Morgunblaðið - 26.04.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.04.1989, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 1989 Barnasjúkraþjálfun - hvað er nú það? eftir Unni Guttormsdóttur Á tímum þorskastríðs hins fyrsta Einu sinni í fyrndinni, um það leyti er þorskastríðið hið fyrsta var háð hér norður í ballarhafi, eignuðust hjón nokkur bam. Það er að sönnu ekki saga til næsta bæjar þó hjón eignist afkvæmi — náttúran er alltaf söm við sig. En barnið var fremur slappt eftir fæðinguna og lint við bijóstið — saug illa. Þó klappað væri vingjarnlega á axlir foreldr- anna, og sagt „þetta lagast", þá tók bamið ekki mark á því og hélt áfram að nærast illa. Og ekki nóg með það. Barnið var óvært, hrein dag og nótt og nótt og dag, og það gekk illa að hugga það. Foreldrarnir gengu á milli ýmissa fræðinga, og oftar en ekki fengu þau „þetta eldist af honum“. Vikur og mánuðir liðu. Bamið dafnaði illa, það bar sig ekki eftir gullum eins og önnur böm, slefaði mikið, það var erfitt að klæða það í og úr, að ekki sé rætt um hvað erfitt var að koma á það bleyju vegna þess hve fæturn- ir leituðu ævinlega í kross. „Sjáum hvað setur,“ sögðu þeir sem leitað var til. En ekki settist bamið upp, varla að það héldi höfði, og ekki velti það sér eða skreið. Foreldramir voru farnir að halda að eitthvað væri meira en lítið að þeim sjálfum, úttauguð og skjálfandi horfðu þau á augasteininn sinn, og vissu ekki sitt ijúkandi ráð. Bamið horfði á þau stórum augum, og brosti. Það létti aðeins á sálartetrinu þegar barnið brosti. En skelfing voru þau ein. Komust varla út úr húsi, því enginn" fékkst til. að h'ta eftir baminu. Þó var nóg um ráðleggingar varðandi uppeldið, ekki vantaði það. „Bíðum ögn lengur, þetta á eftir að jafna sig.“ Það var eins og barninu væri skítsama um hvað allir sögðu, það jafnaði sig bara ekki neitt, að verða tveggja vetra og ekki farið að bera fyrir sig fætuma, hvað þá það héldi skikkanlega höfði. „Heyr á endemi! Er barnið ekki farið að ganga? Að verða tveggja „Nú haldið þið auðvitað að þetta sé ævintýri eða hugarburður. Svo er þó ekki. Þessi saga er al- veg dagsönn. Olyginn sagði mér, og það ekki ólygnari manneskja en móðir barnsins. Hún er ekki sú eina. Þessa sömu sögu kunna fjöl- margir foreldrar líkamlega og/eða and- lega vanheilla barna.“ ára! Þetta verður að athuga nánar! Hvernig stendur á því að þið hafið ekki komið með það fyrr?!“ Þetta sögðu fræðingarnir og var mikið niðri fyrir. Foreldrarnir stundu. Nú var allt heilbrigðiskerfið eins og það lagði sig sett í gang, rann- sókn á rannsókn ofan án þess að það kæmi eiginlega nokkur haldbær skýring á því af hveiju barnið væri eins og það var. Það var bara svona og ekki meira með það. Loksins var farið að hlusta á blessaða foreldrana — eða var það? Nú fannst þeim að þyrfti að gera eitthvað. Bara eitt- hvað. Var til dæmis hægt að laga þetta með skurðaðgerð ... eða lyfj- um ... eða grasaseyði ... eða gat hönd að handan gert eitthvað ... eða var einhver hinum megin við hafið serri ...? Þannig hrönnuðust spurningarnar upp, án þess að nein veruleg lausn fengist á málinu. Eig- inlega voru foreldrarnir engu nær, og alveg jafn ein með barnið sitt. 'En hvað með þjálfun? „Þjálfun? Það þýðir ekki að senda svona ung börn í þjálfun. Þau hafa ekki gagn af henni fyrr en þau eru farin að sýna meiri skilning." Það var nú það. Nú haldið þið auðvitað að þetta sé ævintýri eða hugarburður. Svo er þó ekki. Þessi saga er alveg dag- sönn. Ólyginn sagði mér, og það ekki ólygnari manneskja en móðir bamsins. Hún er ekki sú eina. Þessa sömu sögu kunna íjölmargir foreldr- Laugavegi71 II. hæð Slmi 10770 ar líkamlega og/eða andlega van- heilla^barna. Á tímum hvalastríðs hins mikla Síðan eru liðin mörg ár, og heil- mikið vatn runnið til sjávar enda stríðum við ekki lengur um þorskinn, heldur miklu æðri skepnur, sem sé hvali í hafinu, og ekki við nein fyrr- verandi heimsveldi. Nei, onei. Síðan hefur heilbrigðiskerfinu fleygt fram, og þeir sem ljá börnum eins og því sem að ofan greinir og foreldrum þeirra lið hafa margfaldast að um- máli og flatarmáli. Og þykir sumum nóg um. Sprenglært fólk hefur snúið til átthaganna eftir margra ára sérnám erlendis og fjölmargir hafa hlotið menntun sína hér heima líka. Ymsum deildum og stofnunum hefur verið komið á kreik. Þó undrun sæti að engin eiginleg sérhönnuð bamadeild við sjúkrahús á öllu landinu hafi litið dagsins ljós, hefur heill barnaspítali verið stofnaður og fyrir 13 árum opnuð við hann Vöku- deild með afburða færu starfsfólki, sem tekur á móti sjúkum, nýfæddum börnum. Greiningar- og ráðgjafar- stöð ríkisins var, eins og svo margar stöðvar er leiðbeina börnum og for- eldrum þeirra, stofnuð af elju og dugnaði foreldranna ásamt öðru góðu fólki, og verða nú ekki fleiri stofnanir tíundaðar hér. Saga gjörgæsludeildar nýbura hér á landi er ekki löng, en eftir tilkomu hennar, ásamt góðu mæðraeftirliti, fór dánartíðni nýbura stórum lækk- andi, og er nú svo komið að alþjóðleg- ar heilbrigðisskýrslur sýna að hún er með þeim allra lægstu í heiminum. Þessa er alloft minnst á hátíðis- og tyllidögum af stjómendum þessa lands. Mannréttindastríðið Nú á tímum brambolts og breyt- inga finnst víst flestum það sjálfsögð mannréttindi að blessuð börnin, framtíð Islands, njóti virðingar og fái þá bestu umönnun sem völ er á hveiju sinni. Það verða líka að telj- ast sjálfsögð mannréttindi að foreldr- ar þroskaskertra barna fái þann stuðning sem þeim ber á erfiðum tímuin. Nu em þeir tímar fyrir bí 'sem lýst var í upphafi þessa greinarkorns Greinarhöfúndur að störfum. — að mestu. Með tilkomu Vökudeild- ar Barnaspítala Hringsins hefur ald- ur þeirra barna, sem nú er vísað til sjúkraþjálfa og annarra sérfaghópa greinilega farið lækkandi. Mikið er í húfi að þau börn sem grunuð em um sköddun á heila og/eða þroska- skerðingu, greinist sem fyrst svo unnt sé að grípa í taumana með við- eigandi meðferð á meðan miðtauga- kerfi þeirra er enn í hvað örastri mótun. Unnið er að því með þjálfun og ýmiss konar örvun að börn með skertan þroska nái fullri færni á við jafnaldra sína eða nýti til fulls þá möguleika sem þau búa yfir. Mikils er um vert að góð samvinna og gagn- kvæm traust skapist í því starfi milli foreldra og barnaþjálfara, og slíkt traust vinnst ekki í einni hendingu. Það verða að teljast skýlaus mann- réttindi að fólk sem eytt hefur ómældum tíma í að sérmennta sig fái að starfa á því sviði og fái greidd laun í samræmi við menntun og ábyrgð í starfi. Það er mikil ábyrgð að vinna með fólk, og til þess þarf góða menntun og starfsreynslu. Svo er það líka „þjóðhagslega óhag- kvæmt“ að mennta fólk á einu sviði en missa það út í annað. Uppvakning pápískra tíma Nú eru „atvinnugóðmennin" í verkfalli. Forsætisráðherrann er lost- inn minnisleysi og finnst kröfur BHMR—manna vitfirringslegar. Á hugbúnaðaröld, þegar kropið er fyrir hugbúnaðarkunnáttu, hug- búnaðarferli, hugbúnaðarútflutningi og hugbúnaðarguðmávitahvað, fer manngildið fyrir lítið. En hvaða hug- búnaður er flóknari en mannsheilinn? Svari því hver sem vill. Vinnan við þann hugbúnað er lítils metin. Það er greinilega ekki sama hver hug- búnaðurinn er. Eru það ósanngjarnar kröfur okkar BHMR-manna sem vinnum við hugbúnað mannsheilans að krefjast sömu launa og þeir sem fást við takkastýrðan hugbúnað á fijálsum vinnumarkaði? Ef þeir kumpánar, Steingrímur, Ólafur Ragnar og Indriði, vilja forn- eskjuleg vinnubrögð og stefna að uppvakningu pápískra tírna, þykir þeim eflaust mikill fengur í Kross- bæninni. Bæninni sem engill guðs kom með af himnum og færði þeim heilaga páfa í Róm sem var bróðir Karlamagriúsar keisara og skrifaði fyrir nefndan páfa og færði þá bæn keisaranum. Um hana segir svo: „Kraftur bænarinnar er svo mikill að hvor sem hana á sér ber hann skal aldrei í sjó eða vktni drukkna, ei heldur brenna, ekki heldur galdur granda, ekki uppvakningar eða draugar og enginn vondra manna ásetningur. Og sú dándiskvinna sem bæn þessa á sér ber mun aldr- ei sitt fóstur með miklum harmak- vælum fæða, ei heldur dautt bera, heldur skal móðirin líf og heil- brigði hafa, en barnið skirn og sköpun rétta.“ Hér liggur greinilega lausn allra verðandi foreldra. Og er ekki hér líka komin lausn á efnahagsvanda heil- brigðisþjónustunnar á silfurfati? Höfundur er yfírsjúki-aþjálfari á Barnaspítala Hringsins. Frönsk kvikmyndavika: FRÖNSK EÐALFYNDNI KVIKMYIMPIR Arnaldur Indriðason Allt í steik („Bonjour l’ang- isse“). Leikstjóri og höfúndur: Pierre Tchernia. Aðalhlutverk: Michel Serrault. Allt í steik er tvímælalaust fyndnasta franska gamanmyndin sem hingað hefur komið síðan Þrír menn og ein karfa var sýnd, einnig á franskri kvikmyndaviku í Regnboganum. Hún segir frá hinum einstak- lega óframfæma og sífellt áhyggjufulla Michaud, starfs- manni í öryggisbúnaðarfyrirtæki sem eftir 37 ár hefur ekki getað unnið sig upp að ráði vegna ólæknandi dáðleysis en tekur að lokum á sig rögg og verður sú hetja sem hann þráir að vera. Það er ekki veikan blett að finna í þessari ánægjulegu og bráðfyndnu gamanmynd og íðilsnjöllu karakterstúdíu Pierre Tchemia um undirgefna undir- manninn sem berst gegn tak- mörkunum sínum og sigrar. Grínleikarinn Michaul Serrault er jafn dásamlega lítilmótlegur í byijun og hann er reffilegur í lok- in þegar hann hefur frelsast und- an oki hugleysisins. Myndin gerist að mestu innan fyrirtækisins en Tchemia gefur frábærlega lág- stemmda, hæðnislega lýsingu á hraða fyrirtækjalífsins og for- stjórastressi með einföldum brell- um eins og Tati-legum gler- hurðabröndurum. Míðaldabrokk Hugrekki („Sans peur et sans reproche"). Leikstjóri: Térard Jugnot. Sögutími hugrekkis er lok fimmtándu aldar og sögusviðið er herferðir Frakka inn og út úr ít- alíu. Hér er þó alls ekki um sögu- lega stórmynd að ræða, miklu frekar spaugilega ómynd sem á miðaldahúmor Monty Pythons mikið að þakka. Hin yfirgengilega og oft stjóm- lausa gamansemi þessa riddara- farsa hittir stundum í mark en fyrr en varir verður maður leiður á hinu sífellda brokki á milli sömu kastalanna þar sem sömu aðals- mönnunum er hent út um glugga og sömu aðalsfrúnum er nauðgað og sömu haysarnir rúlla um gólf. Vísanir í poppmenningu nútímans tilheyra; mátturinn er með honum, segir hinn einhenti kapteinn Bellabre um ofurriddarann Terra- il, ungar sveitastúlkur grátbiðja riddarann um eiginhandaráritanir. Það er gaman að alvöruleysinu en mitt í því öllu leitast leikstjór- inn Gjerard Jugnot við að kvik- mynda „alvöru" ástarsögu sem verður aldrei annað en meinlegt stílbrot innan um broslegt mið- aldabrokkið. Leikararnir eru sérstaklega vel stilltir inn á gamansemina og margar persónurnar eins og Karl III Frakkakóngur eru frábærar grínútgáfur. En myndin sjálf er í besta falli góður brandari; kjána- leg en fjörug endaleysa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.