Morgunblaðið - 22.03.1989, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTtR MffiVIKUDAGUR 22. MARZ 1989
51
HANDKNATTLEIKUR
Sigurður
með tilboð frá
V-Þýskalandi
SIGURÐUR Gunnarsson, lands-
liðsmaður í handknattleik, hef-
ur fengið tilboð frá vestur-
þýska 2. deildarliðinu Fullingen
um að leika með liðinu næsta
vetur.
Eg spái ekkert í þetta fyrr en
staða ÍBV í deildinni fer að
skýrast. Við erum að reyna að halda
okkur uppi með öllum tiltækum
ráðum og á meðan kemst ekkert
annað að,“ sagði Sigurður í sam-
tali við Morgunblaðið í gær, en
hann þjálfar sem kunnugt er 1.
deildarlið Vestmannaeyinga auk
þess að leika með því.
Fullingen leikur í suðurhluta 2.
deildar, og er nú í 5. sæti deildarinn-
ar. Sigurður sagðist ekkert þekkja
til hjá félaginu. Forráðamenn þess
hefðu hringt í sig eftir B-keppnina
í Frakklandi og sýnt áhuga á að
hann kæmi fyrir næsta vetur. „Ég
er hins vegar með tveggja ára
samning hér hjá ÍBV, þannig að
það er alls ekki ljóst hvað verður,"
sagði Sigurður.
Hann hefur leikið erlendis, bæði
í V-Þýskalandi og á Spáni. Hann
lék tvö keppnistímabil með Tres de
Mayo á Spáni, en í Þýskalandi lék
Sigurður fyrir nokkrum árum með
Leverkusen.
íslenskir landsliðs-
menn undir smásiánni
MÖRG v-þýsk fólðg hafa haft
íslenska landsliðsmenn undir
smásjánni eftir B-keppnina í
Frakklandi. Sigurður Sveins-
son, stórskyttan snjalla úr Val
- er á förum til hins fræga
félags Dortmund. Þá eru
miklar líkur á að Alfreð Gísla-
son gangi á ný til liðs við
Essen, en Alfreð mun' fara
næstu daga til V-Þýskalands
og ræða við forráðamenn fé-
lagsins.
G
ummersbach hefur haft mik-
inn hug á að fá Kristján
Arason, en eins og Kristján sagði
í viðtali við Morgunblaðið, þá kann
hann vel við sig hjá Teka á Spáni
og ætlar að vera lengur í Santand-
er. Sigurður Gunnarsson hefur
fengið boð frá 2. deildarliðinu
Fullingen.
Aðrir leikmenn sem hafa verið
nefndir í v-þýskum blöðum, eru
Bjarki Sigurðsson úr Víkingi og
FH-ingurinn Héðinn Gilsson. Þeir
félagar vöktu athygli í Frakklandi
fyrirt góða leiki. Héðinn Var
V-Þjóðveijum erfíður i Strasbourg
- hann og Sigurður Sveinsson
fóru á kostum í leiknum, sem
vannst - 23:21. Héðinn hefur hug
á að leika með FH næsta vetur
og Bjarki sagði í stuttu spjaili við
Morgunblaðið að hann hafi ekkert
heyrt frá félögum í V-Þýskalandi.
Lemgo hefur aftur á móti haft
samband við Héðinn.
íslenskir handknattleiksmenn
hafaverið vinsælir í V-f>ýskalandi
undanfarin ár, en sl. vetur léku
þeir Alfreð, Sigurður, Kristján og
Páll Ólafsson þar og gerðu það
gott. Þrír landsliðsmenn leika nú
með liðum þar - Bjami Guð-
mundsson og bræðumir Aðal-
steinn og Bjöm Jónssynir.
SigurAur Gunnarsson,
landsliðsmaðurinn sterki,
sést hér i Ieik með Eyjamönn-
um. Sigurður lék með v-
þýska liðinu Leverkusen á
ánim áður.
I
KNATTSPYRNA
Guðmundur Stelnsson skoraði
tvö mörk gegn Þrótti.
Framarar
tryggðu sér
aukastig
Framarar tryggðu sér aukastig
þegar þeir unnu Þrótt, 3:1, í
Reykjavíkurmótinu í knattspymu í
gærkvöldi. Guðmundur Steinsson
skoraði tvö mörk fyrir Fram, sem
hafði yfír, 1:0, í leikhléi. Fyrra
mark Guðmundar var ódýrt, en það
seinna afar glæsilegt - skot hans
utan af kanti fór yfir markvörð
Þróttar og f homið fjær. Það var
svo Pétur Amþórsson sem tryggði
Fram aukastigið með því að skora
gegn sínu gömlu félögum - með
viðstöðulausu skoti.
HANDBOLTI / FORKEPPNI HM U-21
„Mikilvægir leikir
fyrir lið í vnótunM
- sagði Jóhann Ingi Gunnarsson, þjálfari pilta-
landsliðsins, sem leikurgegn Belgíu um helgina
Kjaminn úr þessu liði kemur til
með að vera uppistaðan í
landsliði íslands í heimsmeistara-
keppninni, sem haldin verður hér á
landi árið 1995 og því er mikilvægt
að skapa þessum strákum næg
verkefni. Þeir hafa ekki náð ár-
angri sem landslið og því eru þetta
mikilvægir leikir fyrir lið í mótun,“
sagði Jóhann Ingi Gunnarsson,
þjálfari piltalandsliðsins skipað leik-
mönnum tuttugu og eins árs og
Þeir leika
Þessir leikimn em í landsliðshópnum, sem leikur gegn Belgíu: Markverðir: Bergsveinn Bergsveinsson FH
Sigtryggur Albertsson Gróttu HK
Aðrir leikmenn: KR
Einvarður Jóhannsson KR
KR
KR
Finnur Jóhannsson ÍR
FH
Hilmar Hjaltason Sigurður Bjamason Ámi Friðleifsson .Stjömunni .Stjömunni
Páll Ólafsson KR
KR
yngri, er hann tilkynnti hópinn í
gær.
Liðið leikur tvo leiki við Belga í
undankeppni HM í Laugardalshöll
um helgina. Á laugardag hefst við-
ureignin klukkan 15, en klukkan
16 á páskadag.
„Við teflum fram sterkum ein-
staklingum, en þeir eiga eftir að
sanna sig sem liðsheild," sagði Jó-
hann Ingi. „Þeir eiga eftir að læra
mikið og mótast — landslið verður
ekki til á einni nóttu.“
Sigri íslenska liðið, leikur það
tvivegis gegn Sviss i maí og sigur-
vegararnir úr þeim leikjum taka
þátt í HM, sem verður á Spáni í
september.
Svissneski þjálfarinn kemur til
fslands til að fylgjast með leikjum
helgarinnar, en Svisslendingar gera
ráð fyrir að ísland sigri og hafa
boðist til að greiða fargjöld og uppi-
hald fyrir íslenska liðið, fari báðir
leikimir í maí fram í Sviss. Að sögn
Hilmars Bjömssonar, formanns
unglingalandsliðsnefndar, kemur
ekki til greina að taka slíku boði.
„Það væri íþróttalegt sjálfsmorð.
Svissneska liðið hefur leikið 12 leiki
á árinu og staðið sig vel, meðal
annars sigrað Vestur-Þjóðveija, en
við emm að byija," sagði Hilmar.
FráBob
Hennessy
i Englandi
ÍÞRÚmR
FOLK
■ RON Atkinson, fram-
kvæmdastjóri Sheffield Wedi.,
seldi miðvallarspilarann Mark
Proctor til Middlesbrough í gær
á 300 þús. pund.
Proctor, sem er 28
ára og hóf feril sinn
hjá Middlesbro-
ugh, lék síðan með^*
Nott. Forest og Sunderland, áður
en hann gekk til liðs við Sheffield
Wed.
B RON Atkinson hafði samband
við Manchester United í gær og
óskaði eftir að fá skoska landsliðs-
manninn Gordon Strachan til
Sheff. Wed. Leeds og Middles-
brough hafa einnig áhuga á Strac-
ham. Ef hann verður seldur frá
United, er reiknað með að félagið
vilji fá 250 til 300 þús. pund fyrir
hann.
■ MALCOLM Ailison, þjálfar-
inn góðkunni, sem hefur flakkað á
milli félaga víðs vegar um Portug-
al á undanfömum ámm, var rekinn
frá portugalska félaginu Farense
í gær. Allison var aðeins búinn að
vera hjá félaginu í tvo mánuði og
náði Farense, sem er í næst neðsta
sæti, aðeins að vinna einn leik und-
ir stjóm hans.
■ RAPHAEL Mead , fyrrum
leikmaður Arsenal, sem lék með
Sporting Lissabon gegn Skaga-
mönnum f Evrópukeppninni, var
seidur frá Dundee til Luton í gær
á 250 þús. pund.
■ SOUTHAMPTON keypti i(
gær velska landsliðsmanninn
Barry Horne frá Portsmouth á
700 þús. pund. Horne er miðvallar-
spilari.
Jóhann Ingl Gunnarsson
spu
91 NEWCASTLE keypti miðvall-
arspilarann Paul Sweeney á 150
þús. pund frá Raith Rovers í
Skotlandi. Frank Connor, fram-
kvæmdastjóri Raith, sagði: „New-
castle hefur tryggt sér snjallan leik-
mann.“
I BRADFORD lét irska lands-
liðsmanninn Mike Kennedy fara
til Leicester í skiptum fyrir Jimmy
Quinn, landsliðsmann N-íralands.
Þessi skipti em metin á 300 þús.
pund.
■ HULL keypti í gær Ian
McParland frá Notts County á *
150 þús. pund.
■ BRIAN Talbot, fram-
kvæmdastjóri WBA keypti tvo leik-
menn frá Doncaster í gær. Þá
Paul Raven, 18 ára og Ron Robin-
son, 22 ára, á 180 þús. pund.
■ GRAEME Souness, fram-
kvæmdastjóri Glasgow Rangers,
var í gær dæmdur í bann hjá skoska
knattspymusambandinu.' Hann má
ekki vera á varamannabekknum út
keppnistímabilið. Souness var
dæmdur í bannið eftir að hafa ráð-
ist að línuverði og dómara - eftir
leik gegn Dimdee United.
I BOCHUM vann StuttgarMA
Kickers í V-Þýskalandi í gær-
kvöldi, 2:1.
KNATTSPYRNA / ENGLAND
Jafntefli á Highbury
Arsenal náði ekki að tryggja sér
þijú stig í baráttunni um Eng-
landsmeistaratitilinn — þegar
Charlton kom í heimsókn á High-
bury í gærkvöldi. Félögin skildu
jöfn, 2:2. Leikmenn Arsenal hafa
gefíð eftir að undanfömu og ekki
fengið nema sex stig úr síðustu sex
leikjum liðsins.
Paul Mortimer skoraði fyrst fyrir
Charlton, en David Rocastle og
Paul Davis svörðuðu fyrir Arsenal.
Steve MacKenzie jafnaði, 2:2, fyrir
Charlton.
QPR og Luton gerðu jafntefli,
1:1.
Chelsea hefur ekki tapað í
síðustu tuttugu og tveimur Ieikjum
liðsins í 2. deild, vann, 1:2, í Sunder-
land. 14.700 áhorfendur sáu
Gabbidino skora fyrir heimamenn,
en Graham Roberts og Kevin Wil-
son skomðu fyrir Chelsea Roberts ‘
lét Tony Norman, markvörð Sund-
erland veija frá sér vítaspymu.
Glasgow Rangers og Dundee
United gerðu jafntefli, 2:2, í skosku
bikarkeppninni. 42 þús. áhorfendur
sáu Kevin Drinkell og Ally McCoist
skora fyrir heimamenn, en Kevin
Callacher og Finninn Paatelainen
skoruðu fyrir Dundee Utd. Liðin
mætast aftur í Dundee á mánudag-
inn.