Morgunblaðið - 26.04.1989, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 26.04.1989, Blaðsíða 44
SJOVA-ALMENNAR ISýlt félaf; með slerkar ra'tur MIÐVIKUDAGUR 26. APRIL 1989 VERÐ I LAUSASOLU 80 KR. Rússar vildu.fá veiðiheimildir t. SOVÉTMENN hafa farið fram á það við íslensk stjórnvöld að fá veiði- heimildir i íslenskri lögsögu. Kröfugerð þessi var sett fram í viðræðum fulltrúa Islands og Sovétríkjanna um viðskipti landanna. Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra mun hafa greint utanríkismálanefnd Alþingis frá þessu. I umræðum á Sameinuðu þingi í gær um utann'kismál, greindi Eyjólf- ur Konráð Jónsson, fulltrúi Sjálf- stæðisflokksins í utanríkismálanefnd Alþingis frá því að hann hefði heim- ildir fyrir því að Sovétmenn hefðu gert kröfu um það, í viðræðum um viðskipti landanna, að fá veiðiheim- ildir í íslenskri lögsögu. Eyjólfur kvaðst vera þeirrar eindreginnar skoðunar að Sovétmenn skyldu ekki fá svo mikið sem einn titt í íslenskri landhelgi og ekki nóg með það, held- ur skyldu íslensk stjórnvöld gera gangskör að því að reka skip Sovét- manna af hafsbotnssvæðunum út af Reykjanesi, en íslendingar ættu það svæði 350 mílur út. Eyjólfur Konráð bar fram form- lega fyrirspurn til Ólafs Ragnars Grímssonar, íjármáiaráðherra, sem þátt tók í viðræðunum við Sovét- menn, hvort þetta væri rétt og hvem- ig hann hefði brugðist við þessari málaleitan þeirra. Sjá nánar á þingsíðu Málniiig' hækkar um nær 40% á einu ári MÁLNING hefiir hækkað um allt að 40% frá því fyrir einu ári síðan. Þetta kemur fram í samtölum Morgunblaðsins við forráðamenn tveggja málningarverslana í Reykjavík. Guðjón Oddsson framkvæmda- stjóri Litarins segir hækkunina vera um 40% og nái það jafnt yfir erlend- ^ar sem innlendar tegundir. Ástæðuna rfyrir því að ekki er munur þar á segir Guðjón vera að verksmiðjurnar hérlendis fái lagfæringar á sínu verði við gengisfellingar. Garðar Guðmundsson verslunar- stjóri hjá Málaranum segir að hækk- unin sé á bilinu 35-40%. Hann segir meðaltalshækkunina aðeins lægri en Guðjón eða um 36%. Samkvæmt upplýsingum frá Hörpu má að stærstum hluta rekja þessa hækkun til 9% vörugjalds sem lagt var á málningarvörur um síðustu áramót. Þar sem vörugjaldið kemur á undan söluskattinum haekkar það hann einnig og veldur vörugjaldið því um það bil 12% hækkun. Aðrar ástæður hækkunarinnar eru erlendar hækkanir og gengisfellingar. Morgunblaðið/Þorkell Sleikja sólskinið íkuldanum AKAFIR sóldýrkendur hafa fjölmennt á sundstaðina undanfarna daga til að njóta sólarinnar. Það er aðeins yfír hádaginn að hægt er að liggja í sólbaði því kalt er í lofti. Þannig var eins stigs frost í Reykjavík klukkan 18 í gær og firostið fór í 20 stig í Bárðardal í fyrrinótt. Það er mjög óvenju- legt þegar komið er fram undir lok maí að svo kalt verði. Sanuiíngaumleitanir við háskólakennara Ákveðið í dag hvort háskólakennarar verða í samfloti með BHMR ALMENNUR fundur í Félagi háskólakennara tekur afstöðu til þess í dag hvort félagið verð- ur í samfloti með öðrum félög- um í Bandalagi háskólamennt- aðra ríkisstarfsmanna, sem eru í verkfalli, eða hvort það reyni að semja sérstaklega, en boðað verkfall félagsins hefst á fóstu- daginn kemur hafi samningar Voru jöklamir jafii stór- ir á miðri ísöldog í dag? Merkur fundur í Bægisárdal Zilrich. Frá Önnu Bjamadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. SVISSNESKI landfræðingurinn Thomas Haberli, sem hefur stundað jöklarannsóknir á Hörgárdalssvæðinu undanfarin þijú sumur, gerði merkan fund í Bægisárdal í fyrra. Frændi hans, sem aðstoðar hann, tók eftir óvenju dökkum hlut á skóflunni hjá sér þegar hann var að grafa og Thomas skoðaði hann. Það kom í Ijós að um 50.000 ára gamlan surtarbrand, eða mókol, á stærð við egg var að ræða. Hann hefur varðveist vel í votri jörðu og Thomas lét frjókornagreina hann í háskólanum í Ziirich. Niðurstöður þeirrar rannsóknar Iiggja nú fyrir. Þær benda til að það hafi verið mun gróðursælla ofarlega í Bægisárdal á miðri ísöld en áður var talið og jöklarnir hafi jafnvel verið rýrari á þeim slóðum þá en þeir eru nú. „614 fræ fundust við íræ- komagreininguna,“ sagði Thom- as. „Um 70% þeirra eru af birki- tijám, 10% af kjarri, 10% af burkna og um 10% af mosa. Einn- ig fundust nokkur grasafræ og 16 frækorn af trjátegundinni elri. Eg spurði sérfræðinginn, sem gerði greininguna fyrir mig, hvernig hann teldi að gróðurinn hafi verið fyrir 50.000 árum á svæðinu þar sem surtarbrandur- inn fannst. Hann sagðist álíta að þar hafi verið gróðurblettir hér og þar, mosi inn á milli og kjarr- lendi skammt frá. Birkiskógur hafi verið í grenndinni, kannski í fimm kílómetra fjarlægð." Thomas sagði skóginn hafa getað verið neðst í Bægisárdalnum. Surtarbrandurinn fannst í um 700 metra hæð yfir sjávarmáli og um einn kílómetra frá Bægis- árdalsjökli sem er lítill skálaijök- ull. „Talið er að síðasta jökulskeið hafi hafist fyrir yfir 70.000 árum og lokið fyrir 10.000 árum en surtarbrandurinn bendir til að jöklarnir hafi verið að minnsta kosti jafn smáir fyrir 50.000 árum og þeir eru í dag,“ sagði Thomas. „Bandarískur sérfræð- ingur er nú að athuga hvort að hann fínnur einhveijar leifar skordýra í honum. Ég vona að hann geri það af því að það gæti gefið vísbendingu um hvernig loftslagið var á þessum tíma.“ Thomas fann tvo surtarbranda til viðbótar við Bægisá eftir að hann fann hinn fyrsta. Þeir hafa ekki varðveist eins vel og engin fijó- korn finnast í þeim, en hann von- ar að skordýraleifar leynist í þeim þar sem þær varðveitast betur en fijókorn. Elri er lauftréstegund sem talið er að hafi dáið út á íslandi á næst síðasta hlýskeiði. Það gæti hafa verið fyrir 250.000 árum. Thomas segir að eldri fræin sem fundust í surtarbrandinum gætu hafa borist til landsins með vind- um en þó finnst honum 16 fræ nokkuð mörg af 614 fræjum í mola á stærð við egg. Thomas kom fyrst til íslands 1975. Hann stundaði landafræði- nám í háskólanum í Zúrich og ákvað að skrifa prófritgerð um bárugarðana við Mývatn. Hann dvaldist því hálft ár í landinu árið 1978 og safnaði efni í hana. Síðan hefur hann heimsótt landið á hveiju ári. Hann kennir landafræði við einkamenntaskóla í Zúrich og hefur unnið að doktorsritgerð um jökulgarða á Tröllaskaga en sér- staklega við Barkárdalsjökul und- anfarin þijú ár. ekki tekist fyrir þann tíma. Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að samningaumleitanir hafi átt sér stað milli forsvars- manna félagsins og fulltrúa samn- inganefndar ríkisins fyrir tilstilli háskólarektors. Fundir voru í fyrrakvöld og einnig var gert ráð fyrir þeim í gærkvöldi. Aðilar í kjaradeilu BHMR og ríkisins voru í sambandi í gær en engir fundir voru haldnir. Akveðið hefur verið að óformlegum viðræð- um aðila verði fram haldið í dag. Ragnar Árnason, kjaramálafull- trúi Félags háskólakennara, sagði að félagsfundurinn í dag myndi ákveða fjölmarga hluti, þar á með- al hvort félagið myndi ganga inn í samflotið með BHMR eða ekki. Aðspurður sagðist hann ekki geta staðfest að samningaumleit- anir ættu sér stað. Hins vegar yrði að sjálfsögðu leitað allra leiða til þess að tryggja hag félags- manna. Tölur sýndu að heildarlaun lektora við Háskóla íslands væru í mörgum tilfellum lægri en menntaskólakennara. Ragnar sagði að taxtalaunin væru svipuð hjá háskólakennurum og menntaskólakennurum, en möguleikar til yfírvinnu og þess háttar hluta væru minni í Háskól- anum. Launamál í Háskólanum væru óviðunandi og ef ekki yrði breyting á gæti það valdið skólan- um ómældu tjóni. Sjá einnig samningalréttir á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.