Morgunblaðið - 23.04.1989, Síða 28

Morgunblaðið - 23.04.1989, Síða 28
I 28 C MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI 'SÚNNUDAGUR 23. APRÍL 1989 Ást er. . . ... að víkka sjóndeildar- hringinn. TM Reg. U.S. Pat OH,—all rights reserved © 1989 Los Angeles Tímes Syndicate -TARNOWSKJ Hann er ekki talinn neinn þungavigtarmaður í milli- ríkjaviðskiptum ... HÖGNI HREKKVISI P&1TA EC FVCSTI DOLLARINN SEAf HANN &TAKKUNDIR DýNUMA SÍNA ■" Er stjórn- leysið alls ráðandi? Kæri Velvakandi! Svo virðist sem stjórnendum ýmissa þátta hjá ríkissjón- varpinu séu engin takmörk sett. Vil ég sérstaklega vitna í þátt er var á dagskrá föstudaginn 7. apríl, þegar stjórnandinn fékk til viðtals virtan sóknarprest, ungl- inga á fermingaraldri og Sverri Stormsker. Ég spyr: Hvaða hags- muni hafa sjónvarpsmenn af því að vera sífellt að hampa Sverri Stormsker? Svona villutrúarmaður ætti ekki að fá tækifæri til að predika yfir alþjóð og er þessi þáttur til skammar fyrir sjónvarpið, stofn- un, sem í öðru orðinu telur sér skylt að flytja þjóðinni menningar- legt efni. Fræðsluvarpið er mjög gott og þarflegt og vil ég þakka fyrir það, en þarf þá kvölddagskráin „að fara í vaskinn“ í staðinn? Það er með ólíkindum hvað popphljómsveitir fá mikinn tíma í dagskrá sjónvarpsins, þegar sára sjaldan (eða aldrei) er sýnt frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar- innar og annarra sem flytja klassíska tónlist. Einnig eru hér margir góðir kórar og einsöngvar- ar, sem flytja árlega stærri og smærri verk, en ráðamenn sjón- varpsins setja upp „svip“ ef á það er minnst að þeir taki eitthvað af þessu menningarlega efni til flutnings. Hér tala ég af reynslu. Svo er hvert heimili í landinu skyldugt að borga afnotagjald hvort sem nokkuð er horfandi á eður ei. Ein óánægð Á FÖRNUM VEGI Heimilis- rekstur þyngist stöðugt Sclfossi. ÞAÐ Á fyrir hverjum manni að liggja að láta enda ná saman eins og sagt er eða sjá fyrir sér og sínum. Sérhvert heimili hefur sínar þarfir en heimilisreksturinn hefur ætíð ákveðinn grunn, fæði og klæði, húsnæðiskostnað, fasta- gjöld og ferðakostnað svo eitt- hvað sé nefht. Vaxandi ólga er nú í þjóðfélaginu og kröfur settar firam um launahækkanir. Það er því forvitnilegt að fá af því ör- litla nasasjón hversu há peninga- upphæð fer til heimilisrekstrar hjá fólki. Klemenz Erlingsson það er skömm að því að nefna 50 þúsund sem lágmarkslaun," sagði Klemenz. Best að fá stöðugleika Nokkrir íbúar á Selfossi voru inntir eftir kostnaði þeirra við heimilisreksturinn. Fólk tók því vel að segja til um þann kostnað og álit á þeim launakröfum sem helst ber á um þessar mundir. Það þarf að hækka þá lægstlaunuðu „Ég er með fimm manna fjöl- skyldu og þetta fer ekki undir 60 þúsund á mánuði og þá tek ég með í reikninginn mat, rafmagn og hita,“ sagði Klemenz Erlingsson starfs- maður í Sundhöll Selfoss þar sem hann var á leið út úr Vöruhúsi KA eftir innkaupaferð með frúnni. „Það má segja að það sé kannski hægt að komast af með þetta. Ég er ekki ósáttur við þær launa- kröfur sem settar eru fram. Það þarf að hækka þá mest sem eru undir 60 þúsundum en hækkun til hinna á að vera stiglækkandi. En Jóhann Marinósson hjúkrunarfor- stjóri var á leið inn í hverfisverslun- ina Hornið. „Þetta eru svona 120 þúsund sem fara til heimilisins og þá tel ég allt með en við erum 6 í heimili. Matarkostnaðurinn er í kringum 70 þúsund. Það væri auð- vitað best ef verðhækkanir væru ekki og hægt að halda því stöðugu sem fæst fyrir kaupið. Það er betra en stöðugur eltingaleikur. Varðandi verkföllin þá finnst mér það alltaf jafn-furðulegt að þó marg- ir mánuðir séu til stefnu til að semja þá þarf alltaf að koma til verkfalla, en launakröfurnar sýna að fólk er að berjast fyrir því að fá fyrir aukn- um kostnaði sem það verður fyrir,“ sagði Jóhann Marinósson. Kostnaðurinn óx eftir verðstöðvun „Við erum fjögur í heimili og ætli ég þurfi ekki svona 100 þúsund Víkverji skrifar Yíkveiji tekur undir ábendingu Helga Hálfdanarsonar í Morg- unblaðsgrein: „Af hliðstæðum í-órðum er orð- skrípið gallerí líkast til einna fárán- legast. Þetta gæti að sjálfsögðu aldrei tálizt boðlegt tökuorð, heldur einungis kjánaleg sletta, sem því miður er orðin myndlistarfólki til vanvirðu. Ekki er þörfinni tii að dreifa, því nóg er af íslenzkum orð- um, sem annazt gætu þetta hlut- verk með prýði, hvað annað! Ég man að fyrir mörgum árum hefur fram komið bæði myndhús og list- hús og vafalast kæmi margt fleira til greina . . .“ Gísli Jónsson, menntaskólakenn- ari, greinir frá því í ágætum íslenzkuþætti að Jónas Hallgríms- son hafi búið til nýyrðið Ijósvaki. Gísli segir hinsvegar að þótt orðið sé fagurt og frægt, þyki honum allóþarft að tala í tíma og ótíma um „ljósvakamiðla“ (útvarp og sjón- varp). Þá sé hátíðlegt um of. Þess- vegna tali hann oft um vörpin eins og blöðin. Þetta hefur heyrzt í vörpum og sést í blöðum. xxx Víkveiji fékk á dögunum í hend- ur frumvarp til laga um tiltek- ið efni. Ekki er ætlunin að rekja efnisatriði þess. Það vakti hinsveg- ar athygli að á skjalinu, sem frum- varpið geymdi, stóð: „1058 ár frá stofnun Alþingis. 111. löggjafarþing." Þrátt fyrir háan aldur er Alþingi ekki elzta stofnun þjóðarinnar sem enn starfar að hliðstæðum verkefn- um og í upphafi vegferðar. Sveitar- félögin, hrepparnir, rekja rætur til enn eldri tíma. Hinir fornu hreppar höfðu m.a. á sinni könnu eins konar trygging- ar. Þá bær brann eða búsmali féll bættu allir. Akveðnar reglur giltu og um framfærslu veikburða og fullorðinna. Hér var vagga trygg- inga meðal germanskra þjóða. Akvæði af þessu tagi höfðu staðið um nokkurn tíma þegar Alþingi var stofnað á Þingvöllum við Oxará 930. En kemur þessi forneskja sam- tímanum eitthvað við? Svo kann einhver að spyija. Varðar krónu trésins eitthvað um rætur þess? Eða skipta ræturnar máske ekki minna máli en fagurgræn blöð í skammtíma, sem verða skjótt jarð- vegur þeirra? xxx að er lenzka — og hefur lengi verið — að reka dægurhorn í sveitarstjómir og þingheim. Stund- um af nokkru tilefni. Stundum ómaklega. En það er gott til þess að víta að fólk og samtök fólks geti gagnrýnt stjórnvöld. Lýðræði og þingræði, sem við búum við, eru langt frá því galla- laus fyrirbæri. (Kannski sem betur fer.) Þau hafa ýmsa agnúa. Stjórn- skipun okkar er engu að síður sú bezta sem mannkyn þekkir. Og hún hefur þann höfuðkost að geta þró- ast friðsamlega frá annmörkum sínum. Þeim Víkveija, sem hér skrifar á skjá, þykir þetta „eilífa“ dægur- mál, sem stundum er kallað þjóð- málaþras, hafa fleiri jákvæðar hlið- ar en neikvæðar, þrátt fyrir allt. Þeir sem þekkja lýðræði, þingræði og tilheyrandi einstaklingsbundin mannréttindi aðeins af afspurn — og það gildir um meirihluta þjóða og mannkyns — vilja miklu til fórna að standa í sömu sporum og við. xxx ingheimur er trúlega þver- skurður af þjóðinni, sem hefur kjörið hann. Sumum finnst máske sem þjóðin hafi verið hroðvirk í vali þingfull- trúa. Ef svo er á hún við sjálfa sig að sakast. Trúlega gildir hið sama um þing- menn og aðra vinnuhópa í sam- félaginu, að starfshæfni einstakl- inganna er mismikil. Sérstaða þing- heims sem vinnuhóps er þó sú að kjósendur endurnýja hann á íjög- urra ára fresti, stundum tíðar. Víkveiji ætlar ekki að fjalla um verklag þess þings sem nú situr. Ef til vil! skortir það öðru fremur að dreifa betur verkefnum á þing- tímann, þann veg að einn hluti hans verði ekki allt að því verkleysa — en annar „flaustursverk" í tíma- þröng.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.