Morgunblaðið - 08.04.1989, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARETAGUR 8: APRÍL 1989
ÓlafurÆ. Ólafsson
Isafírði - Minning
í dag fer fram í ísafjarðarkirkju
minningarathöfn um Ólaf Ægi Ól-
afsson sem fórst hinn 14. febrúar
sl. í ísafjarðardjúpi með mb. Dóra
ÍS, er hann var á heimleið úr rækju-
róðri í vonsku veðri og mikilli ísingu.
Á bátnum voru tveir menn, þeir
Ólafur Ægir Ólafsson og Ólafur
Guðmundsson. Ægir, eins og hann
var alltaf kallaður, fæddist á
Ísafírði 11. desember 1938, hann
var sonur hjónanna Ólafs Sigurðs-
sonar og Guðrúnar Sumarliðadótt-
ur, en þau eru bæði látin. Ægir var
næstelstur þriggja sona þeirra
hjóna.
Ægir byijaði frekar ungur sjó-
mennsku og þá fyrst með föður
okkar á rækjuveiðum og má segja
að hann hafi stundað rækjuveiðar
allan sinn starfsferil, bæði sem skip-
stjóri á eigin bátum og með báta
fyrir aðra, enda var hann eftirsóttur
í skipsrúm, vegna sérþekkingar
sinnar á rælq'uveiðum og ekki síst
fyrir þekkingu á rækjuveiðum í ísa-
fjarðardjúpi. Öllum, sem hafa verið
með honum til sjós, hefur borið
saman um það að þar hafi farið
saman góð sjómennska og þekking
og ekki síst áhugi á rækjuveiðum,
enda afburða aflamaður og góður
félagi til sjós sem annars staðar.
Ég minnist Ægis fyrst og fremst
sem bróður og góðs drengs en einn-
ig sem vinar og leikfélaga á yngri
árum, enda ekki nema tvö ár á
milli okkar.
Ægir kvæntist 14. október 1967
Sigríði Óskarsdóttur frá Hrísey en
þau slitu samvistum. Þau áttu sam-
an 3 drengi, þá Viðar, Kristin og
Öm, en áður átti Ægir dóttur sem
Kristjana heitir og er hún nú bú-
sett í Svíþjóð. Ég bið góðan Guð
að styrkja þau og aðstandendur
Ólafs Njáls og styðja við svo hörmu-
legan föðurmissi. Ég og Qölskylda
mín vottum þeim hina dýpstu sam-
úð.
Ég þakka bróður mínum sam-
fylgdina og bið góðan Guð að varð-
veita hann.
Bíi og fjölskylda
Þann 14. febrúar 1989 fórst
rækjubáturinn Dóri frá ísafirði og
með honum tveir menn, þeir Ólafur
N. Guðmundsson, eigandi bátsins,
og Ægir Ólafsson, skipstjóri. Ég
kynntist Ægi heitnum fyrst þegar
hann var smá strákur, aðeins 6 ára
gamall, þegar ég tengdist Qölskyldu
hans.
Ægir heitinn var mjög glaður og
skemmtilegur drengur og eftir að
hann varð uppkominn var hann
hrókur alls fagnaðar í góðra vina
hópi.
Við Ægir urðum mjög góðir vin-
ir þrátt fyrir töluverðan aldursmun
og hélst þessi vinskapur fram á
síðasta dag.
Ægir fæddist 11. desember 1938
á ísafirði, sonur þeirra heiðurshjóna
Guðrúnar Sumarliðadóttur og Ólafs
Sigurðssonar, skipstjóra, sem bæði
eru látin. Þau Guðrún og Ólafur
eignuðust þijá syni: Sigurð, Ægi
og Ragnar.
Ægir fór ungur til sjós með föð-
ur sínum sem var þekktur rækju-
skipstjóri við ísafjarðardjúp, og hjá
honum lærði Ægir öll handtök, sem
góðum sjómanni eru nauðsynleg.
Eftir að Ægir varð fullorðinn
varð hann skipstjóri og einn af afla-
sælustu rækjuskipstjórum við ísa-
íjarðardjúp.
Árið 1960 hófu Ægir og Sigríður
Óskarsdóttir sambúð og gengu
síðar í hjónaband. Þau eignuðust
þijá syni: Viðar, Kristin og Öm.
Áður eignaðist hann dótturina
Kristjönu. Ægir og Sigríður slitu
samvistir.
Með Ægi er fallinn í valinn góð-
ur drengur og kveðjum við hann
með sárum söknuði um leið og við
þökkum honum fyrir allt og allt.
Ég og fjölskylda mín sendum
bömum hans og öðrum aðstandend-
um okkar dýpstu samúðarkveðjur.
Hjálmar Helgason
Mér brá nokkuð en það hvarflaði
þó ekki að mér að með svo stuttu
millibili væri höggvið skarð í hóp
frændfólks míns á ísafirði, er ég
heyrði að rækjubáts væri saknað í
ísafjarðardjúpi þann 14. febrúar sl.
FÝrir tveimur ámm, 18. desem-
ber 1986, fórst Tjaldur ÍS í Jökul-
fjörðum með þrem mönnum og var
einn þeirra bróðursonur minn, Kol-
beinn Gunnarsson.
Frekari fréttir af þessum sorgar-
atburði staðfestu að frændi minn
Ægir Ólafsson og skipsfélagi hans
Ólafur N. Guðmundsson á rækju-
bátnum Dóra ÍS 213 væri saknað.
Leit bar engan árangur en nokkm
síðar fannst báturinn á nokkm dýpi
undan Snæfjallaströnd. Lík Ægis
hefur ekki fundist og hvílir hann
nú í hinni votu gröf.
Ólafur Ægir Olafsson fæddist á
ísafirði 11. desember 1938. For-
eldrar hans vom Ólafur Sigurðsson
og Guðrún Sumarliðadóttir, sem
bæði em látin. Ólafur og Guðrún
eignuðust þijá syni, Sigurð, Ægi
og Ragnar.
Strax á unglingsámm byijaði
Ægir að stunda sjóinn og þá með
föður sínum, sem var skipstjóri á
Minning:
Fæddur 17. júní 1901
Dáinn 25. mars 1989
Oft hafði ég hugleitt það hvað
ég ætti að skrifa um tengdaföður
minn, Björgvin Friðriksson, bakara-
meistara, ef mér auðnaðist það, og
þá hafði ég tínt eitt og annað til, en
í huga mér nú þegar á reynir er
líkast því sem ég muni sem fæst,
en þó mun ég freista þess að setja
hér eitthvað á blað, en vandinn er
mikill því að hann var stórbrotinn
persónuleiki. Þegar ég kem inn í
fjölskyldu hans er hann kominn
fast að fimmtugu og má segja að
hann hafi þá verið í blóma lífsins.
Hann kom mér þá fyrir sjónir sem
tæplega meðalmaður á hæð, en
ríflega meðalmaður í öllu öðru og
þetta álit mitt jókst með hveiju ári
sem leið.
Ungur að aldri hafði hann haldið
til Kaupmannahafnar og numið þar
bakaraiðn. Ekki var það auðvelt á
þeim dögum, hann var bláfátækur,
en átti það til er dugði honum, en
það var óbilandi kjarkur og afburða
líkamlegt hreysti, sem entist honum
alla tíð. Með þrautseigju braust
hann áfram, lauk námi og rak um
nokkurra ára skeið bakarí í Kaup-
mannahöfn.
En stóra gæian í lífi Björgvins
var, er hann kynntist Mettu Bergs-
dóttur og leiddu þau kynni til þess
að þau gengu í hjónaband í Hólms-
ins kirkju í Kaupmannahöfn 16.
mars 1926. Metta Bergsdóttir var
einhver allra besti drengur sem ég
hefi hitt á lífsleiðinni, hún stóð við
hlið Björgvins í blíðu og stríðu allt
þar til hún féll frá 17. maí 1983,
og það var nóg af hvoru tveggja,
blíðu og stríðu, og ekki síður því
stríða, en mótlætið mannvitið skap-
ar og svo var hjá þeim og það yljar
þeim er eftir sjá.
Þau áttu fjórar dætur og einn
kjörson, barna og bamabama- og
bamabamahópurinn er orðinn stór
og fagur. Við öll söknum Björgvins
er ieiðir skilja, hann var sérstæður
og minnisstæður, hann hafði sína
bresti en bar trú í sál þótt kjóllinn
velktist á stundum, en hver er sá
sem ber sinn fald ætíð hreinan?
Björgvin var ákaflega þrekmikill
og vinnusamur með afbrigðum,
honum var einkar lagið að vinna inn
mikinn auð, en var ekki fast í
hendi, því að mörgum hjálpaði hann
sem bágt áttu af rausn sem honum
var lagin. Það voru jafnt ættingjar
og vinir er þess nutu og um endur-
greiðslu var aldrei minnst á.
Björgvin var þátttakandi í ýms-
um fyrirtækjum er bakarar stofn-
uðu til, þar má nefna Rúgbrauðs-
gerðina, er hann rak um árabil,
Sultu- og efnagerð bakara veitti
hann og forstöðu um hríð, svo og
Alifuglabú bakara, en einhvem veg-
'Fliífíí ÍmIÍI fH'iifí íúúiWii1
rækjubát. Hjá honum fékk hann
góða menntun sem sjómaður og
kynntist þá djúpinu og rækjumiðum
þar.
Snemma gerðist Ægir eigandi
að rækjubátum og síðar skipstjóri.
Starfsvettvangur Ægis var fyrst
og fremst ísafjarðardjúp, sem hann
þekkti eins og sínar eigin hendur.
Einnig stundaði hann veiðar á út-
hafsrækju um tíma.
Árið 1960 kynntist Ægir Sigríði
Óskarsdóttur og gengu þau í hjóna-
band. Þau eignuðust þijá syni, Við-
ar fæddur 25. desemlíer 1961, sjó-
maður á ísafirði, Sigurð Kristinn
fæddur 5. október 1963, trésmiður
og stundar nú flugnám og Örn
fæddur 15. ágúst 1968, starfar í
Reykjavík.
Ægir og Sigríður slitu samvist-
um 1979.
Fyrir hjónaband eignaðist Ægir
dóttur, Kristjönu, fædda 2. septem-
ber 1957 og er móðir hennar Ás-
gerður oskars Lauritsen.
á efri ár, þeirra elda er hann kveikti
af stórhug á sínum beztu árum.
Það er nú svo að fáir njóta eldanna
er fyrstir kveikja þá.
Björgvin var maður söngelskur
og hafði gott vit á söng og hafði
næmt söngeyra, það er nú kannski
ekki svo undarlegt því að hann var
af mikilli músíkætt og mér er nær
að halda að þetta gangi í erfðir.
Björgvin fæddist 17. júní 1901,
sonur Valgerðar Magnúsdóttur og
Friðriks Ölafssonar, húsvarðar í
Útvegsbankanum, þá íslandsbanka.
Eftir að Metta féll frá og raunar
áður, dvaldi Björgvin í Múlabæ og
naut þar mjög góðrar umönnunar
og þar var hann í föndri og þrátt
yfír slæma sjón óf hann fögur teppi
auk annars, en svo kom síðla árs
1987 að hann varð það veikur að
hann fór á Borgarspítalann og þar
dvaldi hann til hinzta dags. Aldrei
verður fullþökkuð sú góða umönn-
un, sem starfsfólk, bæði í Múlabæ
og á Borgarspítala, inntu af hönd-
um og léttu honum sem unnt var
dapra dvöl vegna sjúkdóms hans
og einnig þjáði hann mjög ör eftir
brunasár er hann hlaut er stór pott-
ur, fullur af sjóðandi sultu, helltist
yfir hann.
Á Borgarspítalanum sat Björgvin
oftast frammi á gangi og þaðan
verða mínar síðustu minningar um
hann, því að allan þann tíma sem
hann dvaldi á Borgarspítala komum
við hjón nær daglega til að heim-
sækja hann og færa honum hrein
föt, því það varð honum mikill ami
eftir því sem sjón þvarr og hraust
í mínum huga var Ægir glaðvær
maður en flíkaði ekki tilfinningum
sínum. Hann var vel greindur og
fórst vel úr hendi það sem hann
fékkst við. Hann hreifst af náttúr-
unni.
Ægir kunni íitt fag, var af-
bragðs sjómaður og formaður.
Hans hinstu orð, sem höfð eru
eftir honum þennan örlagaríka dag
er hann leiðbeindi skipveijum á
Óskari ÁR 44 sem var vélavana,
hvemig best væri að fara heim í
þessu veðri, en sonur hans Viðar
var þar um borð, er góð minning
um þennan ágæta dreng og lýsir
honum betur en fátækleg orð mín.
Ég votta ykkur Kristjana, Viðar,
Sigurður og Öm dýpstu samúð og
flyt ykkur kveðjur frá frændfólki
hér á suðvesturhomi landsins og
bið góðan guð að styrkja ykkur.
Einnig votta ég aðstandendum
Ólafs N. Guðmundssonar samúð
mína.
Jens Sumarliðason
hönd varð óstyrk að föt hans
óhreinkuðust mjög.
Svo að lokum þegar faðir minn
og Björgvin kynntust tókst með
þeim góð vinátta, faðir minn sagði
oft „Það vom til hetjur á söguöld
og em til enn“. Eina slíka hetju
kveðjum við nú.
Nú þegar leiðir skiptast, viljum
við kveðja með orðum þess er stælt-
ast kvað og söng af mestum krafti:
í þraut til krafta þinna
átt þú með kæti að finna,
það stærsta tak
þarf sterkast bak,
en stórt er bezt - að vinna.
Ef tæpt er fyrir fótinn
og fátt um vinahótin,
þá sjá þinn mátt.
I sorg þú átt
þig sjálfan, það er bótin.
Þvi fjær
sem heims er hyllin,
er hjarta Guðs þér nær.
E.B.
Halldór Ólafsson
t
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinar-
hug vegna andláts og útfarar móður okkar og fósturmóður,
ÓLAFAR ÖNNU BJÖRNSDÓTTUR,
Bergþórugötu 25,
Reykjavík.
Páll Guðmundsson,
Líney Guðmundsdóttir,
Axel Guðmundsson,
Guðrún Hafliðadóttir,
Hafliði Frímannsson.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
ÓLAFS GÍSLASONAR
frá Vesturholtum,
Sólvallagötu 29,
Keflavík.
Sérstakar þakkir til laekna, hjúkrunarliðs og starfsfólks 3. haeðar
Landakotsspítala.
Guðmunda Ólafsdóttir, SigurðurÁ. Magnússon,
Gfsli Grétar Ólafsson,
Jónfna Ólafsdóttir,
Svanhvít Ólafsdóttir, Paníko Panayiotou,
barna- og barnabarnabörn.
■IÍfe«lllfiBB3MBMEag«aiglÍBlgH" I .í^óhÍ iJt3t i w .f
-eKkl
þepP0'
Sala getraunaseðla lokar á laugardögum
kl. 13:45.
14. LEIKVIKA- 8. APRÍL1989
Leikur 1
Arsenal
- Everton
Leikur 2 Coventry
Norwich
Leikur 3 Middlesbro - Southampton
Leikur 4
Millwall
- Man. Utd.
Leikur 5
Newcastle - AstonVilla
Leikur 6
Q.P.R.
Wimbledon
Leikur 7 West Ham - Derby
Leikur 8
Bournemouth - Watford
Leikur 9 Blackburn - Leicester
Leikur 10 Man. City
Swindon
Leikur 11
Oxford
- Stoke
Leikur 12
W.B.A.
- Chelsea
Símsvari hjá getraunum á laugardögum eftir
kl. 16:15 er 91-84590 og -84464.
SPRENGIVIKA.
Björgvin Friðriksson
bakarameistari