Morgunblaðið - 26.04.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.04.1989, Blaðsíða 16
16 MORGUNBUAÐIÐ MIÐVIKUÐA'GÚR 26.! APRÍL 1989 ! Afinæliskveðja: Oddur Olafsson fv. alþingismaður Kveðja frá Öryrkjabanda- lagi Islands Oddur Ólafsson, fyrrum alþingis- maður og yfirlæknir á Reykja- llundi, heiðursformaður Öryrkja- bandalags íslands, er áttræður í dag, 26. apríl. Fatlaðir íslendingar iíta til þessa aldna heiðursmanns með virðingu og þakklæti og árna honum heilla á þessum tímamótum. Þegar maður, sem er rúmlega helmingi yngri en Oddur, sest niður og ætlar að rita til hans stutta af- mæliskveðju er nokkur vandi á höndum, því að hvar á að bera nið- ur? Yfirleitt er hægt að rekja í stór- um dráttum æviferil aldinna af- mælisbarna og fara fjálgum orðum um það sem þau hafa afrekað og óska þeim notalegs ævikvölds, en Oddi er hins vegar þannig farið að ekki er hægt að rita um hann slíka minningargrein því að maðurinn er enn frjór í hugsun, ötull í starfi og frumkvöðull hvers kyns málefna sem til heilla mega horfa fyrir íslenskt samfélag. Oddur Ólafsson er þekktastur fyrir störf sín í þágu fatlaðra á undanfömum áratugum. Ungur að árum varð hann fyrir þeirri reynslu að veikjast af berklum. En hann lét ekki bugast heldur hófst handa ásamt öðrum berklasjúklingum og stofnaði Samband íslenskra berkla- sjúklinga, SÍBS, sem var fyrsta öryrkjafélag sem stofnað var á Is- landi. Var það vissulega tímamóta- skref sem Oddur og félagar hans stigu árið 1938 því að á þeim ámm vom helst stofnuð líknar- og styrkt- arfélög sem vissulega komu ýmsum þörfum málum áleiðis. En Oddur skildi og hefur ætíð haldið því fram, að sigur vinnist aldrei í nokkru máli taki þeir, sem eiga hagsmuna að gæta, ekki höndum saman um að leysa vandamál sín. Það er ánægjulegt til þess að hugsa að Oddur og samherjar hans skyldu hafa þá víðsýni til að bera að breyta samtökum sínum þegar sigur hafði unnist á berklaveikinni hérlendis, þannig að nú starfa innan vébanda SÍBS. sjúklingar, sem búa við hvers kyns mein í brjósthoii. Þannig em einkenni félaga sem em í framsókn en hafa ekki staðnað í starfí. Ef telja ætti upp öll þau mál sem Oddur hefur komið nálægt og snerta hag fatlaðra á íslandi yrði það ærið langur listi. Hér skal minnt á að uppbyggingu Reykjalundar, sem er ein virtasta endurhæfíngar- stofnun á Norðurlöndum, kannanir sem stjómvöld létu gera á högum öryrkja á 6. áratug þessarar aldar, stofnun Öryrkjabandalags íslands 1961 og stpfnun Hússjóðs Öryrkja- bandalags íslands árið 1966. Öddur varð reyndar fyrsti formaður Ör- yrkjabandalags íslands við stofnun þess og gegndi því embætti í 6 ár. Árið 1983 varð hann varaformaður þess, en ákvað að gefa ekki kost á sér til endurkjörs 1985. Árið 1986, þegar Öryrkjabandalag íslands varð 25 ára sagði Oddur sæti sínu í stjóm þess lausu. En aðalfundur bandalagsins kaus hann þá einróma heiðursformann þess og situr því Oddur enn fundi stjórnar banda- lagsins og hefur áhrif á málefni þau er hann telur nokkru skipta. Oddur hefur verið formaður stjórnar Hússjóðs Öryrkjabanda- lags Islands frá stofnun hans árið 1966 og barist manna harðast fyrir því að leysa brýnan húsnæðisvanda öryrkja. í könnun, sem gerð hafði verið á högum fatlaðra í Reykjavík kom fram að þeir bjuggu yfirleitt í húsnæði sem almennt var talið óíbúðarhæft. Oddur áleit því að eitt brýnasta hagsmunamál þessa hóps væri að koma upp sómasamlegum íbúðum handa því. Var fengin lóð við Hátún í Reykjavík þar sem síðar risu um 200 íbúðir. Síðar var byggt fjölbýlishús við Fannborg í Kópa- vogi. Rekstur Öryrkjabandalags ís- lands og Hússjóðs Öryrkjabanda- lagsins var ætíð mjög erfiður. Þótt hússjóður nyti mikillar velvildar stjórnvalda var þó fátt um opinbera styrki. Árið 1984 kom þáverandi formaður Öryrkjabandalagsins, Vil- hjálmur Vilhjálmsson, fram með hugmynd að tekjuöflun fyrir banda- lagið, en hann hafði haft einhver kynni af lottótekjum í Bandaríkjun- um. Þegar var hafist handa við að afla málinu fylgis á meðal þing- manna og stóð mikil orrahríð á Alþingi um þetta mál vorið 1985. Oddur var þá í þinghúsinu hvenær sem hann gat því við komið og það var ekki síst fyrir atfylgi hans og virðingu þingmanna fyrir honum að íslensk getspá varð að veruleika og lottóinu var hleypt af stokkunum á haustmánuðum 1986. Oddur hef- ur nú séð þann draum sinn rætast að Öryrkjabandalagið og þar með Hússjóður þess fengi fastan tekju- stofn sem veija mætti til fram- kvæmda í þágu öryrkja. Fleiri velferðarmál mætti nefna. Oddur lagði talsvert á sig til þess að fá inn í ný umferðarlög ákvæði sem tryggja hag fatlaðra og beitti þar samböndum sínum innan allra þingflokka. Eitt af mestu framfaramálum sem Öryrkjabandalag íslands hefur átt þáttj á seinni árum er stofnun Starfsþjálfunar fatlaðra, en Rauði krossinn ásamt fleiri samtökum átti þar mestan hlut að máli árið 1983. Þegar Öryrkjabandalagið og Rauði krossinn ákváðu að leita sam- starfsryið félagsmálaráðuneytið um rekstur þessarar stofnunar boðaði þáverandi félagsmálaráðherra, Alexander Stefánsson, til fundar með embættismönnum ráðuneytis- ins, fulltrúum Rauða krossins og Öryrkjabandalags íslands. Ráð- herra tók þá sérstaklega fram að hann vildi fá Odd Ólafsson til skrafs og ráðagerða, því að flestir vildu hlíta hans úrskurði. íslendingar hafa löngum átt erf- itt með að fylkja sér að baki forystu- manna sinna og flestir þeir sem komið hafa einhverju áleiðis al- menningi til hagsbóta hafa þurft að beijast harðri baráttu til að ná málum sínum fram. Oddur Ólafsson hefur stundum orðið að heyja harða baráttu innan samtaka sinna og á pólitískum vettvangi til að fá um þokað ýmsum þörfum málum, en árangurinn er ótvíræður: Á flestum sviðum hafa orðið miklar framfarir. í málefnum fatlaðra á undanförnum áratugum og Oddur Ólafsson situr nú í öndvegi sem formaður Hús- sjóðs Öryrkjabandalags Islands, heiðursformaður Öryrkjabandalags íslands og forseti SÍBS, einna mikil- virkustu samtaka sem vinna að hagsmunamálum fatlaðra á íslandi. Oddur var reyndar kjörinn forseti SÍBS síðastliðið haust og var haft á orði að menn hefðu viljað yngja upp í forsetaembættinu. Þetta gátu menn sagt þótt fráfarandi formaður væri nokkru yngri en Oddur og þessu hefði verið óhætt að halda fram þótt kornungur maður hefði setið í forsetaembættinu á undan Oddi. Þegar Oddur Ólafsson sat á Al- þingi íslendinga höfðu menn á orði að þar ættu fatlaðir sinn fulltrúa. Síðan hann hætti þingstörfum hefur enginn einn þingmaður talist slíkur fulltrúi. Þetta sýnir og sannar að einstakir stjómmálaflokkar skipta litlu þegar um velferðarmál fatlaðra er að ræða heldur skiptir mestu að einstakir þingmenn, hvaðan úr flokki sem þeir em, láti sig þessi málefni varða. Öryrkjabandalag íslands sendir heiðursformanni sínum, Oddi Ólafs- syni og fjölskyldu hans ámaðarósk- ir á þessum heiðursdegi og lítur björtum augum til áframhaldandi starfa Odds að heiila- og hamingju- málum á ókomnum framkvæmda- árum. Arnþór Helgason, formaður stjórnar Oryrkjabandalags íslands. Öðlingsmaðurinn Oddur Ólafs- son, fyrrv. yfirlæknir á Reykja- lundi, alþingismaður og núverandi formaður SIBS er 80 ára í dag. Þrátt fyrir háan aldur heldur hann sínum leiðandi starfskröftum og vel sé svo sem lengst. Oddur er án efa einn af mætustu mönnum okkar samtíðar þótt hann hafi ekki hugmynd um það sjálfur, sem einmitt er aðalsmerki mikil- menna. Hann þótti hæfilega alvar- legur ungur maður, en hugsjónir, og á ég þar við praktískar hugsjón- ir, voru honum í blóð bornar. Eftir að hann, sem sérfræðingur í vinnulækningum, kom frá Banda- ríkjunum og gerðist liðsmaður í Sambandi íslenskra berklasjúkl- inga, var fyrst farið að hlusta á og taka mark á þeim merka félagsskap sem skapaðist og þróaðist í sjúkra- rúmum norðanlands og sunnan. Sá félagsskapur átti marga mikilhæfa menn í sínum röðum, en ég tel að það mikla og þjóðfélagslega mikil- væga starf sem þar hefur verið unnið, kristallist í mannkostum og persónu Odds. Eins og Eimskip var á sínum tíma, í samgöngumálum, nefnt óskabarn þjóðarinnar, var hið sama heiti yfirfært á Reykjalund í endur- hæfingarmálum sjúkra. Enda hefur Oddur hlotið margvísleg virðingar- og viðurkenningartákn fyrir sitt einstæða lífsstarf, bæði ínnlend og erlend, því orðstír hans hefur borizt víða. Þegar undirritaður veiktist af berklum rúmlega tvitugur, virtist útlitið heldur ískyggilegt. En þótt það kunni að hljóma mótsagna- kennt reyndist það mér fremur til heilla en hitt. Mér opnaðist óþekkt- ur heimur, sá nýjar víddir á lífinu og kynntist manni eins og Oddi, sem ég met mestan og sannastan er ég hef hitt á lífsleiðinni. Jafnframt eignaðist ég marga af mínum beztu vinum, sem eru nú flestir látnir, á þeim mörgu ánægjulegu árum sem ég starfaði að málum berklasjúkl- inga, fyrst við Vöruhappdrættið og síðar í stjórn Reykjalundar. Þótt ævintýrið um SÍBS og Reykjalund rísi líklega hæst á ævi- ferli Odds, er það þó aðeins hluti af því sem hann hefur komið í verk. Atorka hans og fijór hugur hefur verið með eindæmum. Hann var hvatamaður að Múla- Iundi, vinnustofum öryrkja, og Múlabæ, dagstofnun aldraðra, í samstarfi við aðra aðila. Og hann var aðalhvatamaður að stofnun Öryrkjabandalags íslands og þeirri merku starfsemi sem fram fer á vegum þess og þeim miklu bygging- um sem til þurfti og var formaður þess í mörg ár. Auk alls þessa varð hann al- þingismaður fyrir Reykjaneskjör- dæmi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og hlaut þá glæsikosningu þar sem allar pólitískar flokkslínur riðluðust, sem eitt sér lýsir hinum almennu vinsældum Odds. Á Alþingi kom hann fram mörgum góðum málum öryrkjum og öidruðum í hag. Án efa er enn margt óupptalið sem þessi ótrúlegi maður hefur komið í verk og þyrfti heila bók til að koma því sómasamlega til skila. Er vonandi að ævisaga Odds Ólafssonar verði skráð. Við hjónin óskum Oddi áfram- haldandi heilla, að hann megi njóta starfskrafta sem lengst og eiga verðskuldað fagurt ævikvöld. Ragnheiði, börnum þeirra og fjöl- skyldu allri sendum við kveðjur og ámaðaróskir. Svo og Evu, systur Odds, sem dvelur á Reykjalundi í góðu yfirlæti og samfagnar Oddi bróður. Baldvin Jónsson P.S. Stjórn Sjómannadagsráðs hefur beðið mig að flytja Oddi virð- ingar- og árnaðaróskir á þessum tímamótum og sérstakar kveðjur frá formanni hennar, Pétri Sigurðs- syni, fyrrv. alþingismanni. „Skilaðu kveðju til doktors Ólafs- sonar“ voru skilnaðarorð John McClements, míns gamla yfirlæknis á Bellevue-sjúkrahúsinu í New York, er ég hélt heim frá sérnámi 1982. Oft hafði hann minnst kynna þeirra Odds, sem reyndar voru ör- stutt, meðan báðir sóttu eitthvert berklaþingið í Bandaríkjunum á fjórða áratug aldarinnar. Er ég sagði honum frá SÍBS, Reykjalundi og þingmennsku Odds, færðist gjarnan Ijómi yfir andlitið um leið og hann sagði eitthvað á þessa leið „ég fann það alltaf á mér að þessi maður væri einstakur eldhugi og að honum myndi takast sitt ætlun- arverk". Ekki ætla ég mér að tíunda hér liðin afreksverk Odds og félaga hans enda flestum kunn. Oddur er fyrir mér miklu fremur maður framtíðar en fortíðar og þrátt fyrir háan aldur, er honum enn í dag tamara að horfa fram á veginn en að líta um öxl. Til dæmis um fram- sýni Odds, kom hann að máli við mig fljótlega eftir að ég hóf störf á Reykjalundi og bað mig endilega að vinna að því, að fá til landsins vélar sem framleiddu súrefni úr andrúmsloftinu, fyrir sjúklinga í heimahúsum. Oddur var þá hátt á áttræðisaldri, nýkominn úr náms- ferð til Bandaríkjanna, þar sem hann hafði kynnt sér þessa nýjung. Islendingar urðu þannig fyrstir þjóða í Evrópu til að nýta sér þessa tækni og sannaðist þar, á þessum síðustu og verstu tímum, gildi námsferða lækna. Störf Odds á öðrum sviðum en snúa að Reykjaiundi og SÍBS þekki ég að takmörkuðu leyti, en veit þó að þar hafa verið í fyrirrúmi óeigin- girnin, hjálpsemin og baráttan fyrir hagsmunum lítilmagnans. Enn er hann að þessi síungi öld- ungur og gerir okkur sem yngri erum skömm til. Á hálfrar aldar afmælis SÍBS á síðasta ári tók hann við stjórnartaumunum í félaginu sem hann átti svo mikinn þátt í að skapa, ekki til að slá af og hægja för, heldur til að sækja fram með fræðslu, fundarhöldum og ferðalög- um í anda baráttumannsins Odds Ólafssonar. í dag þegar Oddur stendur á áttræðu óska ég honum og fjöl- skyldu hans til hamingju og vona jafnframt, að við megum áfram njóta hans ótrúlegu starfsorku. Björn Magnússon Þeim fækkar íslendingunum sem stigu æskuspor á sauðskinnsskóm. Þá snerist hugur ungviðisins um áttæringa eða útilegumenn sem kynnu að leynast í heiðinni fyrir ofan bæinn, eins og nú er hugsað um tölvur og tækni. Þegar Oddur Ólafsson fæddist fyrir 80 árum voru Iifnaðarhættir þjóðarinnar norður við heimskauts- baug allir aðrir en á hröðum líðandi dögum tækninnar. Hann ólst upp á einu mesta stórbýli á Suðurnesjum, útvegsbænum Kalmanstjörn. Til náttúrunnar sóttu ábúendur björg í bú. Fiskurinn í sjónum og fuglinn í bjarginu var það sem náttúran sá íbúunum fyrir sér til lífsviðurværis. Stundum var náttúran hörð við matþega sína þótt öðrum stundum léki hún við þá. Þeir gátu ekki mótað náttúruna en hún mótaði þá og stælti. Það var ofur eðlilegt að piltinn, sem var afkomandi dugandi sjó- sóknara og útvegsbænda í báðar ættir, langaði mest til að verða sjó- maður. En hann fæddist í byijun þeirrar aldar sem menn voru farnir að eygja möguleika á að fræðast og gefa andlegu atgervi kost á að taka flugið. Ugglaust hefur það orðið íslenskri þjóð til ómetanlegra heilla að Oddur Ólafsson valdi þá braut sem hann hefur gengið. Það er ekki síður til heilla að hvergi sést hann mæðast á þeirri göngu. Þess vegna gleðjumst við í dag. Ungur læknastúdent veiktist hann af berklum sem á þeim tíma jafngilti allt of oft dauðadómi. En Oddur var ekki einn þeirra sem lúta þurfti í lægra haldi. Þvert á móti, og frá upphafi tók hann virkan þátt í því sem mannlegur máttur megnaði gegn þeim hræðilega sjúk- dómi sem kallaður var Hvíti dauði. Fremstur í flokki í samtökum berklasjúklinga hefur hann verið allt frá stofnun SÍBS fyrir rúmum fimmtíu árum. Svo mikill er áhug- inn og krafturinn í þessum síunga baráttumanni að á 50 ára afmæli samtakanna síðastliðið haust var hann kjörinn formaður þeirra og stýrir þeim nú styrkri hendi. Sá sem þessar línur skrifar er alinn upp á heimili þar sem berkla- veiki hafði sett sín spor. Allt frá bernsku heyrði ég foreldra mína, Rannveigu og Guðmund, tala um Odd Ólafsson sem velgjörðarmann- inn, samstarfsmanninn eða forystu- manninn sem allt lagði í sölurnar fyrir málstaðinn, fyrir lítilmagnann. A þeim tímum sem baráttan stóð sem hæst var ekki spurt um vinnu- tíma, hlunnindi eða laun og þannig vinnur Oddur enn í dag. Dytti mörgum manninum það í hug á líðandi dögum lífsgæðakapp- hlaups að láta torfengið leyfi til að kaupa bíl á sicömmtunartímum ganga til góðgerðarsamtaka svo að þau gætu haldið eitt glæsilegasta happdrætti allra tíma? Dytti yfir- lækni í hug að sætta sig og fjöl- skyldu sína við að búa í kennslu- stofu og elda við prímus á meðan verið væri að byggja spítalann hans? Tæki nokkur að sér allt í senn að sjá um byggingu, stjórna vinnuheimíli og vera læknir stórrar stofnunar? Það er ekki skrýtið þótt allir þeir sem starfa með Oddi Ólafssyni hrífist með og virði þennan dóttur- son og nafna mannsins sem hvað mestan þátt átti í stofnun og vel- gengni SÍBS og var frumkvöðull að stofnun Öryrkjabandalags ís- lands. Það mætti lengi telja allt það sem óvenjulegt er og fróðlegt um ævi og starf Odds Olafssonar en víst er að hann hefur ekki staðið einn. Það var reyndar frú Ragnheiður sem varð að gera sér að góðu prímusinn forðum og hún hefur staðið með sínum elskulega eigin- manni í gegnum þykkt og þunnt í meira en hálfa öld. Ég veit að öll íslenska þjóðin hugsar í dag hlýtt til velgjörðar- manns síns, mannsins sem ólst upp á sauðskinnsskóm en hefur nú síðast staðið fyrir tölvuvæddu lottói um Iand allt öryrkjum til ómælds gagns. Eg tek undir með foreldrum mínum sem sögðu það hafa verið mikla gæfu að fá að kynnast Oddi Ólafssyni. Við sendum honum inni- legar hamingjuóskir í dag. Megi fjölskylda hans og þjóðin öll njóta krafta hans sem lengst. Leó E. Löve í dag er foringi okkar og vinur Oddur Ólafsson, formaður SlBS, 80 ára. Á sl. hausti, eða í október, fagn- aði SIBS 50 ára afmæli sínu og sigurgöngu með þeim glæsilega árangri sem við blasir með Reykja-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.