Morgunblaðið - 08.04.1989, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.04.1989, Blaðsíða 11
Veró óóur lnkkur 50 cm ~wTkkúr75~cm Fikus 75 cm Blómastrandi pottakrýsi MORGUNBLAÐIfi L^y.G^fiDA^^ ,1,989 Afkomandi Wagners væntalegur til landsins; Vil ekki gera of mikið úr sögusviði Niflungahringsins - segir dr. Gottfried Wagner DR. GOTTFRIED Wagner, þýskur tónlistarfræðingur og heimspek- ingur, kemur hingað til lands á næstunni í boði Goethe-sto&iunar- innar og DAAD-félagsins, sam- taka þeirra Islendinga sem fengið hafa námsstyrki frá þýska ríkinu, og flytur tvo fyrirlestra. Annars vegar fjallar hann, í boði heim- spekideildar HI, um samskipti Ric- hard Wagners, langafa síns, við Nietzsche, í fyrirlestri sem fluttur verður á þýsku í stofu 101 í Odda klukkan 17.15 á mánudag en hins vegar mun hann kynna mynd- band, sem hann hefur gert um Niflungahring Wagners, í Is- lensku óperunni við Ingólfsstræti klukkan 20 á þriðjudag og ræða þar við gesti og þátttakendur á ensku. Myndband þetta, sem hefur vakið athygli og umtal ytra og meðal ann- ars hlotið verðlaun á Biarritz Film Festival 1988, er 9 'k mínútna löng útgáfa af hinum 14 stunda langa Niflungahring Richard Wagners. Morgunblaðið náði tali af Dr. Wagn- er, þar sem hann var staddur á fyrir- lestraferð í Noregi og spurði hann fyrst hvort hann hefði lagt sömu Hallgrímskirkja: Dagskrá umHannes Pétursson LISTVINAFELAG Hallgrims- kirkju stendur fyrir dagskrá um Hannes Pétursson sunnudaginn 9. apríl kl. 17. Á boðstólum verða ljóðalestur, tónlist og erindi. Hannes Pétursson les sjálfur upp ljóð sín, Hamrahlíð- arkórinn og Kór Menntaskólans við Hamrahlíð flytja kórverk við ljóð Hannesar eftir Þorkel Sigurbjöms- son, Jón Nordal og Jón Ásgeirsson. Stjómandi kóranna er Þorgerður Ingólfsdóttir,- Páll Valsson bók- menntafræðingur flytur erindi um skáldskap Hanriesar. Þessi dagskrá er í röð fjölmargra atriða á verkefnaskrá Listvinafél- agsins á sjöunda starfsári þess, en markmið félagsins er að efla listalíf við Hallgrímskirkju á sem breið- ustum grunni. Fyrir og um hvíta- sunnuna verður kirkjulistahátíð með mjög fjölbreyttri dagskrá, s.s. tón- leikum, leiksýningu, myndlistarsýn- ingu og fjölbreyttu helgihaldi. (Fréttatilkynning) rækt við norræn fræði og langafinn. „Ég er að sjálfsögðu vel kunnur goðafræði Eddu og þekki nokkuð til fomra norræna bókmennta en ég vil ekki gera of mikið úr þýðingu sögu- sviðs Niflungahringsins," sagði Dr. Gottfried Wagner. Hann sagði að söguhetjur Wagners bæri framar öðm merki leitar að frumgerð mannsins. Við þá leit hefði Wagner leitað til grískrar goðafræði og menningar ekki síður en norrænnar og auk þess væru verk hans full skírskotana og svipmynda úr samtíma hans. Aðspurður hver hefði orðið kveikj- an að hinni örstuttu útgáfu Niflunga- hringsins sagði Gottfried Wagner að þar mætti nefna þrennt. í fyrsta lagi væri efni Niflungahringsins áleitið og heillandi, í öðm lagi hefði hann brennandi áhuga á kvikmynda- og myndbandagerð. Með þeim miðlum væri unnt að koma til skila mörgum hugmyndum og atriðum sem ekki kæmust til skila á sviði. Þá jánkaði hann því að sér væri umhugað um að uppvaxandi kynslóðir kynntust verkum langafa síns og með mynd- bandi væri gott að ná til yngra fólks og þess fólks sem ekki sækti ópem- Dr. Gottfried Wagner. sýningar. Hann sagðist ekki draga dul á að meðal annars væri hann undir áhrifum frá popptónlistar- myndböndum, sem væm ferskur miðill með ónýtta möguleika. Dr. Wagner tók skýrt fram að þeirra, sem hygðust sækja sýninguna á myndbandinu og hlýða á frásögn hans um gerð þess og innihald, biði ekki fræðilegur fyrirlestur heldur óvenjuleg kvikmynda- og tónlistar- sýning og vonandi líflegar umræður. Hann sagðist hyggja gott til íslands- ferðarinnar og kvaðst vonast til að ná hér til sem flestra, ungra sem gamlalla, ópemaðdáenda jafnt og Helgi Hálfdanarson: Hótel Jörð Ósköp er alltaf ömurlegt að heyra farið rangt með kveðskap góðskálda. Út yfir tekur, þegar Ijót spjöll em unnin á alþekktu ljóði Tómasar Guðmundssonar og hamrað á hneykslinu hvað eftir annað í sjálfu Ríkisútvarpinu, jafnvel ár eftir ár. Undir þessu má þjóðin sitja, hvenær sem ein- hveijir söngvarar, sem ég kann ekki að nefna, syngja kvæðið Hótel Jöró. Þar er skemmst af að segja, að næstsíðustu vísunni er skyndi- lega kippt út úr þeim bragar- hætti, sem annars er mjög ein- dreginn og harla glöggur á öllum erindum ljóðsins, og hún gerð að einhveijum óskapnaði úr allt ann- arri átt. Þar syngur þetta góða fólk eins og rímorðin séu: foss — oss — oss — oss, og þá auðvitað með áherzlu á þeim öllum, en at- kvæðin næst á undan höfð áherzlulaus. Með réttri áherzlu (sem hér kemur á skáletruð atkvæði) hljóð- ar erindið svo: Þá streyrm sú hugsan um oss sem tskaldur foss, að allt verði loks upp í dvöhna. telnd frá oss, er dauánn, sá mikti rukkaxx, réttir oss reí/j«inginn yjir þaó, sem var skrifnð hjá oss. Rímorðin em sem sé: foss — frá oss — oss — hjá oss. Oft heyrist undan því kvartað, að hið fræga brageyra íslendinga sé tekið að sljóvgast heldur en ekki, og er ýmsu um kennt. En fyrr má rota en dauðrota; og hér er sljóleikinn með ólíkindum. Nú leyfi ég mér að skora á Ríkisútvarpið að lýsa því yfir, að á vegum þeirrar virðulegu stofn- unar verði Tómasi Guðmundssyni aldrei framar gerð háðung með þessu skammariega skemmdar- verki á ljóði hans, og við það verði staðið. Mosfellsbær: Afmæliskaffí Aftureldingar Rcykjum, Mosfellsbæ. UNGMENNAFÉLAGIÐ Aftur- elding í Mosfellsbæ verður 80 ára næstkomandi þriðjudag, 11. apríl. Sljórn félagsins hefiir ákveðið að hafa kaffisamsæti að kvöldi afinælisdagsins og hefst það klukkan 20. Þeir sem starfað hafa eða keppt fyrir félagið eru hvattir til að taka þátt í afinælis- fagnaðinum. Félagið var stofnað árið 1909 af ungu fólki í Mosfellssveit. Þá vom stórir systkinahópar í sveitinni, til dæmis í Grafarholti, Miðdal og víðar, og bám þeir uppi félagsstarf- ið fyrstu árin. Stjórn félagsins væntir þess að þeir sem kynnu að eiga myndir, verðlaunagripi eða annað sem snertir félagið að þeir komi því á framfæri við sljómina. Fréttaritari. Jukkur, fikus UkaíKringlunni W/ Gróðurhúsinu v/Sigtún Sími: 68 90 70

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.