Morgunblaðið - 26.04.1989, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.04.1989, Blaðsíða 35
*e MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. APRIL 1989 35 Agnar Þ. Elías- son — Kveðjuorð Fæddur 25. febrúar 1942 Dáinn 24. mars 1989 Þann 4. apríl síðastliðinn var jarðsunginn frændi minn og vinur Agnar Þórir Elíasson. Agnar var duglegur og alltaf tilbúinn til að aðstoða þá, sem á hjálp þurftu að halda. Við Agnar ólumst upp í Ólafsvík og sú æskuvinátta er mér ógleymanleg. Hjá ömmu Fanneyju og afa Þórarni í Mýrarhúsum var samkomustaður barnanna. Agnar lét sig ekki vanta í hópinn og var hann hrókur ails fagnaðar. Síðar flutti Agnar til Hafnarfjarðar og ég erlendis, en þrátt fyrir ijarlægð- ina héldum við Agnar alltaf vin- skapinn. Leiðir okkar lágu aftur saman og aldrei urðum við þreyttir á því að rifja upp æsku- og ungl- ingsár okkar úr Ölafsvík. Vinur þinn er þér allt. Hann er akur sálarinnar, þar sem samúð þinni er sáð og gleði þín uppskorin. Hann er brauð þitt og arineldur. Þú kemur til hans svangur og í leit að friði. Þegar vinur þinn talar, þá andmæl- ir þú honum óttalaust eða ert hon- um samþykkur af heilum hug. Og þegar hann þegir, skiljið þig hvor annan. (Spámaðurinn). Lilju, börnum, tengdasyni og barnabörnum er vottuð innileg sam- úð og megi guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Bragi Eyjólfsson Föstudagurinn langi varð í hug- um okkar sem syrgjum Agnar Elís- son vissulega langur og dimmur, en hann varð bráðkvaddur á heim- ili sínu að kvöldi 24. mars sl. Þrautagöngu með erfiðan sjúkdóm var lokið, þar sem hann var manna meðvitaðastur um að lokin gætu komið hvenær sem væri. Agnar var Ólsari eins og sagt er á Snæfellsnesi, fæddur í Ólafsvík 24. febrúar 1942 þar sem hann ólst upp í stórum systkinahópi. Snemma var farið að vinna hvað eina sem til féll, eins og algengt er í sjávar- plássum. Hugur Agnars var mjög tengdur öllu sem að sjávarstörfum laut, og stundaði hann sjó og þótti hans rúm ætíð vel skipað. Agnari kynntist ég ekki fyrr en hann staðfesti ráð sitt og giftist Lilju Pálsdóttur ættaðri úr Breiðafjarðareyjum. Þeim varð þriggja barna auðið; Eggert, Anna María og Agnes. Eggert sem var elstur misstu þau í bílslysi 18 ára gamlan. Sár var sá fleinn sem allt- af sveið en sameiginlega báru þau þá byrði Lilja og Agnar. Fyrstu árin bjuggu þau í Ólafsvík en síðar í Hafnarfirði og síðast í Reykjavík á Meistaravöllum 25 þar sem hann var húsvörður og einnig stundaði hann aðra vinnu svo sem akstur. Alltaf var reynt að vinna, kannski meira en kraftar leyfðu. Tvisvar fór hann til útlanda að leita sér lækninga en allt kom fyrir ekki, sjúkdómurinn hafði sinn gang. Alltaf fannst utanbæjarkonunni að vestan gaman að koma á Meist- aravelli 25 og heilsa upp á fólkið. Alltaf var spurt frétta, spjallað um fiskirí og fiskimenn og var Agnar allra manna glaðastur í þeirri um- ræðu. I huga mér er minningin um Agnar Elísson björt svo enga skugga ber þar á, hjálpsamur, ræð- inn og glaður þrátt fyrir þjáninguna sem oft var stutt undan. Sú er von mín og trú að breiðfirsk seigla og dugnaður ásamt trú á góðan Guð hjálpi Lilju og börnum hennar * Asgerður Andrés- dóttir - Kveðjuorð Fædd 7. september 1922 Dáin l.apríl 1989 Elsku Gerða mín er dáin, hefur kvatt mig í hinsta sinn. Við Gerða kynntumst er við störfuðum saman í Hagkaup á Laugaveginum og héldum áfram góðu samEandi eftir að ég hætti þar störfum. Gerða var einstök kona. Lítil og smágerð en samt svo stór og sterk. Hennar styrkur kom glögglega í ljós er hún stríddi við þá sjúkdóma er á hana lögðust síðustu þijú árin. Hún barmaði sér aldrei svo ég heyrði, gerði þá frekar grín að öilu saman og talaði hlýlega um læknana sína. Já, það var alltaf stutt í gamansem- ina og hláturinn hjá Gerðu. Hennar hlýleiki og góðmennska laðaði mig að henni og það var auðvelt að láta sér þykja vænt um hana. Er ég kveð hana nú þakka ég innilega fyrir það að hafa kynnst henni og fyrir þær góðu stundir er við áttum saman. Far þú i friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Ég votta Jóni eiginmanni hennar og öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð og bið Guð um að styrkja Jón og hugga því missir hans er sannarlega mestur og sorg- in dýpst. Sigga IMÁMSAÐSTOÐ á lokasprettinum fyrir vorprófin Innritun í síma 79233 kl. 15-18 virka daga Nemendaþjónustan sf. Leiðsögn sf. áfram lífsgönguna þótt nú syrti að. Barnabörnin þeirra tveggja lýsa upp tilveruna og auka okkur trú á að lífið haldi áfram. Kærar þakkir fyrir allar góðu stundirnar. Megi algóður Guð vernda og vaka yfir fjölskyldu hans. Megi minningin um góðan dreng og góðan heimilisföður lýsa upp og sefa sorgina. Kærar þakkir og kveðjur frá fjöl- skylduni Höfðagötu 23, Stykkis- hólmi. Unnur Lára Fáein orð um minn kæra bróður, Agnar Þóri, sem varð bráðkvaddur á heimili sínu að kvöldi 24. mars sl. Við verðum sennilega seint við- búnin þegar kaliið kemur, og sér- lega þegar menn eru kallaðir burt í blóma lífsins. Við fráfall hans leita á hugann margar minningar. Aggi, eins og hann var ávallt kallaður, hafði átt við alvarleg veik- indi að stríða í mörg ár, en tekið því með karlmennsku og gert lítið úr þeim. Hann fæddist í Ólafsvík og ólst þar upp til fullorðinsára. Hann stundaði sjómennsku og ýmis störf, eins og gengur og gerist í sjávar- plássum, og var alls staðar eftirsótt- ur starfskraftur. Síðar flutti hann með fjölskyidu sína til Hafnarfjarð- ar og svo til Reykjavíkur, þar sem hann bjó síðustu árin. Þar starfaði hann aðallega sem atvinnubílstjóri, og var ávallt vel liðinn áf viðskipta- vinum og vinnufélögum sínum. Aggi var mikill húmoristi. Hann hafði skemmtilegan frásagnarhæfi- leika og þegar hann sagði frá sér- kennilegum samferðamönnum, með glampa og glettni í augum, hreif hann með sér alla sem í kringum hann voru. Hann var fljótur til, ef einhver var hjálpar þurfi og hugs- aði vel um fjölskyldu sína. Giftur var hann Lilju Pálsdóttur og hefur hún staðið sig vel í þess- ari raun. Þeim varð þriggja barna auðið, en urðu fyrir því áfalli að missa son sinn í bílslysi 1980. Lilja mín. Ég og fjölskylda mín biðjum algóðan Guð að styrkja þig og fjölskyldu þína í sorg ykkar. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, siðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (H.P.) Rósa t SIGURBORG HANSDÓTTIR er lést 21. apríl, verður jarðsungiri frá Fossvogskirkju fimmtudag- inn 27. apríl kl. 10.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. Börnin. t Móðir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, JÓNÍNA JÓHANNSDÓTTIR, áðurtil heimilis Hraunbæ 114, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 28. aprfl kl. 13.30. Lilja Jóelsdóttir, Jóhann Jóelsson, Hafdis Jóelsdóttir, Leifur Jóelsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA ÓLAFSDÓTTIR, Hafnarbraut 49, Höfn í Hornafirði, sem lést í Landspítalanum 20. apríl sl., verður jarðsungin frá Hafnarkirkju í Hornafirði laugardaginn 29. apríl 1989 kl. 14.00. Einar Björn Einarsson, Ólafur Einarsson, Anna Benidiktsdóttir, Einar B. Einarsson, Sigrún B. Ásgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, MAGNEA ÁGÚSTA ODDGEIRSDÓTTIR, Langagerði 112, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 28. apríl kl. 10.30f.h. Jarðsett verður í Lágafellskirkjugarði. Jón Þór Ólafsson, Hildur Svavarsdóttir, Sjöfn Ólafsdóttir, Tómas Rögnvaldsson, Gunnar Ólafsson, Þórey Valdimarsdóttír, Svanberg Ólafsson, Kristin Erlendsdóttir, Ómar Ólafsson, Hrefna Snæhólm, og barnabörn. t Móðursystir okkar, GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR frá Fosskoti, Miðfirði, sem lést á Sólvangi í Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Frfkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 27. apríl klukkan 15.00. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Sólvang, Hafnar- firði. Fyrir hönd aðastandenda, Erla Jónsdóttir, Baldur Jónsson. t Eiginkona mín, dóttir, móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTÍN INGUNN HARALDSDÓTTIR, Fellsmúla 12, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 27. apríl kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað en þeim, sem vildu minnast hennar er bent á Hjartavernd. Björn Einarsson, Haraldur Sigurðsson, Inga Þórðardóttir, Þorlákur Pétursson, Áslaug Þórðardóttir, Bragi Svavarsson, Sigrfður Sverrisdóttir, Úlfar Aðalsteinsson, Stefanía Björnsdóttir og barnabörn. t Hjartanlegar þakkir til allra þeirra, er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför föður míns, afa og bróður okkar, KARLS GUNNLAUGSSONAR, Lynghaga 28, Reykjavík. Börkur Karlsson, Karl Trausti Barkarson, Jón Gunnlaugsson, Ottó Gunnlaugsson, Þórhalla Gunnlaugsdóttir. t Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför GUÐMUNDAR Á. MAGNÚSSONAR járnsmiðs, Bústaðavegi 87. Svava Sch. Jónsdóttir, Björgvin Guðmundsson, Kristfn Gunnarsdóttir, Dóra Petersen, Gunnar Petersen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.