Morgunblaðið - 07.04.1989, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1989
SÚLAN EA-300 landaði um 800
tonnum af loðnu í Krossanesi í
gær, fimmtudag. Þetta var síðasta
veiðiferð Súlunnar á loðnu, en hún
hefur fengið rúm 19.000 tonn á
vertiðinni.
Það var nóg að gera í Krossanesi
í gær, á meðan landað var úr Súl-
unni beið Keflvíkingur löndunar, en
hann var með fullfermi, um 570 tonn.
í fyrrinótt var landað um 900 tonnum
úr Höfrungi og var því lokið í gær-
morgun.
Geir Zoéga forstjóri Krossanes-
verksmiðjunnar sagðist vonast til að
fá þijá til fjóra farma til viðbótar.
„Þetta eru dauðateygjumar, en við
eigum von á nokkrum bátum í við-
bót,“ sagði Geir. Krossanesverk-
smiðjan hefur fengið um 45.000 tonn
af loðnu og síld á þessari vertíð; þar
af er síldin rétt rúm 2.000 tonn.
Þetta er sama magn og á síðustu
vertíð. Meiri afli hefur borist að landi
eftir áramótin heldur en fyrir og
sagði Geir menn hafa verið seiga að
bijótast í gegnum veður og vinda
útmánaðanna.
MÝVATNSSVEIT
Nú erþað beitan
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Akureyrskir trillukarlar voru svo sannarlega
upp við landsteinana í fyrrakvöld, en þar voru
þeir að ná sér i beitu. Þeir fengu talsvert af
loðnu og síld þarna upp við landið og er þá
líklega ekkert að vanbúnaði að heija róðra.
Útlendir kylfingar áhuga-
samir um Arctic Open
Þýskir aöilar vilja styöja mótið
BÚIST er við að ríflega helmingi fleiri útlendir kylfingar taki
þátt i Arctic Open-móti Golfklúbbs Akureyrar nú í sumar miðað
við fyrra ár. Keppnisdagarnir eru tveir, 30. júní og 1. júlí. Siðasta
sumar tóku um 30 útlendir keppendur þátt í mótinu og segir
Gunnar Sólnes formaður Golfklúbbsins að gera megi ráð fyrir
tvöfaldri þeirri tölu.
Arctic Open-mótið er nú haldið
í þriðja sinn og segir Gunnar að
ekki nafi verið leitað eftir ákveðn-
um stuðningsaðilum að mótinu á
meðan verið er að byggja það
upp. Þýskir aðilar hafa hins vegar
sett sig í samband við Golfklúbb-
inn og lýst yfir ánægju sinni með
það og segir Gunnar að þessir
aðilar vilji gjaman gefa verðlaun
á mótinu.
Erlendu kylfingamir sem keppa
ætla á mótinu í sumar eru hvað-
anæva að úr heiminum frá megin-
landi Evrópu, Bretlandi, Banda-
ríkjunum og einnig frá Norður-
löndunum. Þá er einnig hugsan-
legt að hingað komi hópur golf-
leikara frá Astralíu til þátttöku í
mótinu. „En Japansmarkaðurinr.
er enn óplægður," sagði Gunnar,
en næstu helgi á eftir verður
Mitsubishi Open haldið á golf-
vellinum á Jaðri og er fyrirhugað
að koma Arctic Open-mótinu á
framfæri við Japani með þátttöku
þeirra í huga.
í næstu viku skýrist hvort af
opnu móti evrópskra atvinnu-
kvenna verður, en þar er um að
ræða stórt og mikið mót. Gunnar
sagði að gera mætti ráð fyrir um
150 manns í kringum það og því
yrði nokkuð blóðugt að missa af
því. Leitað hefur verið eftir stuðn-
ingi við kvennamótið, en endanleg
svör ekki borist. Gert er ráð fyrir
að kostnaður vegna mótsins nemi
um 10 milljónum króna. „Ef við
fáum ekki jákvæð svör á næstu
dögum um stuðning við mótið, þá
verðum við að gefa það frá okkur
í bili. Það er vissulega leiðinlegt,
því við teljum það góða auglýs-
ingu fyrir landið og það fólk sem
um er að ræða í kringum þetta
mót skilur eftir sig mikið fjár-
magn,“ sagði Gunnar. Keppnis-
dagar mótsins eru 10.-13. ágúst
næstkomandi.
K. Jónsson og Co:
Sérstök markaðs- og
söludeild í imdirbúmngi
Framkvæmdastjóri Sanitas ráðinntil fyrirtækisins
FYRIRHUGAÐAR er nokkrar breytingar hjá Niðursuðuverksmiðju
KJónsson og Co. á næstunni og hefúr Baldvin Valdimarsson verið
ráðinn til að vinna að skipulagsbreytingum og einnig mun hann
undirbúa stofhun sérstakrar sölu- og markaðsdeildar. Baldvin hefúr
verið framkvæmdastjóri Sanitas á Akureyri síðustu tvö árin, en mun
taka til starfa hjá Niðursuðuverksmiðjunni þann 1. júní næstkom-
andi. Baldvin tekur væntanlega við starfi framkvæmdastjóra Niður-
suðunnar að loknum skipulagsbreytingxim, sem verður að likindum
um næstu áramót.
Baldvin hefur lokið prófi frá út-
vegsdeild Tækniskóla íslands og
hann hefur einnig lokið prófi af
framleiðslu- og stjórnunarsviði við-
skiptadeildar Háskóla íslands.
Baldvin sagði þetta spennandi
verkefni, greinin væri að ganga í
gegnum miklar þrenginar, sem því
miður væru að hluta til heimatilbún-
ar. „Það hefur verið mikill sam-
dráttur í greininni vegna hvalamáls-
ins og ég tel að við íslendingar
höfum ekki svarað nægilega vel
fyrir okkur varðandi það mál. Ann-
að hvort á að láta undan, eða gefa
skýr afdráttarlaus svör, ekki láta
reka á reiðanum,“ sagði Baldvin.
Hjá Niðursuðunni vinna að jafn-
aði 80-100 manns og er fyrirtækið
með þeim stærri á Akureyri. „Fyrir-
tækið er fjárhagslega vel sterkt,
það velti um 700 milljónum á
síðasta ári, þetta er stórt og öflugt
atvinnufyrirtæki í bænum. Nú
steðja erfiðleikar að í þessari grein,
en það eru margir möguleikar fyrir
hendi, bæði á innanlands- og utan-
landsmarkaði. Samkeppnin í þessari
grein er að harðna og við því verða
öll fyrirtæki að bregðast. Eg lít því
svo á að um sé að ræða verulega
spennandi verkefni,“ sagði Baldvin
og bætti því við að vissulega kveddi
hann Sanitas með mikilli eftirsjá,
en þar hefur verulegur uppgangur
verið á síðustu árum.
Baldvin Valdimarsson fram-
kvæmdastjóri Sanitas hf. á Akur-
eyri tekur innan skamms til
starfa hjá Niðursuðuverksmiðju
K.Jónsson og Co. Hans fyrsta
verkefni verður að vinna að
skipulagsbreytingum og mark-
aðsmálum.
Einbýlishús til sölu
Húsið er 140 fm ésamt 60 fm bílskúr. Núnori upplýsingor í síma 96-44219.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Súlan EA-300 kom úr sínum síðasta loðnutúr í gærmorgun.
Síðasti loðnutúr Súlunnar
Ingjaldur Arnþórsson hjá SÁÁ-N:
Biðraðir mynduðust
eftir að bjórinn kom
INGJALDUR Arnþórsson ráð-
gjafi hjá SÁÁrN á Ákureyri seg-
ir að i kjölfar þess að bjórinn var
leyfður hafi ásókn manna eftir
þjónustu hjá samtökunum aukist
verulega. Nú séu farnar að
myndast biðraðir manna sem
Ruth Slencz-
ynska með
tónleika
Bandaríski píanóleikarinn Ruth
Slenczynska heldur tónleika í
íþróttaskemmunni á Akureyri
sunnudaginn 9. apríl kl. 17.00, á
vegum Tónlistarskólans á Akur-
eyri.
Á tónleikunum á sunnudaginn
leikur Slenczynska m.a. 32 tilbrigði
í c-moll eftir Beethoven, allar fjórar
ballöður Chopins og Sinfónískar
etýður eftir Schumann.
Fjölskyldu-
hátíð Tón-
listarskólans
Tónlistarskólinn á Akureyri
efiiir til fjölskylduhátíðar í
íþróttaskemmunni laugardaginn
8. apríl.
Á hátíðinni verða deildir, hljóm-
sveitir og einstök hljóðfæri kynnt á
stuttum tónleikum nemenda og þess
á milli gefst gestum tækifæri á að
kynnast hljóðfærum og námsgrein-
um í sérstökum sýningarbásum.
Aðgangur er ókeypis.
Kynning í Mynd-
listarskólanum
Laugardaginn 8. apríl verður
opið hús í Myndlistarskólanum á
Akureyri, á Kaupvangsstræti 16 frá
kl. 14.00-18.00. Gestum gefst kost-
ur á að skoða hin nýju húsakynni
skólans og kynnast starfsemi hans.
Nemendur og kennarar verða að
störfum þennan dag, líkt og um
venjulegan vinnudag væri að ræða.
leitað hafa eftir aðstoð vegna
drykkju. í viku hverri sækja um
60 manns ýmis konar þjónustu á
vegum samtakanna; í stuðnings-
hópum eða á fræðslunámskeið-
um.
Samtökin opnuðu skrifstofu á
Akureyri skömmu eftir síðustu ára-
mót og á þriggja mánaða reynslu-
tíma hennar, segir Ingjaldur að
ótrúlega margir hafi notfært sér
þá þjónustu sem boðið er upp á á
hennar vegum. Fullbókað er á öll
námskeið sem í boði eru og komast
færri að en vilja. Fljótlega verður
gengið frá ráðningu annars starfs-
manns á skrifstofuna og myndi sá
hafa með höndum fræðslu fyrir
aðstandendur, en Ingjaldur segir
að þeim þætti hafi hingað til ekki
verið hægt að sinna.
„Eg bjóst satt að segja ekki við
að ásóknin yrði svo mikil sem raun
hefur orðið á. Þegar ég byijaði átti
ég allt eins von á að þetta yrðu
svona tveir þrír á röltinu, en frá
því skrifstofan var opnuð hefur
verið yfrið nóg að gera. Frá því
bjórinn var leyfður hefur svo ásókn-
in enn aukist og því hafa myndast
biðraðir; fólk þarf að bíða upp í
viku eftir að komast að. Bjórinn er
lúmskur fyrir mitt fólk,“ sagði Ingj-
aldur.
Hann sagði að talsverður hópur
fólks sem hefði lengi verið edrú
hefði farið að drekka bjór. „Þetta
fólk á það sameiginlegt að sennilega
hefði það farið að drekka hvort eð
var aftur, en kannski seinna. Annað
sem líka er einkennandi fyrir þenn-
an hóp er að hann hefur tekið
ýmsa þætti bindindisins lausum
tökum; fólk er að ögra sjálfu sér
með því að drekka pilsner við þorsta
og þá þykir mörgum stökkið yfir í
þann sterkari afar lítið," sagði In-
gjaldur.
Skrifstofu SÁÁ-N á Akureyri
sagði hann hafa sannað gildi sitt
og kvaðst hann einkar ánægður
með þau úrræði sem hún byði upp
á. Nú kostaði um tíu þúsund krónur
að vista einn mann á sólarhring á
sjúkrastofnunum, en þriggja vikna
stuðningsnámskeið sem í boði eru
á vegum SÁÁ-N gætu virkað eins
vel og lega á sjúkrastofnun um
tíma, en væri mun ódýrari. „Það
gerast hér lítil kraftaverk á hveijum
degi.“