Morgunblaðið - 23.04.1989, Qupperneq 31
i jMÖRGUNBLAÐIÐ SAMSAÍFIMIÐ SUNNUDAGUR 23. APRÍL 1989.............. ............., , , , ,, C 31
Bjarni Guðmundsson, blaða-
fulltrúi ríkisins, tekur innkast.
Sá meiddi borinn af leikvelli við mikinn fögnuð áhorfenda, sem voru fjölmargir eins og sjá má.
SÍMTALIÐ...
ER VIÐ VALGEIR GUÐJÓNSSON TÓNLISTARMANN
Gaman væriað
bijota hefðina
„Halló.“
- Góðan dag. Valgeir?
„Það er hann.“
- Þetta er á Morgunbiaðinu
Friðrika Benónýs heiti ég. Mig
langaði að ræða við þig um ferð-
ina til Sviss.
„Eg ætlaði nú ekki að hafa
neinn hamagang í kringum
þetta...“
- Leggst þetta eitthvað illa í
þig?
„Nei, nei, en ég er búinn að
prófa þetta einu sinni og held að
hamagangur og læti séu ekki það
sem koma skal. Annars leggst
þetta ágætlega í mig. Þetta er í
sjálfu sér mjög áhugavert fyrir-
bæri þessi tröllaukna sjónvarpsút-
sending og ýmsir stælar í kringum
þetta sem gaman er að fylgjast
með, þótt maður sé ekki endilega
sammála. Það er áhugaverður
staður Eurovision vígvöllurinn.“
- Vígvöllur? Er mikil barátta
bak við tjöldin?
„Það eru ýmsir sem leggja mik-
ið upp úr því að vinna og eiga
meira undir því en við íslending-
ar.“
- Væri ekki alveg skelfilegt ef
við ynnum?
„Ja, það
minnsta kosti
nógu gaman, en
ég held nú ekki að
íslendingar þurfi
að hafa áhyggjur
af því.“
- Stefnirðu á
sextánda sætið
eins og hefðin býð-
ur?
„Nei, við skul-
um segja að ég
stefni að því að
bijóta hefðina til
annarar hvorrar
áttarinnar."
- Nú hefur kom-
ið fram að það sé
von á fjölgun í fjöl-
skyldunni hjá
þér um svipað leyti og keppnin
fer fram...
„Já, um það bil hálfum mánuði
seinna svo þetta er engin óskatími
fyrir mig og ef fæðingin hefði
staðið til á sama tíma og keppnin
hefði ég fengið einhvern annan
til að fara fyrir mig.“
- Hvers vegna valdirðu nánast
óþekktan söngvara til að flytja
lagið?
„Eg vissi af því að Daníel er
góður söngvari og hafði verið að
gera góða hluti með hljómsveit-
inni Nýdönsk, en hann er lítið
þekktur og það var nánast skil-
yrði frá minni hálfu.“
- Hvers vegna?
„Það eru ekki það mörg tæki-
færi fyrir nýtt fólk að láta að sér
kveða. Við eigum fullt af hæfi-
leikafólki sem hefur löngun og
getu til þess en kemst ekki að.
Og mér finnst ekki að þessi keppni
eigi að vera elítukeppni gamalla
poppara.“
- Varstu óhress með fyrirkomu-
lag kepninnar núna?
„Já. Og er enn. Fyrirkomulagið
sem verið hefur er miklu skemmti-
legra fyrir fólkið
stofu og
gefur aukna
möguleika á því að
eitthvað nýtt komi
fram.“
- Heldurðu að
þú sendir lög í
Eurovisionkeppn-
ina oftar?
„Nei, ég á ekki
von á því. Ég held
þetta sé orðið gott
í bili.“
- Jæja, Valgeir.
Ég þakka þér fyrir
spjallið og óska
þér góðrar ferðar.
„Takk. Bless-
uð.“
- Blessaður.
væri að
Valgeir Guðjónsson
i
egar alþingi tók til starfa
haustið 1978 voru ungu menn-
irnir úr Alþýðuflokknum áberandi,
og var rætt um það manna á með-
al að ný kynslóð hefði lagt undir
sig þingið. Einn þessara ungu
manna var Finnur Torfi Stefáns-
son, 31 árs lögfræðingur úr Hafn-
arfirði.
Hljótt hefur verið um Finn Torfa
síðustu árin, enda þingmaðurinn
fyrrverandi búsettur í Los Angeles
í Bandaríkjunum. Þar hefur hann
dvalið ásamt íjölskyldu sinni, Eddu
Þórarinsdóttur leikkonu og synin-
um Fróða, í þrjú ár og lagt stund
á tónsmíðar.
En hvað var það sem fékk
stjórnmálamann til að snúa við
blaðinu og gerast tónskáld?
Finnur Torfi sagði í símtali við
Morgunblaðið, að hann hefði á
sínum tíma verið ákveðinn í að
gerast stjórnmálamaður og því
lagt stund á stjórnmálafræði við
Háskólann í Manchester í tvö ár,
eftir að þann lauk lagaprófi frá
Háskóla íslands. Þegar heim kom
setti hann á stofn lögfræðiskrif-
stofu í Reykjavík og var einnig
varabæjarfulltrúi í Hafnarfirði áð-
ur en hann fór á þing. „Ég sat á
þingi í tvö ár, en tapaði þá þingsæt-
inu í kjölfar þingrofs. Síðan fékk
ég umdeilda stöðu í dómsmála-
ráðuneytinu sem umboðsfulltrúi
almennings, en þegar til lengdar
lét þá átti ekki við mig að vinna
þar.
Ég var á báðum áttum hvort
ég ætti að snúa mér að stjórn-
málum aftur eða fara að gera eitt-
hvað allt annað. Komst svo að
þeirri niðurstöðu að mín manngerð
væri ekki sérlega eftirsótt í stjórn-
málum um þessar mundir og sneri
mér því að tónlistinni."
Fiðla i stað flugvélar
Finnur Torfi var enginn ný-
græðingur á tónlistarsviðinu því
hann hafði spilað með mörgum
rokkhljómsveitum hippatímans,
var lengst í Óðmönnum, þar sem
hann spilaði á sólógítar. „Ég
undibjó það hægt og rólega að
gerast tónskáld, var í einkatíma
hjá Jóni Þórarinssyni og lauk BA-
prófi frá Tónlistarskólanum.
Keypti síðan fiðlu sem Helga Þór-
arinsdóttir kenndi mér á, þá orðinn
35 ára gamall, og var því stundum
kallaður í gamni undrakarlinn."
Guðmundur Árni Stefánsson,
bróðir Finns og bæjarstjóri í Hafn-
arfirði, sagði reyndar að Finnur
hefði selt flugvélina sína og keypt
sér fiðlu í staðinn. Finnur Torfi er
með atvinnuréttindi sem flugmað-
HVAR
ERU ÞAU
NÚ?
ALÞINGISMAÐ URINN
FINNUR TORFI
STEFÁNSSON
Þingmaður-
inn sem varð
tónskáld
ur og fylgdist gjarnan úr lofti með
sprettunni hjá bændum þegar hann
var þingmaður Norðulandskjör-
dæmis vestra.
Með meistara
Finnur Torfi hefur nú lokið
mastersgráðu frá Kaliforníuháskó-
lanum í Los Angeles og í fyrrasum-
ar var mastersverkefni hans valið
úr hópi verka til flutnings þar í
borg. Hann er nú kominn í doktors-
nám og kennir jafnframt með nám-
inu, en mestur tími hans fer þó í
að semja. Segist hann hafa verið
stálheppinn, því hann hafi farið
með tónsmíðar sínar til Bretans
Brians Ferneyhough, sem er einn
eftirsóttasti tónsmíðakennari í hópi
evrópskra tónskálda, og hann hafi
strax boðið honum að koma í eink-
atíma.
í framtíðinni hefur Finnur Torfi
hugsað sér að semja góða tónlist
og bæta þar með örlitlu við
íslenska menningu.
STAPI
ÓÐMENN leika og syngja í kvöld.
Nýir ÓÐMENN
Kynnist ny'rri
Tónskáldið
„Mín manngerð var
ekki sérlega eftirsótt í
stjórnmálum um þessar
mundir og því ákvað ég
að snúa mér að tónlist-
inni.“