Morgunblaðið - 22.03.1989, Side 18
18 MORGUNBLAÐŒ) MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1989
Fjárhagsáætlun Kópavogs:
Rekstur bæjarfélags-
íns stendur í jámum
-segir Krislján Guðmundsson bæjarstjóri
en þróast í rétta átt þegar á leið.
VQ) afgreiðslu Qárhagsáætlunar
Kópavogs kom fram að tekjur
bæjarsjóðs árið 1988 fóru rúm-
lega 29 milljónum króna fram
úr áætlun, þar af varð innheimta
útsvara 43,3 milljónum króna
hærri en gert var ráð fyrir. Er
það fyrst og fremst að þakka
staðgreiðsiukerfinu að sögn
Kristjáns Guðmundssonar bæjar-
stjóra. Áætlaðar tekjur ársins
1989 eru 1.098 milijónir króna,
þar af er útsvar rúmar 666 millj-
ónir króna en útsvarsprósentan
hefur verið ákveðin 6,7% og eru
fjórir aðrir kaupstaðir með sama
prósentuhlutfall. Gert er ráð fyr-
ir að greiða niður skuldir bæjar-
sjóðs um 92 milljónir króna, en
bæjarsjóður skuldar nú liðlega
800 milljónir króna og eru eignir
bæjarsjóðs metnar hátt á sjðunda
milljarð. Meðal fyrirhugaðra
framkvæmda á þessu ári er vinna
við byggingu nýrrar sundlaugar,
sem áformað er að taka í notkun
á næsta ári. Áframhald verður á
framkvæmdum við byggingar
aldraða í Vogatungu og nýtt dag-
vistarheimili mun rísa í Suður-
hlíðum. Til félagsmála er áætlað
að veija um 379 milljónum króna
og er það sem fyrr stærsti liður
áætlunarinnar.
„Þrátt fyrir auknar tekjur á árinu
1988 virðist sem rekstur bæjarfé-
lagsins standi í jámum og er ástæð-
an sú að stofnkostnaður við ýmsar
framkvæmdir fór töluvert fram úr
áætlun á síðasta ári þannig að nei-
kvæður jöfnuður varð um 20 til 25
milijónir," sagði Kristján. Sagðist
hann vera ánægður með stað-
greiðslukerfi skatta, að vísu hefði
það verið laust í reipunum í fyrstu
„Staðgreiðslan skilar sér fljótt og
vel til bæjarfélagsins og ekki má
gleyma að þetta eru verðtryggðar
Qárhæðir," sagði Kristján. „Ég get
ekki betur séð en að fólk leggi sig
meira fram um að standa í skilum
nú en áður og það er líka mun
auðveldara fyrir alla að skipuleggja
öll Qármál þegar menn vita hvar
þeir standa."
Skuldir lækkaðar
um 92 milljónir
Sagði Kristján að við gerð fjár-
hagsáætlunar fyrir árið 1989 væri
lögð áhersla á að lækka skuldir
bæjarfélagsins um rúmar 92 millj-
ónir. Til að ná því marki er beitt
kerfisbundnu aðhaldi og hagræð-
ingu og hefur reglum um notkun
bifreiða verið breytt. Ræstingar
voru endurskipulagðar í skólum og
eru auk þess í athugun annars stað-
ar. Þá hefur yfirvinnu verið komið
í fastar skorður og nánast engin
ný stöðugildi leyfð.
„Þá ætlum við að endurmeta
ýmis þjónustutilboð, til dæmis eru
uppi hugmyndir um að bæjarfélagið
hætti að reka siglingaklúbbinn en
sérstakt félag taki þar við," sagði
Kristján. „Við höfum einnig verið
að kanna hvort ekki megi breyta
rekstri dagvistarheimila, með því
að bjóða upp á sveigjanlegri vistun-
artíma fyrir bömin. Rekstur gæslu-
valla verður einnig endurskoðaður
og svo eru uppi hugmyndir um að
tengja betur saman tómstundastarf
bama og unglinga, sem fram fer í
skólum og á vegum bæjarfélagsins.
Ný sundlaug á næsta ári
Helstu framkvæmdir verða við
nýju sundlaugina og verður það
forgangsverkefni hjá okkur að
koma henni í notkun á næsta ári.
Framlag ríkisins til þeirra fram-
kvæmda á að vera um það bil fjórð-
ungur af stofnkostnaði samkvæmt
lögum, en á síðustu þremur ámm
hafa fengist 5.000 krónur til þeirra
framkvæmda ár Iivert, samtals 15
þúsund krónur. í ár er áætlað að
um 14 milljónir fari til sundlaugar-
innar en þegar hefur verið varið
62 milljónum til hennar."
Á síðasta ári fjölgaði íbúum í
Kópavogi um 500 og eru nú rúm-
lega 15.500, þar af eru 1.200 67
ára og eldri. „Þama er tvennt sem
kemur til,“ sagði Kristján. „Fólk
sem byggði bæinn upphaflega er
að komast á þennan virðulega aldur
og eins hefur verið töluvert að-
streymi fólks á þessum aldri." Til
framkvæmda við íbúðir aldraða við
Vogatungu er áætlað að verja 24
milljónum á árinu og til dagvistar-
heimilis í Suðurhlíðum 8 milljónum.
Til félagslegra íbúða eru áætlaðar
15 milljónir, bæði til verkamanna-
bústaða og kaupleiguíbúða og 6
milljónir til þjónustukjama við
byggingu aldraðra í Sunnuhlíð. Þá
verður hugað að frumhönnun að
heilsugæslustöð, sem reisa á í aust-
urbænum og er ráðgert að veita til
þess 500 þús. en heilsugæslustöðin
sem er í miðbænum annar ekki
Á undanfornum árum hefur lóðum verið úthlutað í Suðurhlíðum Kópavogs og er þar að rísa nýtt íbúðarhverfi. Morgunbiaðið/Emiiia
Askorun til Safnaðarstjórnar
Fríkirkjunnar í Reykjavík
— flutt í Fríkirkjunni eftir messu á pálmasunnudag
eftír Þorstein
Þorsteinsson
Síðla janúar í ár fór sendinefnd
á vegum Safnaðarfélags Fríkirlq'-
unnar í Reykjavík til Bertu Kristins-
dóttur Bemburg, varaformanns og
talsmanns sljómar Fríkirkjusafnað-
arins, og lagði fram áskorun um
að halda aðalfund hið fyrsta og eigi
síðar en 15. mars, eins og gera ber
lögum safnaðarins samkvæmt.
Brást Berta vel við heimsókninni
og sagðist vissulega skyldu halda
fundinn fyrir 15. mars. Leið svo og
beið og ekkert fréttist um væntan-
legan aðalfund. Ákvað þá stjóm
Safnaðarfélagsins að senda tveim
stjómarmönnum í viðbót, þeim
Magnúsi Siguroddssyni og ísak Sig-
urgeirssyni, Ijósrit af sömu áskorun.
Voru bréf send í ábyrgð en bréfið
frá ísak var samstundis endursent
óopnað. í byijun síðustu viku kom
tilkynning um að bréfsins til Magn-
úsar hefði ekki verið vitjað.
Þegar leið að 15. mars og sýnt
þótti að ekki yrði orðið við áskorun
safnaðarmanna né heldur farið að
lögum, fóru menn að ræða um
hvemig hægt væri að ná eyrum
stjómar, sem neitar að halda fundi
og les ekki bréf. Ákveðið var að
fara í messu á pálmasunnudag og
lesa þar upp áskorun eftir messu.
Tveim dögum fyrr kom svo í ljós
að um fermingarmessu var að ræða.
Keypti safnaðarfélagið því gjafir
handa fermingarbömum.
Þegar messu var lokið og ferm-
ingarböm og prestur gengin út,
sátu á milli 50 og 60 messugestir
eftir. Er lestur eftirfarandi erindis
hófst, flýttu þeir stjómarmenn, sem
í kirkju voru, sér á burt. Eftir var
þó endurskoðandi safnaðarreikn-
inga, fyrrum formaður safnaðar-
stjómar og eiginmaður Bertu,
Ragnar Bemburg. Ekki vildi hann
biðja konu sína varaformanninn um
að koma og svara spumingum.
Þama sátu svo menn í eina og
hálfa klukkustund og biðu eftir ein-
hveijum úr stjóminni. Þegar enginn
kom, var ákveðið að láta þetta duga
að sinni og í þess stað koma áskor-
uninni á framfæri á annan máta,
auk þess sem Cecil Haraldsson,
prestur safnaðarstjómar, bauðst til
að koma skilaboðiun á framfæri.
Það undarlega er þó að þegar safn-
aðarfólk hafði yfirgefíð kirkjuna,
mætti Berta til kirkju til fundar við
eiginmann sinn og prestinn, þótt
ekki vildi hún ræða við okkur.
Okkur þykir miður að þurfa að
fara með þetta í fjölmiðla en okkur
er nauðugur einn kostur.
Hér á eftir fer ræða Þorsteins
Þorsteinssonar.
19. mars 1989.
Kæra safnaðarfólk og aðrir
kirkjugestir.
Ég heiti Þorsteinn Þorsteinsson
og ég bið ykkur forláts og bið um
gott hljóð hér í kirkjunni okkar, svo
ég geti borið upp nokkrar spuming-
ar og áskorun til þeirra sem telja
sig vera safnaðarstjóm Fríkirkjunn-
ar í Reykjavík, og nokkur orð önnur.
Fyrst af öllu vil ég bjóða inni-
lega velkomin í söfnuðinn bömin,
sem hér voru að staðfesta skím
sína og trú. Það er gott að sjá hér
stóran hóp safnaðarfólks við það
ljúfa skyldustarf að bjóða nýja
meðlimi veikomna með nærveru
sinni og fyrirbænum, og þar með
einnig staðfesta að okkur er annt
um kirkjuna okkar og söfnuð þrátt
fyrir allt, sem hér hefur fengið að
viðgangast undanfama 9 mánuði
og kannski lengur.
Ég get eiginlega ekki orða bund-
ist um það að minnast einhverra
þeirra fjölmörgu gleðistunda lífs
mtns, sem tengjast á óijúfanlegan
hátt tilveru Fríkirkjunnar í
Reykjavík. Ég minnist fagnaðar-
funda foreldra minna vestur á Þing-
eyri, þegar pabbi kom heim eftir
að hafa verið valinn prestur þessa
safnaðar. Ást þeirra var svo áber-
andi og einlæg — gleðin næstum
taumlaus.
Þorsteinn Þorsteinsson
Ég minnist móttakanna niðri við
höfn þegar söfnuðurinn tók á móti
okkur á fögrum sólskinsdegi. — Ég
hafði aldrei séð slíkan mannijölda
fyrr. Mjmdir af móttökum þjóð-
höfðingja blikna við hliðina á þess-
ari minningu minni.
Hér í kirkjunni fengum við bræð-
umir að þenja okkur í stríðssöng
æskunnar, Áfram Kristsmenn,
krossmenn, í drengjakór Fríkirkj-
unnar.
Hér var ég fermdur.
Og nú eru rúmlega 22 stutt ár
síðan pabbi gaf mig og konu mína
saman í heilagt hjónaband hér í
þessari kirkju eftir messu á gaml-
árskvöld.
Þegar pabbi lét af störfum hér
fyrir rúmum 10 árum eftir 29 ára
starf, sagði hann m.a. í viðtali í
Morgunblaðinu um Fríkirkjusöfn-
uðinn:
„Þetta er ákaflega elskulegt fólk
og starfið hefur gengið snurðulaust
fyrir sig öll þessi ár.“ — Einnig
sagði hann nánast engan mun á
Fríkirkjunni og þjóðkirkjunni. —
„Fólk hefur lítið breyst frá því að
ég hóf prestsstörf. Ég kveð þennan
söfnuð með þakklátum huga og
samgleðst honum að hafa nú feng-
ið nýjan og valinkunnan kenni-
mann.“ — Það var séra Kristján
Róbertsson.
En skömmu síðar dró ský fyrir
sólu, að því er virðist af völdum
fárra einstaklinga, sem öllu vildu
ráða og má Guð einn vita hvaða
tilgangi það þjónaði.
Stjóm safnaðarins laumaði inn
lagabreytingum árið 1981, sem
gerði það að verkum að nú þyrfti
aðeins aukinn meirihluta í stjóm
safnaðarins til þess að geta rekið
prestinn, að því er virðist án sam-
ráðs við söfnuðinn eða safnaðar-
fundi, sem voru þá og eru enn
æðsta vald safnaðarins.
Hið vandasamasta verk og ógeð-
felldasta, sem nokkum tíma gæti
hugsanlega þurft að vinna í þessum
söfnuði var nú allt í einu komið
eins og þjófur um nótt í hendur
eins þúsundasta hluta safhaðar-
ins. Og á einhvem óskiljanlegan
hátt jafnvel eftirsótt af þeim sem
að þessu stóðu. Það virðist vera
samband milli þessa atburðar og
þess að séra Kristján sagði starfi
sínu lausu mjög fljótlega eftir þetta.
Um framhaldiö þarf ég ekki að
fjölyrða hér. Mikið hefur verið um
það skrafað og skrifað.
Hitt er öllu merkilegra að þessar
uppákomur verða sífellt, þegar
þetta sama fólk kemst f stjómar-
meirihluta, sem stóð að lagabreyt-
ingunni 1981.