Morgunblaðið - 26.04.1989, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.04.1989, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 1989 Snæbjörg Aðalmund- ardóttir — Kveðjuorð Fædd 26. apríl 1896 Dáin 27. mars 1989 Óðum fækkar þeim íslendingum sem fæddust um eða fyrir síðustu aldamót. Þeir kveðja nú gjörbreytt- an heim frá því sem var, fyrir því nær heilli öld. Æviskeið aldamóta- manna er ævintýri líkast, svo rryög sem lífsmunstur allt hefur tekið stakkaskiptum frá fyrri tíð. Snæbjörg Sigríður Aðaímundar- dóttir fæddist á Elrjjámsstöðum á Langanesi 26. apríl 1896. Aðal- mundur, lengst af bóndi á Eldjárns- stöðum, var Jónsson, Þorsteinsson- ar, Jónssonar, bænda þar. Móðir Snæbjargar var Hansína Guðrún, fædd á Brimnesi á Langanesi, Benj- amínsdóttir, Ásmundssonar, frá Hallgilsstöðum í Fnjóskadal, Sölva- sonar og Guðnýjar Eymundsdóttur á Fagranesi, Eymundar Eymunds- sonar og Asu Pétursdóttur (Ey- mundarætt). Móðir Aðalmundar var Ingibjörg Jónsdóttir á Hraunfelli í Vopnafírði, Jónssonar og Valgerðar Sigurðardóttur. I æsku Snæbjargar var mann- margt á Eldjámsstöðum, ýmist tví- eða þríbýli. Hún rann þar upp sem fífill í túni, ásamt þrem systkinum, Jóhönnu, Jónasi og Ásu, sem öll eru látin. Hún varð kona gullfalleg, dökkhærð, fagureyg; nokkuð þétt en þó nett á velli og létt í lund. Mikið var unnið, ógjaman setið auðum höndum, jafnvel þó smáar væm, störfin margþætt. Maður var manns gaman. Með iðjusemi, ítmstu sparsemi og ráðdeild komst fólk af, þótt ekki væri auður í garði. Að minnsta kosti var ekki matarskortur. Reyndar var talið að í harðindum fæddu Langanes og Melrakkaslétta betur sína, en marg- ar aðrar sveitir Þingeyjarsýslu. Það gerði gagn til lands og sjávar og munaði þar drúgt um rekavið, bæði til eldiviðar og smíða. Hér hlýt ég að segja svolítið nán- ar frá Aðalmundi, móðurafa mínum, föður Snæbjargar, enda víst að það væri henni rr\jög kært. Hann var hinn mesti heiðursmaður. AUharður og strangur faðir, harð- t GUÐMUNDUR JÓHANNSSON frá AAalbreia, MlðflrAi, andaðist I Sjúkrahúsinu Hvammstanga 23. apríl. Fyrlr hönd ættingja, Amý Krlstófersdóttir. t Ástkær eiginkona mín og móðir, SIGRÍDUR JAKOBSDÓTTIR, Vfðlmel 60, lóst í Landakotsspitala þann 17. april 1989. Jarðarförin hefur farið fram ( kyrrþey að ósk hinnar lótnu. GuAmundur Torfason, Kristlnn Guðmundsson. t Móöir mfn, systir okkar og dóttir, ÁGÚSTA KRISTINSDÓTTIR, er látin. Hjördfs Arnardóttir, GuArún Krlstinsdóttir, SlgurAur Kristinsson, Anna Bryndfs Kristinsdóttlr, Krtstlnn Hallsson. t Móðirokkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, HELGA FINNSDÓTTIR, lést þann 25. apríl sl. Fyrir hönd aðstandenda, Finnur Sigurjónsson, Henný D. Sigurjónsdóttir, Ólöf Slgurjónsdóttir, Pálfna Sigurjónsdóttir, Jóhanna S. Ellerup, Sigrún Dúfa Helgadóttir, Helgi Eiríksson, Sigmundur R. Helgason, Frode Ellerup, Gunnar Karlsson. t Okkar kæra móðir, tengdamóðir, amma og langamma, MARIE DAVÍÐSON, andaðist á heimili sínu Rauöalæk 6 í Reykjavík 13. apríl 1989. Jaröarförin hefur fariö fram. ÞÖkkum samúð og vinarhug. Olav Davfö Davfðson, Sólveig Kr. Davfðson, Dagmar Davfðson Gröntvedt, Kóre Gröntvedt, Elnar Davfðsson, Sigrfður Árnadóttir, Þórdfs Skaptadóttir, Valur Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, HÁKON BJARNASON fyrrv. skógræktarstjóri, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 28. apríl kl. 10.30. Guðrún Bjarnason. astur þó við sjálfan sig, en elskuleg- ur, hlýr og góður afi. Áreiðanlegur í orðum og gjörðum, og naut því virðingar sveitunga sinna. Um langa tíð var hann meðhjálpari við Saúðaneskirkju og stefnuvottur í Sauðaneshreppi. Embættismenn sveitarinnar, séra Þórður Oddgeirs- son og Eggert Einarsson læknir, allt að því tilbáðu þennan sæmdar- bónda. Sveitarpóstur var hann í mörg ár, átti gæðinga, en fór þó samt oft á tveimur jafnfljótum. Á ferð sinni hljóp hann við fót, og sló ekki af, hvort heldur var á brattann að sækja eða hallaði undan fæti og mæddist aldrei. Vinnuþrek hans var með ólíkindum og gilti einu hvort staðið var við slátt eða róið til fískj- ar, t.d. frá Eiði, með vini hans Daníel Jónssyni bónda þar. Bærist sendibréf í Eldjámsstað, lét hann sig ekki muna um að hlaupa með það strax að kvöldi, jafnvel þó væri yfír Ijall að fara (í Fagranes). Slík var dygð hans og trúmennska í smáu sem stóm. Afi Aðalmundar varð ekkjumað- ur þegar yngsta bamið, Snæbjörg, var aðeins tíu ára. Kona hans, Guð- rún Benjamínsdóttir, dó 17. október 1907. Um nokkurt skeið hélt hann búskap áfram, uns sonurinn Jónas og kona hans, Guðrún Jóhanns- dóttir, tóku við. Löngu síðar lá leið til Þórshafnar, og þar dó hann 11. mars 1940. Þá er að segja frekar frá Snæ- björgu. Tvisvar í bernsku varð skammt á milli heims og helju. Tveggja ára var hún nær dauða en lífí úr kíghósta, og sex ára brennd- ist hún illa, þegar kviknaði í olíu úr ljósalampa, sem brotnaði. Ör bar hún æ síðan, þó ekki í andliti. Að öðm leyti minntist Snæbjörg æsku- og unglingsára sinna með gleði og þökk. Kannaðist alls ekki við ein- angran, þaðan af síður lífsleiða. Margt fólk á öllum aldri, heima og á næstu bæjum svo sem Gmnd, Ytra-Lóni og Hlíð, nóg að starfa. Stöku sinnum var slegið upp balli og dansað fram á rauða nótt. Ball var þá svo mikið ævintýri, að um sextugt sagði Snæbjörg mér frá því með glampa í augum, þegar sveit- ungi hennar, ungur og glæsijegur, Hólmsteinn Helgason frá Ásseli, síðar oddviti og útgerðarmaður á Raufarhöfn bauð henni á paraball. Hólmsteinn skráði síðar á spjöld sögunnar óvæntan atburð, þegar hvítabjöm kom í Eldjámsstað frostaveturinn 1918. Rómuð var hugprýði og dirfska Jóhönnu, systur Snæbjargar, þegar hún snaraðist fáklædd, þótt bangsi væri kominn í bæinn, til útihúsa, þar sem bænd- ur vom að gegningum og lét vita af háskanum. Hvítabjöminn var skotinn ofan af bæjarburst. Snæbjörg fór fyrst að heiman 18 ára í kaupavinnu til séra Jóns Halldórssonar á Sauðanesi og var þar sumarlangt. Ári síðar lá leið til Akureyrar og þaðan í kaupavinnu í Eyjafirði og er þá komið að hjú- skaparmálum hennar, sem urðu all- flókin. Sumarið góða á Sauðanesi kynntist hún verðandi ástmanni sínum, Magnúsi Ámasyni, sem nú var orðinn bóndi og jámsmiður í Ytra-Dalsgerði og giftur Helgu Árnadóttur. Æviþræðir Snæbjarg- ar og Magnúsar spunnust saman. Kann ég ekki um að tala, en vitna í greinargott viðtal við Snæbjörgu í bókaflokknum „Aldnir hafa orðið“ VI. bindi 1977. Hún segir sjálf frá: „Það fór þó svo, að ég varð kaupa- kona hjá þeim Magnúsi og Helgu, og virðist eftir á, að ég hafí átt meira erindi til Eyjaíjarðar en að fá mér nýjar tennur, því þar hef ég átt heima síðan, í rúm sextíu ár. Það fór eins og fyrri daginn, að við Magnús drógumst saman. Við vomm um margt lík og okkur féll vel að vinna saman og vomm eins og sköpuð hvort fyrir annað. Svo féllum við hvort fyrir öðm og ást okkar bar ávöxt. Oþarft er að segja frá því, að þegar svona var komið var margt talað. Sársauki varð heldur ekki umflúinn. En það var þó nokkur raunabót, að við Helga gátum talað saman um vandamálin, þótt vonbrigði hennar væm sár, og er það ekki vandskilið. En ástamál okkar Magnúsar urðu meiri, því við áttum eftir að eignast fímm böm. Fyrst eignuð- umst við fjórar dætur og svo einn son. Þá á ég að hafa sagt: Guði sé lof, nú get ég hætt.“ Þarna fer'ekkert á milli mála. Það er þessu góða og grandvara fólki til ævarandi hróss, hvemig það brást við erfiðleikum í fjölskyldu- lífi, og leysti úr málum, að því marki sem það er hægt, og hélt áfram að lifa án allrar þykkju eða óvildar. Hálfsystkinunum öllum, fimm af hvorri móður, hefur einatt komið ágætlega saman. Magnús Ámason hitti ég nokkr- um sinnum á heimili hans og Snæ- bjargar á Akureyri fyrr á ámm, einnig á þingum SÍBS. Hann var dagfarsprúður maður, talaði með lágri kliðandi rödd, var afar vel máli farinn, dverghagur og hið mesta valmenni. Hann lést 24. mars 1959. Þó skólaganga Snæbjargar yrði lítil sem engin, utan lærdóms til fermingar, varð hún sannmenntuð í lífsins skóla. Allt fas hennar og framkoma hefði sæmt hvaða tign- arkonu sem var. Oft talaði hún um sumrin sjö (1937-1944), þegar hún vann á Hótel Goðafossi hjá Jóninnu Sigurðardóttur, hvað sér hafí orðið sú vist notadrjúg, lærdómsrík og skemmtileg. Þar dvöldu oft eftir- minnilegir og nafntogaðir garpar, skáld og listamenn. Þar gaf Lax- ness henni gælunafnið „Svarta dúf- Minning: * Arni Markússon Fæddur 25. desember 1917 Dáinn 14. apríl 1989 Föstudaginn 14. apríl lést í Landakotsspítala mágur minn, Árni Markússon. Hann var einstaklega Misritun í minningargrein hér í blaðinu á laugardag varð bæjarnafnið Smyrlaberg að Smyrlabjörgum. Var þetta í minningargrein um Hjálmar Stefánsson. Beðist er velvirðingar á mistökunum um leið og bæjarnaf- nið er leiðrétt. ljúfur og elskulegur maður. Það sýndi hann best hvað hann var konu sinni seinni góður alla tíð. Alltaf var gott að koma til Árna og Sistu, alltaf heitt á könnunni og alltaf um nóg að tala. Ámi var mjög fróður maður og sagði skemmtilega frá. Hann var draumspakur svo af bar og vissi meira en margur hélt. Fáa þekki ég sem unna heimili sínu meira en hann gerði. Ég þakka Árna alla hans vináttu og hvað hann reyndist systur minni góður lífsförunautur. Megi algóður guð styrkja hana í sorg sinni. Guð blessi minningu Áma Markússonar. an“ og kunni hún því vel. Frá bemsku sagði Snæbjörg frá álfum, huldufólki og framliðnum, sem hún sá og umgekkst eins og af þessum heimi væri. Fór þó dult með. Þegar ég lét í Ijós, að í þessum efnum gæti hún sagt mér sannieik- ann, en ekki gefíð mér trúna, leit hún á mig með samúð og skiln- ingi, en þó með brosi. Litla stúlkan á Eldjámsstöðum sem talin var dáin úr kíghósta tveggja ára, en lifði samt, átti langt líf fyrir höndum. Létt í lund, falleg og skemmtileg, náði hún 92ja ára aldri, jafnan við góða heilsu. Hún fékk að deyja hægt og hljótt, með litlum fyrirvara, eins og hún hafði óskað, vonað og beðið. Spjalli Erlings Daviðssonar rit- stjóra við Snæbjörgu fyrir nokkram ámm lýkur með þessum orðum hennar: „Á síðari ámm hef ég no- tið bama minna og bamabama og búið í skjóli þeirra. Þá hef ég notið þess að hafa eignast óteljandi vini á langri leið, vini, sem halda við mig tryggð og bera mig á höndum sér. Ég veit ekki hvemig á þessu stendur, en þannig er það og mér hlýnar um hjartað í hvert sinn er ég mæti vináttu og tryggð sam- ferðafólksins." Börn Snæbjargar og Magnúsar em: Hrefna, Þorgerður, Guðný, Guðrún og Aðalmundur (annar af tveimur á landinu með því nafni). Bamaböm og bamabamaböm em fjöldamörg. Allt er þetta fríðleiks- fólk og vel gert til hugar og handa. Aðalmundur og Guðrún, afí minn og amma, mega vel við una, hvem- ig grein Snæbjargar hefur bmmað á ættarmeiði þeirra. Jóhannes Arason Elskuleg amma mín kvaddi 27. mars á upprisunni, fermingardag næst elsta sonar okkar. Amma var svo heppin að vera alla sína löngu ævi frísk bæði á ííkama og sál. En hún varð bráðkvödd mánuði fyrir 93 ára afmæli sitt. Bömin okkar ijögur fengu öll að kynnast henni, langömmu sinni, og munu þau ætíð búa að því. Sævar, maður minn, minnist þess er við giftum okkur og er hann hitti ömmu á heimili pabba og Hilke, þá sagði amma ákveðin eins og hennar var von og vísa að hún og engin önnur skyldi festa nellikuna í jakkahnappagatið. Og hafði hann gaman af hversu ákveðin amma var og skemmtileg. Þær bemskuminningar er ég á um ömmu og afa, Magnús Ámason, em ljúfar og hlýjar. Amma, Snsébjörg, bjó þeim einkar vistlegt heimili og gott var að njóta hlýju og um- hyggju þeirra. Nú em þau bæði látin, en afkomendur þeirra njóta þeirra hlýju um ókomin ár. Blessuð sé minning þeirra, Auður og Qölskylda Ég fínn mig knúna til að hripa örfáar línur í minningu Snæbjargar Aðalmundardóttur, hafi hún þökk fyrir allt og allt. Skelfíng var nú oft gaman þegar við vomm upp á okkar besta og vissum og skildum hve lánsamar við vomm að mega njóta fegurðar lífsins en jafnvel þótt élið skylli á og leiðir skildu þá er minningin skýr og verður eilíft, ljós. Hittumst ef til vill handan hafsins. Veri hún kvödd. Fv. tengdadóttir, Gyða. „Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga. Að heilsast og kveðjast það er lífsins saga.“ (P.J.B.) Þórunn Benjamínsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.