Morgunblaðið - 07.04.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.04.1989, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1989 Minning: Valdimar Ágústsson skipstjóri - Akranesi Mig setti hljóða eftir símtalið við Böddu systir þar sem hún sagði mér að Valdi frændi, eins og við systumar kölluðum hann, væri dá- inn. I hugann komu minningar og mér varð hugsað til síðustu funda okkar, þegar við pabbi fórum til hans upp á spítala, var Gunna hjá honum eins og alltaf og var vel tekið móti okkur. Þennan dag var veturinn okkur íslendinga eina ferð- ina enn að minna á sig með snjó- komu og skafrenning. Eins og oft vill verða var talað um veðrið, vor- um við öll sammála um að þetta hefði verið óvenju umhleypinga- samur vetur. Spurði ég Valda hvemig hann hefði það, og hann svaraði rólega og af svo miklu ærðuleysi að hann hefði það eins gott og hægt væri. Hann vissi að hveiju stemmdi það væri ekkert hægt að gera meira en gert væri. Þama þar sem ég sat og hlustaði á hann varð mér svara fátt en um mig streymdu tilfínningar væntum- þykju og stolts að hafa verið svo lánsöm að þekkja mann sem af þvílíku æðruleysi tók og talaði um það sem verða átti. Frændi minn hét fullu nafni Valdimar Sigurður Páll Ágústsson, fæddur að Sigur- völlum, 6. janúar 1923. Valdimar var sonur Ágústs Sigurbjöms Ás- bjömssonar og Bjömfríðar Sigríðar Bjömsdóttur, en þau hófu búskap að Teig haustið 1912, en bjuggu síðan Sigurvöllum við Melteig 6, Akranesi. Valdimar kvæntist 8. júní 1946 Guðrúnu Bjargey Jónsdóttur frá Garðabæ, er hún dóttir þeirra hjóna Jóns Bjamasonar og Guð- jónínu Jónsdóttur. Dætur þeirra Valdimars og Guðrúnar em: Jónína, fædd 21. júní 1947, bankastarfs- maður, gift Ingvari Baldurssyni hitaveitustjóra á Hellu, bam: Guð- rún Elín, fædd 28. desember 1978. Sigríður Kristbjörg, fædd 17. febrú- ar 1963, viðskiptafræðingur, sam- býlismaður hennar er Jón Helgason útgerðartæknir, eru þau búsett á Akranesi. Bróðir Valdimars er Bjöm Ólafsson Ágústsson skipstjóri á Akranesi, nú til heimilis að dvalar- heimilinu Höfða. Kona hans var Elín Elíasdóttir sem dáin er fyrir tæpum 10 ámm. Eiga þau fjórar uppkomnar dætur. Uppeldissystir Fæddur 17. maí 1919 Dáinn 27. mars 1989 í dag fer fram frá Fossvogs- kirkju útför Bjöms Guðjónssonar frá Saurbæ á Vatnsnesi. Hann and- aðist í Borgarspítalanum 27. mars. Fráfall hans kom ekki á óvart því hann átti að baki langa baráttu við ólæknandi sjúkdóm. Foreldrar Bjöms vom Ragnheið- ur Bjömsdóttir og Guðjón Guð- mundsson sem iengi bjuggu í Saurbæ á Vatnsnesi í Vestur- Húnavatnssýslu. Bjöm var fæddur á Kárastöðum í sömu sveit 17. maí 1919, vorið sem foreldrar hans fluttu að Saurbæ. Þar ólst hann upp, næstelstur af sjö bömum þeirra hjóna. Æskuámm hans er óþarft að lýsa. Hann óx upp í stómm systk- inahópi þar sem hver og einn lagði sinn skerf til aðstoðar á heimilinu eftir sinni getu. Bjöm hlaut ekki aðra fræðslu en þá sem böm fengu í farskólakennslu á uppvaxtarámm hans. Hann vann öll venjuleg sveita- störf og var traustur hjálparmaður föður síns. Snemma kom í ljós að hann var afburða þrekmaður, rammur að afli og hlífði sér hvergi. Honum var einnig gefín sú fágæta dyggð að rækja öll störf í annarra þágu jafnvel og þau væm fyrir hann sjálfan. Valdimars er Margrét Pétursdóttir til heimilis að Vesturgötu 61, Akra- nesi. Maður hennar var Ámi Guð- mundsson sem lést 29. júní 1932. Áttu þau tvær dætur. Mikill sam- gangur var alla tíð á milli heimila ömmu Bjömfríðar og Möggu frænku. Valdimar byijaði ungur að fara til sjós 14 ára fór hann með Birni bróður sínum á mb Frigg og var með honum í nokkur ár. Arið 1943 lauk Valdimar prófí frá stýrimanna- skólanum. Gerðist hann stýrimaður á Ásbimi AK sem þeir bræður höfðu látið smíða á ísafírði árið 1943. Seinna gerðist hann stýrimaður hjá Jóhannesi Guðjónssyni á Farsæl AK. Árið 1949 gerðist hann skip- stjóri á Ásmundi AK, sem var í eigu Heimaskaga. Var hann skipstjóri hjá þeim og HB & Co. til ársins 1968. Síðan 1968 hefur Valdimar verið stýrimaður á ms. Akraborg. Valdi og Gunna bjuggu í 30 ár að Reykj- um, Akurgerði 1, en byggðu sér síðan hús í Garðbæ, Vesturgötu 105, þar sem þau hafa búið síðan. Elsku Gunna, Nína, Ingvar, Sigga, Jonni og Gunna litla, innileg- ar samúðarkveðjur frá mér og fjöl- skyldu minni. Ágústa S. Björnsdóttir í dag verður gerð frá Akranes- kirkju útför Valdimars Ágústssonar sem lést á Sjúkrahúsi Akraness þann 29. mars eftir stutta en erfiða sjúkdómslegu. Valdimar Sigurður Páll, eins og hann hét fullu nafni, fæddist að Sigurvöllum á Akranesi þann 6. janúar 1923, yngri sonur hjónanna Björnfríðar Sigríðar Bjömsdóttur og Ágústs Sigurbjöms Ásbjöms- sonar. Bjömfríður var ættuð frá Odds- bæ á Akranesi, dóttir Bjöms Ólafs- sonar formanns og Sigríðar Mel- kjömíar Jónsdóttur. Ágúst Sigurbjöm var frá Mels- húsum á Akranesi, sonur þeirra Ásbjöms Jónssonar og Sigríðar Ámadóttur. Ásbjöm og Agúst vom miklir aflamenn og eftirsóttir for- menn. Eins og nærri má geta snerist Systkini Bjöms fluttu að heiman eitt af öðru en hann var kyrr í Saurbæ ásamt foreldrum sínum. Búskapurinn átti vel við hann, hann hafði yndi af skepnum og annaðist þær vel. Þannig liðu árin, en 1947 lést Ragnheiður móðir hans og urðu þeir feðgar þá einir eftir á heimilinu. Búsýslan færðist smám saman yfír á herðar Bjöms. Um 1950 tók hann við jörð og búi. Um sama leyti kom til hans ráðskona, Vigdís Bjamadóttir. Var hún með tvö böm á sínu framfæri og reyndist Bjöm þeim vel. Þau eignuðust eina dótt- ur, Ragnheiði sem var augasteinn og yndi föður síns. Nokkur ár liðu, en af ýmsum ástæðum seidi Bjöm jörð sína og bú og flutti suður árið 1963. Fyrsta árið bjó hann í Kópavogi en keypti síðan íbúð í Karfavogi 39 og átti þar heimili upp frá því. Hér í Reykjavík vann hann lengst af sem handlangari við múrverk. í því starfi komu bestu kostir hans í ljós, sem voru óvenjumikið vinnuþrek, verklagni og trúmennska. Hann var eftirsóttur þegar beita þurfti lagni og kröftum. Otalin eru þau handtök sem hann gerði fyrir vini og vanda- menn án þess að ætlast til launa. Kappsmál hans var alla tíð að skila eins vel unnu verki og kostur væri, kaupið skipti minna máli. Þannig hugur .Valda fljótt að sjómennsku, og réðst hann á mb. Frigg aðeins 15 ára gamall, en á Frigg var Bjöm, eldri bróðir Valda, skipstjóri. Var Valdi í nokkur ár með Bimi bróður sínum, en ræðst síðan á Sig- urfara AK með Bergþóri Guðjóns- syni. Árið 1943 útskrifast Valdi úr Stýrimannaskólanum, og gerist þá stýrimaður á nýjum bát, Ásbimi AK sem þeir, létu smíða fyrir sig á ísafirði. Næst gerðist Valdi stýrimaður á Farsæl AK með Jóhannesi Guðjóns- syni og var þar til ársins 1949, er hann tók að sér skipstjóm á Ás- mundi AK sem var gerður út af Heimaskaga hf. en var í eigu Ás- mundar hf. Sem skipstjóri á Ás- mundi gekk Valda sérlega vel og var með þeim aflahæstu eða afla- hæstur á Akranesi í mörg ár. Af Ásmundi fer Valdi á Skipa- skaga AK og er skipstjóri hjá Heimaskaga hf. og HB & Co. hf. allt til ársins 1968 er hann hefur störf sem 2. stýrimaður hjá Hf. Skallagrím, útgerð Akraborgar, þar sem hann vinnur alla tíð síðan eða í rúm 20 ár. Á sjómannsferli sínum var Valdi mjög farsæll, aldrei missti hann mann eða varð fyrir alvarlegum slysum, þó svo fast hafi verið sótt í þá daga sem nú. Margir farþegar ms. Akraborgar minnast eflaust Valda fyrir aðlað- andi og ljúfa framkomu. Allt þar til í nóvember sl. hafði Valdi verið hraustur svo orð fór af, hjólaði mikið og stundaði sund af kappi. í sínu einkalífí var Valdi gæfu- maður. Þann 8. júní 1946 kvæntist hann Guðrúnu Bjargeyju, dóttur var Bjöm, fáskiptinn en traustur til orðs og æðis. Eins og áður sagði voru síðustu árin honum erfið. í langvinnum veikindum reyndist Ragnheiður dóttir hans honum frábærlega vel. Hann naut einnig ágætrar aðhlynn- ingar góðs fólks og fyrir það þakka allir hans aðstandendur. Ég kynntist Bimi þegar ég gift- ist bróður hans. Kynni mín af þess- um hóværa og látlausa erfíðismanni eru orðin löng. Aldrei hef ég heyrt hans nema af góðu getið og kveð hann með þökk og virðingu. Ingibjörg Björnsdóttir Jóns Bjamasonar og Guðjónínu Jónsdóttur frá Garðbæ á Akranesi. Mótaðist sambúð þeirra af skilningi og einstakri vináttu svo til var tek- ið og er missir hennar mikill. Þau Valdi og Guðrún eignuðust tvær dætur, Jónínu f. 21. júní 1947. Hún er gift Ingvari Baldurssyni hitaveitustjóra, og á eina dóttur, Guðrúnu Elínu, sólargeisla afa síns. Þau Ingvar og Jónína em búsett á Hellu. Yngri dóttirin er Sigríður Kristbjörg f. 17. febrúar 1963 og býr hún á Akranesi með undirrituð- um. Fyrir um 15 árum síðan stofnaði Valdi ásamt fleirum fyrirtækið Akrapijón hf., sem hefur séð mörg- um Akurnesingum fyrir vinnu í gegn um tíðina. Valdi var mjög trúaður, hann hafði biblíu á náttborðinu sínu og leit í hana á nær hveiju kvöldi og sótti kirkju oftar en gengur og ger- ist. Með Valda er genginn gegn og góður borgari. Einstaklega ljúfur og aðlaðandi í framkomu, en undir niðri með skap sem dugði ’til að framkvæma það sem framkvæma þurfti. Fyrir hönd fjölskyldunnar vil ég þakka læknum og hjúkrunarliði sem annast hefur Valda svo vel og fag- mannlega síðan í nóvember 1988. Blessuð sé minning þessa góða manns, sem með nærveru sinni bætti allt og alla. Jón Helgason Þegar ég fluttist til Akraness fyrir rúmum 30 árum, fór maður fljótlega að kynnast fólkinu í pláss- inu. Fyrst á sínum vinnustað og síðan þeim, er fjær stóðu. Ég minn- ist þess, að þegar farið var um bátabryggjuna, þá voru sjómenn þar að spá í aflabrögðin og veðrið. Tveir menn stóðu þama oft á tali, myndarlegir á velli, _ bræðumir Bjöm og Valdimar Ágústssynir, báðir skipstjórar á fískibátum Akur- nesinga. í dag minnumst við Valdimars, en hann lést í sjúkrahúsi Akraness þann 29. mars, aðeins 66 ára gam- all. Valdimar Ágústsson fæddist 6. janúar 1923 hér á Akranesi, sonur hjónanna Ágústs Sigurbjöms Ás- bjömssonar frá Melshúsum og Bjömfríðar Bjömsdóttur frá Sigur- völlum, en við þann stað var Valdi- mar oft kenndur. Á þessum árum vom atvinnuvegir Akurnesinga mun einhæfari en þeir em í dag og leið flestra ungra manna lá á sjóinn. Valdimar var þar engin und- antekning. 15 ára gamall hóf hann sjósókn með Bimi bróður sínum á bát sem Frigg hét. Þetta var bara forsmekkurinn að lífsstarfi hans því í full 50 ár var Valdimar til sjós, 30 ár á fiskiskipum og síðustu 20 árin í farmennsku. Tvítugur að aldri aflaði Valdimar sér skipstjómarréttinda og var eftir það næstu 25 árin sem skipstjóri eða formaður á bátunum, eins og það var oft kallað þá. Valdimar var farsæll í starfi sínu og bar m.a. sæmdarheitið aflakóngur Akraness, en þá nafnbót fengu þeir skipstjórar sem vom aflahæstir á vetrarvertíð. Kynni okkar Valdimars hófust fyrir alvöru, þegar ég varð skip- veiji á Akraborginni 1969, en þar var hann þá búinn að vera í skip- rúmi um 14 árs skeið. Þama unnum við saman næstu 8 árin, en á þeim tíma var keyptur nýr farkostur, bílfeija. Valdimar var stýrimaður og það féll í hans hlut að selja far- miðana. Hann var því í nánum tengslum við þá farþega, sem ferð- uðust með Akraborginni milli Akra- ness og Reykjavíkur. Þetta starf held ég að hafi átt vel við Valdi- mar. Hann hafði gaman af mann- legum samskiptum, var mjög mann- glöggur og „diplómatískur" í sér, eins og slíkt starf útheimtir. Á bílfeijunum seldi hann bílstjórunum farmiðana og oft komu harðar tarn- ir í hans vinnu, þegar mikið var að gera. Með hröðum höndum og út- sjónarsemi í sínu starfí, leysti Valdi- mar slíkt af hendi með sóma, eins og hvaðeina, sem hann tók sér fyr- ir hendur. Valdimar var í eðli sínu glettinn og gamansamur. Það var því venju- lega engin lognmolla, þar sem hann var. Hann ræddi oft málefni líðandi stundar í hópi sinna samstarfs- manna. Oft gat hitnað í kolunum, þegar menn ólíkrar skoðunar leiddu saman hesta sína og tjáðu sig um hin margvíslegu mál. En ef svo fór, að einhveijir færu offari í sinni umræðu, þá veittist Valdimar það leikur einn að slá á öldurnar. Hann kunni vel að rata hinn gullna meðal- veg, sem allir ættu að rata, en of fáum tekst að þræða. Árið 1970 tókum við Valdimar ásamt fleiri mönnum þátt í stofnun fyrirtækis, sem Akrapijón hf. heitir og hann var þar stjómarmaður frá byijun. Hann hafði mikinn áhuga á þessari starfsemi og kom oft á vinnustaðinn, til þess að fylgjast með..Ekki var þó hvatinn hjá honum sá, að hann byggist við stórum arði, heldur það metnaðarmál að hlutirn- ir gætu gengið. Valdimar var gæfumaður í ein- kalífi. Árið 1946 kvæntist hann Guðrúnu Jónsdóttur frá Garðabæ hér á Akranesi, hinni ágætustu konu, sem bjó manni sínum fagurt heimili. Þau bjuggu lengst af í Akurgerði 1, en fyrir um 10 ámm byggðu þau sér glæsilegt hús á Garðbæjarlóðinni. Þau eignuðust tvær dætur, Jónínu og Sigríði, og sannast á þeim, að sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. Það hlýtur nú á þessari erfíðu stundu að vera Guðrúnu mikill styrkur, að Sigríð- ur, yngri dóttirin, skuli, ásamt manni sínum, búa í sama húsinu á Vesturgötu 105. Það var um mánaðamótin okt./nóv. á sl. ári, sem það upp- götvaðist, að Valdimar gekk með illvígan sjúkdóm. Miklar vonir vom þó bundnar við, að læknavísindun- um tækist að ráða við meinið. Þeg- ar við hjónin hittum Valdimar um 10 dögum fyrir andlát hans var hann hress og gekk með okkur og fjölskyldu sinni fram í sjónvarpið til að horfa á kvöldfréttimar. En enginn má sköpum renna. Ég vil svo fyrir hönd okkar meðeigenda Valdimars í Akrapijóni hf. færa honum þökk fyrir samstarfið á þeim vettvangi. Að lokum viljum við hjónin senda Guðrúnu, dætmnum tveimur og þeirra fjölskyldum okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðj- um góðan guð að veita þeim styrk í þeirra miklu sorg. Rúnar Pétursson í dag verður jarðsunginn frá Akra- neskirkju skipsfélagi okkar og vinur Valdimar Ágústsson, stýrimaður á m/s Akraborg. Hann var fæddur á Akranesi 6. janúar 1923, yngri sonur hjónanna Bjömfríðar Bjömsdóttur og Ágústs Ásbjömssonar á Sigurvöll- um. Agúst var orðlagður aflamaður í sinni tíð og jafnan með hlutarhæstu mönnum á skútum við Faxaflóa, enda fóm synimir ungir til sjós og þar var þeirra starfsævi beggja. Valdimar aflaði sér skipstjómar- réttinda og gerðist ungur stýrimaður og skipstjóri á bátum frá Akranesi, lengst af hjá Heimaskaga hf. og HB & Co. Á ámm hinnar miklu línuút- gerðar við Faxaflóa um og eftir 1950 var hann jafnan með aflahæstu mönnum. Síldarmaður var hann einnig ágætur og aflasæld einkenndi alla hans skipstjóm. Slíkum árangri ná menn ekki án elju og dugnaður, enda var Valdimar með hörðustu sjó- sóknumm á Akranesi. Þegar Valdimar hætti skipstjórn á fískiskipum hóf hann störf á m/s Akraborg, þeirri fyrstu með því nafni, fyrst sem háseti en fljótlega sem stýrimaður og hefur gegnt því starfi á öllum þremur Akraborgunum síðustu tuttugu árin. Valdimar naut sín vel í starfí í Akraborg. Hann hafði ánægju af að umgangast fólk og kynntist og kunni deili á ótrúlega mörgum af öllum þeim fjölda sem ferðast með skipinu. Alltaf var hann jafn ljúfur og greið- vikinn í umgengni og jafn gott til hans að leita þegar einhvers þurfti með og mat þá jafnan meira að geta orðið öðmm að liði en að velta fyrir sér hvemig á stæði hjá honum sjálf- um þá stundina. Hann var orðlagt hraustmenni, vörpulegur á velli og manna kurteis- astur í framkomu, reglumaður í lífí og starfi og bjó fjölskyldu sinni hið fegursta heimili. Engann gmnaði þegar hann á síðasta hausti leitaði sér lækninga við því sem hann sjálf- Bjöm Guðjónsson frá Saurbæ — Minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.