Morgunblaðið - 23.04.1989, Page 8

Morgunblaðið - 23.04.1989, Page 8
8 C MORGUNBLAÐIÐ MANNUFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 23. APRÍL 1989 Anna Soffía Hauksdóttir Adda Bára Sigfúsdóttir Sigrún Stefánsdóttir Gerður Pálmadóttir Sigrún Eldjárn lETTTTUEÐl/Frami kvenna œttgengur? Kvenprófessor af Urðaætt eftir Guðjón Friðriksson Það hefur vakið töluverða at- hygli að undanförnu að korn- ung kona, Anna Soffía Hauks- dóttir (f. 1958), hefur verið sett sem prófessor i vélaverkfræði við ■"■■^^^* Háskóla íslands. Ekki er það að- eins afar fátítt að konur komist í prófessorsstöður hér á landi heldur þykir vélaverk- fræði kannski einna ólíklegust til frama fyrir konur. Hér verður gerður að um- talsefni frændgarður Önnu Soffíu í föðurætt, svokölluð Urðaætt, sem talinn er frá Sigurhirti Jóhannes- syni (1855—1926) á Urðum í Svarfaðardal, langafa hennar. Meðal skyldmenna hennar af þess- ari ætt er mjög margt þjóðkunnra manna, og ekki síst kvenna. Með- al þekktra kvenna sem eru ná- skyldar Önnu Soffíu af þessari ætt eru Adda Bára Sigfúsdóttir veðurfræðingur og fyrrv. borgar- fulltrúi, Sigrún Stefánsdóttir fréttamaður og doktor, Gerður Pálmadóttir kaupmaður og Sigrún Eldjám myndlistarmaður og rit- höfundur. Sigurhjörtur á Urðum var tvígiftur. Fyrri kona hans var Soffía Jónsdóttir (1854—1894) og eignuðust þau fimm dætur. Seinni kona hans var Friðrika Sigríður Sigurðardóttir (1858—1914) og varð þeim tveggja bama auðið sem upp komust. Hér verða bömin tal- in upp og nokkrir þekktir afkom- endur. 1. Þorbjörg Sigurhjartardóttir ljósmóðir á Dalvík, átti Björgvin Vigfússon sjómann. 2. Arnfríður Anna Sigurhjart- ardóttir, kona Jóns Gíslasonar bónda á Hofi í Svarfaðardal. Son- ur þeirra er Gísli Jónsson mennta- skólakennari á Akureyri og íslens-, kupistlahöfundur Morgunblaðsins. 3. Elín Sigurhjartardóttir, kona Ármanns Sigurðssonar bónda á Urðum. Þau áttu sex börn, þar á meðal Friðriku Sigríði, móður Ár- mans Björgvins Gunnarssonar dýralæknis, og Sigurð Kristin end- urskoðanda í Reykjavík. 4. Sigrún Sigurhjartardóttir, kona Þórarins Eldjárns Kristjáns- sonar hreppstjóra á Tjörn í Svarf- aðardal. Af börnum þeirra má nefna: a) Kristján Eldjárn forseta íslands en meðal barna hans eru Þórarinn Eldjárn rithöfundur og Sigrún Eldjám sem fyrr er nefnd. b) Hjört E. Þórarinsson hrepp- stjóra á Tjörn og formann Búnað- arfélags íslands. Meðal barna hans er Árni Hjartarson jarðfræðingur. c) Petrína Soffía Þórarinsdóttir. Meðal barna hennar er Sigrún Stefánsdóttir fréttamaður. 5. Þórunn Sigurhjartardóttir, kona Péturs Jónssonar gjaldkera í Reykjavík. Þau áttu átta börn og meðal þeirra voru Sigurhjörtur Pétursson lögfræðingur og Pálmi Pétursson, faðir Gerðar Pálma- dóttur kaupmanns í Flónni. 6. Soffía S. Sigurhjartardóttir, kona Pálma Einarssonar lands- námsstjóra í Reykjavík. Meðal barna þeirra eru Sigurhjörtur Pálmason verkfræðingur, Anna Pálmadóttir, móðir Einars Más Guðmundssonar rithöfundar, Haukur Pálmason verkfræðingur, faðir umræddrar Önnu Soffíu prófessors og Sigríður Pálmadótt- ir, kona Kristjáns Sæmundssonar jarðfræðings. 7. Sigfús Sigurhjartarson al- þingismaður og ritstjóri, kvæntur Sigríði Stefánsdóttur. Börn þeirra eru Adda Bára Sigfúsdóttir veður- fræðingur og fyrrv. borgarfulltrúi, móðir Kolbeins Bjarnasonar flautuleikara, Hulda Heiða Sigfús- dóttir, kona Flosa Hrafns Sigurðs- sonar veðurfræðings og Stefán Hilmar Sigfússon búfræðikandid- at. oo CO =5 X œ 8 Tveir nýir í Bernhöftstorfunni MATUR OG DRYKKUR //i tv daufur, vatnskenndur ogfitusnaudur en cettstór íýmissa kykvenda líki? Kúrbítur fyrirliggjandi „Kúrbítarnir eru komnir! Eigum fyrirliggjandi bandaríska, franska og ítalska kúrbíta af öllum stærðum og gerðum. Slöngukúrbíturinn slær öllu við. Komið og lítið á úrval- ið.“ Svona gæti hljómað aug- lýsing firá einhverjum stór- markaðinum. Kúrbítur er nefhilega ekki tremmi sem grípur fólk í upphafi áfengismeð- ferðar og þaðan af síður megrunarkúrsofskynjanir eins og einhveijir kynnu að ætla samkvæmt orðsins hljóðan, einkúm ef kúrbí- turinn er sagður vera fyrir- Iiggjandi, heldur mjög stór og Qölbreytt grænmetisætt (curcurbita á latínu). Þekkt- ustu fjölskyldumeðlimirnir hafa verið sýnilegir hér í metnaðarfullum matvöru- verslunum um nokkurt skeið og fer fjölgandi. Meðal þeirra eru zucchini (ítalska), courgette (franska), hvort tveggja smá- kúrbítur eða möndlukúrbítur, squash (úr indíánamáli), go- urd, pumpkin (grasker) og marrow (enska). Hinn síðastnefndi, mergkúrbítur, er af sama tagi og möndlukúrb- ítur, nema stærri. Sumir kúrbítar minna á gúrku eða melónu enda eru þessar tegundir allar náskyld- ar. Bragðið er milt eða fremur dauft og dálítið vatnskennt og því daufara því stórvaxnari sem tegundin er. Ef ein teg- und fæst ekki má oftast nota aðra í staðinn. Kúrbíta má fylla, gufu- sjóða, léttsteikja eða baka, auk þess má nota þá í súpur og salöt. Það er yfirleitt óþarfi að afhýða kúrbíta nema þeir séu mjög stórir. Kúrbítar eru mismunandi að lit, stærð og lögun. Nokkrar fleiri tegundir eru akarnkúrbítur, app- elsínukúrbítur, slöngukúrbí- tur, smjörhnetukúrbítur, rjómakúrbítur (hvítur, kringl- óttur og flatur), spaghettík- úrbítur (aldinlqotið minnir á spaghettí), dhudi, chayote og karella. Kúrbítar eru afar fítu- snauðir og auðugir að bíótíni og C-vítamíni. Hér má að staðaldri fá í verslunum (Hagkaup t.d.) smákúrbítinn courgette, pumpkin eða grasker og squ- ash. Hér koma nokkrar kúrbítsuppskriftir. Enn fleiri er að finna í bókinni Grænt og gómsætt eftir Colin Spen- cer sem út kom í íslenskri þýðingu Helgu Guðmunds- dóttur í fyrra. Þar er einnig að finna fallegar litmyndir af kúrbítsfjölskyldunni og grein- argóðar upplýsingar. Graskerssúpa Uppskrift handa fjórum. 2 litlir laukar 700—800 g grasker (eða squ- ash) 1 hvítlauksgeiri 1 I mjólk 4 msk. hveiti 2 dl ijómi 2 steinseljukvistir Saxið laukinn, meijið hvítlaukinn og skerið afhýdd- an kúrbítinn í litla teninga eða rífið hann gróft. Sjóðið þetta í mjólkinni í 8 mínútur. Hrærið hveitinu saman við ijómann, hellið út í súpuna og látið malla við vægan hita í nokkrar mínútur. Stráið sax- aðri steinselju yfir rétt áður en hún er borin fram. Squash með hrísgrjónafyll- ingu Uppskrift handa fjórum. 2 squash, u.þ.b. 300 gr stykkið Fylling: 1 lítill laukur 4 dl soðin hýðishrísgijón 4 msk. kúrenur sítrónupipar, timjan, meijam og sellerísalt rifínn ostur Skerið kúrbítana eftir endi- löngu og skafið kjamhúsin úr (þau má svo nota í salat). Hrærið saman hrísgijónum, söxuðum lauk, kúrenum og kryddið eftir smekk. Fyllið kúrbítshelmingana, stráið rifnum osti yfir og bakið við 225 gráður þar til osturinn er hæfilega bakaður. Squash með ostasósu Uppskrift handa fjórum. 2 squash, u.þ.b. 200 gr stykkið 2 litlir laukar 100 g nýir sveppir Ostasósa: 2 msk. smjör 4 msk. hveiti 5 dl mjólk og grænmetiskraft- ur 2 tsk. þurrkuð salvía 1 hvítlauksrif 4 dl rifinn ostur 4 msk. ijómi Skerið kúrbítana í sneiðar, sveppina í fjórðuparta og sax- ið laukinn. Leggið þetta í smurt, eldfast fat. Bræðið smjörið, hrærið hveitinu saman við og þá grænmetiskrafti og mjólk. Kryddið sósuna og látið hana malla í nokkrar mínútur. Tak- ið þá pottinn af hellunni og hrærið saman við osti og ijóma. Hellið sósunni yfir græn- metið og bakið við 250 gráður í 20 mínútur eða þar til sósan hefur fengið fallegan lit. eftir Jóhönnu Sveinsdóttur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.