Morgunblaðið - 23.04.1989, Page 11

Morgunblaðið - 23.04.1989, Page 11
Fyrirsjáanlegt er að þetta verði einnig meiriháttar vandi fyrir bíla- iðnaðinn í nánustu framtíð. En talið er fremur skammt til þess að bílum sé að verulegu leyti stjórnað með rafeindatækni. Þetta á a.m.k. við um gang vélar, heml- un og fjöðrun. Vetði ekkert sérs- takt að gert, má sjá fyrir sér að þessi stjórnkerfí hætti að starfa hvar sem er veruleg rafsegulgeisl- un í loftinu. Leiðir til úrbóta liggja ekki beint við. Til er einföld leið, en dýr og óhagkvæm. Hún er sú að loka hvert tæki inni í málmbúri (svo- kölluðu Faradays-búri) svo að það verði ekki fyrir geislun. Farið er í staðinn að athuga hvernig hvert tæki um sig verkar sem móttakari bylgna. Þar sem tæknimenn hafa hingað til litið á rafleiðslu sem boðleið rafmerkis milli tveggja staða, er nú jafnframt farið að taka tillit til að hún er loftnet, sem nemur merki umhverfisins eftir því hver er tíðni þeirra, lengd leiðslunnar og stefna. Með því að athuga þennan móttökuþátt tæk- isins er að verulegu leyti hægt að gera tæki ónæm fyrir mestum hluta þeirra truflana sem það yrði annars fyrir. Með öðrum orðum nægir að verulegu leyti að bæta nýjum þætti inn í frumhönnun tækjanna. Þannig er að verða til ný vísinda- grein sem að hætti Ameríkumanna heitir eftir skammstöfun, það er EMC (e. electromagnetic compati- bility), sem með mjög ónákvæmri þýðingu mætti segja að þýddi raf- segulhæfni. tvö- ( sbr. tvívegis og tvöfalt). í evrópskri talnahefð er billjón sama og þúsund milljarðar (þ.e. 1.000.000.000.000), eða milljón milljónir, sem sýnir tengslin við for- skeytið bi-. í anda málræktar mætti e.t.v. þýða billion sem tvíljón. „Tri-“ er einnig latneskt forskeyti sem vísar til þriggja, og má þýða með þrí- eða þre- (eins og í þrívegis og þrefalt). Trilljón er því milljón millj- ónir milljóna (eða 1.000.000.000.000.000), sem verða þá þúsundir milljarða. Orðabók Menningarsjóðs telur biljón og bill- jón jafngilt, en „billjarður“, sem stundum heyrist, er þessu máli óvið- komandi, enda slanguryrði fyrir knattborðsleik. í pistli mínum um lífeyrismál, sem birtist hér í blaðinu dags. varð mér nokkuð hált á bókmenntasvell- inu. Þar var farið rangt með tilvitn- un í Bræðrabýti Stephans G. Step- hanssonar og er beðist velvirðingar á því. Kvæðið er afbragð og á er- indi í efnahagsumræðu dagsins. Við höllumst að sjón, ekki sögum, oss sýnist nú örvænta um flest! En enn mun að ákveönum lögum við aldarhátt þroskaðri fest: Að hugsa ekki í árum en öldum, alheimta ei daglaun að kvöldum - því svo lengist mannsævin mest. Forsætisráðherra vitnaði rétt i þessa hendingu í áramótaræðu sinni, enda óefað mun minnugri maður en ég. MORGUNBLAÐIÐ MAIMNLÍFSSTRAUMAR sunnudagur ■ 23. APRIL 1989 / ■ r / •'i .iim/— c 11 Reykjavíkurdeild RKÍ heldur námskeið í skyndihjálp. Það hefst miðviku- daginn 26. apríl kl. 20 á Öldugötu 4 og stendur yfir 5 kvöld. Skráning í síma 28222. Öllum 15 ára og eldri heimil þátttaka. Athygli skal vakin á því að Reykjavíkurdeildin út- vegar leiðbeinendurtil að halda námskeið fyrir skóla, fyrirtæki og aðra. RAUÐIKROSS ÍSLANDS BREYTTUR OPNUNARTIMIISUMAR Frá 1. maí til 15. september verður skrifstofa Rauða kross íslands á Rauðarárstíg 18, opin frá kl. 08.00- 16.00. RAUBIKROSSÍSLANDS Viltu liggja marflatur á sólarströnd? Eða fara í sólarferð á söguslóðir, með frábærum fararstjóra. Við bjóðum brottfarir alla mánudaga um London eða Amsterdam. Gisting þar er inni- falin í verði. Gott verð á gæðaferð 47.550 kr. (2 vikur, 4 í íbúð, 2 fullorðnir og 2 börn). Athugið. Söguafsláttur gildir til 1. maí. J Eitt símtal og þú getur bókað J ---------góða ferð!-------- | 91-62 40 40 j FERÐASKRIFSTOFAN Suðurgötu 7 S. 624040 fegurðin er einstök og við hvert fótmál eru fornar minjar og menning sem á sér enga lflca. Á Kýpur getur þú notið lífsins í sól og sjó. Þar er úrval góðra hótela og íbúða, ágætis bað- strendur, mikill fjöldi veitinga- staða, vínkjallara, verslana og markaða og að sjálfsögðu nætur- líf af bestu gerð. Verðlag á Kýpur er sériega hag- stætt fyrir íslendinga. Sem dæmi má nefna: Bflaleigubfll 1.700 kr. á dag, kvöldverður fyrir 2 með öllu 950 kr., ítalskir leðurskór 1.990 kr. Ottó Jónsson fararstjóri Sögu á Kýpur er líklega einn besti far- arstjóri allra tíma. Hann leiðir farþega okkar á vit 9.000 ára gamallar menningar sem er vel þess virði að kynnast nánar. Frá Kýpur er stutt til ísrael og Egyptalands. Kaíró og Jerúsal- em eru engu öðru lík og þangað bjóðast ódýrar 2-4 daga ferðir með flugi eða skipi. Kýpur er „sögueyjan í suðri", oft nefnd paradís ferðamanns- ins. Á Kýpur er besta loftslagið við Miðjarðarhafið, gestrisni íbúanna er engu lík, náttúru- essemm/siA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.