki framleiðir né selur kjötfars úr kjötborði fyrirtækisins, og hefur ekki gert í nokkra mán- uði. Mikligarður kaupir allt Iqotfars tilbúið í neytendapakkningum, þannig að Mikligarður kemur innar sf. Gunnar Kristinsson, matvælafræðingur. 2486.-kr sparnaður OSRAM * með Dulux El sparnaðar perunni. Til dæmis Dulux El 15w • Sparar 2486 kr. í orkukostnaöi miðað viö orkuverð Rafmagns- veitu Reykjavíkur 5,18 kr/kw.st. • Áttföld ending miöað við venju- lega glóperu. i í PÁSKAVIKUNNI VERÐA VERSLANIR OPNAR SEMHÉRSEGIR: Þriðjudaginn 21.mars frá kl. 10-19 Miðvikudaginn 22.mars frá kl. 10-20 Matvöruverslun frá kl. 10-21 Laugardaginn 25.mars frá kl. 10-16 KRINGWN - VERSLUN OG SKEMMTUN í EINNIFERÐ! í KRINGLUNNI ER ALLTAF GOTT VEÐUR OG ÞAR ERU NÆG ÓKEYPIS BÍLASTÆÐI. ÞAÐ GERIR PÁSKAINNKAUPIN AUÐVELD OG ÁHYGGJULAUS.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.