Morgunblaðið - 26.04.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.04.1989, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÓ MIÐVníUDÁGUR 26. APRIL 1989 Félag Sambandsfískframleiðenda og Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna: Aðalfiindir haldnir í skugga taprekstrar Stefinir 17-10% rekstrartap í frystingu AÐALFUNDIR Félags Sambands- fiskframleiðenda og Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna eru haldnir í þessari viku í skugga slæmrar afkomu, kjaradeilna og ótryggrar framtíðar. Formenn stjórna beggja samtakanna segja að um töluverðan taprekstur sé að ræða og ekkert bendi til hækk- unar afurðaverðs. Taprekstur frystingarinnar nemur hundruð- um milljóna og síðasta ár var dótt- urfyrirtækjunum í Bandaríkjun- um mjög erfitt og sömu sögu má segja um Icelandic Freezing Plants Ltd. í Bretlandi. Skýring slæmrar afkomu vestan hafs er fyrst og fremst verðfall á birgðum á fyrri hluta síðasta árs, en hækk- andi vextir og fjárfesting í búnaði og kostnaður við vöruþróOn og markaðssetningu var IFPL þung- ur í skauti á síðasta ári. Jón Ingvarsson, formaður stjómar SH, sagði stöðuna erfiða um þessar mundir: „Langvarandi hallarekstur allt frá árinu 1987 hefur dregið allan mátt úr rekstri fyrirtækjanna og eru þau því á engan hátt búin til að mæta frekari áföllum. í tæplega ár hefur frystingin verið rekin með verulegum halla þrátt fyrir 5% verð- Fiskiðjusamlag Húsavíkur: Taprekstri mætt með aukningu hlutafjár „ÚTKOMAN af rekstri Fiskiðju- samlags Húsavíkur af rekstri síðasta árs er ljót. Tap hefúr ver- ið umtalsvert, einkum í frystingu og rækjuvinnslu. Við erum því að vinna að aukningu hlutafjár til að rétta af taprekstur fyrri ára, en að öðru leyti vil ég ekki tjá mig um stöðuna fyrr en að loknum aðalfundi í maí,“ sagði Tryggvi Finnsson, framkvæmdastjóri Fisk- iðjusamlags Húsavíkur, í samtali við Morgunblaðið. Tryggvi sagði, að rétta þyrfti af taprekstur fyrri ára hjá Fiskiðjusam- laginu og útgerðarfyrirtækinu Höfða hf. í því skyni væri verið að ræða við eigendur fyrirtækjanna um aukn- ingu hlutafjár og jafnframt farið þess á leit við Atvinnutryggingasjóð útflutningsgreina að hann iánaði hluthöfum fé til aukningar hlutafjár. Reiknað væri með því að lán til þess fengjust og málin skýrðust því á, næstunni. „Reksturinn hefur verið erfiður. Við skuldum of mikið til of skamms tíma. Fiskveiðasjóður hefur reyndar lengt Jánstíma á öllum lánum fisk- vinnslunnar um helming og við erum einnig að ræða við aðra lánardrottna svo sem bankana um lengingu lánstíma," sagði Tryggvi. VEÐURYFIRLIT Á HÁDEGI í GÆR ÞETTA kort er byggt á veðurlýsingu gærdagsins, sent frá Englandi í gegn um gervihnött og tekið af veðurkortarita hjá Radíómiðun, Grandagarði, Reykjavík. Vegna verkfalls Félags íslenzkra náttúru- fræðinga eru ekki gerðar veðurspár hjá Veðurstofu Islands og verða lesendur Morgunblaðsins því sjálfir að spá í veðrið, eins og þeim er lagið. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma Staður Akureyri kl. 18 Reykjavík kl. 18 hitl veður ■i-3 snjóél 1 léttskýjað Bergen Helsinki Kaupmannah. Narssarssuaq Nuuk Osló Stokkhólmur Þórshöfn 15 skýjað 14 rigning 13 skýjað Aþena Amsterdam Berlin Belgrad Briissel Frankfurt 23 léttskýjað 7 rigning 16 rigning 21 skýjað 13 rigning Staður hitl veður Genf 15 rigning Hamborg 7 rigning Kaíró 35 heiðskírt Kanarí 16 skúr London 7 skúr Madnd 10 skúr Malaga 14 skúr Mallorca 16 skúr Marseille 14 skúr Moskva 12 léttskýjað París 8 skúr Prag 15 rigning Róm 24 skýjað Varsjá 16 rigning Vín 18 skýjað Ziirich 14 rigning uppbætur úr Verðjöfnunarsjóði. Út- litið í dag er vægast sagt mjög dapur- legt. í marga mánuði höfum við mátt hlusta á ótímabæra spádóma ráðherra um verðhækkanir á afurð- um erlendis, en þær hafa ekki séð dagsins ljós. Þeir sem bezt til þekkja á mörkuðum okkar erlendistelja litl- ar líkur til að um verulegar verð- breytingar verði að ræða. Að mánuði liðnum stendur ríkis- stjórnin frammi fyrir því, að bráða- birgðaaðgerðir hennar renna út. Þar með lækka tekjur frystingarinnar um nálægt 6% og þar við bætist að ósam- ið er við launafólk á hinum almenna vinnumarkaði. Samsvarandi launa- hækkun i fiskvinnslunni og hjá ríkis- starfsmönnum myndi þýða aukin útgjöld fyrir frystinguna um 2 til 2,5% og væri rekstrarhallinn þá kom- inn í 7 til 10% á komandi sumri,“ sagði Jón Ingvarsson. Tryggvi Finnsson, stjórnarfor- maður- SAFF, segir að frystingin sé rekin með tapi og þó tap sem hlut- fall af tekjum hafi einhvem tíma verið meira, séu byrðar taprekstrar síðustu ára þungar og mikil óvissa framundan. Kjarasamningar séu ógerðir, óvissa sé um framhald 5% niðurgreiðslu á gjaldeyri fyrir fryst- inguna, verðhækkanir á afurðum erlendis láti standa á sér og 30% verðbólga innan lands geri meira en éta upp allan hugsanlegan ávinning á erlendum mörkuðum. Frystingin hafi enga burði til að taka á sig inn- lendu verðbólguna og misgengi verð- lags hér heima og erlendis sé einn stærsti þáttur vandans. Aðalfundur SAFF verður haldinn í dag, miðvikudag, en fundir sölufyr- irtækjanna í Evrópu og Bandaríkjun- um á fimmtudag. Á fundinum í dag verða meðal annars erindi Halldórs Ásgrímssonar, sjávarútvegsráð- herra, Tryggva Finnssonar, form- anns stjórnar SAFF, og Árna Bene- diktssonar, framkvæmdastjóra SAFF, svo og erindi Sigurðar Mar- kússonar, framkvæmdastjóra Sjáv- arafurðadeildar Sambandsins. Aðalfundir Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna og dótturfyrirtækja hennar verða haldnir á fimmtudag og föstudag, en dagskrá þeirra er ekki að fullu frágengin. Morgunblaðið/Kristófer M. Kristinsson Uppboðsmarkaðurinn í Zeebrugge er sá eini í Evrópu sem er tölvuvæddur á gólfínu. Meðfram fiskkössunum er ekið raf- magnsbíl með stórri uppboðsklukku, vísir telur niður verðið en viðskiptavinir hafa þráðlausar útstöðvar og kaupa með því að styðja á hnapp. Vilja íslenskan físk á markað í Zeebrugge Brussel. Fró Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. FULLTRÚI frá fiskmarkaðin- umí Zeebrugge er væntanlegur til íslands í vikunni til að kanna áhuga íslendinga á þvi að sclja ferskan físk á markaðinum þar. Markaðurinn i Zeebrugge, sem er sá stærsti í Belgíu, er sá eini innan Evrópubandalags- ins sem er rekinn af einkaaðil- um. Að sögn forráðamana fyrirtæk- isins stefna þeir að því að byggja upp traust viðskiptatengsl við Is- lendinga með umtalsverða sölu á íslenskum fiski í huga. Fyrirtækið byijár á þessu ári framkvæmdir við nýjan fiskmarkað sem ætlað er að uppfylla ýtrustu heilbrigð- iskröfur Evrópubandalagsins samkvæmt reglugerð sem að öll- um líkindum verður lögð fram í haust. Ástæða þess að leitað er til íslendinga er sú að Belgar þekkja vel fisk frá íslandi og er það ljóst að ef vel er að staðið stendur enginn honum á sporði í gæðum. Til að byrja með gera Belgarnir ráð fyrir því að fara hægt af stað en líklegt er að í framtíðinni geti orðið um umtals- verð viðskipti að ræða hvort held- ur er með fisk sem fluttur er út í gámum eða seldur beint upp úr fiskiskipum. Innan Evrópubandalagsins er gert ráð fyrir því að ný heilbrigðis- reglugerð um meðferð á sjávaraf- urðum muni valda umtalsverðri fækkun á uppboðsmörkuðum inn- an bandalagsins. Aðstandendur fiskmarkaðarins í Zeebrugge hyggjast taka nýju aðstöðuna í notkun árið 1991. Markaðurinn verður sá fullkomnasti í Evrópu og við hann verður aðstaða til að taka á móti fiski bæði úr gámum og skipum. í þeim hluta húsnæðis- ins sem fiskur kemur í verður hitastigið á bilinu 0-4 gráður og stórar kæligeymslur verða notað- ar til að jafna framboð á markað- inum. Þetta gerir markaðinum kleift að taka á móti umtalsverðu magni i einu og selja það eftir hendinni á hæsta mögulega verði. í tengslum við markaðinn verða rekin fiskvinnslufyrirtæki sem ætti hvort tveggja í senn að auka og jafna eftirspurnina. Benedikt fær ekki biðlaun Krafan til þeirra fyrnist á flórum árum BENEDIKT Gröndal sendiherra fær ekki umbeðin biðlaun sem hann taldi sig eiga inni frá árinu 1982 er hann lét af starfi þing- manns og varð sendiherra. Friðrik Ólafsson skrifstofústjóri Alþingis segir að krafa Bencdikts til laun- anna hafi fyrnst á fjórum árum. Benedikt segir að hann hafi spurst fyrir um þetta sökum þess að tíðkast hafi að undanförnu að menn sem fari af þingi beint í önnur störf fái sex mánaða biðlaun. „Lagaákvæðið sem um er að ræða tók gildi 1980 Innflutningur á svínakjöti og kjúklingum: Sömu ástæður fyrir banni nú sem fyrr „ÞAÐ ERU lög í landinu sem banna innflutning á kjöti og því er svo sem sama hvaða álit maður hefúr á þessum hugmyndum um að flytja inn kjúklinga og svína- lqöt,“ sagði Páll A. Pálsson yfir- dýralæknir í samtali við Morgun- blaðið þegar hann var inntur álits á þeim umræðum sem verið hafa undanfarið um innflutning á þess- um kjöttegundum. Páll sagði að lögin hafi verið sett á sínum tíma fyrst og fremst til að varna því að ýmsir sjúkdómar bær- ust til landsins. Sömu ástæður giltu enn þann dag í dag. „Mörg dæmi eru þess, bæði ný og gömul, að ýmsir sjúkdómar hafa borist milíi landa með kjöti og eggj- um. Og þrátt fyrir að kjöt sé flutt á milli landa, til dæmis í Evrópu, er slíkur flutningur alls staðar vissum takmörkunum háður. Þegar sjúk- dómar gera vart við sig, svo sem svínapest eða gin- og klaufaveiki, þá eru allar reglur hertar. En í ýmsum löndun eru svipuð lög um kjötinnflutning og hér, til dæmis í Noregi og einnig í Nýja Sjálandi og Ástralíu, en auðviðtað er auðveld- ast að framfylgja svona lögum á eylandi eins og Islandi," sagði Páll A. Pálsson. og var búið að gilda í hálft anna ár er ég fór af þingi haustið 1982, segir Benedikt. „Það hvarflaði ekl að mér þá að spyija um þetta eð. neinum öðrum mér vitanlega." Benedikt sagði að þetta laga ákvæði hefði á sínum tíma verið set til að hjálpa til við að eldri þingmem létu af störfum og að endurnýjui þingsins yrði eðlileg. „Maður þekki það vel að þegar þingmenn hafa se tið lengi er eins óg þeir festist í far inu og það getur 'orðið efnahagsleg vandamál að slíta sig frá starfinu Því eru menn kannski að hamast vii að þrauka og sitja á þingi fram ai sjötugu," segir Benedikt. „Þessi vildum við koma í eðlilegt horf þann ig að þingmenn ættu Jéttara með ai hætta þingmennsku." Benedikt segir að nú sé byijað ac framkvæma þetta á allt annan hát1 og það sé ástæða þess að hann send þessa fyrirspurn til Alþingis. Hanr vilji sitja við sama borð og aðrir Hins vegar myndi hann, ef hanr sæti á Alþingi nú, styðja það ac breyta þessu formi aftur til þess serr það var upphaflega hugsað. Friðrik Olafsson segir að þarna sé um gloppu að ræða í lögunum. í þefm hafi ekki verið gert ráð fyrir að þingmenn sem fara beint í önnur störf fái biðlaun. Orðalag laganna sé hins vegar þannig að túlka megi þau á þennan hátt. Frumvarp til breytinga á þessum lögum liggur nú fyrir og segir Friðrik æskilegt að það verði samþykkt á þessu þingi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.