Morgunblaðið - 08.04.1989, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.04.1989, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR* 8; APRÍL ‘1989---------------------------- 31 Aðalnámskrá grunnskóla - Fyrri grein Gerbreytt viðhorf í skólamálum eftir Guðmund Magnússon Fram er komin á Alþingi skýrsla frá menntamálaráðuneytinu um undirbúning og efni aðalnámskrár grunnskóla. Verður hún væntan- lega tekin til umræðu í þinginu þegar í næstu viku. Jafnframt hefur drögum að nýrri aðalnámskrá verið dreift til þingmanna. Svavar Gests- son, menntamálaráðherra, lét hafa eftir sér í viðtali við Þjóðviljann 8. mars sl. að hann hygðist staðfe'sta drögin innan skamms og tekur þá hin nýja aðalnámskrá gildi. Höfundur þessarar greinar hefur um nokkurt árabil látið sig málefni skóla varða, þar á meðal efni aðaln- ámskrár, enda er hún fýrirmæli menntamálaráðuneytisins um nám og kennslu í grunnskólum. Ég átti þátt í að ritstýra drögum að aðal- námskrá sem gefin var út í júlí í fyrra, en um þau drög hafði núver- andi menntamálaráðherra uppi þung áfellisorð er hann tók við embætti síðastliðið haust. Eins og fram kom í grein minni „Beðið eft- ir aðalnámskrá" hér í blaðinu 15. mars sl. hef ég haft mikinn áhuga á því að sjá hvaða breytingar menntamálaráðherra og samstarfs- menn hans hafa gert á fyrri drög- um, enda varðar efni aðalnámskrár allt skólastarf í landinu og skiptir okkur foreldra skólabarna miklu máli. í fæstum orðum sagt eru gerðar mun minni breytingar á fyrri drög- um en vænta hefði mátt í ljósi stór- yrða menntamálaráðherra þegar hann tók við embætti. Tæpast er að finna mjög róttækar áherslu- breytingar í hinum nýju drögum, þótt þar sé ýmislegt sem ég tel ekki til bóta og boðar í mínum huga afturför til þess tíma þegar „vinstri uppeldisfræðingar" og „róttækir skólamenn" (sem svo nefndu sig) réðu ferðinni í skólamálum okkar. Meira máli skiptir þó að þau drög sem menntamálaráðherra Alþýðu- bandalagsins hefur lagt fram eru mikil og ánægjuleg framför miðað \ið gildandi námskrár (frá 1976 og 1977) og drög sem „vinstri uppeld- isfræðingarnir" sömdu fyrir menntamálaráðuneytið árið 1983. Drögin eru líka merkileg þegar haft er í huga að núverandi ráð- herra hlýtur að vera undir miklum þrýstingi frá „róttækum skóla- mönnum“ í Alþýðubandalaginu og forystu kennarasamtakanna. Nið- urstaðan er því til marks um þá miklu afstöðubreytingu á vett- vangi skólamála sem leitt hefur af opinberum umræðum um námskrár grunnskóla á undanfömum árum. Ég ætla í tveimur greinum hér í blaðinu að fjalla um þetta efni. í dag ætla ég að ræða um skýrslu menntamálaráðuneytisins um efni og undirbúning aðalnámskrár, að- draganda skýrslunnar og deilur um skólamál á undanfömum áruam. Einnig hyggst ég gera grein fyrir þeirri stefnumörkun fyrrverandi menntamálaráðherra sem fólst í drögunum frá því í júlí 1988. í síðari greininni ætla ég að bera þau drög saman við drögin sem Svavar Gestsson og samstarfsmenn hans hafa sent frá sér. Þetta er viðamik- ið efni og ég hlýt því að stikla á stóru. Beðið um skýrslu Það _var í október í fyrra sem Birgir ísleifur Gunnarsson og átta aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins óskuðu eftir skýrslu frá Svavari Gestssyni menntamálaráðherra um undirbúning og efni aðalnámskrár fyrir gmnnskóla (þskj. 84, 82. mál). Rökstuðningur þingmannanna var eftirfarandi: „Á vegum mennta- málaráðuneytisins hefur að undan- fömu verið unnið að aðalnámskrá grunnskóla. Fyrir liggur prentuð tillaga að námskrá (júlí 1988), sem send var til umsagnar og athugunar ýmissa aðila. Núverandi mennta- málaráðherra hefur opinberlega gefíð yfirlýsingu þess efnis að hann sé ósammála mikilvægum efnisat- riðum tillögunnar. Nauðsynlegt er að fram fari opin umræða um slíkan ágreining áður en gengið er endan- lega frá námskránni. Með tilvísun til 30. gr. 1. um þingsköp Alþingis er því óskað eftir því við mennta- málaráðherra að hann gefi Alþingi ítarlega skýrslu um hvernig að und- irbúningi námskrár hefur verið staðið og hver séu þau meginatriði sem hann gerir ágreining um í þeirri tillögu að námskrá sem nú liggur fyrir og hveijar séu tillögur hans í þeim efnum. Þess er óskað að skýrslan verði tekin til umræðu á fundi í sameinuðu Alþingi þegar henni hefur verið útbýtt." Sameinað Alþingi samþykkti stuttu síðar samhljóða að verða við þessari beiðni. Þögn menntamálaráðherra í ljósi þessa aðdraganda vekur það fúrðu að skýrslan um aðalnám- skrána kemur ekki frá mennta- málaráðherra sjálfum heldur ráðu- neytinu. í upphafi hennar segir: „Hér fer á eftir greinargerð skóla- þróunardeildar menntamálaráðu- neytisins." Vissulega er ekki alltaf gerður skýr greinarmunur á ráðu- neyti og ráðherra í opinberum plöggum, en sá munur skiptir máli í þessu sambandi. Gagnrýni hins nýja ráðherra á þau drög að aðal- námskrá sem fyrir lágu haustið 1988 beindist öðrum þræði að skólaþróunardeild ráðuneytisins og starfsmönnum hennar, sem samið höfðu meginefni draganna og ann- ast kynningu þeirra. M.ö.o. báðu þingmenn Sjálfstæðisflokksins um skýrslu frá ráðherra vegna hans eigin ummæla, en það er ekki slík skýrsla sem dreift hefur verið á Alþingi. Álitamál er hvort vinnu- brögð ráðherra séu í samræmi við bestu þingsköp. Þá getur skýrslan tæpast talist „ítarleg" eins og beðið var um. Hún er aðeins tæpðar 5 bls. og þar er aðeins tæpt á þeim álitamálum sem til umfjöllunar eru. Að öðru leyti er skýrslan rituð af hófsemi og hlutlægni og gerir á sinn stuttaralega hátt ágæta grein fyrir ýmsum helstu atriðum þess ágreinings um efni aðalnámskrár grunnskóla sem uppi hefur verið. Athygli vekur þó að í skýrslunni er ekki getið um nokkrar mikil- vægar e&iislegar úrfellingar úr fyrri drögum. Þar af leiðandi er heldur engin skýring gefin á ástæðum fyrir þessum úrfelling- um. Hljóta þetta að teljast ámælis- verð vinnubrögð. Meira um það síðar. Um hvað var deilt? Svavar Gestóson menntamála- ráðherra léT svo ummælt í viðtali við Þjóðviljann fyrir stuttu að efni aðalnámskrár grunnskóla hefði ver- ið helsta bitbein manna í skólamá- laumræðum undanfarinna ára. í upphafi ferils síns hafði ráðherrann jafnframt uppi stór orð um að ger- breyta þyrfti árherslum í drögum að aðalnámskrá sem þá lágu fyrir. Af þessum sökum er rétt að víkja hér að tvennu: Annars vegar skóla- máladeilum undanfarinna ára. Hins vegar efnisáherslum þeim sem fyrr- verandi menntamálaráðherra beitti sér fyrir við gerð fyrri námskrár- draga. Snörpustu nýlegar deilur um skólamál, er varða efni aðalnám- skrár, hafa annars vegar verið um samfélagsfræði grunnskóla (eink- um veturinn 1983-1984) og „vinstri uppeldisfræði" í skólum (einkum 1986). í fyrra skiptið var deilt á hug- myndina að „samfélagsfræðiverk- efninu“ svoneftida, þar sem íslands- saga virtist ætla að verða algerlega homreka, og einnig var deilt á ýmsar áhrifamiklar tískugrillur um nám og kennslu. Deilunni lyktaði með því að þeir sem unnu að „verk- efninu" sögðu af sér og nefnd var sett á laggimar til að semja nýja námskrá í samfélagsfræði. „í fæstum orðum sagt eru gerðar mun minni breytingar á fyrri drögfum en vænta hefði mátt í ljósi stóryrða menntamálaráðherra þegar hann tók við embætti. “ í síðara skiptið var deilt um ýmis atriði er varða skólastarfið og hugmyndir uppeldisfræðinga um nám og kennslu. Það þótti t.d. ádeiluvert (a) að umdeildar sál- fræðikenningar um nám og þroska væm hafðar í fyrirrúmi í ríkjandi námskrám og námskrárdrögum, (b) að miðlun þekkingar væri nánast bannorð, (c) að „almenn menntun“ ætti ekki upp á pallborðið, (d) að fyrirskipaðar aðferðir leiddu til los- arabrags á kennslu, (e) að dregið hefði úr áherslum á mikilvæg kennsluefni, s.s. stafsetningu og málfræði, og þannig mætti áfram telja ádeiluefnin. Áður en þessi síðari deila hófst hafði menntamála- ráðherra hafnað drögum að al- mennum hluta nýrrar aðalnámskrár (frá 1983) og árið 1986 var lögð á það áhersla f menntamálaráðuneyt- inu að ljúka gerð nýrrar aðalnám- skrár. Áherslur fyrrverandi ráðherra Þegar Birgir ísleifur Gunnarsson tók við embætti menntamálaráð- herra sumarið 1987 lágu fyrir drög að nýrri aðalnámskrá. Efnislega tóku þau mjög fram fyrri námskrám (frá 1976 og 1977) og fyrri drögum (1983), t.d. var samfélagsfræðinni mjög breytt í samræmi við tillögur nefndar sem fór í saumana á þeirri námsgrein. Samt vantaði ýmislegt í drögin sem ráðherra taldi mikil- vægt að þar væri að fínna. Auk þess vildi hann hnykkja á ýmsum áhersluatriðum og taka af skarið um einstök álitamál til að eyða óvissu og skapa skólastarfí í landinu festu. Var því vinna sett í gang veturinn 1987-1988 og eins og drögin að aðalnámskrá í júlí 1988 bera með sér voru eftirfarandi áhersluþættir mikilvægastir: 1) Hafnað var þeirri stefnu sem áður var ríkjandi að menntamála- ráðuneytið fyrirskipaði í námskrám ákveðnar aðferðir við nám og kennslu í skólum eða tæki þar af- stöðu til ákveðinna sálfræðikenn- inga um nám og þroska bama og unglinga. Ákveðið var að fela skól- unum og kennurum fullt faglegt sjálfstæði. Aðalnámskrá yrði fyrir- mæli um meginefnisþætti kennslu og önnur mikilvægustu atriði skóla- starfs, en það væri síðan verkefni einstakra skóla og kennara að ákveða skipulag skólastarfsins og aðferðir við kennslu. Slíkt gæti ver- ið breytilegt innan skóla og milli skóla. Skólunum var ætlað að semja eigin skólanámskrár á grundvelli aðalnámskrár. 2) Tekin voru af tvímæli um það að skólinn hefði mikilvægu fræðslu- hlutverki að gegna. Miðlun þekk- ingar væri eitt af stærstu verkefn- um skólans, en slík miðlun hlyti að vera í samræmi við nútímahug- myndir og kennslutækni. Jafnframt yrði að leggja áherslu á að nemend- ur væru ekki óvirkir móttakendur þekkingar, heldur virkir aðilar sem yrðu einnig að geta leitað þekking- ar á sjálfstæðan hátt og þjálfast í sjálfstæðum vinnubrögðum og ályktunum. Uppeldisréttur foreldra 3) Skýrt var kveðið á um uppeld- isábyrgð og -rétt foreldra og reynt að skýra í hveiju uppeldisstarf í skólum væri einkum fólgið. Þetta var talið mikilvægt fyrir bæði nem- endur og forelda og kennara, en sem kunnugt er hefur mikið verið rætt um aukið uppeldishlutverk skólans án þess að skýrt komi fram í hveiju þetta hlutverk sé fólgið né heldur hvemig gæta megi þess að skólamir fari ekki inn á vettvang fjölskyldna og heimila í þessu efni. 4) Islensk menning, menningar- arfur, bókmenntir, þjóðarsaga og tunga fengu aukið vægi. í sam- félagsfræði/samfélagsgreinum var t.d. gert ráð fyrir því að nemendur öðluðust yfirlitsþekkingu á sögu íslendinga og kynntust uppruna og þróun vestrænnar menningar sér- staklega. Þar með má heita að sagt hafí verið skilið við ýmis grundvall- aratriði í „samfélagsfræðiverkefn- inu“ fyrmefnda sem hafíst var handa um á árunum upp úr 1970. Ákveðið var að auki að hverfa frá afdráttarlausum fyrirmælum um samþættingu sögu, átthagafræði, landafræði og félagsfræði í eina námsgrein og veita hveijum og ein- um skóla rétt til að haga skipulagi þessa náms eftir eigin mati. Námið gæti verið algjörlega greinabundið, og þar með t.d. íslandssaga sjálf- stæð námsgrein, eða samþætt að hluta eða öllu leyti. Stóraukið foreldrasamstarf 5) Ætlast var til að samstarf foreldra og skóla yrði aukið vem- lega og kveðið á um rétt foreldra til að fylgjast með námsframvindu bama sinna og námsefni skólans og skipulagi skólastarfsins. 6) Kveðið var á um ýmis réttindi nemenda og foreldra þeirra varð- andi vitnisburð eða einkunnir nem- enda. Fallist var á að megintilgang- ur námsmats væri leiðsögn og örv- un, en jafnframt talið eðlilegt að viðmiðunum yrði ekki sleppt. Þess vegna var talað um það að foreldr- ar fengju upplýsingar um stöðu bama sinna í samanburði við aðra nemendur. Tekið var skýrt fram að hér væri ekki verið að veita upplýs- ingar um einstaka aðra nemendur, enda er það óheimilt, heldur stöðu viðkomandi nemanda í hópnum, skólanum o.s.frv. Þetta er raunar sá háttur sem hafður hefur verið á málum víðast hvar í skólum alla tíð. 7) Þá var talið nauðsynlegt að taka fram í almenna h'luta aðalnám- skrárinnar að um ýmis viðfangsefni skólastarfsins væru skiptar skoðan- ir bæði meðal almennings og skóla- manna. Grunnskólinn væri skóli allra landsmanna og foreldrar yrðu því að geta treyst vandaðri og óhlut- drægri umfjöllun um álitamál og ólíkar lífs- og stjómmálaskoðanir, þegar slíkt bæri á góma í tengslum við námsefnið. Hafa bæri hugfast að hlutverk grunnskólans væri ekki að enduróma umræður um einstök dægurmál í þjóðfélaginu. Aldrei mætti beita nemendum í deilum er snertu starf eða starfslið skóla. Ráðherraskipti - yfirlýsingar nýs ráðherra Hujrmynd Birgis ísleifs Gunnars- sonar var sú að afla fylgis við þessi meginsjónarmið í þeim umraeðum sem framundan væru, þegar efni draganna yrði kynnt ýmsum sam- tökum og stofnunum og einstakl- ingum á vettvangi skólamála. Hann stefndi að því að ljúka gerð endan- legrar námskrár haustið 1988 og gæti hún þá tekið gildi frá og með upphafí skólaárs 1989. Drögin voru send til umsagnar fjölmargra aðila í ágúst og efni þeirra kynnt á þing- um kennara víða um land um haust- ið. Samkvæmt þeim upplýsingum sem ráðherra fékk frá starfsmönn- um skólaþróunardeildar, er önnuð- ust kynninguna, hlaut meginstefna draganna ágætar undirtektir, en eins og eðlilegt má heita var fundið að einstökum atriðum. í lok september tók ný ríkisstjóm við völdum og Svavar Gestsson varð menntamálaráðherra. Hann lýsti því þá yfír að það yrði sitt fyrsta verk að stöðva drög að nýrri aðalnámskrá og breyta áherslum þar í samræmi við óskir kennara- samtakanna og fleiri aðila. Þeirri vinnu sem fylgdi í kjölfarið er lýst stuttlega í skýrslu skólaþróunar- deildar menntamálaráðuneytisins til Alþingis. Hin nýju drög, sem ég geri að umtalsefni í síðari grein minni, sýna að ráðherrann hefur ekki samþykkt margar kröfur „vinstri uppeldisfræðinganna" og fallist á ýmis veigamikil sjónarmið fyrirrennara síns í embætti. En á drögum hans eru hins vegar marg- ir gallar eins og síðar verður rætt. Höfundur var aðstoðarmaður fyrrverandi menntamAlaráðherra og einn afritstjórum aðalnám- skrár grunnskóla 1987-1988■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.