Morgunblaðið - 08.04.1989, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.04.1989, Blaðsíða 32
 32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1989 "T'l m V í H1 1/UI'U;> 1/, (<■!?;• Minning: * Astríður Stefáns- dóttir - Litlíi-Hvammi Fædd 14. september 1903 Dáin 30. mars 1989 Við gröf er lífsins lokaþáttur og leiðarendi þeim, sem fer. Því byltir enginn bænarmáttur né breytir því, sem komið er. Þar kveður hver í hinsta sinn til heimanferðar vininn sinn. (Stefán Hannesson höf.) Nú kveðjum við hinstu kveðju sómakonuna Ástríði Stefánsdóttur. Hún var dóttir Stefáns Hannesson- ar fyrrum kennara í Mýrdal og konu hans Steinunnar Helgu Áma- dóttur og var elst átta systkina. Hún fæddist á Hvoli í Dyrhóla- hrepp, en fluttist þriggja vikna gömul með foreldrum sínum í Litla-Hvamm í sama hreppi, en þar höfðu foreldrar hennar nýlokið við að reisa sér bæ og má segja að þar hafí hún svo búið mestajla sína ævi. 25. maí 1924 giftist Ásta, en það var hún alltaf kölluð, Sigurði Bjama Gunnarssyni frá Steig, en hann lést árið 1973. Framtíðar- heimili þeirra varð svo í Litla- Hvammi, þar sem þau eignuðust sín flögur böm en þau em: Gunn- ar, búsettur í Litla-Hvammi, Helga, húsmóðir, búsett í Njarðvík, Stefán Jón, búsettur í Litla-Hvammi, og Sigþór, búsettur í Litla-Hvammi, vestari bænum. Einnig ólu þau hjónin upp dótturson sinn, Sigurð Ámason. Nú kveð ég mína kæm vinkonu, „ömmu mína i Litla-Hvammi“, en þangað kom ég 10 ára gömul telpa úr bæ. Varla var ég komin inn um bæjardymar þegar ég var farin að kalla hana ömmu mína og fannst þá Sigurði alveg eins að ég ætti að kalla hann afa. Afi minn og amma hafa þau verið síðan. Þegar ég svo eltist og fór ekki lengur í sveitina fómm við amma að skrif- ast á, en skriftir vom hennar tóm- stundagaman og man ég vel eftir kössum fullum af bréfum sem hún geymdi. Pabbi hennar var mikill hagyrðingur og samdi hann mikið af ljóðum, svo og smásögum. Amma erfði þessa eiginleika hans því hún samdi smásögur aðallega þó sjálfri sér til gamans. Bærinn Litli-Hvammur stendur við Skeiðflatarkirkju { Dyrhóla- hrepp og eins og nærri má geta var oft annasamt hjá húsmóðurinni þar. En alltaf var búrið hennar ömmu fullt af nýju og góðu bak- kelsi. Amma var mjög trúuð kona og unni kirkjunni sinni mjög. Hún var afar hæfur organisti og stjórnaði kirkjukómum á staðnum ásamt orgelleiknum á meðan henni entist heilsa til. Á sumrin hélt hún til Skálholts ásamt öðrum organistum og dvaldist þar í um viku í hvert sinn. Þetta voru hennar bestu frí og naut hún þeirra mjög mikið. Amma helgaði líf sitt heimili sínu kirkjunni og trú sinni á guð, spor hennar sjást víða. Fyrir um það bil þrem árum veiktist hún svo að hún þurfti að gangast undir uppskurð. Aðgerð eins og hún þurfti á að halda hafði aldrei verið framkvæmd hér heima, en í samráði við hana og læknana varð þess freistað að framkvæma hana hér heima og þar sem þetta var aðgerð upp á líf og dauða finnst mér hún amma hafa sýnt í verki hversu hughraust hún var og einlæg í trú sinni. Þegar ég heimsótti hana eftir aðgerðina var hún svo vongóð og þakklát, því aðgerðin virtist hafa tekist vel. En svo varð afturför. Sigurði dóttursyni sínum unni hún mjög og í veikindum sínum reyndist hann henni alveg sérlega vel. Amma sagði mér frá því að hann hafi ekki látið sig muna um að koma við á sjúkrahúsinu hjá sér þrisvar á dag. Ég er þakklát fyrir það að hafa kynnst þessari góðu konu, sem átt hefur sinn þátt í að móta mig sem persónu. Minningarnar eru svo margar og fallegar frá veru minni í Litla-Hvammi. Tveir sona minna fengu að kynnast henni og fannst þeim mikið til þess koma að eiga langömmu í sveitinni, enda gleymd- ust þeir aldrei og fengu þeir sokka og vettlinga ásamt einhverju góð- gæti frá henni á jólum eins og hin ömmu og langömmubömin hennar. Hér kveð ég nú mína kærustu vinkonu. Hafi hún þökk fyrir allt og allt. Auður Ingvarsdóttir Ástarfaðir himin hæða, heyr þú bama þinna kvak, en í dag og alla daga í þinn náðarfaðm mig tak. (Stgr. Thorst.) Guð gefur og guð tekur, en hann huggar líka. Þegar ég fæddi litla drenginn minn á 85 afmælisdegin- um Ástríðar fannst mér ég hafa fært henni bestu gjöf sem hægt er að gefa. En við fengum aðeins að hafa hann hjá okkur skamma hríð. Guð gaf og hann tók. I samskiptum okkar við lífið og dauðann skiptir aldur engu máli. Nú hefur hann einnig kallað hana til sín, það er mér mikil harmabót að vita hana hjá Ástþóri litla, ég veit að hún gætir hans og annast fyrir mig. Þegar við töluðum síðast saman sagði amma að það yrði einhver að verða fyrir þessu fyrst að þetta þyrfti að skei Og þá rifjaðist upp fyrir mér að hún sagðir oft við mig þegar ég var bam, að ég ætti aldr- ei að óska öðrum ills. „Hugsaðu fyrst, hvort þú vildir verða fyrir því sjálf“. Þessi orð þín hafa orðið mér verðugt veganesti í lífinu. Alltaf var gott að koma til hennar, þó kannski sérstaklega þegar eitthvað bjátaði á, þá var ekki sneitt hjá vandanum heldur tekist á við hann af skilningi og fullri hreinskilni. Þó svo að mik- ill aldursmunur væri á okkur gekk henni vel að setja sig í mín spor. Sterkur persónuleiki hennar mótaði mig mikið strax sem bam og áfram til fullorðinsára. Hún talaði oft við mig um trúna á Guð og innrættir mér öðmm fremur kristilegt hugar- far, enda skipaði þjónusta hennar í kirkjunni heima stóran sess í lífi hennar. Trúin er ómetanlegur stuðningur þegar maður verður fyr- ir áföllum í lífinu. Með þessum fáu orðum kveð ég elsku ömmu í hinsta sinn, með þakklæti fyrir allar okkar sam- verustundir og bið góðan Guð að geyma hana. Mjög erfitt reynist oft að skilja guðs orð í sorg og kvðl og þraut en treystu drottins yaldfog vijja og visku og ást’á þymibraut. Það stoðar, lægir storm og qó. Guð stjómar öllu. - Það er nóg. (Á valdi vorsins, Ritsafii Stefáns Hannessonar.) Ásta, Helgi og börn. Þegar frændur og vinir kveðja, streyma minningar fram í hugann, ótal atvik frá liðnum ámm. Ástríður föðursystir mín var elst átta barna þeirra Steinunnar Helgu Árnadótt- ur og Stefáns Hannessonar kennara og bónda i Litla-Hvammi. Ung gift- ist hún Sigurði Bjarna Gunnarssyni frá Steig. Bjuggu þau í Steig sín fyrstu búskaparár en fluttust síðar að Litla-Hvammi sem varð þeirra framtíðarheimili. Þegar ég var að alast upp var mannmargt á bænum sem var áfastur skólahúsi hreppsins. Afi og amma, ásamt Baldri, Helgu og Stef- áni bjuggu í vesturbænum eða vest- urí eins og við nefndum það,_for- eldrar mínir í miðhúsunum og Ásta, Siggi, Helga, Gunnar og Sigþór austurí. Það er margs að minnast frá þessum ámm. í þessu litla sam- félagi rúmuðust margar og ólíkar skoðanir á mönnum og málefnum. Þar áttu þrír stjórnmálaflokkar af fjómm, eldheita stuðningsmenn. Trúmál, sveitastjórnarmál og skóla- mál létu menn til sín taka og urðu oft hressileg og snörp skoðana- skipti. Var oft erfitt að átta sig á hver hafði bestan málstað að verja svo sannfærandi vom rök hvers og eins. Ekki virtust þessi hvassviðri sitja í fólkinu og var oft glatt á hjalla og hlegið dátt enda góðir húmoristar í hópnum. Svo var sung- ið, mikið og oft, fallegur raddaður söngur. Gestir komu og fóm, kaffi dmkkuð — enda heimilið í þjóð- braut. Þegar horft er til þessara ára er Ásta frænka alls staðar inni í þeirri mynd. Hún var sterkur persónu- t Móðir mín, t Eiginkona mín, ÁGÚSTA SIGURÐARDÓTTIR ÁSGERÐUR ANDRÉSDÓTTIR, fv. matráðskona, Bugðulæk2, Bræðraborgarstíg 32, Reykjavfk, lést í. Borgarspítalanum aðfaranótt 7. apríl. verður jarðsungin frá Fossvogskapellu mánudaginn 10. apríl kl. Fyrir hönd aðstandenda. 10.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Krabbameins- félagið. Páll Halldórsson. Jón H. Bárðarson. t j d ’ Móðir mín, GUÐRÚN OLGEIRSSON, Bankastræti 14, Reykjavík, lést á Hrafnistu Hafnarfirði 6. apríl. Fyrir hönd aðstandenda og annarra vandamanna, Jón Olgeirsson. t Móðir okkar, ELÍN GUÐJÓNSDÓTTIR, Höfðagötu 3, Stykklshólmi, andaðist í Vífilsstaðaspítala 31. mars sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Inga Rúna Sæmundsdóttir, Birgir Jónsson. t Faðir okkar, BJÖRGVIN FRIÐRIKSSON, bakarameistari, Hrefnugötu 7, Reykjavlk, er látinn. Útförin hefur farið fram. Þóra Björgvinsdóttir, Erla Björgvinsdóttir, Valdis Björgvinsdóttir, Edda Björgvinsdóttir, Björgvin Björgvinsson. t KRISTÍN HALLDÓRSDÓTTIR, Ljósheimum 4, veröur jarðsungin frá Langholtskirkju mánudaginn 10. apríl kl. 13.30. Guömundur Sigurjónsson, Birgir Guðmundsson, Nanna Baldursdóttir, Bjarni Birgisson, Hrefna Bjarnadóttir, Guðmundur Kristinn Birgisson. b/- "Metagawy leiki, ákveðin í skoðunum og naut þess að hafa fólk í kring um sig. Á * seinni ámm áttum við frænkumar góðar stundir saman, heima í Litla- Hvammi eða í Garðshorni. Við þurftum nægan tima því margt var umræðuefnið. Tókum okkur því gjarnan óveðtnsdag þegar engu venjulegu fólki datt í hug að vera á ferð, svo við höfðum yfirleitt næði. Trú hennar á Guð var sönn og einlæg. Hún taldi sína mestu gæfu að hafa átt góðan mann, börn og bamabörn sem bám birtu á líf hennar. Þau Ásta og Sigurður ólu upp dótturson sinn, Sigurð Áma- son, sem var þeim sannur sólar- geisli. Umhyggja hans og ástúð við ömmu sína alla tíð og nú síðast í hennar erfiðu veikindum bera hon- um fagurt vitni. Þótt Ásta yrði að dvelja langdvöl- um á sjúkrahúsi og nú síðastliðið ár á Kumbaravogi bar hún sig vel og var mjög þakklát þeim sem sýndu henni umhyggju og ræktar- semi. Hún fylgdist með öllum frétt- um úr Mýrdalnum af lifandi áhuga. Það er erfitt að hugsa sér Litla- Hvamm án Ástu frænku, en minn- ingin lifir, og áfram býr gott fólk í Hvamminum. Margrét Steina Gunnarsdóttir í dag verður til moldar borin móðursystir mín, Ástríður Stefán- dóttir frá Litla-Hvammi. Hún fædd- ist 14. október árið 1903 á Hvoli í Mýrdal, en fluttist þriggja vikna gömul með foreldrum sínum, þeim Steinunni H. Ámadóttur, húsfreyju og Stefáni Hannessyni kennara að Litla-Hvammi. Þar dvaldi hún öll sín æsku- og unglingsár. Ástríður giftist ung Sigurði B. Gunnarssyni frá Steig og þar bjuggu þau fyrstu hjúskaparár sín. Síðar fluttu þau að Litla-Hvammi á ný og byggðu sér bæ til austurs áfastan þeim sem fyrir var svo úr varð tvíbýli. Þessu heimili, austurbænum í Litla-Hvammi, tengjast íjölmargar æskuminningar mínar enda var ég þar tíður gestur fyrstu æviárin. I eldhúsinu hjá Ástu og Sigurði sat ég í fangi frænda minna, þeirra Sigþórs eða Gunnars, og fylgdist með samskiptum heimamanna og vina þeirra. Ég horfði á Salomon á Ketilsstöðum kæla kaffið sitt á undirskálinni og þótti mikið til koma. Ég hlustaði á tal Jóns Krist- jánssonar frá Hvoli og fylgdist með húsbóndanum, „stóra“ Sigga, totta pípuna sína með stóískri ró. Í þessu umhverfi man ég Ástu frænku mína best. Mér finnst sem ég sjái hana, hressa og málglaða, sitja teinrétta með bakið upp við skorsteininn. Annars sat hún sjaldnast, hún var léttstíg og kvik í hreyfingum, og taldi ekki eftir sér sporin við að þjónusta viðstadda. Ásta var lágvaxin, en sú staðreynd fór fram hjá mörgum vegna þess hversu bein og hnarreist hún var. Ástu var margt gott gefið, hún var hagmælt, músíkölsk og ritfær vel. Hún var afskaplega minnug, mikil félagsvera og hagsýn húsmóðir sem kunni að gera mikið úr litlu. Hún setti svo sannarlega svip á menn- ingarlífið í Mýrdalnum því árum saman var hún organisti og kór- stjóri við Skeiðflatarkirkju. Um leið var hún, ásamt manni sínum, Sig- urði, gestgjafi kórfélaga og kirkju- gesta því sérhverri æfingu og messugjörð lauk með veisluborði á heimili þeirra hjóna. Á þessum stundum nýtti Ásta til jafns hæfi- leika sína á sviði tónlistar og mann- legra samskipta. Ásta átti mikið og farsælt starf að baki þegar hún andaðist þann 30. apríl síðastliðinn eftir erfið og þungbær veikindi. Undir það síðasta var líkamsþrótturinn þorr- inn, en andlegu atgervi sínu hélt Ásta til hinstu stundar. Þegar við í dag komum saman í Skeiðflatarkirkju skulum við minn- ast þeirra stunda sem við áttum með Ástu á þessum stað meðan hún leiddi sönginn af festu og þrótti. Sigga, Gunnari, _ Sissa, Stebba, Hellu, systkinum Ástu og öðrum ástvinum færi ég hugheilar sam- úðaróskir. Steinunn Helga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.