Morgunblaðið - 22.03.1989, Síða 49

Morgunblaðið - 22.03.1989, Síða 49
MORGUNBLAÐH) IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1989 49 KÖRFUKNATTLEIKUR / ÚRSLITAKEPPNIN Keflavík fær KR í heimsókn: „Pressuvöm geri r leikinn miklu skemmtilegri" 7 segir Pálmar Sigurðsson, fyrirliði íslandsmeistara Hauka, sem spáir miklum spennuleik í Keflavík ÞAÐ þarf ekki að fara mörgum orðum um það að mikil barátta verður í íþróttahúsinu í Keflavík - þegar Kefivíkingar taka á móti KR-ingum í kvöld. Þeir sem standa uppi sem sig- urvegarar hampa Islandsbik- arnum. Það eru tíu ár síðan að KR-ingar urðu íslandsmeistar- ar, en þeir Jón Kr. Gíslason og Axel Nikulásson, leikreyndustu leikmenn Keflavík, segjast hafa beðið eftir að geta handfjatlað íslandsbikarinn ítíu ár, eða síðan þeir byrjuðu að leika með Keflavikurliðinu. Geysileg stemmning hefur verið í úrslitaleikjum liðanna - fyrst í Keflavík, þar sem heimamenn fóru með sigur af hólmi og síðan í Haga- skólanum, þar sem KR-ingar stóðu uppi sem sigurvegarar. Pálmar Sigurðsson, fyrirliði Is- , landsmeistara Hauka, segir að þriðji leikur liðanna - í Keflavík, verði án efa gífurlega spennandi. . „Bæði liðin leika hraðan körfu- knattleik og barátta leikmanna sé mikil. Keflvíkingar eru sigurstrang- legri - þar sem þeir leika á heima- velli. Það hefur mikið að segja í úrslitaleikjum, að leika heima,“ sagði Pálmar. Laszlo Nemsth og Wobstor hafa gert góða hluti „Það er greinilegt að ívar Webst- er hefur gert góða hluti hjá KR - hann á stóran þátt í því að KR- liðið er að leika um meistaratitilinn. Þá hefur þjálfarinn Laszio Nemeth gert stórgóða hluti. Hann hefur náð að þjappa leikmönnum KR-liðsins saman og komið með ýmislegt nýtt. Það er nýtt að íslensk félagslið leiki grimma pressuvöm frá byijun til leiksloka, eins og KR-Iiðið gerir. Þessi ieikaðferð gerir leikinn skemmtilegri - hraðin er mikill og baráttan eftir því. Þessi vamarleik- ur hefur stundum ekki farið að virka fyrr en seinni hluta leiksins - og þá gengið sem smurð vél,“ sagði Pálmar. Guöjón er lyldlmaöur „Keflvíkingar eiga skemmtilegt lið. Gengi liðsins hefur þó verið upp og niður, en heimavöllurinn hefiir mikið að segja í hinum þýðinga- mikla leik. Það háði Keflavíkurlið- inu í leiknum í Reykjavík, að Guð- jón Skúlason gat ekki beitt sér - vegna meiðsla. Guðjón hefur leikið mjög vel í vetur og verið geysilega ógnandi í sókn. Vamarmenn hafa þurft að hafa góðar gætur á hon- um. Það veikir Keflavíkurliðið óneitanlega ef Guðjón getur ekki leikið með á fullu,“ sagði Pálmar. Mikill áhugi er fyrir leiknum á Suðumesjum og er reiknað með að uppselt verði á leikinn þegar hann hefst kl. 20. íkvfild KörfuboHi Úrslitaleikur ÍBK og KR í íslands- rtiótinu í körfuknattleik fer fram t Keflavík I kvöld og hefst kl. 20. Handbolti 1. deild karla: Stjaman-ÍBV.....Digranesikl. 19 UBK-KA........Digranesi kl. 20.15 FH-KR.......Hafnarfirði kl. 20.15 Fram-Grótta.....Laugardal kl. 20 Valur-Vikingur.Valsheimili ki. 18.15 1. deild kvenna: Haukar-Fram.....Hafnarflrði kl. 19 FH-Valur....Hafnarfirði kl. 21.30 Morgunblaðið/Einar Falur Matthfas Elnarsson hefur leikið vel gegn Keflvíking- um. Hér sést hann skora í Keflavík á laugardaginn, en hann skoraði þá 20 stig. Morgunblaöið/Einar Falur Jón Kr. Gfslason hefur stjómað sínum mönnum eins og herforingi gegn KR-ingum. Jón Kr. er einn leiknasti körfuknattleiksmaður íslands. KNATTSPYRNA / V-ÞÝSKALAND Beckenbauer kallar á leikmenn frá Ítalíu V-Þýskaland leikurfimmtugasta landsleikinn undir hans stjórn í Sofíu FRANZ Beckenbauer, lands- liðsþjálfari V-Þýskalands, hef- urkallað á leikmenn sem leika á ítaliu, til að leika vináttu- landsleik gegn Búlgaríu í Sofíu íkvöld. Leikurinn erfimmtug- asti landsleikur V-Þýskalands undir stjórn Beckenbauers. Astæðan fyrir því að hann kall- ar á leikmennina á Ítalíu í vin- áttuleik er að mikið er um meiðsli hjá landsliðsmönnum sem leika í V-Þýskalandi. Olaf Thon og Stefán Reuter hjá Bayem eru meiddir og einnig Frank Mill, miðherji Dort- ,mund og Jiirgen Klinsmann, mið- heiji Stuttgart. Þá gefur Klaus Allofs, fyrrum fyrirliði liðsins, ekki kost á sér. Fjórir leikmenn koma frá Ítalíu. Lothar Matthaus og Andreas Brehme, sem leika með Inter Mílanó, Rudi Völler, sem leikur með Róma og Thomas Berthold, sem leikur með Veróna. Leikurinn í Sofíu er upphitunar- leikur fyrir heimsmeistaraleik V-Þjóðverja gegn Hollendingum í Rotterdam 26. apríl. Þjóðimar gerðu jafntefli í V-Þýskalandi - þær hafa báðar þrjú stig eftir tvo leiki, en markatala V-Þýskalands er betri. Beckenbauer tók við landsliði V-Þýskalands eftir Evrópukeppnina í Frakklandi 1984. Undir hans stjóm hefur landsliðið leikið 49 leiki, unnið 25, gerð 13 jafntefli og tapað 11 leikjum. Markatalan er - 74:46. Sextíu og einn leikmaður hafa tekið þátt í þessum leikjum. Flesta landsleiki undir stjóm Beckenbauer hafa þessir leikmenn leikið: Matt- háus 41, Völler 37 ogBrehme 34. í $ J r MorgunblaÖið/Sverrir ísiandsmolstarar UBK Innanhúss Breiðablik úr Kópavogi varð íslandsmeistari kvenna f innanhússknattspymu, en íslandsmótið fór fram í Laugar- dalshöli fyrir nokkru. Á myndinni eru meistararnir, aftari röð frá vinstri: Ingibjöm Hinriksdóttir liðsstjóri, Jón Þórir Jónsson þjálfari, Jóhann K. Helgadóttir, Sigrún S. Óttarsdóttir, Kristrún Daðadóttir, Kristrún Hermanns- dóttir, Ásta María Reynisdóttir, Sigfriður Sóphusdóttir og Héðinn Sveinbjömsson aðstoðarliðsstjóri. Fremri röð frá vinstri: Einarína Einarsdóttir, Sigríður Tryggvadóttir, Þjóðhildur Þórðardóttir, Ásta B. Gunnlaugsdóttir fyrirliði með dóttur sína Hólmfríði Ósk, Ágústa Jónsdóttir, Sara J. Haraldsdóttir og Katrín Oddsdóttir. FIMLEIKAR / ÍSLANDSMÓTIÐ Guðjón hampaði sex gullpeningum GUÐJÓN Guðmundsson, fim- leikakappi úr Ármanni, tryggði sér sex gullpeninga og einn úr silfri á meistaramóti íslands í fimleikum. Guðjón, sem varð meistari í fjölþraut, tryggði sér fimm gullpeninga í keppni á einstökum áhöldum. Guðjón varð sigurvegari í æf- ingum á gólfi, svifrá, tvíslá, í stökki og hringjum. Hann var f öðru sæti í keeppni á bogahesti, en sigurvegari var Jóhannes Nfels Sig- urðsson. Fjóla Ólafsdóttir var sigurvegari í keppni á tvíslá og gólfi. Ingibjöm Sigfúsdóttir varð sigurvegari f stökki og Bryndís Guðmundsdóttir á slá. Stigahæstu menn í einstokum greinum, voru: Gólfæfingar: Guðjón Guðmundsson 9.00, Guðmundur Þór Brynjólfsson 8.25, Jón Finnbogason 8.15. Bogahestur: Jóhannes Nfels Sigurðsson 7.85, Guð^ón Guðmundsson 6.60, Jón Finn- bogason 5.80. Hringir: Guðjón Guðmundsson 8.00, J6- hannes Nfels Sigurðsson 7.30, Guðmundur Þór Brynjólfsson 6.00. Stökk: Guðjón Guðmundsson 8.80, Guð- mundur Þór Brynjólfsson 8.55, Jéhannes Nfels Sigurðsson 8.45. Tvíalá: Guðjón Guðmundsson 8.26, Jóhann- es Nfels Sigurðsson 7.60, Skarphéðinn Hall- dórsson 6.45. Svifrá: Guðjón Guðmundssson 8.80, Jó- hannes Níels Sigurðsson 6.65, Jón Finn- bogason 8.20. Konur Stökk: Ingibjörg Sigfusdóttir 8.949, íjóla Ólafsdóttir 8.881, Linda St. Pétursdóttir 8.725. Tvfafá: Fjóla Ólafsdóttir 8.300, Lánda St. Pétursdóttir 8.037, Bryndfs Guðmunds- dóttir 7.900. Sfá: Bryndfs Guðmundsdóttir 8.787, Linda St. Pétursdóttir 8.662, Fjóla Ólafsdóttir 8.450. Gólf: Fjóla Ólafsdóttir 8.562, Linda St. Pétursdóttir 8.275, Linda B. Logadóttir 7.675.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.