Morgunblaðið - 23.04.1989, Side 4
MORQUNBLAÐIÐ S.UNNUDAGUR 23. APRÍL 1989
4 C
eftir Svein Guðjónsson
ÉG HEF á orði að mér þyki
hann of unglegnr til að vera
kominn á eftirlaun. Hann
kveðst ekki hafa við annað að
styðjast í þeim efhum en
fæðingarvottorðið. Kannski
finnist mér þetta bara af því
hann hefur sloppið við að safha
aukakílóum, sem svo margir
jafnaldrar hans þurfa að
burðast með. Engu að síður er
það staðreynd að Magnús Torfi
Olafsson, fyrrum ráðherra og
blaðafulltrúi sex ríkisstjórna,
heftir nú tekið til á skrifborði
sínu í Stjórnarráði íslands og
haft á brott með sér pípur sínar
og aðra persónulega muni.
Aðkomu hans þangað bar að
með skjótum og óvæntum hætti
fyrir tæpum tuttugu árum, er
hann tók við embætti
menntamálaráðherra eftir
sigur Samtaka ftjálslyndra og
vinstri manna í
alþingiskosningunum 1971.
MAGNUS TORFIOLAFSSON
FYRRUM RÁÐHERRA HEFUR
EKKIGLATAÐ TRÚNNIÁ
DRAUMINN UM SAMEININGU
VINSTRIMANNA
r • •
HER RÆÐIR HANN UM ATOKIN
í SAMTÖKUNUM,
BLAÐAMENNSKUFERILINN,
RÁÐHERRADÓMINN OG
SITTHVAÐ FLEIRA
Samtökin voru stofnuð til
að sameina menn á
vinstri væng íslenskra
stjómmála. Sú tilraun
mistókst, eins og aðrar
sem gerðar hafa verið í þá veru.
Þirigflokkur Samtakanna klofnaði
í þrennt þegar á fyrsta kjörtímabili
og aðeins Magnús Torfí, af upphaf-
legum fimm þingmönnum flokks-
ins, hélt tryggð við hann uns yfir
lauk. Hann féll út af þingi í al-
þingiskosningunum 1978 og
skömmu síðar hættu Samtökin að
starfa. Hann kveðst þó ekki hafa
glatað trúnni á að draumurinn um
sameiningu vinstri manna verði ein-
hvem tíma að veruleika:
„Ég get auðvitað ekki gerst neinn
spámaður í þeim efnum, en mér
kæmi það ekki á óvart að mynd-
aðist samfelldari stjórnmálahreyf-
ing á vinstri vængnum heldur en
nú er raunin á. Það er hins vegar
ekki nokkur leið að segja fyrir um
hvenær það gerist. Það veltur ákaf-
lega mikið á því hvernig kvenna-
listakonum reiðir af, því þær sækja
fylgi á sömu mið,“ segir hann þeg-
ar þessi mál ber á góma.
„Það er þó ljóst að þessi mál em
ákaflega flókin og viðkvæm. Klofn-
ingur vinstri manna á sér rætur
alveg aftur til fyrstu ára Alþýðu-
flokksins, en þar var kominn upp
töluverður áherslumunur strax fyrir
1930. Síðan kemur klofningurinn
þegar Kommúnistaflokkurinn er I
stofnaður og enn á ný þegar vinstri
armur Alþýðuflokksins og Komm-
únistaflokkurinn renna saman í
Sósíalistaflokkinn. Þessa þróun má
annars vegar rekja til skoðana-
ágreinings og hins vegar til per-
sónulegra árekstra milli viljasterkra
stjórnmálamanna, sem hver um sig
vildi að sitt sjónarmið fengi að ráða.
Ennfremur ræður hér miklu að
í lok fjórða áratugarins slitnuðu
skipulagstengslin milli Alþýðusam-
bandsins og Alþýðuflokksins og
aðrir stjórnmálaflokkar, sérstak-
lega Sjálfstæðisflokkurinn, komu
sér upp áhrifasveitum í samtökum
launafólks. Þarna skilur á milli þró-
unarinnar hér á landi og í ná-
i grannalöndum okkar, þar sem öflug
verkalýðshreyfing hefur haft ákaf-
lega náin skipulagsleg tengsl við
vinstri flokkana, til dæmis sósíal-
demókrataflokkana á Norðurlönd-
um og Verkamannaflokkinn í Bret-
landi, og verið eins konar kjölfe^ta
í þessum stóru og öflugu flokkum.
í samanburði við hægri flokka í
nágrannalöndum okkar er Sjálf-
stæðisflokkurinn alveg sér á parti
hvað þetta varðar. Á árunum 1936
til 1940 vann hann markvisst að
því að efla áhrif sín í verkalýðs-
hreyfingunni og hefur allar götur
síðan haft þar verulega fótfestu.
Það út af fyrir sig gerir sameiningu
vinstri aflanna hér erfiðari en ella
hefði verið.“
Magnús Torfí segist ekki sjá
merki þess að afgerándi þáttaskil
séu framundan í íslenskum stjórn-
málum. Á síðustu árum hefði þó
sú breyting orðið að sundrungar
hefði gætt á hægri vængnum, sem
ekki væri séð fyrir endann á. Þá
væri efnahagsvandi þjóðarinnar
enn óleystur og ýmsar blikur á lofti
í þeim efnum:
„Það má segja að hér hafi tekist
alveg furðanlega að halda uppi góð-
um lífskjörum og bærilegum jöfn-
uði, hvað sem hver segir. En það
er alltaf sama sagan, að sveiflurnar
í undirstöðuatvinnuveginum gera
stjórnendum ákaflega erfitt að
vinna eftir langtímasjónarmiðum.
Það á enn eftir að finna einhver ráð
sem að haldi koma til að tryggja
meiri stöðugleika og jafnvægi í
íslenskum efnahagsmálum og það
sem gerst hefur í flokkaskipaninni
síðustu kjörtímabil gerir þetta enn
erfíðara viðfangs. Ekki síst nú eftir
að klofningur hefur komið upp í
Sjálfstæðisflokknum. Það er ekki
aðeins að sundrung ríki á vinstri
væng stjórnmálanna, eins og hún
liefur gert í áratugi, heldur er hún
nú líka komin upp hægra megin.
Hverjar afleiðingarnar verða veit
ég auðvitað ekki frekar en aðrir,
W ■ ^
en nú reynir á, kannski meira en
nokkru sinni fyrr, að menn geti
sameinast um langtímasjónarmið,
þegar íslendingar þurfa að aðlaga
sig þeim grundvallarbreytingum
sem eru að verða í helstu viðskipta-
löndunum í Evrópu. í þeim efnum
þarf að koma til sem víðtækust
samvinna, sem auðvitað er erfiðara
að ná eftir því sem flokkum fjölg-
ar.“
Ungxir róttækur maður
Magnús Torfí rekur ættir sínar
til bænda og sjósóknara af Vest-
fjörðum og Breiðafirði og sjálfur
er hann fæddur og uppalinn í af-
skekktri sveit við utanverðan
Breiðafjörð, á bænum Lambavatni
á Rauðasandi. Snemma á ungl-
ingsárum fór hann að heiman í
nám, fyrst í Núpsskóla og síðan í
Menntaskólann á Akureyri, þar sem
hann lauk stúdentsprófí 1944.
Sama ár gekk hann í Sósíalista-
flokkinn.
„Ég fór að skipta mér af stjórn-
málum strax í menntaskóla, var
virkur í málfundafélagi og komst
þar í kynni við hóp ungra, róttækra
manna. Eftir að suður kom lenti ég
í stúdentaráði strax fyrsta veturinn
í Háskólanum og sat þar fyrir félag
róttækra stúdenta."
— Var einhver sérstök ástæða
fyrir því að þú skipaðir þér strax á
unga aldri í hóp róttækra vinstri
manna?
„Líklega hefur það verið tíðar-
andinn sem réð þar mestu um.
Framvinda heimsviðburða á fjórða
áratugnum mótaði mig og mína