Morgunblaðið - 08.04.1989, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.04.1989, Blaðsíða 13
MORyBLAÐJÐ jtylffffigACpfr 8., APRÍL, 1^9 43 arsalarins að Klapparstíg 16, sem þeir ráku um skeið í samvinnu við félaga sinn, Eystein Jónsson. Krist- járuog Eysteinn voru að vísu einir skráðir fyrir salnum en Sigurður var þar jafnan viðloðandi. Hinir ungu og hressu menn vildu brydda upp á ýmsu nýju og fengu mig til að sýna þar fyrstan manna vorið 1964, en þá var ég einmitt að stokka upp spilin í minni list og sýndi þar ýmsa nýja og skrítna hluti, að því er mörg- um fannst. Og auðvitað var ég skam- maður af Valtý Péturssyni, sem þá var eini gagnrýnandinn og sá Pop í nýjustu myndunum, sem þá var eitur í hans beinum, en mér þóttu þetta ósköp eðlileg viðbrögð. Um þetta er þagað eins og mannsmorð sem og um ýmsar aðrar hræringar sem upp spruttu á þessum árum. Haustið 1967 skrifaði ég svo grein í SAM- vinnuna, þar sem ég gerði upp við tímana og einokunarástandið í fé- lagsmálum myndlistarmanna og birtist hún í fyrsta hefti 1968. Afleið- ingarnar létu og ekki á sér standa, því að um haustið átti sér og ein- mitt stað gagnger uppstokkun í sýn- ingarnefnd FÍM á aðalfundi félags- ins og skipti þá engum togum, að mikil uppsveifla átti sér stað um Haustsýningar félagsins, sem stóð fram til 1975. Á þeim tíma voru haldnar margar stórar og athyglis- verðar sýningar, m.a. tvær þær stærstu í allri sögu Haustsýninganna og margt nýtt kom fram. Um þetta er algjörlega þagað í hinni veglegu sýningarskrá. Á sögulegum fundi í FÍM haustið 1968 eða 1969, sem var sá fjölmennasti í sögu þess, lagði ég og til ásamt Ragnari Kjartans- syni myndhöggvara, að Diter Rot fengi inngöngu, ef ekki sem fullgild- ur meðlimur, þá sem gestameðlimur. Að það var fellt hafði afdrifaríkar afleiðingar en hitt minni, að við vild- um fara að lögum um almenna inn- göngu í félagið. Hér þurfti laga- breytingar til ef listhópi yrði sporð- rennt í einu lagi og það kom einfald- lega ekki til greina. Þá er og tómt mál að tala um frjálslyndi félags- manna, sem voru margir þrælpólití- skir svo sem fram kom í ýmsum athöfnum þeirra, en um það skal ekki fjallað hér. Meinbugurinn við sýninguna er, að þrátt fyrir drjúgan undirbúnings- tíma hefur ekki tekist að setja upp áhrifamikla sýningu, sem líkleg var til að vinna sig upp, — þvert á móti var aðstreymið mest fyrstu sýning- arhelgina, en svo ekki söguna meir. Kannski ætluðu menn sér of skam- man tíma til að koma henni fyrir Lögmannafélag íslands: Gestur Jóns- son formaður Á AÐALFUNDI Lögmannafé- lags íslands sem haldinn var 31. mars sl. var kjöriim form- aður Gestur Jónsson hrl. Aðrir f stjórn eru Sveinn H. Valdi- marsson hrl., Viðar Már Matt- hfasson hrl., Þórunn Guð- mundsdóttir hrl. og Baldur Guðlaugsson hrl. Fram- kvæmdastjóri er Hafþór Ingi Jónsson hdl. Félagsmenn eru nú alls 312. Þar af eru u.þ.b. 200, sem hafa lögmannsstörf að aðalstarfi. Af félagsmönnum eru 121 hæsta- réttarlögmenn og 191 héraðs- dómslögmenn. Heiðursfélagar eru hæstaréttarlögménnirnir Ágúst Fjeldsted og Egill Sigur- geirsson.____________________ Nokkrir af sýnendunum 15, fyrir framan „Hjarta" Jóns Gunnars Arna- sonar, frá vinstri Hreinn Friðfinnsson, Kristján Guðmundsson, Sigurð- ur Guðmundsson, Ólafur Gíslason og Gylfi Gíslason. og hefði vikutími í viðbót getað skipt sköpum. Þetta veit ég af eigin reynslu, er ég tók allt húsið undir tímamótasýningu haustið 1980. Hún var eiginlega ekki komin upp fyrr en vika var af sýningartímanum, en hafði þá tekið miklum stakkaskipt- um. En meginókosturinn er svo sem fyrr er vikið að, tel ég, hve menn eru uppteknir af sjálfum sér og'horfa gjörsamlega fram hjá flestu öðru, sem var að ske í næsta nágrenni líkast því, sem að „Palli hafi verið einn í heiminum. Staðreyndin var sú að samtímis fór fram mikil uppstokkun í hlutun- um hjá öðrum listamönnum, og það er í raun gróf lágkúra og sögufölsun að vera að tala um stöðnun hjá öllum öðrum. Jafnvel hinir svokölluðu ab- straktmálarar og strangflatamenn voru í fullu fjöri og í stöðugri gerj- un. Og hér má koma fram, að erlend- is hafa þeir löngu verið endurreistir og vegur margra þeirra meiri en nokkru sinni fyrr. En misskilningurinn felst þó helst í því, að nýjungar eiga að koma inn- an frá og að enginn verður núlista- maður með því einu að taka upp niðurstöður útlendra — hér þarf miklu meira til. Menn geta verið núlistamenn, þótt þeir glími við sama myndstefíð allt sitt líf, hér skiptir mestu máli að vera jafnan ferskur í sjálfri myndsköpuninni. Hitt er að eltast við nýju fötin keisarans. Og list helgast ekki endilega af hópefli og skal hér vísað til þess, sem Henri Miller, sagði árið 1957, þegar goðsögnin um hann var í hámarki: „Listin þrífst aldrei í nýlendum (kol- onier). Það sem hinn skapandi lista- maður þarfnast, eru þau forréttindi að geta glímt við vandamál sín í einrúmi — og af og til safarík kjöt- sneið." — Þar sem ég hef á hinum ýmsu tímum fjallað um flest, sem til sýnis er á sýningunni að Kjarvalsstöðum og hef ekki komist að annarri niður- stöðu, og tel ei heldur ástæðu til að draga í land, þar sem ég álít niður- stöðu mínar til lofs og lasts í sam- ræmí við listræna sannfæringu mína — endurtek ég það ekki hér. Útúr- snúningar á skrifum mínum, svo sem fram kemur í sýningarskrá, hafa engin áhrif á mig, frekar en annað, sem beinist að því að skapa ímynd píslarvotta úr meðlimum SÚM- hópsins, sem þó er hálfur sannleik- ur. Þá er ei heldur til gildisauka né uppsláttar að birta svo rækilega út- drátt úr deilum Kjartans Guðjóns- sonar og dæma hann svartasta aft- urhald, sömu útreið fær og Valtýr Pétursson. Kjartan var nefnilega einmitt fyrstur til að gera upp við strangflatalistina með skeleggri grein í Þjóðviljanum á sínum tíma með þeim árangri m.a. að sumir fyrri félagar hans í listinni heilsuðu honum ekki á götu næstu árin að sögn! Hann var þannig einn þeirra sem ruddu brautina og skópu jarð- veginn fyrir þá róttæku uppstokkun, sem seinna átti sér stað. Hér þurfti mikið hugrekki til, jafn mikla ein- strengi og og ofstæki og tímarnir buðu upp á. Og í stað þess að minn- ast þessa Kjartani til vegauka, er dregin upp röng mynd af honum fyrir eftirtímann. Og að sjálfsögðu er ekki leitað í hin lofsamlegri um- mæli um einstakar sýningar enda minni akkur í slíku og ekki í sam- ræmi við ímyndina. Annað mál er svo að ýmislegt er áhugavert á sýn- ingunni, þó það nú væri, en ég tel svo sem fyrr er að vikið, að hægt hefði verið að gera framtakið mun kröftugra í uppsetningu. Enginn tekur það þó frá súmmer- um, né hugðist gera það, að framlag þeirra til íslenzkrar listasögu er sérs- takt og ótvírætt. Áskrift að amerísku tímariti gegn um- hverfisvernd ÍSLENSKIR kaupsýslumenn hafa undanfarið fengið upp- hringingar frá Danmörku, og þeim boðin áskrift að timaritinu Executive Intellig- ence Review, sem gefið er út af samtökum Bandarikja- mannsins Lyndon LaRouche. Eru áskriftirnar boðnar á þeirri forsendu, að blaðið berjist gegn umhverfis- verndarsamtökum, og ís- lendingar hljóti að hafa sömu hagsmuna að gæta. Askriftirnar hafa verið boðn- ar af Schiller Instituttet í Dan- mörku, sem er deild í samtök- um LaRouche. Ársáskrift á að kosta 5400 danskar krónur, eða tæpar 39 þúsund krónur, en blaðið kemur út vikulega. Lyndon LaRouche hefur fengið dóma í Bandaríkjunum fyrir fjármálamisferli og skatt- svik. Hann hefur m.a. haldið því fram, að breska krúnan stjórnaði eiturlyfjaiðnaðnum, að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hefði valdið eyðnifaraldrinum, og að Henry Kissinger fyrrum utanríkisráðherra Banda- ríkjanna væri sovéskur njósn- ari. BYGGJUM VISTHEIMILI FYRIR FJÖLFATLAÐA! OG LÉTTUM ÞEIM LÍFIÐ RAUÐA FJOÐRIN LANDSSÖFNUN LIONS 7.-9. APRÍL 1989 H- ^É^^&c-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.