Morgunblaðið - 22.03.1989, Page 23

Morgunblaðið - 22.03.1989, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1989 23 Hafiiarborg: Sextán félagar úr Sinfóníuhljómsveit íslands halda tónleika í Hafharborg á skírdag. Páskatónleikar á SEXTÁN félagar úr Sinfóníu- hljómsveit íslands halda tónleika í Hafiiarborg á skírdag, 23. mars, klukkan 16. Um er að ræða 14 málmblásara og 2 slagverks- menn. Hópurinn hélt sína fyrstu tón- leika í Fríkirkjunni í Reykjavík á skírdag fyrir ári og ætlunin er að slíkir tónleikar verði árviss atburð- ur. Efnisskráin er ijölbreytt og spannar fimm aldir. Elsta verkið skírdag er eftir Giovanni Gabrieli, sem var organisti og tónsmiður í Feneyjum um 1600. Ennfremur verða flutt verk eftir J.S. Bach, W. Byrd, R. Strauss, B. Britten o.fl. (Fréttatílkynníng) Brussel: Fulltrúar atvinnuvega funda með sendiherrum Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. SÍÐASTLIÐINN laugardag hélt Jón Baldvin Hannibalsson, ut- anríkisráðherra, fúnd hér i Brussel með sendiherrum íslands í aðildarríkjum Evrópubanda- lagsins (EB) og fulltrúum hags- munasamtaka á íslandi. Fundur af þessu tagi var síðast haldinn í ráðherratíð Matthíasar Mathie- sen. Á fundinum var gerð grein fyrir niðurstöðum Óslóarfundar leiðtoga Fríverslunarbandalagsins (EFTA) og þeirri vinnu sem fyrirhuguð er í framhaldi af honum. Þá var farið ofan í saumana á þeim tæplega 30 samstarfsverkefnum, sem eru á döfinni mili EB og EFTA. Rætt var um hver staða þeirra væri og hveij- ar væru áherslur íslendinga á þeim vettvangi. Á fundinum var einnig rætt um hvemig mætti sem best skipuleggja samráð stjómarastofnana við at- vinnulífíð. Fulltrúar atvinnuveg- anna vöktu athygli á ýmsum mála- flokkum innan EB sem þeir töldu skipta íslenskt atvinnulíf miklu máli, s.s. heilbrigðisreglugerðum sem em í undirbúningi innan banda- lagsins. Rætt var um reglugerðir sem varða upprunareglur, sameig- inlegt tollskjal EFTA/EB og reglur sem unnið er að um útflutningstak- markanir sem kunna að varða t.d. útflutning íslendinga á gámafiski til aðildarríkja Evrópubandalagsins. Farið var yfir hugsanleg áhrif sam- þykktar leiðtogafundar EFTA um fríverslun með fisk og rætt var hvaða áhrif samþykktin kynni að hafa á ríkisstyrki til sjávarútvegs og möguleika Islendinga til aukinn- ar sóknar á mörkuðum innan EFTA-landanna. Jón Baldvin sagði að mikili áhugi væri fyrir því að efla samstarf utanríkisþjónustunn- ar við atvinnuvegina og hugsanlegt væri að fundir af þessu tagi yrðu haldnir reglulega. Fundinn sátu, auk utanríkisráð- herra, Einar Benediktsson, sendi- herra í Brussel, Ólafur Egilsson, sendiherra í London, Haraldur Kröyer, sendiherra í París, Sverrir Haukur Gunnlaugsson, sendiherra í Genf, Páll Ásgeir Tryggvason, sendiherra í Bonn, Hörður Helga- son, sendiherra í Kaupmannahöfn, og Hannes Hafstein, ráðuneytis- stjóri í utanríkisráðuneytinu. Full- PÁSKAVAKA verður haldin í Hallgrímskirkju laugardaginn 25. mars. Þessi guðsþjónusta á sér langa hefð að baki í kaþólsku kirkjunni og hefúr einnig á seinni árum rutt sér til rúms meðal mótmælenda. Á fyrstu öldum kristninnar vöktu menn alla páskanóttina við lestur og bænagjörð, en þeir hlutir eru enn miðlægir í páskavökunni í dag. Lesnir eru textar bæði úr Nýja og Gamla testamentinu og tengjast þeir hinum fyrstu páskum er Isra- elsmenn voru leiddir úr Egyptalandi trúar atvinnuveganna á fundinum voru Magnús Gunnarsson, stjómar- formaður Útflutningsráðs, Vil- hjálmur Egilsson, frá Verslunarráð- inu, Ólafur Davíðsson, Fél. ísl. iðn- rekenda, Þorleifur Jónsson, frá Landssambandi iðnaðarmanna og Helgi Sigurðsson, frá Sambandi ísl. sammvinnufélaga. gegnum Rauða hafið, en í kirkju- legri hefð er sá atburður táknmynd um skímina. Skímarinnar er einmitt minnst á sérstakan hátt í páskavökunni með endumýjun skímarheitanna. Páskavakan hefst klukkan 23 á laugardags og lýkur laust eftir mið- nætti. Sr. Hjalti Hugason þjónar fyrir altari og sr. Sigurður Pálsson predikar. Tónlist flytja organistam- ir Hörður Áskelsson og Þröstur Eiríksson og félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju. (Fréttatilkynningf) Bifreiðaskoðun íslands: Minni númer á bifhjól Bifreiðaskoðun íslands hefúr óskað eftir því við dómsmála- ráðuneytið að gerð verði reglu- gerðarbreyting er heimili fyrir- tækinu að nota aðra gerð af skrá- setningamúmerum á bifhjól en nú tíðkast. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu á þriðjudag hafa bifhjóla- eigendur verið óánægðir með nýju skrásetningamúmerin vegna stærðar þeirra. Telja þeir að af þeim geti skapast slysahætta auk þess sem oft sé erfitt að koma þeim fyrir á hjólunum. Til eru þijár gerðir skrásetning- amúmera. Stærð A, sem er að finna á flestum bifreiðum, stærð B, tveggja hæða númer sem aðallega henta bandarískum bifreiðum og stærð C sem notuð er á minni bif- reiðar. í reglugerð frá dómsmálaráðu- neytinu segir að bifhjól eigi að nota stærð B og létt bifhjól stærð C. Bjöm Friðfinnson, fyrrverandi stjómarformaður Bifreiðaskoðunar íslands, segir að stuðst hafi verið við evrópskan staðal er þetta var ákveðið. Nú hafi hins vegar komið í ljós að þessi stærð er ekki hentug í öllum tilvikum. Bifreiðaskoðun íslands hefur því sent dómsmála- ráðuneytinu erindi þar sem óskað er eftir þvi að fá að nota stærð C á bifhjól. Páskavaka í Hallgrímskirkju Pera dagsins í dag DULUX EL 80% orkusparnaður dæmi: OSRAM Heildsölubirgðir EJÓHANN ÓLAFSSON &C0.HF. 43 Sundaborg 13-104 Reykjavík - Sími 688 588 HÁTÍÐARMATSEÐILL Fordrykkur Kir Royal KjötseyðiPrintem Reykt laxafrauð með piparrótarrjóma EpIakraumisCalvados Ristaður lambahryggur með perlulauk í rauðvínssósu Kirsuberjafs með súkkulaðisósu KafR og konfekt EINNIG KYNNUM VIÐ NÝJAN RETTA SERRETT AM ATSEÐIL OPIÐ ALLA PÁSKANA 11:00-11:30 nema 2. í páskum 06-11:30

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.