Morgunblaðið - 26.04.1989, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 26.04.1989, Blaðsíða 41
\ '-•."í 'f M l ia.M: ‘ 1 I í/ J l-ÍÍO i MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 1989 í)l* 41 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Þessir hringdu . . . Markaðurinn í Kolaporti Kristbjörg hringdi. Mig langar til að láta Hjós undrun mína yfir því hvað fólk leyfir sér að selja á markaðinum í Kolaportinu. Þarna mátti sjá margþvegnar og lúnar peysur sem húsmæður sem ég þekki færu með beint út í tunnu, A öðru borði voru bækur til sölu. Ein var mérkt Fossvogsskóla og önnur bókasafni sjúkrahússins á ísafirði! Góð umgengni um Eiðistorg FaStagestur hringdi. Ég hef lengi verslað á Eiði- storgi og mér hefur þótt leitt hve lítið torgið hefur verið notað. Því fannst mér tilkoma bjórstofunnar Rauða ljónsins mjög jákvæð því þrifnaðurinn á torginu hefur auk- ist með henni. Þetta hefur verið frábært framtak bæjarstjórnar og veitingamannsins að lífga svona upp á torgið. Þrátt fyrir mann- ijölda hefur umgengnin verið til fyrirmyndar og unglingum verið vísað út af torginu klukkan hálf- tólf um leið og Litli bær lokar. Eiðistorg verði opnað íyrir bjórsölu S. K. hringdi. Mig langar til að skora á eig- endur Rauða ljónsins og forráða- menn Eiðistorgs að torgið verði opnað á ný fyrir bjórsölu. Þetta var meiriháttar staður sem höfð- aði til ungra sem aldinna. Það var tilbreyting að geta setið úti á torgi laus við tóbaksreykinn sem er inni á kránum. Gæslan var líka það góð að þeim sem voru ofur- ölvi var vísað út. Mér leið satt að segja eins og heima hjá mér. Hvimleiðar hringingar Hulda Magnúsdóttir hringdi. Ég vil skora á böm og unglinga sem em að skemmta sér um helg- ar að hætta símaati. Það kemur sér mjög illa á mínu heimili þegar hringt er um miðja nótt og spurt hvað klukkan sé. Aðfaranótt sunnudags svafég til dæmis ekk- ert eftir klukkan fjögur vegna þess arna. Páfagaukur í óskilum Valberg Sigfússon hringdi. Það fannst blár páfagaukur á miðvikudag í síðustu viku í vest- urbæ Kópavogs. Upplýsingar í síma 43492. Skíðaskór horfnir Hildur hringdi. Eftir klukkan 18 laugardaginn fyrir páska vom teknir rauðir Nordica-skíðaskór númer 39 fyrir utan skíðaskálann í Bláfjöllum. Skórnir vom í plastpoka merktum • fríhöfninni. Þeir sem geta gefið . upplýsingar um skóna vinsamleg- ast hringi í síma 14026. Ábyrgðarleysi slökkviliðsins Lesandi hringdi. Mig langar til að kvarta yfir ótrúlegu ábyrgðarleysi slökkvi- liðsmanna í Reykjavík. í föstu- dagsblaði DV sáust þeir drekka eftir að hafa slökkt eld í Kringl- unni 4. Mér er spurn: Aka slökkvi- liðsmenn ekki bifreiðum? Það er ótrúlegt að DV skuli koma með svona áróður á forsíðu. Það sýnir nú líka best að þeir voru ekki al- veg allsgáðir því það kviknaði í seinna um nóttina. Hefði ekki verið betra að láta bjórinn eiga sig? Úr týndist í miðbænum Citizen-úr með svartri ól án stafa týndist á leiðinni frá Kirkju- hvoli að Útvegsbankanum í Aust- urstræti síðastliðinn föstudag rétt fyrir klukkan fjögur. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 35128. Hugmynd fyrir Póst og síma Páll Gunnarsson hringdi. Þannig er nú á íslandi að borgi menn ekki símann þá er lokað. En er þá ekki verið að draga úr möguleikum þeirra sem standa í skilum? Þeir geta nefnilega ekki hringt í viðkomandi. í Svíþjóð veit ég að hægt er að loka aðra leiðina. Ég álít það vera nógan þrýsting.á þann sem er í vanskil- um að ekki sé hægt að nota símann til að hringja út. Það má jafnvel ímynda sér að fyrirtæki sem eru í erfiðleikum missi af viðskiptavinum vegna þess að ekki er hægt að hringja í þau og þannig aukast erfiðleikarnir enn méir. Er þetta ekki eitt dæmið um að tími er kominn til að helja okkur af steinaldarstiginu? Niður með Hitler Ein hneyksluð hringdi. Ég er svo aldeilis hneyksluð á því að í sýningarglugga á homi Þingholtsstrætis og Bankastrætis skuli hanga uppi mynd af Hitler með þýska nasistafánanum við hliðina. Þetta er víst í sambandi við bókina um íslenska nasista en mér fínnst einum of mikið að nota fánapn og myndina þannig í auglýsingaskyni. Metbet „Og Jesú fæddist í Nazaret þú varð ég alveg bet.“ Öll þjóðin hlustaði grallaralaus á grallaralausan forsætisráðherra í umræðum um soldátaæfingar á dögunum. Oft hafa menn orðið stromphissa á hissu Steingríms, en nú náði hann metbeti. Það sem kom blessuðum mannin- um svona rækilega í opna skjöldu voru fyrirhugaðar æfingar varnar- liðsmanna á sumri komanda. Steingrímur forsætisráðherra var nefnilega búinn að steingieyma því að hann hafði verið utanríkisráð- herra fyrir hálfu ári. Nema hann hafi minnt að hann hafi aldrei ver- ið utanríkisráðherra, sem er eins líklegt. í því ljósi ættu menn að geta skilið að maðurinn væri búinn að gleyma að honum hafði verið tilkynnt um heræfingarnar, vegna þess að tilkynningin hefir þá verið send einhveijum öðrum. Forsætisráðherra kvaðst vera andvígur þessum æfingum, sem hann ekki var þegar hann minnti að honum hefði ekki verið afhent tilkynningin um þær. Þetta getur átt sér eðlilegar skýringar. Faðir hans sagði nefnilega fyrir kosning- arnar 1956 að það væri betra að vanta brauð en hafa her í landi. Svo myndaði Hermann stjórn og soninn hefir minnt að hann hafi rekið herinn úr landi, eða verið búinn að gleyma að hann gerði það ekki. Með þetta í huga þarf engan að undra þótt Steingrímur yrði metbet þegar hann heyrir að Jóni Baldvini hafi verið tilkynnt um her- æfingar, sem hann mundi þó að er utanríkisráðherra á íslandi sem stendur, en ekki Steingrímur sjálf- ur. Þegar menn íhuga þessar ein- földu staðreyndir, sem hér hafa verið rifjaðar upp á auðskilinn máta, er eins vist að menn hætti að vera hissa á Steingrími Her- mannssyni — í eitt skipti fyrir öll. Enda verða betmet hans ekki slegin Melamaður IFORMICÁ Veljið það besta FORMICÁ\ er til i hundrudur lita og mynstra seinl beygja má á borðplötur, N gluggakistur, skáphurðir eða næstum hvað sem er. ÁRVÍK ÁRMLILI 1 - REYKJAVÍK - SÍMI 687222 -TELEFAX 687295 Civic Hatchback Vél: 16 ventla, 75/90/130 Din hestöfl. Verð frá kr. 715.000. Civic Sedan GL sjáifskiptur Vél: 16 ventla, hestöfl 90/116 Din. Verð frá kr. 899.000. Fjórhjóladrif - GTI, vél 116 Din. Verð: 1.030.000 stgr. Tökum vel meó farna notaóa bíla ixpp í nýja U HONDA Vatnagörðum 24, sími 689900.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.