Morgunblaðið - 26.04.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.04.1989, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. APRIL 1989 Hefur alltaf langað að skrifa ævintýri fyrir börn - segir Heiður Baldursdóttir kennari „ALLT frá því ég var krakki hefur irtig langað til að skrifa ævintýri fyrir börn,“ sagði Heiður Baldursdóttir kennari, sem hlaut Islensku barnabóka- verðlaunin í ár fyrir ævintýra- bókina Álagadalinn, sem er fyrsta bók hennar. „Þegar ég var tíu ára ætlaði ég að skrifa ævintýri og byijaði að skrifa í þykka bók sem ég myndskreytti. Seinna þegar ég var kominn í Kennaraháskólann, varð mér ljóst að í ævintýrum takast söguhetjurnar á við ýmis vandamál og oft er um að ræða yeikleika eða vandræði hjá sögu- hetjunum, sem þær síðan sigrast á,“ sagði Heiður. „í ævintýrum er tekist á við góð og ill öfl og hið góða sigra að lokum en það er b'ömum mjög mikilvægt,“ sagði Heiður. „Það var ekki fyrr en ég eignaðist tölvu að ég gaf mér tíma til að skrifa þetta ævin- týri. Þetta var mjög skemmtileg- ur tími og ég vildi gjarnan skrifa fleiri bækur.“ Heiður sagði að dæturnar tvær, þær Brynhildur og Þórey Mjallhvít hefðu hjálpað sér mikið og reynst harðir dómarar. „Þær lásu bókina þegar hún var tilbúin og komu þá með góðar ábending- ar og leiðréttu það sem þeim fannst ekki geta staðist. Þetta voru bæði góðar og þarfar ábend- ingar,“ .sagði Heiður. Álagadalurinn er saga syst- ranna Gígju og Krúsu sem ganga inn í ævintýraveröld og hitta þar eldfjörugar píslir, sem líkjast börnum en eru þó ekki börn. Þær kynnast fugladrottningunni með silfurfjaðrimar, kettinum Kisa sem talar mannamál, Silfurdögg, Mána og hinu fólkinu sem býr í Álagadalnum. fram að ekki mætti gleyma mikil- vægi góðra bamabókmennta, sem skiptu miklu máli ef vilji væri til að styrkja framtíð íslenskrar tungu og stuðla að því að sú kynslóð sem nú er að vaxa úr grasi nái góðum tökum á íslensku. Ármann Kr. Einarsson rithöf- undur, sagði um leið og hann af- henti verðlaunin, 100 þús. krónur, að það væri sér sérstök ánægja að þau kæmu í hlut áður óþekkts rit- höfundar. „Það hefur lengi verið draumur minn að þessi verðlaun yrðu að veruleika því sjálfur átti ég í erfiðleikum með að koma út fyrstu bókunum mínum,“ sagði Ármann. í umsögn stjórnar sjóðsins um „Álagadalinn" segir: „Þetta er heillandi saga þar sem nútímabörn hverfa á vit ævintýrsins. Sagan er spennuþrungin og söguhetjurnar taka virkan þátt baráttu góðs og ills. Efnistök höfundar skírskota til reynsluheims íslenskra barna." íslensku barnabókaverðlaunin: Morgunblaðið/Bjarni Heiður Baldursdóttir ásamt dætrunum, þeim Þóreyju Mjaílhvít til vinstri og Brynhildi, en þær færðu móður sinni blóm í tilefni dagsins. Áður óþekktur höfundur verðlaunaður ÍSLENSKU barnabókaverðlaunin voru afhent í gær og er það Heið- ur Baldursdóttir kennari, sem hlýtur þau að þessu sinni fyrir ævin- týrabókina „Álagadalinn". Þetta er í fjórða sinn sem verðlaunin eru veitt og í öllum tilvikum fyrir fyrstu bók höfúndar. Rúmlega tutt- ugu handrit bárust í sagnakeppnina að þessu sinni. Megintilgangur Verðlaunasjóðs íslenskra barnabóka er að örva fólk til þess að skrifa bækur fyrir börn og unglinga og stuðla með því að auknu framboði á lesefhi fyrir æsku landsins. Sjóðurinn var stofnaður árið 1985 í tilefni af 70 ára afmæli Ármanns Kr. Einarssonar rithöf- undar af Bókaútgáfunni Vöku - Heigafell ásamt fjölskyldu Ár- manns og nú í ár gerðist Barna- vinafélagið Sumargjöf formlegur aðiji að sjóðnum. í ávarpi Ólafs Ragnarssonar, formanns stjórnar sjóðsins, kom Kirkjutónleikar haldnir í Bóstaðakirkju 26. apríl SÆNSKA sópransöngkonan Berit Hallqvist og orgelleikarinn Lars G. Fredriksson halda kirkjutónleika í Bústaðakirkju í dag, miðviku- daginn 26. apríl kl. 20.30. Sópransöngkonan Berit Hallqvist hefur komið fram í mörgum löndum sem einsöngvari. Hún er einnig þekkt sem söngkennari og kennir nú aðallega við tónlistarháskólann í Stokkhóimi. Lars G. Fredriksson er einn af mörgum ungum orgelleikurum í Svíþjóð. Hann er orgelleikari í Markúsarkirkjunni í Stokkhólmi, en hún er vel þekkt fyrir mikið tón- leikahald. Hann kemur fram sem einleikari á orgel og undirleikari. Vorið 1990 mun hann leika orgei- konsert Duprés með Fílharmóníu- hljómsveit Stokkhólms. Þetta er fyrsta heimsókn Berit og Lars tii íslands. Charles McPherson saxófón- leikari leikur á afinælistónleik- um Heita pottsins á miðviku- dags- og fimmtudagskvöld. Charles Mc- Pherson í pottinum Djassklúbbur Reykvíkinga, Heiti potturinn í Duus-húsi, á tveggja ára afmæli um þessar mundir. Af því tilefni verður afinælishátíð dagana 26. og 27. apríl. Bandaríski saxófónleikarinn Charles McPherson leikur á hátíð- inni við undirleik Árna Scheving á víbrafón, Egils B. Hreinssonar á píanó, Tómasar R. Einarssonar á kontrabassa og Birgis Baldursson- ar á trommur. Charles McPherson ólst upp í Detroit á sjötta áratugnum. Þar bjó þá fjölmennur hópur mikilhæfra djassmanna. Nefna má Elvin Jo- nes, Tommy Flanagan, Paul Cham- bers og Pepper Adams. Tvítugur að aidri flutti McPherson til New York og var fljótlega kominn til bassaleikarans og tónskáldsins Mingusar. Með Charles Mingus var hann frá 1959 tii 1972, með nokkr- um hléum. Síðustu áratugina hefur hann spilað mikið með be-bop- píanistanum Barry Harris og ferð- ast víða um lönd. Á síðustu tveimur árum hefur Charles McPherson verið mjög í sviðsljósinu vegna þátttöku sinnar í kvikmyndinni um saxófónleikar- ann Charlie Parker, Bird, sem leik- arinn Clint Eastwood gerði. Þar spilar McPherson nokkur laga Parkers og leikur einnig minni háttar hlutverk. Afmælistónleikarnir hefjast bæði kvöldin kl. 21.00. (Úr frcttatilkynningu.) Blásaratón- leikar í kvöld Lúðrasveit Tónlistarskólans í Keflavík heldur tónleika í Ytri- Njarðvíkurkirkju í kvöld, mið- vikudag 26. apríl, og hefjast þeir kl. 21.00. Á efnisskrá verður m.a. samspil málm- og tréblásaraflokka, auk þess sem hljómsveitin leikur saman nokkur lög. Lúðrasveit Tónlistarskólans í Keflavík hefur starfað um nokk- urra ára skeið. Síðastliðin tvö ár hafa verið annasöm og viðburðarík í sögu hljómsveitarinnar. Sumarið 1988 fór sveitin um Danmörku og Svíþjóð en einnig hefur sveitin leik- ið mikið hér heima við hin ýmsu tækifæri og haidið sjálfstæða tón- leika. (Fréttatilkynning) Hassið hennar mömmu í Dalabúð Búðardal. Leikklúbbur Laxdæla frumda- sýndi Hassið hennar mömmu eftir Dario Fo undir leikstjóm Guðjóns Sigvaldasonar föstu- dagskvöldið 21. apríl við sérstak- lega góðar undirtektir áhorf- enda. Verkið var mjög vel leikið og af öryggi og festu. Það er alveg ótrú- legt hvað svona áhugahópar geta sýnt undir góðri leikstjóm. Leikri- tið er létt en krefst mikils af leikur- unum. Aðalhlutverkin eru leikin af Melkorku Benediktsdóttur og Gretti Guðmundssyni. Sjö hlutverk eru í þessu stykki og var þeim öll- um mjög vel skilað. Dalabúð var fullsetin þetta kvöld og skemmtu leikhúsgestir sér mjög vel og þökk- uðu leikstjóra og leikurum með blómum og lófataki sem þau áttu svo sannarlega skilið. - Kristjana Skoðunarferð út í Akurey Náttúruverndarfélag Suð- vesturlands gengst fyrir skoð- unarferð út í Akurey í kvöld, miðvikudag 26. apríl. Björgunarsveitin Ingólfur sér um að flytja fólk út í ey og til baka með farþegabátnum Hafr- únu. Farið verður frá Grófar- bryggju kl. 19.00. í leiðinni verður siglt inn undir Klakksvík við Grandahólma. Hugað verður að fjörulífi, fugl- um og gróðri á landi í eyjunni. Áætlað er að koma til baka að Grófarbryggju um kl. 21.00. (Fréttatilkynning) Ulla Hosford Sýning Ullu framlengd Málverkasýningu Ullu Hos- ford sem nú stendur yfir í Djúp- inu hefiir verið framlengd og lýkur sunnudaginn 30. apríl næstkomandi. Á sýningunni, sem er fyrsta einkasýning listakonunnar hér á landi, eru fimmtán olíumálverk. Daði sýnir í FÍM-salnum DAÐI Guðbjörnsson opnar máldaverkasýningu í FÍM-saln- um, Garðastræti 6 í Reykjavík á fóstudag, 28. apríl, klukkan 17-19. Daði hefur haldið fjölda einka- sýninga hér á iandi og erlendis og tekið þátt í mörgum samsýn- ingum. FÍM-salurinn er opinn virka daga klukkan 13-18 og klukkan 14-18 um heigar. Sýning Daða stendur til 16. maí. (Fréttatilkynning) Öllum þeim mörgu œttingjum og vinum, sem minntust mín með einstökum hlýhug, gjöfum, skeytum og samtölum í tilefni áttrœöisafmœlis míns hinn 11. apríl sl., sendi ég hugheilar þakkir meö ósk um GuÖs blessun. LifiÖ heil. Guðjón Jósefsson, Ásbjarnarstöðum. r B Husqvarna KÆLISKÁPAR Örlítið útlitsgaUaðir LÁGT VERÐ!! Gunnar Asgeirsson h.f. Suðurlandsbraut 16 - Sími 680780 I mm ■■ wmm.wm wm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.