Morgunblaðið - 08.04.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.04.1989, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1989 SAMNINGAR BSRB OG RÍKISINS Samkomulag rík- issjóðs og BSRB HÉR á eftir fer samkomulag Qármálaráðherra fyrir hönd ríkis- sjóðs og aðildarfélaga BSRB um breytingar og framíengingu á kjara- samningum, sem undirritað var í gær. BSRB-félögin undirrituðu samkomulagið með fyrirvara um samþykki félagsmanna. Samningn- um fylgja sex bókanir. „Gildandi lq'arasamningar aðila samkomulags þessa framlengjast til 30. nóvember 1989 og falla þá úr gildi án sérstakarar uppsagnar. Eftirfarandi breytingar taka gildi á samningstímanum: 1. grein Mánaðarlaun skv. grein 1.1.1. hækka um 2.000 kr. frá 1. apríl 1989, aftur um 1.500 kr. frá 1. september 1989 og um 1.000 kr. 1. nóvember 1989. 2. grein Hinn 1. júní 1989 skal starfs- maður fá greidda sérstaka orlofs- uppbót að upphæð 6.500 kr., er miðast við fullt starf næstliðið or- lofsár. Greitt skal hlutfallslega fyr- ir hluta úr starfi. 3. grein í launaflokkum 227-231 í launa- töflum BSRBl og BSRB6 og í launafiokkum 328-332 í launatöflu BSRB2 ákvarðist launaþrep skv. lífaldri. burðarleyfí í allt að 12 mánuði í stað 9 mánaða nú. 4. Óheimilt er að segja bams- hafandi konu upp starfi nema gild- ar ástæður séu fyrir hendi. 5. Skylt er, þar sem því verður við komið, að færa bamshafandi konu til í starf, ef það er þess eðl- is, að heilsu hennar eða fósturs er af því hætta búin, enda verði ekki við komið breytingum á starfs- háttum. Slík tilfærsla skal ekki hafa áhrif á launakjör viðkomandi til lækkunar. 6. Heimilað verði að skipta bamsburðarleyfi vegna heilsufars bams, þegar sérstaklega stendur á. Bókun2 Samningsaðilar eru sammála um, að reglugerð nr. 135/1988, um veikindaforföll starfsmanna ríkisins, verði breytt þannig, að viðmiðunartímabil vegna meðaltals yfirvinnu verði 12 mánuðir í stað 6 mánaða áður. Endurgreiðsla vinnuveitanda á læknisvottorði skv. 7. mgr. 1. greinar reglugerðarinnar taki einnig til greiðslu til læknis fyrir viðtal vegna öflunar vottorðs- ins. Bókun 3 Tekin verði til skoðunar hækkun á örorkubótum vegna slysa í starfi. Örorkubætur verði greiddar sem næst verðlagi greiðslumánaðar í stað slysdags. Bókun4 líeimilt verði aðilum samkomu- lags þessa að gera breytingar á röðun einstaklinga og/eða starfs- heita í launaflokka sem svari til, að y« hluta félagsmanna færist til um 1 lfl. Samstarfsnefndir aðila taki ákvörðun um breytingar þess- ar, sem taki gildi 1. júlí 1989. Bókun 5 Samkvæmt ósk fjármálaráðu- neytisins mun heilbrigðisráðu- neytið kanna leiðir til að greiðsla fæðingarorlofs fylgi bami við andlát móður í fæðingaror- lofstímabiii. Bókun6 Aðilar em sammála um, að ráðning með uppsagnarfresti Morgunblaðið/Emilía Davíð Oddsson borgarstjóri og Sjöfii Ingólfsdóttir varaformaður Starfsmannafélags borgarinnar undirrita samkomulagið. verði ríkjandi ráðningarform. Þegar þannig stendur á, að verk- efnislok em fyrirfram ákveðin eða um afleysingu er að Tæða, verði slík ráðning þó tímabundin. Þegar tímabundin ráðning hefur varað í 2 ár verði henni breytt í ráðn- ingu með uppsagnarfresti. Réttur lausráðinna til launa í veikindum, bamsburðarleyfi o.fl. verði ákveðinn sérstaklega að undangengnum viðræðum við heildarsamtök ríkisstarfsmanna. Viðkomandi stéttarfélag fer með forsvar fyrir laus- og fastr- áðna félagsmenn sína í þjónustu ríkisins, sem gegna störfum á samningssviði félagsins sbr. ákvæði laga nr. 94/1986 og í samræmi við 2. lið yfirlýsingar ijármálaráðherra frá 3. september 1.982. Öll ákvæði persónulegra sér- samninga stofnana við félags- menn í viðkomandi aðildarfélagi, er fela í sér skerðingu á kjörum, sem starfsmanni ber skv. lögum, reglugerðum eða Iqarasamningi skulu ógild. Óheimilt er að gera samninga, sem fela í sér slíka skerðingu lögbundinna eða umsa- minna réttinda. Unnið verði að fullnaðarfrá- gangi ákvæða skv. ofanrituðu á samningstímanum. Verði þeirri vinnu lokið fyrir 15. september 1989. Fyrirvari er gerður um nauðsynlegar lagabreytingar. Yfirlýsing ríkissljórnarinnar um verðlagsmál 1. þrep 16 ára aldur 2. þrep 17áraaldur 3. þrep 19 ára aldur 4. þrep 22 ára aldur 5. þrep 25 ára aldur 6. þrep 28 ára aldur 7. þrep 31áraaldur 8. þrep 36 ára aldur Aldur reiknist frá upphafi næsta mánaðar eftir afmælisdag. Enginn skal þó lækka um þrep við breyt- ingu þessa. Jafnframt falli niður grein 1.2.5 (1.1.10 hjá SFR) og hliðstæðar greinar í öðrum samningum, sem §alla um mat á öllum almennum störfum til starfsaldurs í umrædd- um launaflokkum. Þeir starfsmenn, sem færast úr þessum launaflokkum upp í launa- flokka, þar sem reglan gildir ekki, halda þó því þrepi er þeir höfðu náð. 4. grein HÉR á eftir fer yfirlýsing ríkis- stjórnarinnar um verðlagsmál og tvær yfirlýsingar fjármála- ráðherra vegna samkomulags við BSRB. Ríkisstjómin og Bandalag starfsmanna ríkis og bæja eru sam- mála um nauðsyn þess að spoma eins og frekast er unnt við verð- hækkunum á gildistíma skammtímasamnings. Verðstöðvun verður sett á opinbera þjónustu þannig að verðlagning hennar mið- ist við forsendur fjárlagaársins 1989. Einnig verða niðurgreiðslur á landbúnaðarvörur auknar í því skyni að tryggja að einungis verði lágmarksbreytingar á verðlagi á mikilvægustu landbúnaðarvörum á næstu mánuðum þannig að verðlag á slíkum nauðsynjavörum hækki ekki á samningstímanum umfram Iaun lágtelq'ufólks. Ríkisstjómin beiti sér fyrir að- haldi að verðákvörðunum einokun- arfyrirtælqa og fyrirtækja er ráð- andi eru á markaði sínum. Fulltrúar ríkisstjómarinnar og Bandalags starfsmanna ríkis og bæja munu eigi sjaldnar en á tveggja mánaða fresti fara yfir þróun verðlagsmála og ræða um aðgerðir sem stuðli að því að grund- völlur kjarasamninganna haldist. Yfirlýsing Qármálaráðherra um félags- og velferðarmál Ríkisstjómin lýsir sig reiðubúna til þess að taka upp viðræður við BSRB um leiðir til þess að bæta lífskjör almennings og styrkja vel- ferðarkerfið. í viðræðum þessum skal m.a. fjallað um eftirfarandi: ☆ Dagvistarmálefni - ☆ Húsnæðismál ☆ Skattamál ☆ Lífeyris- og tryggingamál ☆ Jafnréttismál ☆ Vinnutíma ☆ Endurmenntunarmál Aðilar skulu vinna sameiginlega að stefnumótun og áætlunum varð- andi þessa málaflokka og skal þess- ari vinnu vera lokið fyrir 20. októ- ber 1989. Þau atriði, sem heyra undir löggjafarvaldið, leggi ríkis- stjórnin fram á Alþingi í byijun þings á hausti komanda. Yfírlýsing flármálaráðherra Ríkisstjómin hefur ákveðið að veija á þessu ári 15 milljónum króna í þeim tilgangi að styrkja atvinnumöguleika skólafólks á komandi sumri og verður þeim fjár- munum varið til sumarvinnu skóla- fólks við landgræðslu og skógrækt. Ákvæði um' desemberuppbót í kjarasamningum aðila orðist svo: Starfsmaður í fullu starfi fá greidda persónuuppbót 1. desem- ber ár hvert, sem nemi 30% af desemberlaunum í 244. launaflokki 6. launaþrepi skv. launatöflum BSRBl og BSRB6 og samsvarandi upphæð skv. öðrum launatöflum BSRB. Með fullu starfi er átt við 100% starf tímabilið 1. janúar til 30. nóvember sama ár. Hafi starfs- maðurinn gegnt hlutastarfi eða unnið hluta úr ári, skal hann fá greitt miðað við starfshlutfall og/eða starfstíma, þó þannig að hann hafi starfað samfellt a.m.k. frá 1. september það ár. Starfsmaður, sem fór á eftir- laun á árinu, en hefði ella fengið greidda persónuuppbót í desember, skal fá hana greidda eigi að síður, enda hafi hann skilið starfi, er svari til a.m.k. hálfs starfsárs það ár.“ Bókun 1 Samningsaðilar eru sammála um að reglugerð nr. 633/1987 um barnsburðarleyfi verði endurskoð- uð hvað varðar eftirfarandi efnisat- riði: 1. Viðmiðunartímabil vegna yfir- vinnu og vaktaálags verði 12 mán- uðir I stað 6 mánaða áður. 2. Kona, sem hyggst láta af starfi við lok bamsburðarleyfis, skal segja upp starfi sínu með venjulegum uppsagnarfresti. 3. Heimilt verði að lengja bams- Margar perl- ur í þess- um samningi -segir Einar Ólafeson „EINS og ég hef áður sagt, þá er ekki hægt að skipta þvi sem ekki er til, og tel ég þennan kjarasamning vera á þeim nót- um. Ég sé aftur á móti margar perlur í þessum samningi, en þar er fyrst og fremst um að ræða ýmis félagsleg atriði. Kaup- hækkanir eru vissulega ekki miklar í samningnum og þær halda varla í við verðhækkanir. Við þykjumst þó hafa sæmilega tryggingu fyrir því að stjórn- völdum takist að halda niðri verðlagi á meðan á samningstí- manum steridur, en þá verður l(ka að vera búið að koma hlut- unum í rétt horf,“ sagði Einar Óalfsson, formaður Starfe- mannafélags ríkisstofrianna. „Miðað við hvemig komið er í þjóðfélaginu í dag i sambandi við atvinnulífið, þá tel ég vera tíma til kominn að allir launamenn í landinu athugi sinn gang og skipti sér af efnahagsmálum á raun- hæfan hátt. Það er hægt að taka alla hluti fyrir og endurskoða og koma rekstri á réttari og betri kjöl. Þetta er meining okkar með þess-. um kjarasamningi, og þess vegna semjum við til skamms tíma. Við ætlum okkur að setjast niður á þessu tímabili og skoða málin frá öllum sjónarhomum, og til þess viljum við fá aðstoð frá öðrum laun- þegasamtökum á móti því valdi sem stjómar þjóðfélagi okkar hveiju sinni, og reyna þannig að finna betri lausnir á vandamálunum held- ur en við höfum séð að hafi verið notaðar á undanfömum árum.“ Sætti mig við þennan samning -segir Ragnhildur Guðmundsdóttir „ÞESSIR kjarasamningar voru erfiðir, og við reyndum til hins ítrasta til að ná þvi fram sem við töldum réttlætanlegt fyrir okkar fólk með þvi að taka tillit til þess ástands sem er í landinu. Ég gerði mér ekki nijög háar hugmyndir um þennan samning í fyrstu, en eftir breytingar sem á honum voru gerðar, þá get ég eftir atvikum sætt mig við hann miðað við það að samningstím- inn er stuttur," sagði Ragnhildur Guðmundsdóttir, formaður Fé- Meqsjy-a. ^jmaipann.a, -Ég vona að þessi samningur leiði ekki til meiri vanda en þegar er fyrir hendi, og ég vonajafnframt að ríkisstjómin meti það tillit sem við höfum tekið til hennar, og taki þess vegna fullt tillit til okkar á ailan hátt. Við munum að sjálf- sögðu vinna mjög ötullega að und- irbúningi næsta kjarasamnings og nota þennan tíma sem til stefnu er til þess að leggja grunn að samn- ingi sem verður sterkari, auk þess sem farið verður inn í ýmiss konar réttindamál og reyna að leysa vanda sem skapast hefur á því sviði. Það er því mikið starf fram- undan og veitir ekki af þeim tíma sem til stefnu er.“ Landssamband lögreglu- manna skrif- aði ekki undir „ÞAÐ liggur fyrir að Landssam- band lögregiumanna skrifar ekki undir þennan kjarasamning vegna umtalsverðra vanefrida rikisvaldsins á fyrri samningum okkar, en í því felast þó engin mótmæli gegn samningnum sem slíkum," sagði Jóhannes Jónas- son, stjórnarmaður í Landssam- bandi lögreglumanna, en það ei.tt aðildarfélaga BSRB skrifaði ekki undir nýgerðan kjarasamn- ing. „Við afsöluðum okkur verkfalls- réttinum á sínum tíma gegn ákveðnum forsendum, sem síðan hafa ekki verið efndar. Þess vegna höfum við gengið eftir því við stjórnvöld að fá verkfallsréttinn aftur í stað þeirra forsendna sem hann var látinn af hendi fyrir. Þar var um að ræða falskaup sem við ætlumst til að verði látin ganga til baka, “ sagði Jóhannes. * Asættanleg- ursamningur -segir Sjöfii Ingólfsdóttir „MIÐAÐ við ríkjandi aðstæður tel ég að þessi samningur sé vel ásættanlegur, og greiddi samn- inganefrid félagsins honum sam- hljóða atkvæði," sagði Sjöfri Ing- ólfsdóttir, varaformaður Starfs- mannafélags Reykjavíkurborg- ar. „Þessi samningur kemur að sjálfsögðu ekki til móts við okkar ítrustu kröfur, en það var mat okk- ar að miðað við rílq'andi aðstæður gætum við sætt okkur við hann í þetta skamman tíma. Þetta er þó nokkuð langt frá því sem við lögð- um af stað með í upphafi þessarra samningaviðræðna. “

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.