Morgunblaðið - 23.04.1989, Qupperneq 6
6 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. APRÍL 1989
LAUS
ALLRA
MÁLA
þýðubandalagið var gert að stjórn-
málaflokki, var ég á öndverðum
meiði við meirihluta í forystuliði
Sósíalistaflokksins. Ég vildi ganga
miklu lengra til móts við þá sem
komu í Alþýðubandalagið úr Al-
þýðuflokknum, þá sem voru í Mál-
fundafélagi jafnaðarmanna, og
gera Alþýðubandalagið að sam-
stæðum flokki, en ekki reka það
lengur sem samfylkingarsamtök.
Alþýðubandalagið var upphaflega
samfylkingarsamtök Sósialista-
flokksins annars vegar og Mál-
fundafélags jafnaðarmanna hins
vegar, sem voru samtök á bak við
þá Alfreð Gíslason lækni og
Hannibal Valdimarsson og þeirra
samhetja og svo ýmissa einstakl-
inga sem ekki voru flokksbundnir.
Það var mikið átakamál í Sósíalista-
flokknum hvort að ætti að hafa
þessi samfylkingarsamtök áfram,
þar sem hvor aðili hafði í rauninni
neitunarvald, eða hvort ætti að
mynda úr þeim nýjan stjórnmála-
flokk, sem starfaði á grundvelli eig-
in stefnuskrár.
Þegar Alþýðubandalagsfélag
Reykjavíkur var loks stofnað varð
ég fyrsti formaður þess og það kom
m.a. í minn hlut að stýra sögulegum
fundi um val manna á framboðs-
lista fyrir kosningarnar 1967, sem
varð til þess að fram kom I-lista
framboð Hannibals Valdimarssonar
og stuðningsmanna hans og ég var
einn af meðmælendum þess fram-
boðs, sem í rauninni var undanfari
þess að Samtök frjálslyndra og
vinstri manna voru stofnuð. Þarna
var fyrst og fremst tekist á um
stefnu og hvernig best yrði fram
komið þeim vinstri málstað sem
þessir menn töldu sig bera fyrir
bijósti, hversu langt ætti að teygja
sig til að mynda stóra stjómmála-
fylkingu á vinstri væng, til dæmis
með því að sameinast Alþýðu-
flokknum. Ennfremur snerist þetta
að nokkru leyti um afstöðuna til
Sovétríkjanna, en ýmsir sem komu
úr Kommúnistaflokknum vildu hafa
flokksleg samskipti við Kommún-
istaflokk Sovétríkjanna.
Hannibal bauð fram svokallaðan
I-lista og vildi fá framboð sitt viður-
kennt sem sérframboð í nafni Al-
þýðubandalagsins, en því var hafn-
að af kjörstjórn. Hannibal starfaði
þó í þingflokki Alþýðubandalagsins
framan af kjörtímabilinu og fljót-
lega kom í ljós að hann átti þar
samheija þar sem voru Björn Jóns-
son og Karl Guðjónsson. Þróunin í
þingflokki Alþýðubandalagsins
varð á þann veg að þar komu upp
ýmis ágreiningsmál og sömuleiðis
áberandi krafa, sem var komin upp
víða í vinstri sinnuðum kjósendahóp
á þessum tíma, um að uppstokkun
ætti sér stað og að afl kæmi fram,
sem gæti bundið enda á óvenju
langt og samfellt valdatímabil við-
reisnarstjómarinnar. Upp úr þess-
um jarðvegi spruttu Samtök fijáls-
lyndra og vinstri manna og þau
settu sér það höfuðmarkmið að
vinna að sameiningu á vinstri væng
stjórnmálanna."
— Trúðir þú því í fullri einlægni
að Samtökin væru þess megnug að
sameina vinstri menn á þessum
tíma?
„Auðvitað gerði ég mér vonir um
það, sérstaklega eftir kosningasig-
urinn. En það kom mjög fljótt í ljós,
að Alþýðuflokkur og Alþýðubanda-
lag voru síður en svo á þeim buxun-
um að láta Samtökin tengja sig
saman, heldur þvert á móti unnu
að því að mylja þau á milli sín.
Þessum flokkum var ekki vel við
að þama væri kominn upp flokkur
með svipaða stefnu og skírskotun
til sama kjósendahóps og þeim tókst
um síðir að bijóta Samtökin á bak
aftur og koma í veg fyrir að þessi
tilraun til sameiningar vinstri
manna tækist. Það má því kalla það
kaldhæðni örlaganna að formenn
þessara tveggja flokka voru nýlega
að viðra slíkar hugmyndir í funda-
herferð um landið, því þetta er í
raun sama hugmyndin, í örlítið
breyttum búningi.
Eg er hins vegar sannfærður um
að með kosningasigri Samtakanna
1971 var komið ákjósanlegt tæki-
færi til sameiningar. Samtökin
komu inn á Alþingi með fimm þing-
menn og höfðu úrslitaáhrif á mynd-
un nýrrar ríkisstjórnar. Það var
ákveðið að ganga til stjórnarsam-
starfs með Framsóknarflokki og
Alþýðubandalagi, en áhrifamiklir
menn í forystu Samtakanna hefðu
heldur kosið að þau kæmu inn í
endurgerða viðreisnarstjórn Sjálf-
stæðisflokks og Alþýðuflokks, sem
þriðja afl þar og þá fyrst og fremst
með það fyrir augum að geta sam-
einað Samtökin og Alþýðuflokkinn
með sem skjótustum hætti. Þetta
átti þó lítinn hljómgrunn meðal
þorra samtakafólks. Hins vegar var
Björn Jónsson hrifinn af þessari
hugmynd.“
Snögg umskipti
Þegar Samtök fijálslyndra og
vinstri manna buðu fram í fyrsta
skipti, í alþingiskosningum 1971
var Magnús Torfi efsti maður á lista
flokksins i Reykjavík. Framboð
hans bar að með skjótum hætti
enda hafði hann ekki alveg verið
sáttur við hvemig að málum var
staðið á stofnfundinum og lítið skipt
sér af flokksstarfinu fyrst á eftir:
„Þegar leið að því að framboðs-
frestur rynni út kom skyndilega upp
sú staða, að Hannibal Valdimars-
son, sem gert hafði verið ráð fyrir
að yrði í efsta sætinu í Reykjavík,
ákvað að leggja allt undir og fara
í sitt gamla kjördæmi á Vestijörðum
og beijast þar til sigurs. Það gerði
hann með slíkum glæsibrag að á
sér fáar hliðstæður í íslenskum
stjórnmálum. Uppstillingarnefnd
varð hins vegar ekki sammála um
efsta mann listans í Reykjavík og
varð að máiamiðlun hjá henni að
leita til mín.“
— Heldurðu að það hafi ráðið
úrslitum, að skömmu áður hafðir
þú vakið þjóðarathygli fyrir frábæra
frammistöðu í spurningaþætti í út-
varpi, þar sem þú lagðir að velli
alla helstu andans menn landsins?
„Ekki skal ég segja um það, þetta
voru nú allt kunningjar mínir í upp-
stillingamefndinni. Hins vegar hef
ég á tilfinningunni að það hafi ekki
spillt fyrir í sjálfum kosningunum
þótt ég geti auðvitað ekkert fullyrt
í þeim efnum. Að minnsta kosti
héldu Samtökin fyliilega fylginu í
Reykjavík, sem Hannibal hafði náð
í kosningunum 1967, hveiju svo
sem það var að þakka og það komu
auðvitað fleiri þar við sögu en ég.“
— Ríkisstjórn Ólafs Jóhannes-
sonar var mynduð áður en þing kom
saman og Magnús Torfi varð því
ráðherra áður en hann settist á
þing. Auk forsætisráðherraembætt-
is gegndi Ólafur embætti dóms-
málaráðherra, Einar Agústsson var
utanríkisráðherra, Halldór E. Sig-
urðsson fjármálaráðherra, Lúðvík
Jósepsson sjávarútvegs- og við-
skiptaráðherra, Magnús Kjartans-
son heilbrigðis- og iðnaðarráðherra,
Hannibal Valdimarsson samgöngu-
og félagsmálaráðherra og Magnús
Torfi menntamálaráðherra.
„Stjórnarmyndunarviðræðurnar
vom allflóknar, sér í lagi undirbún-
ingur útfærslu landhelginnar í 50
mílur, sem menn gengu út frá sem
vísu að ekki yrði átakalaus. Sömu-
leiðis vom ýmis atriði efnahags-
mála erfið viðureignar, en íslend-
ingar vom þá að koma út úr sam-
dráttartímabilinu í lok sjöunda ára-
tugsins. í þeim efnum var sérstök
áhersla lögð á að efla atvinnulífið,
einkum úti á landsbyggðinni. Hvað
varðar þá málaflokka sem heyrðu
undir menntamálaráðuneytið þurfti
fyrst og fremst að fylgja því eftir,
sem forveri minn Gylfi Þ. Gíslason
hafði byijað á, að koma fram þeirri
endurskipan skyldunámsins sem
felst í gmnnskólalögunum. í mínum
huga skipti það höfuðmáli að koma
grunnskólafmmvarpinu í gegn og
það tókst. En margar hindranir
varð að yfirstíga áður en að það
varð að lögum.“
— Þegar þú metur störf þessarar
ríkisstjórnar svona eftir á, hvað
finnst þér helst hafa áunnist í henn-
ar tíð?
„Það er án efa útfærslan í 50
mílur. Auk þess beitti hún sér fyrir
vemlegri eflingu atvinnulífs, sér-
staklega úti á landsbyggðinni. Um
það verður ekki deilt — bæði hvað
varðar endurnýjun fískiflotans og
endurbætur fiskvinnslustöðva. Hún
fékkst við þau verkefni sem fylgdu
Vestmannaeyjagosinu, sem voru
mjög erfið, en leystust á farsælan
hátt. Hins vegar átti hún í höggi
við verðbólguþrýsting, sem að
síðustu varð henni að falli. Hún
fann ekki þau ráð sem dugðu til
að halda verðbólgunni í skefjum og
því fór sem fór.
Ólafur Jóhannesson var rögg-
samur forsætisráðherra og ég kunni
mjög vel við hans stjórnarhætti.
Hann var yfirleitt ekki afskiptasam-
ur um verk meðráðherra, en sýndi
þeim traust og stuðning þegar á
þurfti að halda. Hann var óumdeild-
ur foringi framsóknarmanna á þess-
um tíma, en honum tókst ekki að
halda þessari stjórn saman út
kjörtímabilið. Það var fyrst og
fremst vegna ágreinings um efna-
hagsmál. Björn Jónsson, sem hafði
tekið við ráðherraembætti af
Hannibal Valdimarssyni, lýsti yfir
andstöðu við frumvarp sem forsæt-
isráðherra hafði undirbúið vegna
efnahagsástandsins, og við hinir
ráðherrarnir studdum. Þetta frum-
varp var um aðhaldsaðgerðir í efna-
hagsmálum, þar á meðal, eins og
oft áður og síðar, um íhlutun í kjara-
atriði. Bjöm, sem var forseti ASI,
gat ekki sætt sig við það og vegna
þeirrar andstöðu baðst forsætisráð-
herra lausnar fyrir hann. Við það
missti stjórnin starfhæfan meiri-
hluta á Alþingi og þar sem ljóst var
enginn borðleggjandi meirihluti var
fyrir hendi ákvað Ólafur Jóhannes-
I son og ríkisstjórnin að leggja til við
forseta að þing yrði rofið og efnt
til nýrra kosninga og það var gert.
Með þessu var ekki einungis
kominn upp klofningur í ríkisstjórn-
inni heldur vom Samtökin nú
þríklofin því Bjarni Guðnason hafði
sagt skilið við þau fyrr á kjörtíma-
bilinu og myndað Fijálslynda flokk-
inn. Það var út af ágreiningi um
efnahagsmál, fyrst og fremst vegna
gengisfellingar sem stjórnin hafði
gripið til, en hann var óánægður
með margt fleira. Hannibai fylgdi
Birni Jónssyni að málum og þeir
tveir sögðu sig úr Samtökunum og
gengu til liðs við Alþýðuflokkinn.
Karvel Pálmason var einhvers stað-
ar mitt á milli. Hann fylgdi Hanni-
bal að málum í þessum ágreiningi,
en síðan bauð hann sig fram í nafni
Samtakanna á Vestfjörðum og
hann einn af frambjóðendum þeirra
náði kosningu 1974, en ég varð
uppbótarþingmaður. Bæði Björn og
Hannibal vom á framboðslista Al-
þýðuflokksins í kosningunum 1974,
Bjöm í baráttusæti, en Hannibal
ekki og hans ferli sem virkur stjórn-
málamaður lauk í rauninni með
þessu uppgjöri í Samtökunum."
— Hvernig leist þér á þá stöðu
sem þarna var komin upp?
„Mér þótti þetta að sjálfsögðu
mjög miður. En þar sem enn var
hópur fólks sem stóð að baki Sam-
takanna taldi ég mér skylt að halda
þeim málstað áfram, þrátt fyrir
erfíðar aðstæður. Eftir þessi átök
hafði fylgi flokksins riðlast og við
sem eftir stóðum höfðum ekki
pólitískt bolmagn til að standast
atlögur þeirra afla sem vildu Sam-
tökin feig. Við náðum ekki manni
á þing í kosningunum 1978 og síðan
Ríkistjórn Ólafs Jóhannessonar á fyrsta ríkisráðsfundinum á Bessastöðum í júlí 1971. Talið
frá vinstri: Halldór E. Sigurðsson, fjármála- og landbúnaðarráðherra, Hannibal Valdimarsson, félagsmála- og
samgönguráðherra, Einar Ágústsson utanríkisráðherra, Guðmundur Benediktsson ríkisráðsritari, Kristján Eld-
járn forseti íslands, Ólafur Jóhannesson forsætis- og dómsmálaráðherra, Lúðvík Jósepsson sjávarútvegs- og
viðskiptaráðherra, Magnús Kjartansson iðnaðar- og heilbrigðisráðherra, Magnús Torfi Ólafsson menntamálaráð-
herra.
lagðist starfsemi Samtakanna nið-
ur.“
Skákmaðurinn
og stöðumatið
Eftir kosningarnar 1971 lét
þekktur stjórnmálafræðingur svo
ummælt að Magnús Torfí væri tákn
nýrra tíma í íslenskum stjórnmál-
um: Maður sem tæki málefnalega
afstöðu án tillits til flokkshagsmuna
auk þess sem hann tæki ekki þátt
í marklausu orðaskaki og persónu-
legum svívirðingum um andstæð-
ingana, sem svo algengt hefur ver-
ið í íslenskum stjómmálum. Stjórn-
málafræðingurinn líkti Magnúsi
Torfa við skákmann, sem horfði
yfirvegað yfir taflborðið og tæki
síðan ákvörðun um næsta leik í ljósi
stöðunnar hveiju sinni. Ég spyr
hann hvað honum finnist sjálfum
um þessa samlíkingu:
„Hún kitlar auðvitað hégóma-
girnina og svo sannarlega vildi ég
eiga þessa einkunn skilið. Hins veg-
ar held ég að þetta tal um tákn
nýrra tíma hljóti að orka tvímælis
í ljósi þeirrar þróunar sem orðið
hefur í íslenskum stjórnmálum. í
kosningunum 1971 gerðist það í
vaxandi mæli að þingmannsefni
vohi valin í prófkosningum og það
er í mínum huga enginn efi á því
að prófkosningar skila inn á þing
töluvert annarri manngerð en þar
var algengust áður, meðan uppstill-
ingarnefndir fjölluðu um framboð
og lögðu þau svo fyrir kjósendur.
Nú er það fólkið með persónufylgið
sem skipar sér í meira mæli en
áður í efstu sætin á framboðslistun-
um og ég verð tæplega talinn full-
trúi þess hóps. Hins vegar þykir
mér vænt um að fá þau ummæli
að hafa verið málefnalegur. Hvað
varðar marklaust orðaskak og
ávirðingar pólitískra andstæðinga
hvers í annars garð fæ ég nú ekki
séð að slíkar manngerðir hafi horf-
ið með öllu úr íslenskum stjórn-
málum.“
— En svo ég haldi mig við
samlíkinguna við skákmanninn.
Sumir pólitískir andstæðingar þínir
snéru út úr þessu og héldu því fram
að þú hefðir tekið þér of langan
umhugsunartíma fyrir hvern leik
og fallið á tíma. Hver er þín skýr-
ing á því að Samtökunum tókst
ekki að halda kjörfylgi sínu, til
dæmis í í Reykjavík?
„Meginskýringin er sundrungin
sem upp kom í forystuliðinu. Fimm
manna þingflokkur klofnaði í að
minnsta kosti þijá hluta þegar á
fyrsta kjörtímabili. Slíkt hlaut að
fæla kjósendur frá nýjum flokki,
sem hafði sett sér það megin-
markmið að verða sameinandi afl
gagnvart öðrum flokkum og öflugri.
Keppinautamir notfærðu sér svo
þetta út í æsar. Til að mynda var
dr. Bragi Jósepsson gerður út til
að valda ýmsum uppákomum, til
þess löguðum að sýna ástandið í
Samtökunum í sem dekkstum litum,
fyrir alþingiskosningarnar 1974.
Ég læt svo öðmm eftir að dæma
um, hver hafi verið minn hlutur í
atburðarásinni, jafnt í meðlæti og
í mótlæti fyrir Samtökin.“
Þegar Magnús Torfi hvarf af
þingi 1978 tók hann við starfi
blaðafulltrúa ríkisstjórnarinnar,
sem þá var undir forsæti Ólafs Jó-
hannessonar. Því starfi hefur hann
gegnt síðan þótt ríkisstjórnir hafi
komið og farið og hann kveðst ekki
vilja gera upp á milli þeirra sex
forsætisráðherra, sem hann hefur
starfað fyrir sem blaðafulltrúi:
„Þetta starf hefur verið breyti-
legd- eftir óskum hvers og eins. Það
hefur ekki aðeins falist í upplýs-
ingadreifingu heldur einnig í upp-
lýsingaöflun og auk þess hef ég
verið fundarritari á ríkisstjórnar-
fundum mest allt þetta tímabil. Ég
hef aldrei sóst eftir skipun í þetta
starf því ég álít að það sé þess
eðlis, að vilji einhver forsætisráð-
herra skipta þar um mann og velja
annan, eigi hann að geta það um-
svifalaust. Enginn þeirra sex for-
sætisráðherra sem ég starfaði fyrir
sá ástæðu til að skipta um mann í
starfínu og fyrir það er ég auðvitað
þakklátur. Hins vegar er það ósköp
þægileg tilfinning að vera nú laus
allra mála.“