Morgunblaðið - 23.04.1989, Síða 21
C 21
Skytturnar borga 200 dali fyrir stykkið
Um það leyti sem vorsólin býr sig
undir að bræða snjóinn á sléttunum
í Montana í Bandaríkjunum er kom-
inn ferðahugur í ameríska vísund-
inn. Hann vill leita í norður — beint
í flasið á byssumönnunum hvítu.
*
Aður fyrr var vísundurinn drepinn
svo miskunnarlaust, að hann var
nærri útdauður, en nú hefur honum
fjölgað aftur í þeim griðareit sem er
Yellowstone-þjóðgarðurinn. í skógar-
eldunum miklu, sem þar geisuðu sl.
sumar, eyðilögðust hins vegar vetrar-
hagarnir og því leitar nú hjörðin, 2.700
dýr, upp með Yellowstone-ánni og út
úr jjarðinum.
I lögum Montana-ríkis segir, að
utan garðsins eigi að skjóta alla
vísunda til að koma í veg fyrir, að
þeir geti smitað aðra nautgripi með
sjúkdómum. Sjá sérstakir eftirlits-
menn um veiðarnar, sem stundaðar
eru á tveimur vöktum daglega, en
veiðileyfið kostar um 10.000 kr. ísl.
„Þetta eru ekki veiðar, heldur slátr-
un,“ segir Dan Tyers, sérfræðingur í
vistkerfi skóglenda, um þessar mestu
vísindaveiðar síðan 20 milljón dýr voru
drepin á amerísku sléttunum á síðustu
öld.
Veiðimennirnir nálgast vísundina á
jeppum og skjóta þá oft í sex eða sjö
metra íjarlægð. Ef dýrið, sem getur
vegið meira en eitt tonn, fellur ekki
við fyrsta skot, eru það elt á bíl þar
til það örmagnast.
„Þau horfa stórum augum á veiði-
manninn, jafnvel eftir að makinn hef-
ur verið drepinn, og vita augljóslega
ekkert hvað um er að vera,“ segir
John Cada, yfirmaður veiðimálastofn-
unarinnar í Montana, en það er hann,
sem skipuleggur veiðarnar.
Líffræðingar eru raunar ekki á einu
máli um hvort nokkur smithætta stafi
af vísundunum en ríkisstjórnin í Mont-
ana segist ekki vilja eiga neitt á
hættu. Fyrir fjórum árum var ákveðið
að einkavæða vísundadrápið utan
þjóðgarðsins og selja aðgang að því
en þá var heldur ekki mikið um, að
vísundarnir færu á flakk. Skógareld-
arnir í fyrra hafa hins vegar valdið
því, að nú er öll vísundaþjóðin á far-
aldsfæti í fæðuleit og það, sem af er
árinu, hafa 422 dýr verið drepin.
Náttúruverndarsamtök hafa höfðað
mál og reynt að fá eftirlitsmennina
til að reka dýrin aftur inn í garðinn
en það hefur engan árangur borið
hingað til.
„Þjóðgarðsstjórnin ætti ekki að láta
sér nægja að sitja með hendur í skauti
og vitna til þessara fáránlegu laga,“
segir Cleveland Amory, formaður
einna dýraverndunarsamtakanna.
„Veiðimennirnir í Montana er svo blóð-
þyrstir, að þeir dræpu sína eigin móð-
ur gengi hún á fjórum fóturn."
-MARTIN WALKER
BÍLASTÆÐASJÓÐUR
Velkomin í Kolaport
Kolaport er opið frá 07.30 - 19.00 mánudaga til föstudaga.
Gjaldið er 40.- kr. fyrir hverja klukkustund.
Mánaðarkort pru seld í varðskýli á 4.000.- kr. einn mánuður í senn.
Skilatrygging mánaðarkorts er 1.000.- kr.
Hægt er að fá bíla geymda fyrir kr. 1.600.- pr. viku.
Unnt er að fá peningum skipt í varðskýli.
Símasjálfsali er á staðnum.
Gatnamálastjóri.
1) 29. maí: Skútusigling frá Tyrklandi
2) 6. júní: Veraldarreisa 1 til Suður-Ameríku
3) íjúní: Sérstök Sikileyjarferð
4) 4. nóvember: Eyjahopp í gríska Eyjahafinu. Ævintýralegar ferðir.
HiÁ VERÖLD FÆRDU HtEIRA FYRIR PENINGANA - Ó-JÁ!
nmmimiflii
AUSTURSTRÆTI 17, II hæó. SÍMI622200
Adidas
markmannsbuxur
Nr. 2-8. Púðará hnjám
og mjöðmum.
Verð kr. 3.950,-
Puma legghlífar
Nr. Junior
Nr. Senior
Póstsendum
SPORTVÖRUVERSLUNIN______
Laugavegi49 - Sími 12024
Adidas Special S.L.
Fyrir möl og gervigras,
úrmjúku leðri.
Verð kr. 6.170,-
Patrick Brest
Nr. 36-46. Malarskór.
Adidas
markmannstreyjur
Nr.XS-S-M-L-
XL Litir: rautt, gult,
grænt. Verð kr. 3.670,-
Teg.: 0Z3
Fyrir möl og gras.
Nr. 8-101/2
Verð kr. 2.540,-
Liverpool galli
Nr. 128 til 176
kr. 3.595,-
Nr. 3 til 9 kr. 3.980,-
Litur: dökkblár m/ljós-
bláum röndum.
Ath. einnig stakar bux-
ur. Nr. 116-176,
kr. 1.640,-
Nr. 3-10 kr. 1.850.-
Adidas Bamba
Nr. 31/2-11V2. Skór fyrir
gervigras.
Verð kr. 3.590,-
Adidas Match
Besti skórinn á gervi-
gras. Nr. 36-47.
Verð kr.5.130,-
Adidas Manchester
Skór úr mjúku leðri fyrir
möl. Verð kr. 3.020,-
Adidas Youngster
Fyrir möl og gervigras.
Nr. 30-39.
Verð kr. 2.290,-
Reusch Eike Immel
Topphanski fyrir möl og
gras. Nr. 8-1OV2.
Verð kr. 3.100,-