Morgunblaðið - 07.04.1989, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 07.04.1989, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1989 27 Þingmenn Sjálfstæðisflokks: Sérstakt ráðuneyti vamar- og* öryggismála Atburðir síðustu daga knýja á um þetta efhi Fjórir þingmenn Sjálfstæðis- Qokks, Guðmundur H. Garðars- son, Halldór Blöndal, Birgir ísl. Gunnarsson og Ólafur G. Einarsson, hyggjast Qytja til- lögu til þingsályktunar, sem felur ríkisstjórninni, verði hún samþykkt, „að he§a undirbún- ing að stofnun sérstaks varnar- og öryggismálaráðuneytis, er lúti sérstökum ráðherra". í greinargerð segir m.a.: „A undangengnum árum hafa oft komið upp hugmyndir um að nauðsyn bæri til að sett yrði á laggir sérstakt ráðuneyti, sem svo til eingöngu fjallaði um vamar- og öryggismál íslands. Flestum er ljóst að vamar- og öryggismál em veigamikill þáttur í vemd nútíma lýðræðis og þingræðis. Nægir í því sambandi að minnast á að hinn 4. apríl 1989 vom liðin 40 ár frá stofnun Atlantshafs- bandalagsins, sem hefur það að meginmarkmiði að tryggja frið °g öryggi í þeim hluta heims, sem bandalagið nær til. í þeim efnum hefur vel til tekist." Síðan segir efnislega að þótt margt hafi breytzt í samskiptum þjóða hin síðari árin og virða beri viðleitni til að opna sovézkt þjóð- félag og þoka því í lýðræðisátt þá sé enn þörf á varðstöðu lýðræð- isþjóða um fullveldi sitt, lýðræði, þingræði og mannréttindi. Orðrétt ségir: „Þá hafa atburðir síðustu daga á Alþingi íslendinga, þar sem fram hefur komið að forsætisráð- herra, utanríkisráðherra og jafn- vel ríkisstjómin í heild, virðast ekki hafa haft tök á að fýlgjast með þessum mikilvægu málum, sannað þörf þess, að sérstakur vamar- og öryggismálaráðherra með tilheyrandi ráðuneyti og starfsliði fjalli um þessi mál. Ör- yggis- og vamarmál íslands eru alltof mikilvæg og viðkvæm mál Guðmundur H. Garðarsson fyrir íslendinga og bandamenn þeirra til þess að þau séu einhver homreka tækifærissinnaðra stjómmálamanna. íslendingar krefjast þess að á þessum málum sé haldið af festu og öryggi. Það varðar frelsi, frið og öryggi allra ríkja Atlantshafs- bandalagsins." * Olafur G. Einarsson um Framsóknarflokkinn: Ekkí treystandi í utanríkismálum Yfirlýsingum forsætisráðherra safiiað saman Umræðu utan dagskrár um fyrirhugaðar heræSngar hér á landi i júnf var fram haldið á fundi sameinaðs Alþingis f gær. Þingmenn Sjálf- stæðisQokks deildu hart á meint óábyrg ummæli forsætisráðherra. Einn þeirra krafðizt þess að þingforseti léti safna saman ummælum ráðherrans í Qölmiðlum um þetta efiii. Þingmenn ættu kröfu á því þegar jafin valdamikill maður talaði jafii ógætilega um jafii þýingarmik- il mál og öryggismál þjóðarinnar að fá greiðan aðgang að þeim. Þing- forseti hét því að við þeim tilmælum yrði orðið. Utanríkisráðherra vfsaði á bug gagnrýni þingmanna Alþýðubandalags og Framsóknar- Qokks á varnarmáldeild og sagði skrifstofustjóra hennar f hópi sam- vizkusömustu embættismanna þjóðarinnar. Ólafiir G. Einarsson tók fyrstur þeirra ekkert muna eða vita um til máls í umræðunum í gær. Sagði hann að af málflutningi Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra mætti ráða, að hann hefði í þessu máli verið plataður af Jóni Baldvin Hannibalssyni utanríkisráðherra, vamarliðinu og starfsmönnum vam- armálaskrifstofu utanríkisráðuneyt- isins þann tíma er hann gegndi emb- ætti utanríkisráðherra. Spurði þing- maðurinn hvort ráðherrann ætlaðist til þess að þingmenn tryðu þessu eða hvort þeir ættu að afsaka minnis- leysi hans. Ólafur vék að ræðu utanríkisráð- herra á mánudaginn og benti á að ráðherrann hefði rakið sögu málsins og byggt á upplýsingum úr utanríkis- ráðherratíð 4 manna. Nú virtist einn málið. Þó hefði hann ýmist verið for- sætisráðherra eða utanríkisráðherra allan þann tíma er hér um ræddi. Þingmaðurinn vitnaði til þess, að Páll Pétursson hefði talið ræðu ut- anríkisráðherra vera samfelldan áfellisdóm yfir vamarmálaskrifstof- unni og komist að þeirri niðurstöðu að skrifstofan þyrfti að gefa út fréttatilkynningar um það sem helst væri á döfinni í vamarmálum. Sagði Ólafur þetta furðulegt sjónarmið. Að vísu mætti með þessum hætti auka líkumar á því að forsætisráðherra fylgdist með þessum málum en einn- ig gætu erlendar þjóðir, til dæmis Sovétmenn, nýtt sér þessar upplýs- ingar og gætu þá sennilega fækkað sendiráðsstarfsmönnum sínum vem- Menntamálaráðherra: Strangar reglur um handritalán Svavar Gestsson menntamála- ráðherra segir það vafasamt að leggja blátt bann við þvi að íslensk handrit séu lánuð á sýn- ingar erlendis. Hann sagði að þörf væri á að setja strangar reglur um slíkt, og ættu þær að mótast af íhaldssemi. Þetta kom fram i svari ráðherr- ans við fyrirspurn frá Sighvati Björgvinssyni (A/Vf) á Alþingi í gær. Spurði hann hvaða reglur giltu um lán á handritum úr eigu Stofn- unar Áma Magnússonar á sýningar erlendis, hvort ráðherra teldi rétt að ómetanlegir dýrgripir meðal íslenskra handrita væm lánaðir með þeim hætti sem gert hefði verið og hvort ráðherra væri tilbúinn að setja reglur til að hindra það. í máli þing- mannsins kom fram að til stendur að lána nokkur handrit til sýningar í Tórínó á Ítalíu í sumar og lýsti hann yfir andstöðu sinni við þá ákvörðun. Menntamálaráðherra sagði í svari sínu að engar ákveðnar reglur giltu í þessum efnum. Handrit hefðu áðeins einu sinni verið lánuð á sýn- ingu erlendis, annars staðar en í Kaupmannahöfn. Það hefði verið á íslandssýningu í New York árið 1982 og þá hefði sú ráðstöfun ver- ið borin undir ríkisstjórnina. Sami háttur hefði verið hafður á síðasta sumar, er samþykkt var að lána handrit til sýningarinnar í Tórínó. Ráðherra sagði að lokum, að sér þætti vafasamt að leggja blátt bann við því að lána handrit úr eigu Áma- stofnunar til útlanda. Hins vegar teldi hann að hvað' þetta varðaði væri þörf á-Ströngum reglum, sem mótuðust _af íhaldssemi. Birgir ísleifur Gunnarsson fyrr- verandi menntamálaráðherra sagð- ist telja þörf á að kynna íslenska menningu erlendis með skipulögð- um hætti. í því sambandi væri rétt að hafa í huga, að fyrir hendi væri vaxandi áhugi á því að fá handrit lánuð á sýningar. Setja þyrfti reglur hvað þetta varðaði og ættu þær að mótast af hæfilegri íhaldssemi og hæfilegu fijálslyndi. Til dæmis væri rétt að tryggja að sumir dýrgripir íslenskra handrita fæm ekki úr lánan lega. Taldi Ólafur málflutning Páls þjóðhættulegan og að ljóst væri, að Framsóknarflokknum væri ekki treystandi í utanríkismálum frekar en Alþýðubandalaginu. Að lokum minnti Ólafur G. Einars- son á, að ráðherra gæti ekki firrt sig ábyrgð á athöfnum eða athafna- leysi með því að kenna starfsmönn- um sínum um mistök. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra tók næstur til máls. Hann sagðist telja, að hann hefði þegar sagt allt sem hann vildi segja um það mál sem væri til umræðu, auk þess sem hann hefði fengið stað- festingu á orðum sínum frá vamar- málaskrifstofunni. Rakti hann síðan gang málsins og sagði meðal ann- ars, að því hefði hann aldrei mót- mælt, að í heimsókn hjá vamarliðinu í ágúst 1987 hefði sér verið greint frá heræfingunni í júní næstkomandi og að meira en 1.000 manns myndu taka þátt í henni. Sér hefði ekki þótt það óeðlilegt þar sem í vamarlið- inu væm 3.000 manns. Hins vegar minntist hann þess ekki að minnst hefði verið á aðflutta hermenn eða fjölda þeirra í sambandi við æfing- una. Forsætisráðherra sagðist ekki hafa séð þær fundargerðir vamar- málanefndar, þar sem fjallað var um umfang heræfinganna í sumar og hefði skrifstofustjóri vamarmála- skrifstofunnar staðfest það. Forsætisráðherra sagði að aldrei hefði komið fram, að heræfingamar ættu að hefjast í framhaldi af þjóð- hátíðardegi íslendinga, en það þætti sér ósmekklegt. Sagðist hann að lok- um vona, að þótt menn litu svo á að gengið hefði verið frá þessu máli 1986, þá viðurkenndu þeir að hvetj- um utanríkisráðherra væri heimilt að breyta niðurstöðunni. Ragnhildur Helgadóttir (S/Rvk) sagði að þetta mál væri farið að snúast um það að muna eða muna ekki og tala eða tala ekki. Sagði hún að engar tvær yfirlýsingar forsætis- ráðherra í fjölmiðlum hefðu verið samhljóða. Ragnhildur sagði að það skipti miklu máli, að ríkisstjórn ís- lands væri trúverðug í öryggismál- um. Það hefði greinilega verið mis- skilningur hjá sér og fleirum að ör- yggishagsmunum þjóðarinnar hefði verið vel borgið í tíð síðustu ríkis- stjómar. Þáverandi utanríkisráð- herra og núverandi forsætisráðherra hefði látið undir höfuð leggjast að afla sér upplýsinga um mál, sem hann hefði talið svona alvarlegt. Halldór Blöndal (S/Ne) fór fram á það við forseta þingsins að fjöl- skrúðugum yfirlýsingum forsætis- ráðherra um öryggis- og vamarmál í fjölmiðlum undanfarið yrði safnað saman til nánari athugunar fyrir þingheim. Forseti hét því að svo yrði gert. Þorstein Pálsson (S/Sl) sagði það lágmadcslcröfU Álþingis til þeirra, sem gegndu ráðherraembættum, að þeir segðu satt og rétt frá framvindu mála. Ekki væri við hæfi forsætisráð- herra eða ríkisstjóm væri ótrúverðug i orðræðu um jafn mikilvæga þjóð- málaþætti og vamar- og öryggismál væru. Steingrfmur J. Sigfusson, sam- gönguráðherra, sagði herinn hér staddan til að veija kjamorkuvíg- búnaðaraðstöðu Bandarflcjanna hér á landi. Dæmigert væri að talsmenn Sjálfstæðisflokks tækju afstöðu með hemum gegn forsætisráðherra landsins. Ráðherrann sagðist hafa lagt það til í ríkisstjórn að ráðgerð vamarliðsæfing yrði felld niður. Matthías A. Mathiesen (S/Rn) las upp úr greinargerðum nokkurra fyrrverandi utanríkisráðherra, m.a. Steingríms Hermannsonar, þar sem fjallað var um ráðgerðar vamarliðs- æfingar fram til 1993. Jón Baldvin Hannibalsson, ut- anríkisráðherra, sagði að ráðherra þessa málaflokks bæri að sjálfsögðu ábyrgð á vinnulagi í sínu ráðuneyti, þar með í vamarmáladeild, meðan hann hefði þar húsbóndavald. Hann vísaði á bug ómaklegri gagnrýni á deildina. Skrifstofustjóri hennar væri í hópi beztu og samvizkusömustu embættismanna þjóðarinnar. Júlíus Sólnes (B/Rn) sagði karpið um hefðbundna vamarliðsæfingu ærið orðið. Svo væri að heyra sem þingheimur vissi ekki af því, hvað væri að gerast í atvinnu- og efna- hagsmálum, m.a. að alvarlegt verk- fall hafi skollið á á miðnætti sl. Fleiri töluðu þó ékki verði frekar rakið. OLIS-málið: Landsbanka- stjórar ekkí feirið út fyrir verksvið sitt — segir viðskipta ráð- herra í svari við fyrirspum „Ekki verður séð að banka- stjórar Landsbankans hafi farið út fyrir verksvið sitt eða valdsvið í viðskiptum þeirra við OLÍS. Þeir eiga að gæta hagsmuna bankans gagnvart viðskiptavin- um og að þvi markmiði hafa að- gerðir þeirra í OLÍS-málinu beinst.“ Þetta segir Jón Sigurðs- son viðskiptaráðherra í svari við fyrirspum frá Hreggviði Jóns- syni (B/Rn). Fyrirspumin var í þremur liðum. í fyrsta lagi var spurt hvort ráð- herra telji að meðferð bankastjóra Landsbankans á OLÍS-málinu hafi verið í samræmi við lög um banka- starfsemi. í öðm lagi hvort banka- eftirlit Seðlabankans hafí gert at- hugasemdir við útlán Landsbank- ans til fleiri fyrirtækja en OLÍS og í þriðja lagi óskar þingmaðurinn eftir upplýsingum um það, hve mörg fyrirtæki skuldi Landsbank- anum meira en 50 milljónir og hve háar fjárhæðir þau 10 fyrirtæki skuldi, sem skulda bankanum mest. í svári sínu við fyrstu spuming- unni segir viðskiptaráðherra, að ekki verði séð að bankastjórar Landsbankans hafi farið út fyrir starfsvið sitt eða valdsvið í viðskipt- um við OLÍS. Aðgerðir þeirra í málinu hafi beinst að því að gæta hagsmuna bankans, eins og þeim beri skylda til. Að sjálfsögðu geti verið skiptar skoðanir um einstök atriði, en hafa beri I huga, að erfitt sé fyrir utanaðkomandi aðila að dæma um viðskipti þessara aðila, sem um langt skeið muni hafa gengið heldur erfiðlega. Viðskiptaráðherra segir í svari við annarri spumingunni, að sam- kvæmt upplýsingum frá bankaeftir- litinu hafí það gert athugasemdir við útlán til viðskiptaaðila Lands- bankans. Gerð hafi verið skýrsla um málið og stjómendum bankans gerð grein fyrir efni hennar. Ekki sé hægt að greina opinberlega frá efni skýrslunnar í einstökum atrið- um, enda gildi þagnarskylda um slík mál. Sama segir ráðherra í svari við þriðju spumingu Hreggviðs Jóns- sonar. Þar kemur fram að banka- stjórar Landsbankans telji sér óheimilt að veita umbeðnar upplýs- ingar með tilvísun til ákvæða um bankaleynd í lögum um viðskipta- banka. sm étauglýsingar KfNNSIA Lærið vélritun Aprílnámskeið eru að hefjast. Vélritunarskólinn, s: 28040. Vélagslíf O St.: St.: 5989484IX kl. 16.00 I.O.O.F. = 170478'h = 9.0 * I.O.O.F. 12 = 1704078 ’/z = Bibliufræösla á morgun, laugar- dag, kl. 10.00 i Grensáskirkju. Flaakon Andersen, biskup frá Tönsberg í Noregi annast fræðsluna. Bænastund kl. 11.30. Allir velkomnir. V KFUM h Frá Guöspeki- fólaginu Ingólfsstrœtl 22. Áskrtftsrsíml Ganglera ar 39573. I kvöld kl. 21: Samræðufundur. Á morgun kl. 15.30: Svava Fells. KTUMaWMKISW-BSS 90 Ar fyrir eubu lslands KFUM og KFUK Almenn samkoma i kvöld kl. 20.30 á Amtmannsstig 2b. Upp- hafsorð: Kristin Sverrisdóttir. Ræðumaður: Haakon Andersen. Tónlist: Bjarni Gunnarsson og Guðrún Jóna Þráinsdóttir. Allir velkomnir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.