Morgunblaðið - 07.04.1989, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 07.04.1989, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1989 Prufu-hitamælar -i- 50 til + 1000 C í einu tæki meö elektrón- ísku verki og Digital sýn- ingu. SöuiPÍlmigjiLoir VESTURGÖTU 16 - SÍMAR 14630 - 21480 < HALOGEN Cu BORÐLAMPI SS ER TILVAIIN FERMINGARGJÖF cs oc Lamparnir eru skemmtilegir útlits og fást í svörtu og hvítu. CQ Verð kr. 5.690,- SBRSARI^^ SKEIFUNNI 8 SlMI 82660 íteytj 8 Hið geysivinsæla MANEX vítamín fyrir hár, húð og neglur er nú loksins komið til landsins. Tilbúið til af- greiðslu. Fæst á flestum rakara- og hárgreiðslustof- um um land allt. Heildsölubirgðir: ft. ambrosia JMBOÐS- OG HEILDVERSLUN Sími 91-680630. Verkfall dýralækna eftir MagnÚS H. Mikilvægþjónusta r Guðjónsson Eins og komið hefur fram í frétt- um hafa dýralæknar í þjónustu ríkisins boðað verkfall þann 11. apríl nk., ef samningar hafa ekki náðst fyrir þann tíma. Dýralæknar ætla með þessu að fylgja eftir kröf- um sínum um bætt vinnuskilyrði. Sú krafa er sett á oddinn að héraðs- dýralæknir fái stöku sinnum frí um helgar og á stórhátíðardögum til að sinna fjölskyldum sínum og áhugamálum og að þeir sitji við sama borð og aðrir opinberir starfs- menn hvað varðar greiðslur fyrir útkallsvaktir. Það kann að virðast undarlegt nú á tímum, að til sé sú stétt manna sem er á vakt allan sólarhringinn alla daga ársins. Þetta er engu að síður staðreynd og á við um flest alla héraðsdýra- lækna. Dýralæknar hafa í síðustu kjara- samningum við ríkið, reynt að höfða til sanngirni og réttlætis, en með litlum árangri. Nú er þolinmæðin brostin og hefur yfirgnæfandi meirihluta dýralækna í þjónustu ríkisins samþykkt að nýta sér lög- bundinn rétt til að leggja niður vinnu. Héraðsdýralæknar gegna lykil- hlutverki í að tryggja neytendum ómengaðar búfjárafurðir. Þeir hafa eftirlit með heilbrigði búfjár og gæta þess að ströngustu hreinlæt- iskröfum sé fylgt við slátrun og meðferð sláturafurða. Þeir vinna gegn útbreiðslu smitnæmra sjúk- dóma í húsdýrum, en með auknu fiskeldi verður þessi þáttur æ viða- meiri. Síðast en ekki síst hlúa þeir að sjúkum dýrum og sinna dýra- vemd. Til þess að tryggja öllum lands- mönnum þessa heilbrigðisþjónustu hafa verið stofnuð 28 héraðsdýra- læknisembætti víðsvegar um landið, á svipaðan hátt og í ná- grannalöndum okkar. Nauðsynlegt þykir að hafa útkallsvakt allan sól- arhringinn, því bráðatilfelli em tíð í nútíma búskap. Skertar greiðslur I kjarasamningum opinberra starfsmanna hefur um langa hríð verið ákvæði um greiðslur fyrir út- kallsvaktir og hafa aðrar heilbrigð- isstéttir fengið greitt samkvæmt því. Svo einkennilega vill þó til að ijármálaráðuneytið hefur nýtt sér samningsstyrk sinn hingað til og Magnús H. Guðjónsson alfarið hafnað kröfu dýralækna um að fá greitt fyrir útkallsvaktir eftir þessu ákvæði. Fyrir útkallsvaktir héraðsdýralækna gilda sérstök ákvæði þar sem greiðslur em vem- lega skertar. Ef kröfur um óskertar greiðslur fyrir útkallsvaktir ná fram að ganga, verður mun meira svigrúm „Það kann að virðast undarlegt nú á tímum, að til sé sú stétt manna sem er á vakt allan sól- arhringinn alla daga ársins. Þetta er engu að síður staðreynd og á við um flest alla héraðs- dýralækna." fyrir héraðsdýralæknana til að fá afleysingar um helgar og á stórhá- tíðardögum og létta á því mikla álagi sem oftast hvílir á heimilum þeirra. Ekki bara hagsmunir dýralækna Bætt vinnuskilyrði héraðsdýra- lækna em ekki bara einkamál dýra- læknanna og fjölskyldna þeirra. Þetta er ekki síst hagsmunamál bænda, enda treystum við á stuðn- ing þeirra og skilning ef til verk- falls kemur. Það er umhugsunar- efni að svo til engir nýútskrifaðir dýralæknar hafa flust heim til ís- lands sl. 3 ár. Þeir kjósa heldur að vinna í sínu námslandi, enda starfs- skilyrði sem hér bjóðast vægast sagt fráhrindandi. Höfundur er formaður Dýra■ læknafélags íslands. Rangar staðhænngar -formanns samninganefindar ríkisins eftirBjarneyju Sigurðardóttur Gleði mín var ólýsanleg, þegar ég las greinina um laun aðildarfé- laga BHMR, sem birtist á baksíðu Morgunblaðsins 23. mars síðastlið- inn. Ég uppgötvaði að samkvæmt útreikningum Indriða H. Þorláks- sonar höfðu laun mín verið van- reiknuð síðan ég byrjaði að vinna sem hjúkmnarfræðingur við Land- spítalann fyrir tveimur ámm. Ég sá mig í anda fara niður á launadeild og krefjast leiðréttingar á launum mínum. í hyllingum sá ég fyrir mér hvað ég ætlaði að gera við alla peningana sem stofn- unin skuldaði mér. Mér datt þó sem betur fer í hug að líta fyrst í samninginn sem gerð- ur var fyrir tveimur ámm og at- huga hvort þetta gæti staðist. Vitið menn, á einhvem óskýranlegan hátt vom staðhæfingar Indriða rangar. Með einhverjum undarlegum út- reikningum fær Indriði þá útkomu að meðallaun háskólamenntaðra hjúkmnarfræðinga séu 62.400 kr. og heildarlaunin 95.000 kr. Annað kemur í ljós þegar samn- ingurinn er skoðaður. Byijunar- launin em 55.019 kr. og eftir 10 ára starf em launin 60.081 kr. Mjög fáir háskólamenntaðir hjúkmnarfræðingar hafa náð þess- um 60.081 kr., því það em ekki nema u.þ.b. 11 ár síðan fyrstu hjúkrunarfræðingamir útskrifuðust úr háskólanum. Ég skil heldur ekki á hvaða for- sendum Indriði fær út heildarlaun- in. Flestir hjúkmnarfræðingar vinna vaktavinnu og er vaktaálagið 25—30% af dagvinnulaununum. Það sér hver heilvita maður að 30% af 62.400 kr. em ekki 32.600 kr. og því hafa hjúkmnarfræðingar ekki möguleika á að ná 95.000 kr. í heildarlaun. Indriði hefur heldur engar for- sendur fyrir því að yfírvinna komi inn í heildarlaunin sem hann gefur upp, því ef hann miðar útreikninga sína við þær upplýsingar sem hann segist fá úr fréttabréfí Kjaranefnd- ar opinberra starfsmanna er þar Bjamey Sigurðardóttir hvergi tekið fram hve mikla yfír- vinnu hjúkmnarfræðingar vinna. Mér virðist að með röngum upp- lýsingum sínum um laun félaga í BHMR sé Indriði að reyna að skapa neikvæða umræðu í þjóðfélaginu, þannig að þau félög sem hafa boð- að verkfall njóti ekki stuðnings al- mennings. Glerhönnun List og hönnun Bragi Ásgeirsson í húsakynnum Epal að Faxa- feni 7 stendur yfír kynning á gler- hönnun Ingu Elínar Kristins- dóttur. Þetta er fyrsta sýning listakon- unnar, sem eftir öllum sólarmerkj- um að dæma hefur numið glerfag- ið til hlítar. Munimir á sýningunni bera vott um ágæta fagkunnáttu auk tilfínningar fyrir formrænum einfaldleika. Hér er öðm fremur um að ræða hluti notagildis, t.d. könnur, glös, diska, lampa o.fl. Tvær tegundir af könnum hafa ratað í framleiðslu hjá hinu virta glergerðarfyrirtæki Hadeland í Noregi, sem telst nokkur heiður. Við blástur munanna hefur hún notið aðstoðar Bents B. Hansen sem ber vott um að það sé sjálf nönnunin sem vakir fyrst og fremst fyrir Ingu Elínu. Hér er um ákaflega vandaða vinnu að ræða innan sígildra forma og má vera ljóst að stefnt er að hreinni og klárri útlitshönnun þar sem fegurð og notagildi fari saman. Einfaldleikinn ræður ferðinni hvort heldur sem um er að ræða glerformið eða litanotkunina. Það er mjög til fyrirmyndar að kynna á þennan hátt íslenska hönnun svo sem Epal hefur tekið upp á, en satt að segja mættu kynningamar standa miklu lengur og vera ítarlegri. Slíkar kynningar em mjög algengar í stórverslun- um ytra og mikið borið í þær enda vekja þær iðulega mikla at- hygli og fá góða umflöllun í fjöl- miðlum. „Það er ekki þægileg tilhugsun að verkfall háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga bitnar fyrst og fremst á skjólstæðingum þeirra, þ.e. sjúklingun- um. En þótt undarlegt megi virðast er það þó sá hópur sem styður þá mest. Það fer enginn í verkfall að gamni sínu, allra síst núna, þegar lífskjörin hafa versnað svo mjög. Það er ekki þægileg tilhugsun að verkfall háskólamenntaðra hjúkmnarfræðinga bitnar fyrst og fremst á skjólstæðingum þeirra, þ.e. sjúklingunum. En þótt undar- legt megi virðast er það þó sá hóp- ur sem styður þá mest. I lokin langar mig að leggja eina spumingu fyrir Indriða. Fyrst þú varst svo vænn að upplýsa mig um laun mín, vildir þú þá ekki vera svo vænn að upplýsa mig um dagvinnu- og heildarlaun þín. Höfundur er hjúkrunarfræðingur. Óháði söfhuðurinn: „Bjargar-kaffi“ Á sunnudaginn kemur, þann 9. apríl, verður guðsþjónusta í kirkju Óháða safnaðarins, og hefst hún kl. 14.00. Eftir messu verður kvenfélag safnaðarins með kaffísölu í safnað- arheimilinu Kirkjubæ. Einu sinni á ári, um þetta leyti, er efnt til kaffí- drykkju til minningar um Björgu Ólafsdóttur, konu Guðjóns Jóns- sonar, en þau merkishjón vom í framvarðasveit stofnenda safnaðar- ins. Þetta árlega kaffi er nefnt „Bjargar-kafiS“ til heiðurs hús- móðurinni frá Jaðri. Þórsteinn Ragnarsson, safnaöarprestur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.