Morgunblaðið - 26.04.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.04.1989, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. /PRIL 1989 JMtoijginiMfiMfe Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr. eintakið. Húsbréfin, Alþingi og fi*amkvæmdavaldið Um stjórn fiskveiða við ísland: Núgildandi kvótakerfi A greiningur er á Alþingi um xl frumvarp til laga um svo- kölluð húsbréf eða nýskipan á opinberri fjármögnun húsnæðis- mála. Hér er ekki ætlunin að fjalla um efnisþætti málsins, enda ekki öll kurl komin til graf- | ar í þeim efnum, heldur hina formlegu og pólitísku. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráð- herra hefur gefið til kynna, að hún meti framgang þessa frum- varps á því þingi sem nú situr svo mikils, að hún vilji standa og falla með því sem ráðherra. Þessi yfirlýsing ráðherrans hefur leitt til kreppu í stjómarsam- starfínu vegna þess að ýmsir stjórnarsinnar á þingi segjast ekki geta stutt húsbréfafram- varpið í núverandi mynd og þar er Alexander Stefánsson, þing- maður Framsóknarflokksins og fýrrverandi félagsmálaráðherra, fremstur í flokki. Eins og kunn- ugt er hefur ríkisstjórnin ekki meirihluta í neðri deild Alþingis og hefur því alls ekki efni á að missa nokkurn mann úr sínu liði. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra talar á hinn bóg- inn á þann veg, að stjórn sín eða einstakir ráðherrar séu ekki í neinni hættu vegna þessa máls. Hann brosir í kampinn og segir að það muni leysast á farsælan hátt. Hér skal ekkert fullyrt um framvindu eða lyktir húsbréfa- málsins. Augljóst er að innan veggja þingsins er lögð höfuð- áhersla á að beija saman ein- hvers konar meirihluta, svo að Jóhanna Sigurðardóttir geti set- ið áfram í ríkisstjórninni. Er til að mynda höfðað sérstaklega til þingmanna Kvennalistans með þeim rökum, að þær geti ekki verið þekktar fyrir að bregða fæti fyrir framvarpið og reka þannig einu konuna úr ríkis- stjórn landsins! í Morgunblaðsfrétt í gær um afgreiðslu húsbréfamálsins stóð meðal annars: „Stjórnarliðar vinna nú af ákafa við að ná sátt- um um málið og er einkum rætt um að Iögfesta það á þessu þingi, en síðan starfi milliþinga- nefnd í sumar að nánari út- færslu þess. Talin er góð von um að samstaða náist um að fara þessa leið og verði frum- varpið afgreitt þannig með full- tingi Stefáns Valgeirssonar og Kvennalista." Rétt er að staldra við og íhuga hvað í hinum tilvitnuðu orðum felst. Er líklegt að þingmenn samþykki framvarp um jafn mikilvægt mál og hér um ræðir 1 með þeim fyrirvara að lögin taki ekki gildi fyrr en milliþinganefnd hafí ákveðið, hvað í frumvarpinu felst? Er það veijanlegt sam- kvæmt stjórnlögum okkar að þingið framselji vald sitt með þessum hætti af þeirri ástæðu að ekki er samstaða innan veggja þess um úrlausn á við- kvæmu deilumáli? Sæmir ekki ráðherra betur að sætta sig við að framvarp hans nái ekki fram að ganga á þingi en setja stól sinn að veði og knýja þá þing- heim til jafn klúðurslegrar af- greiðslu og raun ber vitni? í stuttu máli: bera ekki ráðagerðir af þessu tagi því vitni, að valds- mennimir era til þess búnir að fara á svig við eðlilega stjórnar- hætti til þess eins að halda völd- unum? Ætlar stjómarandstaðan að leggja þeim lið við þetta? Að vísu munu þessi dæmi, að veiga- miklir lagabálkar hafi áður verið afgreiddir með svipuðum hætti, þ.e. lagaframvörp samþykkt en þá þegar stefnt að endurskoðun til að sníða af ágalla. Jafnvel þótt fordæmi séu fyrir slíkum vinnubrögðum breyta þau ekki þeim grandvallaratriðum, að slíkt hlýtur að vera andstætt löggjafarstarfi. Og þá tekur úr steininn, þegar það er gert til að koma í veg fyrir stjórnar- kreppu, þ.e. að menn samþykki stórlega gagnrýnd lagaframvörp með þeirri fyrirætlun að breyta þeim að samþykkt lokinni án þess að reynsla sé komin á hin nýju lög. Síðan sú stjórn settist að völd- 'um sem enn situr og nýtur nú dæmalauss lítils stuðnings sam- kvæmt skoðanakönnunum hafa ýmsir ráðherrar haldið þannig á málum að engu er líkara en þeir geri sér enga grein fyrir tak- mörkum valds síns. Fjármála- ráðherra afturkallaði áfrýjun á viðkvæmu máli eftir að það var komið fyrir Hæstarétt. Sami ráð- herra lýsti yfír því að framlagn- ing framvarps á Alþingi jafngilti því að ný lög hefðu verið sett í landinu. í þessu felst yfirgangur af hálfu framkvæmdavaldsins gegn bæði dómsvaldi og löggjaf- arvaldi. Stjórnskipan okkar byggist á hæfilegu jafnvægi milli þessara þriggja þátta og af sögulegum ástæðum en einnig lagalegum hefur jafnan verið Iit- ið þannig á hér á landi að fram- kvæmdavaldið ætti að lúta í lægra haldi fyrir bæði dómsvaldi og löggjafarvaldi. Virðing Alþingis er ofarlega í huga þingmanna að minnsta kosti á hátíðarstundum. Sam- þykki þingmenn frumvarp um húsbréf á þeim forsendum sem að ofan greinir era þeir ein- vörðungu að þóknast fram- kvæmdavaldinu. eftir Gylfa Þ. Gíslason I. Islendingar munu nú sem betur fer yfirleitt vera sammála um, að stjórn fiskveiða við Island sé nauð- synleg. Fiskifræðingar hafa sann- fært þjóðina og ráðamenn hennar um, að óheftar veiðar mundu stofna mikilvægum fiskistofnum í hættu og takmörkun á sókn sé því nauð- synleg. Ekki virðast allir hins vegar vera sammála um, hvernig veiðun- um skuli stjórnað. Þær raddir heyr- ast því miður, að þær stjórnarað- ferðir, sem beitt var með „skrap- dagakerfinu“ svonefnda, hafi verið heppilegri en „kvótakerfið", sem nú er beitt. Hitt er ekki óeðlilegt, að menn séu ekki á eitt sáttir varð- andi einstök framkvæmdaatriði kvótakerfisins. Það er athyglisvert, að sú stjórn, sem smám saman hefur verið tekin upp á einstökum sviðum íslenzkra fiskveiða (síldar, loðnu, krabbadýra, botnfisks), hefur jafnan verið hafin vegna aðvarana fiskifræðinga um ofveiði. Rannsóknir fiskifræðinga hafa verið grundvöllur þeirra ráð- stafapa, sem gripið hefur verið til. Þjóðin á þeim mikið að þakka. En niðurstöður fiskifræði, eins og ann- arra tæknivísinda, lúta að magn- stærðum. Þær segja til um, hversu mikið megi veiða, án þess að fiski- stofnar skerðist. Tiltölulega ný grein innan hagfræði, fiskihagfræð- in, fjallar hins vegar um vandamál fiskveiða frá öðru sjónarmiði, þ.e. um kostnað og afrakstur veiðanna, um það, hvernig hagkvæmast sé að stunda veiðarnar, — hvernig þau framleiðsluöfl, sem notuð eru, vinnuafl, framleiðslutæki og fiski- mið, megi hagnýta á sem hag- kvæmastan hátt, — hvemig skapa megi sem mestan hreinan afrakstur framleiðsluþáttanna. Þessum sjón- armiðum hefur ekki enn verið gef- inn nógu mikill gaumur við mótun fiskveiðistjórnarinnar. Hér er að vísu um flókin vandamál að ræða, en þegar til framtíðar er litið, er hér um að ræða einhver mikilvæg- ustu úrlausnarefni, sem við er að etja í íslenzkum þjóðmálum, við hlið baráttunnar gegn verðbólg- unni. Allir sérfróðir menn, sem bor- ið hafa saman stærð fiskveiðiflota þjóðarinnar nú og það magn, sem ríkisvaldið leyfir að veiða á þessu ári, eru sammála um, að flotinn sé of stór og að veiða mætti leyft magn með minni tilkostnaði. Tals- vert ber á milli í áætlunum um það, hversu umframstærðin sé mik- il, enda geta ólíkar forsendur komið til greina við mat á því. En yfirleitt eru áætlanirnar á bilinu 20-50%. í fyrra má telja, að heidarútgerðar- kostnaður hafi numið um 30 mill- jörðum króna. Þar af munu laun og aflahlutur hafa numið um 12 milljörðum. Lækkun annars útgerð- arkostnaðar um aðeins 20% hefði numið rúmum 3,5 milljörðum króna fyrir þjóðarbúið. Enginn vafi er og á því, að of mikið fé er bundið í fiskvinnslustöðvum. Þar mætti einnig ná fram verulegum sparn- aði. Það er því ekkert smámál, að stefnt sé að því með markvissum og skipulegum hætti, að sá afli, sem óhætt er að sækja á land, sé veidd- ur og unninn með sem hagkvæm- ustum hætti. Það ætti að vera markmið fiskveiðistjórnarinnar. Rannsóknir hafa og leitt í ljós, að virði þeirra fiskveiðikvóta, sem nú eru afhentir ókeypis, er geysi- mikið. Kemur það fram í því, að útgerðarmenn hagnýta sér að sjálf- sögðu — og sem bétur fer — þá heimild, sem þeir hafa í Iögum til þess að eiga viðskipti með kvóta. í fylgiskjali með frumvarpi ríkis- stjórnarinnar að núgildandi lögum um fiskveiðistjórn skýrir helzti sér- fræðingur hér á landi um mat á virði fiskveiðikvóta, Ragnar Árna- son dósent við Viðskipta- og hag- fræðideild Háskólans, frá því, að á árunum 1984-1986 hafi þjóðhags- legt virði kvótanna verið á bilinu 5,9-8,6 milljarðar króna, miðað við verðlag í september 1987. Hann hefur og skýrt frá því, að í fyrra megi telja, að þjóðhagslegt virði kvótanna hafi numið allt að 5 millj- örðum króna, og að virði þeirra, ef það tækist að minnka flotann í hagkvæmustu stærð, gæti numið uim 15 milljörðum króna. Hér er því um stórkostlega þjóðarhags- muni að tefla. Ég hef skrifað þrjár greinar til •þess að vekja athygli á þeim sjónar- miðum, að nauðsynlegt er að taka stóraukið tillit til hagkvæmnis- og réttlætissjónarmiða við hlið fisk- verndarsjónarmiða yið mótun fisk- veiðistjórnarinnar. í þessari fyrstu grein er fjallað um núgildandi kvótakerfi. I annarri grein verður fíallað um þtjár endurbætur, sem nauðsynlegar eru á kvótakerfinu frá sjónarmiði fiskihagfræði. Og í þriðju greininni verður fjallað um helztu mótbárur, sem hefur verið hreyft gegn því, að gjald sé greitt fyrir veiðileyfi. II í ársbyijun 1988 samþykkti Al- þingi lög þau, sym nú gilda um stjórn fiskveiða á íslandsmiðum (lög nr. 3/1988). Verða hér rakin helztu atriði laganna. Fiskistofnar á íslandi eru sam- eign íslenzku þjóðarinnar. Markmið lagasetningarinnar er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Árlega skal sjávarútvegsráðherra, að fengnum tillögum Hafrannsókna- stofnunarinnar, ákveða með reglu- gerð þann afla, sem veiða má úr helztu botnfisktegundum við ísland á komandi ári, og skulu heimildir til botnfiskveiða miðast við það magn. Hið sama á við um þann afla, sem veiða má úr öðrum ein- stökum stofnum sjávardýra á ákveðnu tímabili eða vertíð. Sérstök leyfi þarf til að stunda eftirtaldar veiðar: Botnfiskveiðar, rækjuveiðar, humarveiðar, skelfisk: veiðar, síldveiðar ög loðnuveiðar. í reglugerð má ákveða, að aðrar veið- ar eða veiðar í ákveðin veiðarfæri skuli háðar leyfum. Veiðileyfin eru veitt skipum, og koma til greina þau skip, sem leyfi fengu til botn- fiskveiða 1985 og ekki hafa horfið varanlega úr rekstri, og einnig ný og nýkeypt skip, sem koma í stað skipa, sem leyfí fengu 1985. Leyfi til botnfiskveiða fiskiskipa, sem eru 10 brúttólestir eða stærri, fela ýmist í sér heimild til að veiða tilgreint magn af ákveðnum botn- fisktegundum, og er þá talað um botnfiskleyfi með aflamarki, eða heimild til þess að stunda botnfisk- veiðar í ákveðinn dagafjölda, botn- fiskleyfi með sóknarmarki. Svigrúm er tii færslu aflamarks milli ára. Botnfiskveiðar báta minni en 10 brúttólestir eru takmarkaðar með sérstökum hætti. Um framsal veiðileyfa gilda þær reglur, að heimilt er að færa árlegt aflamark milli skipa sömu útgerðar eða skipa, sem gerð eru út frá sömu verstöð eftir því, sem hlutaðeigandi útgerðaraðilar koma sér saman um, og gildir hið sama um skipti á afla- marki milli skipa, sem eru ekki gerð út frá sömu verstöð, enda sé um jöfn skipti að ræða að mati sjáv- Morgunblaðið/Silli Enn er vetrarlegt um að litast á Húsavík þótt tæp vika sé liðin af sumri. Þessi mynd var tekin þar á sumardagimi fyrsta. MORGtíNBLÁÐlÉ'tólbÍlklÍDÁb'Ók 2Ó: ÁPRÍE 1989 « r 23 AF INNLENDUM VETTVANGI eftir ÞÓRHALL JÓSEFSSON Málamiðlanir bjarga húsbréfefinmvarpinu Deilt um leiðir til að viðhalda sjálfseignarstefnunni HÚSBRÉFAFRUMVARP Jóhönnu Sigurðardóttur er nú í biðstöðu hjá félagsmálanefnd neðri deildar Alþingis. Þaðan átti að afgreiða það síðastliðinn mánudag, en af því varð ekki eftir að kvisaðist að meiri- hluti væri í neíhdinni til að vísa því til ríkisstjórnar. Þá frestaði nelndar- formaður afgreiðslu þess og nú nota stjórnarliðar tímann til að ná sam- komulagi. Jóhanna hafði sagt að hún legði ráðherradóm sinn undir að frumvarpið verði að lögum á þessu þingi. Hefði fiumvarpinu verið vísað til ríkisstjórnarinnar hefði á það reynt. Komið hefur firam málamiðlunar- tillaga þess efhis að frumvarpið öðlist lagagildi nú, en gildistöku þess verði frestað til 1. nóvember, í stað 1. september, og í sumar starfi nefnd við að sníða af frumvarpinu þá galla sem á því kunna að vera. Jóhanna segist geta sæst á þessa lausn, en er ekki örugg um að frum- varpið fái nægan byr. Það kemur í ljós í vikulokin, nefndin afgreiðir það líklega fyrir helgina. Þetta frumvarp hefur valdið miklum deilum og allir vilja fá eitthvað fyrir tilslökun af sinni hálfu, verður jafhvel lítið eftir af upphaflegum tillögum þegar upp er staðið. Gylfi Þ. Gíslason „Enginn vafi á að þurfa að leika á því, að kvóta- kerfið hefiir reynzt til bóta frá því, sem áður var. Það hefur stuðlað að minnkun sóknar í fiskistofiia. Hitt er ann- að mál, hvort enn hefur verið gengið nógu langt í þá átt að vernda og efla fiskistofiia. Það er hlutverk fiskifræðinga að leggja mat á það.“ arútvegsráðuneytisins. Tilkynna skal ráðuneytinu fyrir fram um framsal veiðiheimilda. Það er ný- mæli í síðustu lagasetningu, að nú er heimilt að sameina varanlega aflamark skips, sem tekið er úr rekstri, aflamarki annars skips. III Kerfið það til stjórnar á fiskveið- um við ísland, sem nú hefur verið lýst í aðalatriðum, er eflaust betur til þess fallið að ná þeim árangri, sem að er stefnt, en kerfið, sem það Ieysti af hólmi, „skrapdagakerf- ið“, að ekki sé talað um þær frjálsu fiskveiðar, sem ríkjandi voru áður en „skrapdagakerfið" var tekið upp. Þetta kemur skýrt fram í fylgiskjöl- um, sem birt voru með frumvarpi ríkisstjórnarinnar 1987. Sjávarút- vegsráðuneytið fór þess á leit við Þjóðhagsstofnun og sérfræðinga við Raunvísindadeild Háskólans og Viðskipta- og hagfræðideild Há- skólans, að þeir legðu sjálfstætt mat á áhrif kvótakerfisins, sem tók gildi í ársbyijun 1984. Helztu heild- arniðurstöður athugananna urðu, að úthald við botnfiskveiðar hafi dregizt talsvert saman, að afli á úthaldseiningu og sóknarafköst hafi verið meiri en hefði mátt vænta, sé miðað við sóknarárangur á skrapdagatímabilinu, og að kostn- aður á hvert aflatonn hafi lækkað á kvótaárunum. Meginniðurstaða vinnuskjals, sem Snjólfur Ólafsson sérfræðingur og Þorkell Helgason prófessor í Raunvísindastofnun Húsavík. JAFNFALLINN siyór, 5 cm djúpur, var á Húsavík í gær- morgun og heldur vetrarlegt yfir að líta þó um vika sé liðin af sumri. Víða í húsagörðum eru um eins metra háir skaflar og finna má tveggja metra háa skafla ofan á haustsánum vorlaukum og í kart- öflugörðum svo að útlit er fyrir að ekki verði hægt að setja niður kartöflur fyrr en seint á þessu vori. Háskólans sömdu í september 1987, var, að afköst við botnfiskveiðar hafi aukizt um a.m.k. fimmtung hjá bátaflotanum á árunum 1984-1986 miðað við næstu tvö ár á undan. Afköst hafi einnig aukizt hjá togur- unum, en þó minna. Breytilegur útgerðarkostnaður hafi minnkað. En heildarsókn sé þó enn allmiklu meiri en hagkvæmast sé. Helztu niðurstöður Ragnars Árnasonar varðandi verðmæti kvótanna voru þær, að kvótamarkaðurinn væri vel virkur, og hafi færslur milli kvóta numið allt að 25% úthlutaðra kvóta. Að framan var skýrt frá niðurstöð- um hans varðandi þjóðhagslegt virði kvótanna. Enginn vafi á að þurfa að leika á því, að kvótakerfið hefur reynzt til bóta frá því, sem áður var. Það hefur stuðlað að minnkun sóknar í fiskistofna. Hitt er annað mál, hvort enn hefur verið gengið nógu langt í þá átt að vernda og efla fiski- stofna. Það er hlutverk fiskifræð- inga að leggja mat á það. Virðist það skoðun flestra þeirra, að æski- legu marki í þessu efni hafi ekki verið náð enn. En kvótakerfið veitir stjórnvöldum fullkomna aðstöðu til þess að ganga lengra á þessu sviði, ef hugur stendur til þess. IV Að framan var þess getið, að fræðilegar rannsóknir sýndu, að sókn í fiskistofnana sé enn of mik- il, þ.e. að hægt sé að veiða þann afla, sem veiddur er, með minni flota og minni tilkostnaði. Hér hlýt- ur auðvitað sú mikilvæga spurning að vakna, hvort kvótakerfið, eins og það er nú, sé líklegt til þess að leiða til þeirrar niðurstöðu, að afli sá, sem heimilað er að sækja, verði veiddur með sem minnstum til- kostnaði. Þeirri skoðun hefur verið haldið fram, að væru þær breytingar gerð- ar á núgildandi kvótakerfi, að veiði- leyfi væru veitt til margra ára, við- skipti með þau væru algjörlega fijáls og fullkominn markaður fyrir þau næði að þróast, mundi kerfið geta leitt til slíkrar niðurstöðu. Aðrir — og er höfundur þessarar greinar í þeim hópi — telja, að þess- ar breytingar væru ekki nægilegar, auk þess sem mjög hæpið sé, að markaður fyrir veiðileyfi gæti hér orðið nægilega fullkominn, ekki fyrst og fremst vegna þess, að bú- ast megi við ýmiss konar markaðs- bresti vegna smæðar markaðarins, heldur frekar vegna hins, að stjórn- völd teldu sér nauðsyn að hafa af- skipti af honum vegna byggðasjón- armiða og ýmiss konar hagsmuna- gæzlu. Auk þess hlyti þróun á þessu sviði að verða tiltölulega hægfara og það því taka langan tíma, að markmiðið næðist, jafnvel þótt gert væri ráð fyrir því, að ekki yrðu hindranir í vegi. í annarri grein mun ég gera grein fyrir því, hvaða breytingar ég tel nauðsynlegt að gera á núgildandi kerfi, til þess að um hagkvæmni — og réttlæti yrði að ræða. Höfundur er fyrrverandi mennta- málaráðherra og prófessor við Háskóla íslands. Ótíð þessi hefur varað síðan í byijun þorra og undanfarna viku hefur verið allt að 10 stiga frost um nætur og hitastig ekki farið nema niður undir núllið þó sól hafi skinið í heiði. Þrestirnir hafa lítið að éta og eru mjög gæfir við húsadyr þar sem þeim er víða gefið. Nú vona menn að fari að hlýna svo þessu vetrarríki linni og vor- verk geti hafist. - Fréttaritari Athyglisvert er, að þeir sem hafa lagst hvað harðast gegn húsbréfa- frumvarpinu eru sömu menn og voru guðfeður núgildandi húsnæðislána- kerfis, sem var samið um í kjara- samningum árið 1986. ASÍ þing síðastliðið haust ályktaði gegn hús- bréfakerfinu, miðstjórn ASI hefur ítrekað þá ályktun. Landssamband verslunarmanna hefur lagst gegn frumvarpinu. Hins vegar hefur Verkamannasambandið lýst stuðn- ingi við það. Á meðal hörðustu and- stæðinga húsbréfanna eru nokkrir þingmenn Framsóknarflokksins með Alexander Stefánsson fyrrverandi félagsmálaráðherra í broddi fylking- ar. Hann var ráðherra þessa mála- flokks þegar núgildandi kerfi var leitt í lög. Óljóst á Alþingi Á Alþingi eru línur ekki fyllilega ljósar. Álþýðuflokksmenn fylkja sér að baki Jóhönnu, Alþýðubandalagið fylgir með fyrirvara um breytingatil- lögur. Framsókn er tvískipt, sumir fylgjandi, aðrir harðir andstæðingar. Borgaraflokkurinn hefur flutt tillög- ur um annað kerfi og vill ekki þetta. í Sjálfstæðisflokki og Kvennalista er stuðningur við frumvarpið, en hins vegar vilja þingmenn þessara flokka fara varlega og ekki hrapa að sam- þykkt nýs kerfis. Athyglisvert er, að deilan virðist að litlu eða engu leyti snúast um það grundvallaratriði, hvort gera eigi öll- um almenningi kleift að eignast eig- in íbúð eða ekki. Um það virðist vera eining. Sjálfseignarstefnan Svokölluð sjálfseignarstefna hefur verið ríkjandi í húsnæðismálum ís- lendinga undanfarna áratugi. Um 85% ijölskyldna búa í eigin húsnæði, sem er mun hærra hlutfall en í flest- um nálægum löndum. Til þess að viðhalda þessari sjálfseignarstefnu þarf að niðurgreiða íbúðarverð með einum eða öðrum hætti. Þeir tekju- lægstu hafa ekki haft bolmagn til þess einir og óstuddir að kaupa eigið húsnæði og því fengið til þess að- stoð. Fyrr á árum var þessi aðstoð meðal annars í formi neikvæðra vaxta af lánum og fengu þá reyndar ekki aðeins tekjulágir, heldur allir þeir sem gátu fengið lán, það var á svonefndu „gjafvaxtaskeiði" á íslenskum ijármagnsmarkaði. Því lauk með verðtryggingu samkvæmt Ólafslögum 1979. Þá hafa menn fengið vexti dregna frá skatti og nú eru vextir af húsnæðislánum einfald- lega niðurgreiddir. Og njóta allir sem fá lán, án tillits til efna eða tekna. Niðurgreiðslur Með húsbréfakerfinu fylgja ákvæði um vaxtabætur, sem eiga að niðurgreiða íbúðaverð til hinna tekju- lægri og þannig að viðhalda sjálfs- eignarstefnunni. Hugmynd félags- málaráðherra er, að húsbréfin taki við á hinum almenna íbúðamarkaði, en byggingasjóðirnir haldi áfram að fjármagna svonefndar félagslegar íbúðir, það er verkamannabústaði og kaupleiguíbúðir. Félagslegar íbúðir eru í reynd nafngift fyrir íbúðir handa þeim þjóðfélagshópum, sem njóta meiri niðurgreiðslna en allur fjöldinn. Af sjálfu leiðir, að ef hér á að viðhalda sjálfseignarstefnu með 85% fjölskyldna í eigin húsnæði, þá verður ekki um leið lögð mikil áhersla á byggingu leiguíbúða, þótt sveitar- félög séu farin að feta sig út á þá braut í ríkari mæli en áður, einkum með tilkomu kaupleiguíbúða. Og vandséð er reyndar að núverandi stjórnarmeirihluti geti lagt áherslu á annað en sjálfseignarstefnuna, þar sem skattlagningu á íbúðarhúsnæði er þannig háttað, að það er ekki fýsilegt að eiga íbúðir til útleigu. Kostir og gallar Eins og rök með og á móti hús- bréfakerfi hafa verið kynnt, má segja að kostir þess og gallar séu í höfuðat- riðum eftirfarandi. Kostirnir eru að seljendur lána kaupendum, markaðurinn fjármagn- ar sig að einhveiju leyti sjálfur, í stað þess að binda fjármagn til dæm- is lífeyrissjóðanna eins og nú er. Kerfið leiðir til verðlækkunar til lengri tíma litið, vegna minna fjár- magnsflæðis inn á markaðinn. Kerfið jafnar greiðslubyrði, þar sem ekki verður sama þörf og áður fyrir skammtímalán fyrstu árin eftir kaup. Kerfið auðveldar eldra fólki að breyta eignum sínum í örugga peninga, þar sem húsbréf verða söluhæf á mark- aði og gengi þeirra skráð opinber- lega. Kerfið beinir aðstoð við kaup- endur í einn farveg, í gegn um skattakerfið. Og, ekki má gleyma þeim átta þúsundum sem í dag bíða eftir láni og hafa ekki fengið lánslof- orð. Þeir geta losnað úr biðröðinni. Ókostir húsbréfakerfis eru meðal annars að ef skipt er alveg yfir, þá er það stórt stökk og ekki séð fylli- lega fyrir endann á afleiðingum þess. Sumir segja það glannaskap og vilja fara hægar. Vextir af húsnæðislán- um munu hækka, þar sem húsbréf bera markaðsvexti. Líkur eru sagðar á að greiðsluerfiðleikar aukist og vaxtaniðurgreiðslur verði ómarkviss- ar, hætta verði á lægra hlutfalli eig- in húsnæðis, fastir vextir dragi úr endursöluhæfni bréfanna, verðsveifl- ur aukist á markaði og þegar kerfið verði tekið í notkun, hækki íbúðaverð fyrsta kastið vegna auðveldari fjár- mögnunar en áður. Þá hefur verið nefnt að húsbréfin séu opin leið til að opna svikamyllu í viðskiptum, vin- ir og kunningjar geti skipt á íbúðum og náð þannig út lánsfé með hús- bréfum, að húsbréfin séu ígildi pen- inga og verði því verðbólguhvetjandi á sarna hátt og aukið peningamagn í umferð. Margt fleira mætti tína til um kosti og galla kerfisins, en hér að framan voru aðeins talin nokkur helstu rökin sem hafa verið áberandi í umræðu upp á síðkastið. Andstæðingar húsbréfanna vilja viðhalda skyldu lífeyrissjóðanna að lána Húsnæðisstofnun 55% af ráð- stöfunarfé sínu. Húsbréfahugmyndin byggir hins vegar á því, að þeirri skyldu verði aflétt. Þetta er eitt þungvægasta atriðið í málamiðlunar- umræðunum nú. Til að byija með er líklegt að 55% reglan gildi og af því megi 10% fara til húsbréfakaupa. SvörJóhönnu Jóhanna Sigurðardóttir vísar á bug að kerfið hvetji verðbólguna, hún segir að gengi bréfanna muni laga sig að markaðnum og innri fjármögn- un kerfisins verði um fjórir milljarðar króna á meðan sala bréfanna á mark- aði verði þrír til fjórir milljarðar. Hún bendir á að í dag séu búnir til pening- ar með sölu lánsloforða og að hús- bréfin skapi allt önnur skilyrði á fjár- magnsmarkaði þegar kaupskylda lífeyrissjóðanna verði afnumin. Það hafi síðan áhrif til lækkunar vaxta , þegar framboð eykst á fjármagns- markaði. Þá vísar hún á bug að vaxtabætur séu óvissar, hver ríkis- stjórn hafi ákvörðunarvald um það, eins og nú um vaxtaniðurgreiðsluna. Ríkisstjórnir muni hugsa sig tvisvar um áður en vaxtabætur verði minnk- aðar. Þá segir hún að með húsbréfa- kerfinu losni um fé til að styrkja félagslega íbúðakerfið enn frekar. Hún er ekki hrædd um að húsbréfa- kerfi fylgi meiri hætta á misnotkun en núverandi kerfi, segir auðveldara að leika á kerfið nú með lánsloforðum og sölu þeirra. Jóhanna segist ekki vera ánægð með að hafa tvö kerfi samhliða, eins og reyndin verður í fyrstu, verði. frumvarpið að lögum. Hins vegar náðist ekki samkomulag á Alþingi, innan stjórnarmeirihlutans, um að loka núverandi kerfi. Því verður kleift að velja á milli og Jóhanna segist trúa því að biðröðin langa í Húsnæðisstofnun muni grisjast veru- lega þegar fólk á kost á því, að ganga strax til íbúðakaupa í húsbréfakerfi í stað þess að bíða í allt að 37 mán- uði eins og nú horfir. Loks segir hún það ekki rétt að flaustrað sé að þessu máii, frumvarpið hafi verið vel undir- búið, það var tilbúið til framlagning- ar í desember og í því er gert ráð fyrir endurskoðun fyrstu árin. Endurskoðun í sumar Húsbréfafrumvarpið mun að líkindum verða að lögum á þessu þingi, gildistöku þess verður frestað um tvo mánuði, nefnd mun yfirfara það í sumar og þá er spurningin: Hvers konar húsbréfakerfi lítur dagsins ljós eftir þá yfirhalningu? Því verður ekki svarað hér. Hitt er rétt að minna á, að þegar núgildandi húsnæðislánakerfi var kokkað í kjarasamningunum 1986, þá var lítil andstaða gegn því, það var keyrt áfram í flýti og um það rætt sem nánast hina „endanlegu lausn.“ Fljótt komu þó í ljós á því verulegir annmarkar og tillögur fylgismanna þess um úrbætur eru svo róttækar, að yrðu þær að veruleika er harla lítið eftir að upphaflega kerfinu. Því verður að líta svo á að flas sé ekki til fagnaðar í þessum efnum. Betra að flýta sér hægt og skoða möguleik- ana, kostina og gallana, vel, áður en af stað er farið, fremur en að þurfa að tjasla saman úrbótum eft- irá. Vetrarlegt á Húsa- vík í sumarbyrjun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.