Morgunblaðið - 26.04.1989, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.04.1989, Blaðsíða 7
MÓRGUNBIÍAÓIÐ:MIÐVIKÚlk&UR 26. APRÍL 1989 Bílverð hefur hækkað langt umfram laun og annað verðlag; Range Rover 112% dýrari nú en 1987 VERÐ Á bílum hefur hækkað mikið að undanförnu og síðan í jan- úar 1987 hefúr það hækkað um 66% til 112%. Á sama tíma hefúr framfærsluvísitalan hækkað um 55% og laun sérhæfðs verkafólks í fiskvinnslu um 38%. Hækkaðar álögur hins opinbera eru meginskýr- ing verðhækkunarinnar og, að sögn Jónasar Þórs Steinarssonar framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins, meginskýring þess hruns sem orðið hefur í bílasölu á síðustu mánuðum. Innflutningsgjöld af bifreiðum hafa hækkað verulega síðan í mars 1986, þegar þau lækkuðu í kjölfar kjarasamninga. Þá var bílum skipt í sjö flokka eftir stærð og bifreiða- gjaldið var frá 0% í minnsta flokkn- um upp í 32% í þeim stærsta. Nú er gjaldið frá 16% upp í 66%. Jónas Þór segir þessa skattlagn- ingu skýra hrun í sölu nýrra bíla á liðnum mánuðum, enda um hreina ofsköttun að ræða. Meðal afleiðinga ofsköttunarinnar sé að ríkissjóður tapar um tveggja milljarða króna tekjum, sem gert hafði verið ráð fyrir í forsendum fjárlaga. „Það vill gleymast að þótt þarna sé notað- ur gjaldeyrir, þá skapar þessi notk- un hans vinnu, auk beinna tekna til ríkissjóðs. Ef 250 þúsund krónur í gjaldeyri fara í að kaupa bíl, þá fær ríkið annað eins, en ef þú ferð til útlanda fyrir sömu upphæð, hvar er þá tekjumyndunin?“ Morgunblaðið kannaði hve mikið bilar af nokkrum algengum gerðum hafa hækkað í verði frá janúar 1987 til mars 1989, eða á rúmum tveimur árum. Til samanburðar eru höfð laun sérhæfðs verkafólks í fiskvinnslu, eftir fimm ára starf, einnig framfærsluvísitala. Lada Lux sker sig úr, hefur hækkað um 66,5% á þessum tíma, milliflokkarn- ir hafa hækkað nálægt 95% og Range Rover um 112,4%. Á sama tíma hafa launin hækkað um 38,2% og framfærsluvísitalan um 55,1%. (160,39 kr. á tfmann) ■JfWJI1138,2 Etifiid (221,65 kr.) 100,0 (296.000 kr.) Daihatsu Charade Subaru 1800 (560.000 kr.) Volvo 740 GL Range Rover Vogue l 112,4%| (3.590.000 kr.) Já, bílarnir hafa hækkað! Samanburður á launum f fiskvinnslu, framfærslu- visitölu og verði nokkurra bílategunda [ i januar 1987 og í mars 1989 v__ L.aun i fiskvinnslu Framfærsluvfsitala Skattamál Þýzk-íslenzka: Lögtakskrafa tekin fyrir 18. maí „Urskurður ríkisskattaneftidar áfellisdómur yfir ríkisskattstj óra, “ segir Jón Steinar Gunnlaugsson LÖGTAKSKRAFA Gjaldheimtunnar í Reykjavík vegna skattskulda Þýzk-íslenzka verður tekin fyrir i fógetarétti 18. maí næstkom- andi, að sögn Guðmundar Vignis Jósepssonar, gjaldheimtustjóra, nema Gjaldheimtunni berist fyrirmæli um annað frá ríkisskatt- sfjóra. Fjárhæð kröfúnnar var upphaflega um 45 milljónir króna en gjaldheimtusljóri áætlar að með áföllnum vöxtum sé hún nú komin í á sjöunda tug milljóna. Lögtakskrafan var þingfest í febrú- ar á fyrra ári. Framhald málsins liefúr beðið úrskurðar ríkis- skattanefiidar, sem fékk málið til meðferðar frá nóvember 1987, er fyrirtækið kærði endurálagningu ríkiskattsljóra, og hefúr nefndin nú vísað ft-á kröfúm beggja aðila, fyrirtækisins og ríkis- skattstjóra, vegna vanreifúnar. Jón Steinar Gunnlaugsson, lög- maður Þýzk-íslenzka, segir að í úrskurði ríkisskattanefndar felist áfellisdómur yfir vinnubrögðum ríkisskattstjóra í málinu og verði leitað lögtaks muni lögmæti álagn- ingarinnar véfengt fyrir dómstól- um. í niðurstöðum ríkisskattanefnd- ar segir meðal annars að viður- kennt sé af hálfu kærandans, Þýzk-íslenzka , að framtöl ársins 1985 og eldri ára hefðu verið ófull- nægjandi með þeim hætti að árs- reikningar sem fylgdu hafi ekki stuðst við fullnægjandi bókhald. Álagning opinberra gjalda þeirra ára, sem leiðréttingar sé krafist á, hafi því ekki stuðst við við- hlítandi framtalsgögn. Af hálfu kæranda hafi ekki verið bætt úr ágöllum með þeim hætti að unnt sé að taka kröfur hans til efnislegr- ar umfjöllunar. Þá segir að ríkisskattstjóri hafi við endurákvörðun opinberra gjalda fyrirtækisins eingöngu stuðst við nýtt skattframtal kær- anda fyrir 1985 en, áður en gjöld- in væru endurákvörðuð, hefði hon- um, með tilvísun til ákvæða laga um tekju- og eignaskatt, verið rétt að fara fram á rannsókn skatt- rannsóknarstjóra á framtalinu eða krefja skattrannsóknarstjóra um skýrslu um athugun sem farið hafði fram á bókhaldi og skattskil- um Þýzk-íslenzka vegna rekstrar- ársins 1984. Hafi það verið sér- staklega brýnt með tilliti til þess að bókhald fyrirtækisins fyrir 1984 hafi ekki verið endurskoðað af löggiltum endurskoðanda og því hafi verið lýst yfir í bréfi stjórnar kæranda að ágallar væru á bók- haldinu bæði fyrir 1984 og fyrri ár. Framtal og ársreikningar hafi og bersýnilega ekki verið byggt á viðhlítandi grundvelli. Jón Steinar Gunnlaugsson sagði mál þetta þannig vaxið að for- svarsmenn Þýzk-íslenzka hefðu frá upphafi leitað eftir samvinnu við yfirvöld um löglega og réttláta nið- urstöðu um hvaða gjöld því bæri að greiða og hafi forsvarsmenn þess vænst lögmætrar og réttlátrar málsmeðferðar. Af hálfu ríkis- skattstjóra hefði þeim hins vegar verið meinað að njóta þess hagræð- is sem lög heimili og með úrskurði ríkisskattanefndar liggi fyrir að endurálagning ríkisskattstjóra hafi ekki verið byggð á löglegum grunni. Ljóst sé að leiti innheimtu- maður ríkissjóðs eftir lögtaki vegna þessarar kröfu verði lög- mæti álagningarinnar borið undir dómstóla. Jón Steinar sagðist telja að úrskurður ríkisskattanefndar væri áfellisdómur yfir vinnubrögð- um ríkisskattstjóra í þessu máli. Eins og fram kom í blaðinu í gær lítur Garðar Valdimarsson ríkisskattstjóri þannig á að með úrskurði ríkisskattanefnda sé mál- inu lokið af hálfu skattayfirvalda, krafan á heldur Þýzk-íslenzka standi óhögguð og bíði aðgerða innheimtumanns ríkissjóðs. Hjá ríkissaksóknara hefur af- greiðsla opinberrar rannsóknar á fjárreiðum Þýzk-íslenzka einnig beðið niðurstöðu ríkisskattanefnd- ar. Hallvarður Einvarðsson ríkis- saksóknari sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði ekki fengið í hendur margnefndan úr- skurð og vildi hann ekkert segja um hvert yrði næsta skref ákæru- valdsins í málinu. Ungmennafélögin með landhreinsun Átta þúsund manns hreinsa meðfram þjóðvegum Ungmennafélögin í landinu munu í sumar gangast fyrir einu umfangsmesta hreinsunarátaki til þessa. Helgina 10.-11. júní verður rusl hreinsað meðfrain 5.000 km af þjóðvegum landsins og munu þá um 8.000 félagar úr 233 ungmennafélögum taka höndum saman um hreinsunarátakið. Gert er ráð fyrir að safii- að verði saman um eitt hundrað tonnum af rusli. kvæmdastjóra landhreinsunar- innar. Ungmennafélögin hafa, eins og kunnugt er, lengi haft um- hverfisvernd á stefnuskrá sinni og hafa mörg þeirra haft á ári hveiju ákveðinn hreinsunardag í sínu byggðarlagi. Reynslan af slíku framtaki hefur leitt til stór- bættrar umgengni, að sögn Jó- hönnu Leópoldsdóttur, fram- Jóhanna sagði að allir væru velkomnir til þátttöku í land- hreinsuninni, ekki aðeins ung- mennafélagar, heldur allir aðrir sem áhuga hefðu. Eingöngu verður unnið í sjálfboðavinnu og í samvinnu við sveitarfélögin verður lögð áhersla á að ganga frá sorpi á sómasamlegan hátt. Jóhanna sagði að einnota um- búðir flæddu nú yfir landið og hefði mörgum félögum þótt heill- aráð að nýta hið mikla og víðtæka afl, sem ungmennafé- lögin byggju yfir, til að lyfta grettistaki í umhverfismálum. Því hefði verið ákveðið að taka myndarlega til hendinni um land allt og gangast síðan fyrir þjóð- arátaki um bætta umgengni um landið. Framkvæmd landhreinsunar- innar verður þannig að hvert ungmennafélag sér um að heinsa 15-20 km svæði á heimaslóðum. Félög í þéttbýli, svo sem Breiða- blik, Stjaman, Grótta, Fjölnir og Víkveiji, munu hinsvegar ein- beita sér að hreinsun fjallvega. „Þetta átak er ekki aðeins hugs- að sem hreinsunarátak heldur líka til að vekja fólk til um- hugsunar um bætta umgengni við landið okkar,“ sagði Jóhanna. Þeir, sem áhuga hafa á þátt- töku í landhreinsuninni, eru beðnir um að hafa samband við viðkomandi ungmennafélög eða þjónustumiðstöð UMFI í Reykjavík. Fólk er í hættu vegna skotmanna Vogum. „Fólk er í verulegr: hættu,“ sagði Björgvin Lúthersson, hreppsnefúdarmaður i Höftium, i samtali við fréttaritara Morg- unblaðsins vegna skotmanna, sem gert hafa vart við sig í sand- græðslunni í Höfnum að undan- förnu. „Það er skotið á allt sem hreyfist í þeirri trú að á ferðinni séu fugl- ar. Það eru margir, sem hafa af þessu þungar áhyggjur enda mikið um ferðir fólks á þessu svæði og lögregla hefur haft afskipti af nokkrum skotmönnum að undan- förnu,“ sagði Björgvin. - EG Blönduós: Fjórir tekn- ir vegna ölv- unaraksturs Blönduósi. ÓVENJU mikið var um ölvunar- akstur í A-Húnavatnssýslu um síðustu helgi, að sögn lögregl- unnar á Blönduósi. í einu tilvik- inu endaði ökuferð utan vegar án verulegra slysa á fólki, en bifireið ónýt talin. I öðru tilfelli þurfti lögreglan að elta Bakkus undir stýri frá Blönduósi fram í Blöndudal um 40 kílómetra leið. Eins og áður er getið var óvenju mikið um ölvunarakstur um sl. helgi, en alls voru 4 ökumenn tekn- ir grunaðir um ölvun við akstur. Að sögn lögreglunnar byijaði þessi ógæfuhrina aðfaranótt laugardags- ins og síðasta tilfellið var rétt eftir hádegi á mánudag. Á sunnudag þurfti lögreglan að hafa afskipti af ökumanni vegna gruns um ölvunar- akstur en sá sinnti ekki stöðvunar- merki lögreglunnar. Eftir töluverð- an eltingaleik tókst að stöðva öku- manninn fram í Blöndudal. Smá- vægilegar skemmdir urðu á báðum bílunum vegna eftirfararinnar. Auk þessa sem að framan greinir varð árekstur tveggja bifreiða á Hrúta- fjarðarhálsi um miðjan dag á mánu- dag. Töluverðar skemmdir urðu á bílunum en ekki er vitað til að um slys á fólki hafi verið að ræða. Jón Sig. Btombera eldavélar - úrvals vestur-þýskt merki. 5 gerðir — 5 litir. Hagstætt verð. Góð greiðslukjör. ____________ÍiÉiíi___ Einar Farestveit&Co.hff. BORQARTÚIMI28, SÍM116996. L«IA 4 stoppar vlð dymar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.