Morgunblaðið - 08.04.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.04.1989, Blaðsíða 1
4 8 SIÐUR 6 OG LESBOK 79. tbl. 77. árg. LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Fjármálahneykslið í Japan: Yerður Takeshita að hrökklast frá? Tókýó. Reuter. FORMENN Qögtirra helstu stjórnarandstöðuflokkanna í Japan hafa sameinast um þá kröfu, að Noboru Takeshita forsætisráðherra segi af sér vegna uppljóstrana á síðustu dögum um að hann eða stuðnings- menn hans hafí tekið við miklu fé frá japönsku útgáfu- og fjarskipta- fyrirtæki. Á undanförnum mánuðum hafa nokkrir ráðherrar orðið að segja af sér vegna þessa hneykslismáls og telja stjórnmálaskýrendur ekki ólík- legt, að Takeshita verði næstur. Formenn Sósíajistaflokksins, flokks, sem kallast Óspillt stjórn, Lýðræðislega sósíalistaflokksins og Jafnaðarmannabandalagsins hafa ákveðið að leggjast á eitt í kröfunni um afsögn Takeshita og nýjar kosn- ingar og er þetta í fyrsta sinn í tvö Kanada: 11 manns í gíslingu Ottawa. Reuter. Vopnaður maður hélt um ellefu mönnum i gíslingu i langferðabifreið fyrir utan þinghúsin í Ottawa í gær og krafðist þess að allir fangar í Líbonon yrðu Iátnir lausir. Var gíslunum sleppt seint í gærkvöldi. Maðurinn skaut þremur skotum að bandaríska sendi- ráðinu, sem er skammt frá þinghúsunum. Lögreglumenn umkringdu bifreiðina og reyndu að semja við manninn. Kona fór úr bifreiðinni með skilaboð um að vopnaði maður- inn væri með sprengju og vildi ræða við fjölmiðlamenn, en lög- reglan hafnaði þeirri beiðni. Langferðabifreiðinni hafði verið rænt í Montreal, en hún var á leiðinni til New York. Maðurinn sleppti öllum gíslun- um seint í gærkvöldi eftir að hafa haldið þeim í sex tíma. ár, sem stjórnarandstöðunni tekst að samræma afstöðu sína til mikilvægra mála. í þessari viku hafa fjölmiðlar skýrt frá því, að Takeshita eða kosninga- vél hans hafi tekið við 23 milljóna ísl. kr. styrk frá fyrirtækinu fyrr- nefnda en áður hafði Takéshita við- urkennt að hafa þegið frá því 7,5 milljónir. Er það nú haft eftir ýms- um, að innan stjórnarflokksins, Frjálslynda Iýðræðisflokksins, sé vaxandi stuðningur við að fórna Takeshita í von um að það geti kom- ið í veg fyrir ófarir í næstu kosning- um. I skoðanakönnun, sem birt var í gær, fékk Takeshita ekki stuðning nema 12,6% en 81,9% voru andvíg honum. Hefur flokkur hans verið við stjórnvölinn í Japan óslitið frá árinu 1955. Reuter Elisabet II Bretadrottning heilsar Mikhail Gorbatsjov i anddyri Windsor-kastala. Drottningin hefúr þegið boð leiðtogans um að heim- sækja Sovétríkin. Bandaríkin: North seg- ist hafa log- ið að þinginu Washington. Reuter. OLIVER North, fyrrum ráðgafí Bandaríkjaforseta, viðurkenndi i gær við réttarhöld vegna Iran- kontramálsins að hafa logið að Bandaríkjaþingi og eyðilagt opin- ber skjöl til að leyna aðild sinni að málinu. North sagðist hafa logið að þing- nefnd fulltrúadeildarinnar í ágúst árið 1986 er hann var spurður hvort hann hefði tekið þátt í því að veita kontraliðum í Nicaragua efnahags- aðstoð þrátt fyrir að Bandaríkjaþing hefði bannað slíkt. Hann kvaðst einn- ig hafa rifið leyniskjöl Þjóðarörygg- isráðs Bandaríkjanna í tætlur. í réttarhöldunum voru einnig lögð fram gögn, þar sem lýst er tilraunum stjórnar Ronalds Reagans, fyrrum Bandaríkjaforseta, til að fara í kring- um bann þingsins með því að fara þess á leit við önnur ríki að veita kontraliðum aðstoð. Þar er því enn- fremur haldið fram að George Bush Bandaríkjaforseti hafi tekið þátt í slíku, en aðspurður sagðist Bush ekki vilja tjá sig um réttarhöldin fyrr en að þeim loknum. Gorbatsjov í Guildhall; Hörð orð um mögulega endumýjun kjamavopna Vestrænir vopnasérfræðingar segja að lokun tveggja sov- éskra úranvinnsluvera muni hafa litla raunhæfa þýðingu London. Reuter. RÆÐU Míkhaíls Gorbatsjovs Sov- étleiðtoga í ráðhúsi Lundúna, Gu- ildhall, var beðið með nokkurri eftirvæntingu. Sovéskir embættis- menn höfðu áður sagt að ræðan væri sú mikilvægasta sem leið- toginn hefði flutt siðan hann skýrði frá verulegri fækkun í hefðbundnum herafla Sovétríkj- anna á þingi Sameinuðu þjóðanna í desember síðastliðnum. Gorbatsj- ov réðst í gær harkalega á áform um endurnýjun skammdrægra kjarnavopna Atlantshafsbanda- lagsins. Hann sagði einnig að Sov- étmenn hygðust hætta að vinna úran til kjarnavopnaframleiðslu og leggja niður tvær slíkar vinnslustöðvar. Talsmaður bandaríska utanríkis- Táðuneytisins sagði að þessi ákvörð- un skipti litlu máli þar sem Sovét- menn myndu eftir sem áður ráða yfir nægum búnaði og hráefni til að N or ður-N oregur: Kviknar í sovéskum kj amorkukaflbáti Stokkhólmi. Reuter. Stokkhólmi. Reuter. Eldur kom í gær upp í kjarnorkuknúnum sovéskum kafbáti af gerðinni „Mike“ í Norðurishafinu, um 200 km vest suð-vestur af Bjarnareyju, sem er á milli Noregs og Svalbarða. Varnarmálaráð- herra Noregs, Johan J. Holst sagði að kafbáturinn hefði líklega sokkið. I yfirlýsingu norska varnarmála- ráðuneytisins segir að fjöldi sov- éskra skipa og flugvéla hafi komið á svæðið. Norsk herflugvél hafi flogið yfir svæðið og flugmenn hennar hafi séð að eldur hafí kom- ið upp í kafbátnum. Bandarískir embættismenn í Washington sögðust telja að kaf- báturinn væri af gerðinni „Mike“, en fyrsti kafbáturinn af þeirri gerð var tekinn í notkun árið 1984. Um 95 manna áhöfn er í slíkum kaf- bátum. Embættismennirnir sögðu að svo virtist sem kjarnorkuvopn væru ekki í kafbátnum en kváðust ekki geta útilokað þann möguleika. Kafbátamir eru byggðir til að flytja stýriflaugar til að ráðast á skip og skotmörk á iandi. í flaugunum geta verið kjarnaoddar, að sögn sérfræðinga. Talsmaður norska vamarmála- ráðuneytisins sagði í gærkvöldi að ekki væri vitað hvort hætta væri á geislavirkni vegna leka í kjama- kljúfum kafbátsins. Bandarískir embættismenn sögðust telja að ein- hveijir úr áhöfn kafbátsins hefðu farist. Sjá viðtal við Jón B. Hanni- balsson utanrikisráðherra á baksíðu. Sovéskur kafbátur af gerðinni „Mike“. Reuter framleiða kjarnahleðslur. Embættis- menn í aðalstöðvum Atlantshafs- bandalagsins í Bmssel sögðu að miklar birgðir væm til í heiminum af plútoni, sem notað er í kjama- sprengjur. George Bush Bandaríkjaforseti vísaði í gær á bug þeim ummælum Gorbatsjovs að samningaviðræður risaveldanna um takmörkun vígbún- aðar gengju seint vegna breyttrar stefnu Bandaríkjastjómar. Bush sagði að sovéski leiðtoginn vissi ofur vel að Bandaríkjamenn tefðu á engan hátt fyrir viðræðum. Gorbatsjov sagði í ræðu sinni að mannkynið væri nú á krossgötum í alþjóðasamskiptum þar sem velja yrði milli tveggja leiða. Annars vegar væri stefna valdbeitingar og fyrir henni væri löng hefð. Hins vegar væri stefna sem væri í burðarliðnum. Hún byggðist á þeirri hröðu þróun er ætti sér stað og hefði í för með sér að þjóðir heims yrðu sífellt háð- ari hver annarri, heimurinn yrði ein heild, hagsmunirnir sameiginlegir. „Það er kunnugt að við emm á móti því að málefni séu tengd með óréttlátum hætti í viðræðum um tak- mörkun vígbúnaðar. Við gemm ekki samkomulag á einu sviði að skilyrði fyrir samningi um annað . .. En það er óhjákvæmilegt að framfylgi Atl- antshafsbandalagið áformum sínum um endurnýjun skammdrægra kjarnavopna mun það hafa áhrif á viðræðumar í Vín [um takmörkun hefðbundins vígbúnaðar], gagn- kvæmt traust og almennt ástand í Evrópu," sagði Gorbatsjov.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.