Morgunblaðið - 26.04.1989, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.04.1989, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. A'PRIL 1989 27 Umræður um utanríkismál í Sameinuðu þingi: Þriðjungs niðurskurður heræfinganna rétt skref - sagði Hjörleifur Guttormsson í UMRÆÐU um skýrslu utanrík- isráðherra í Sameinuðu þingi í gær sagði Hjörleifur Guttorms- son að yfirlýsing ráðherra um þriðjungs niðurskurð heræfinga varnarliðsins væri skref í rétta átt. Þorsteinn Pálsson Iét svo ummælt í umræðunni að einu mætti gilda fyrir Alþýðubanda- lagið hvort Qöldi hermanna í æfingunni væri tvisvar eða þrisv- ar sinnum fleiri en nokkru sinni fyrr: Alþýðubandalagið hefði aldrei hugsað sér að fara úr ríkissljórninni vegna þessa máls. Þorsteinn Pálsson (S/Sl) hóf umræðuna með því að segja að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kæmi hvergi fram með hvaða hætti ætti að vinna að því grundvallarat- riði í utanríkisstefnu landsins sem aðildin að Atlantshafsbandaiaginu og vera varnarliðsins væri. Ríkis- stjórnin hefði ekki burði né getu til þess að setja á blað grundvallarat- riði utanríkisstefnunnar, en þrátt fyrir það hefði utanríkisráðherra reynt að fylgja eftir sömu stefnu í utanríkismálum og gert hefði verið undanfarin ár. „Yfirlýsing ríkis- stjórnarinnar um utanríkismál er málamiðlun, sem Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur keyptu Alþýðu- bandalagið með til ríkisstjórnar- samstarfs." Þorsteinn gagnrýndi utanríkis- ráðherra fyrir að gera ekki grein í skýrslu sinni fyrir þeim ágreinings- málum sem upp hefðu komið í ríkis- stjórninni um utanríkismál. Ágrein- ingur þessi hefði komið í ljós innan- lands, bæði innan og utan þings, svo og á erlendum vettvangi. Ágreiningur í ríkisstjórn Sem dæmi um þetta nefndi Þor- steinn að ríkisstjórnarflokkarnir hefðu rekið „fyrii-varapólitík“ í mörgum mjög mikilvægum sam- skiptum; í Norðurlandaráði varð- andi efnahagssamskipti og í stefnu- mörkun EFTA-ríkjanna í Osló. Þor- steinn gat þess einnig að ágreining- ur væri í ríkisstjórninni um afstöðu til afvopnunar og fækkunar kjarn- orkuvopna og til kjarnorkuvopna- lausra svæða. Þorsteinn ræddi um yfirlýsingar Ólafs Ragnars Grímssonar vegna viðræðutilboðs Gorbatsjovs í Mur- mansk 1987, sem gengið hefði þvert á stefnu bandalagsþjóða okkar og túlkuð sem yfirlýsing íslenskra stjórnvalda. Þorsteinn spurði ráð- herrd hvort hann væri sáttur við þessar yfirlýsingar og ef svo væri ekki, hvort hann hefði gert ein- hveijar ráðstafanir til að greina öðrum ríkisstjórnum frá því að orð fjármálaráðherra túlkuðu ekki stefnu íslenskra stjórnvalda. V araflugvallarmálið Um varaflugvallarmálið sagði Þorsteinn að ráðherra hefði lýst þeim vilja sínum að forkönnun gæti átt sér stað, við andmæli Al- þýðubandalagsins. Gat Þorsteinn þess að í Þjóðviljanum fyrir skömmu hefði verið sagt að fyrir- ætlanir ráðherra hefðu verið brotn- ar á bak aftur með öllu og ítrekaði af því tilefni fyrirspurn til ráðherra hvort það væri rétt og ef svo væri ekki, hvort hann væri reiðubúinn til þess að standa að samþykkt þingsályktunartillögu, þar sem for- könnun væri heimiluð. Um heræfingar varnarliðsins í sumar sagði Þorsteinn að ráðherra hefði látið hafa eftir sér í umræðu á þingi að hér væri um eðlilegar æfingar að ræða í alla staði. Nú hefði hann hins vegar tekið ákvörð- un um að fækka í lieraflanum um þriðjung. Taldi Þorsteinn að skýr- ingin á þessari skyndilegu breyt- ingu á afstöðu ráðherrans væri sú að hann væri að láta undan þrýst- ingi Alþýðubandalagsins. „Það má hins vegar einu gilda fyrir Alþýðu- bandalagið hvort fjöldi þeirra er taka þátt í æfingunni er tvöfalt eða þrefalt meiri en síðast. Alþýðu- bandalagið sæti alltaf sem fastast í ríkisstjórn.“ Taldi Þorsteinn yfir- lýsingar Hjörleifs Guttormssonar um að mál þetta hefði áhrif á af- stöðu sína til ríkisstjórnarinnar vera marklausar yfirlýsingar. Einokun Aðalverktaka verði afliumin Um íslenska aðalverktaka sagði Þorsteinn að í stað þess að auka þátt ríkisins í fyrirtækinu og stjórn þess, hefði verið nær að reyna aðr- ar leiðir. Sagði Þorsteinn að eðlilegt hefði verið á sínum tíma að koma á því skipulagi sem nú væri við lýði, þar sem verktakastarfsemi hefði í þá tíð verið mjög veikburða. Taldi Þorsteinn að framkvæmdir yrðu látnar fara fram á grundvelli almennra útboða. Um endurskipulagningu á ut- anríkisþjónustunni sagði Þorsteinn að mjög takmarkaðar upplýsingar fengjust um þær. Gagnrýndi Þor- steinn ráðherra fyrir breytingar sem stæðu fyrir dyrum varðandi fulltrúa íslands hjá EFTA, nú ein- mitt þegar fyrir dyrum stæði að ísland tæki forystu í Fríverslunar- bandalaginu. Köld utanríkissteftia Kristín Einarsdóttir (K/Rvk) gagnrýndi Jón Baldvin harkalega fyrir þá utanríkisstefnu sem hann hefði framfylgt; væri hún í andstöðu við þá þíðu sem ríkjandi væri í heim- inum og þvert á þá stefnu sem fyrr- verandi utanríkisráðherra hefði reynt að framfylgja. Kvað hún von- ir sem hún hefði bundið við utanrík- isstefnu ríkisstjórnar sem kenndi sig við félagshyggju hafa brugðist. Kristín gagnrýndi ráðherra fyrir að hafa beitt sér fyrir því að íslenska fastanefndin hjá Samein- uðu þjóðunum hefði greitt atkvæði gegn ályktun um bann við fram- leiðslu kjarnavopna og fyrir þau ummæli sín í skýrslunni að rétt væri að endurnýja birgðir af skammdrægum kjarnaflaugum í Evrópu. Þetta og margt annað taldi Kristín dæmi um það að ekki mætti hrófla við hernaðarbrölti Banda- ríkjanna og spurði hún af því tilefni hvort stefnubreyting hefði orðið hjá Alþýðubandalaginu. Um stefnu Kvennalistans sagði' Kristín að þær væru andsnúnar veru hersins og aðildinni að Atlants- hafsbandalaginu og að stefna bæri að því að friðlýsa landið en að Is- land væri ekki möskvi í hernaðar- neti Bandaríkjanna. Jón Baldvin í talnaleik Hjörleifur Guttormsson (Abl/Al) hélt hátt í tveggja tíma ræðu um skýrslu utanríkisráðherra. Taldi Hjörleifur hafa kveðið við nýjan tón í umfjöllun ráðherra um samskipti austurs og vesturs og kvaðst hann sammála ráðherranum um það að breytt andrúmsloft væri í afvopnunarviðræðum. Hann gagn- rýndi hins vegar ráðherra fyrir að falla í þá gryfju að fara í talnaleik, byggðan á áróðurstölum stórveld- anna, til að rökstyðja þá afstöðu NATO að vilja ekki ræða um af- vopnun í höfunum. Einnig lýsti Hjörleifur yfir vonbrigðum sínum með það að ráðherra skyldi lýsa því yfir að skynsamlegt væri að end- urnýja birgðir skammdrægra eld- Hjörleifur Guttormsson flauga í Evrópu. Hjörleifur lýsti þeirri skoðun sinni að hann teldi það rangt að kveða til alþingismenn til starfa erlendis fyrir íslands hönd; alþingi ætti ekki að vera biðstöð fyrir sendi- herra. Rétt skref í rétta átt Um heræfingar varnarliðsins sagði Hjörleifur að ljóst væri að þeim væri ætlað að þjálfa hermenn í að veija herstöðina; staðfesti þetta kenningu Alþýðubandalagsins að varnarliðinu væri ekki ætlað að veija íslenska ríkisborgara. Taldi Hjörleifur óeðlilegt í miðri þíðunni í alþjóðastjórnmálum að ijúka upp til handa og fóta og samþætta starf- semi varnarliðsins og íslenskra að- ila. Hjörleifur taldi óeðlilegt að slík samþætting ætti sér stað; einungis innlendar stofnanir ættu að sinna almannavömum hérlendis. Hjörleif- ur spurði og ráðherra hvort um ein- hveijar hliðaræfingar yrði að ræða. Hjörleifur kvað yfirlýsingar ráð- herra um þriðjungssamdrátt vera rétt skref í rétta átt, en ekki nægj- anlegt; hann ætti að taka undir þá skoðun % landsmanna samkvæmt skoðanakönnunum að heræfingarn- ar ættu ekki að fara fram. Varðandi varaflugvöll sagði Hjörleifur að ljóst væri ef utanríkis- ráðherra stæði að forkönnun, hefði það mjög alvarlegar afleiðingar fyr- ir ríkisstjómarsamstarfið. íslenskar vörur fyrir varnarliðið Benedikt Bogason (B/Rvk) kynnti ályktanir landsfundar Borg- araflokksins í utanríkismálum og kvað hann stefnu þá er utanríkis- ráðherra hefði framfylgt vera í sam- ræmi við hana. Benedikt taldi það vera mjög mikilvægt að íslendingar tækju aukinn þátt í vörnum lands- ins, svo og að þeir væru virkir í stefnumótun innan Atlantshafs- bandalagsins. Banedikt var tals- maður þess að varnarliðið keypti meira af innlendum varningi og að íslendingar tækju aukinn þátt í uppbyggingu á varnarliðssvæðinu. Um forkönnun á varaflugvelli sagði Benedikt að slík könnun ætti engan að skaða. Hægrisinnaður utan- ríkisráðherra Hreggviður Jónsson (FH/Rnes) kvað utanríkisráðherra hafa framfylgt svipaðri utanríkis- stefnu og fráfarandi ríkisstjóm hefði gerí og fagnaði því að ráð- herra væri jafn hægrisinnaður og skýrslan bæri vott um. Hreggviður var talsmaður þess að forkönnun yrði látin eiga sér stað um hugsanlegan varaflugvöll og kvaðst hann vona að ráðherra tæki þar þátt, því þar væri um að ræða enn einn hiekkinn í samstöðu lýðræðisþjóða Vestur-Evrópu. Fiskveiðiheimild fyrir Rússa Eyjólfur ' Konráð Jónsson (S/Rvk) gat þess í umræðunni um skýrslu utanríkisráðherra að honum hefði borist fregn af því að í umræð- um um viðskipti íslands og Ráð- stjórnarríkjanna hefðu Sovétmenn verið með kröfugerð um veiðiheim- ildir í íslenskri lögsögu. Taldi hann fráleitt að verða við slíkum kröfum; aldrei kæmi til greina að þeir fengju að veiða einn titt. Óskaði Eyjólfur eftir því að Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra, gerði þinginu grein fyrir því hvort þetta hefði virkilega borið á góma í við- skiptaviðræðunum. Eyjólfur Konráð gagnrýndi ut- anríkisráðherra fyrir að ijalla lítt um hafréttarmál í skýrslu sinni, jafn mikilvægur málaflokkur og hafréttarmál væru. VINNUVÉLASÝNING - SKIPAVÉLASÝNING - TÆKJASÝNING - BÍLASÝNING STORSYNING UM NÆSTU HELGII HEKLUHÚSINU BRAUTARHOLTI 33 OG LAUGAVEGI 170-174 Fyrirspum um gámaútflutning á ísfíski: Utanríkisráðuneyt- ið dregur að svara MATTHÍAS Á Mathiesen (S/Rvk) gagnrýndi utanríkisráðherra á fundi Sameinaðs þings í gær fyr- ir óeðlilegan drátt á svörum við fyrirspurn sinni um gámaút- flutning á ísfiski. Utanríkisráð- herra kvað veikindi starfsmanns hafa tafið svör. Matthías Á Mathiesen hóf í Sam- einuðu þingi á mánudag umræðu um þingsköp. Gagnrýndi hann ut- anríkisráðherra fyrir óeðlilegan drátt á svörum; fyrirspurnin hefði verið lögð fram 22. mars en í þing- sköpum væri gert ráð fyrir að svör bærust 6-8 dögum eftir fyrirspurn. Jón Baldvin Hannibalsson, ut- anríkisráðherra bað þingmenn af- sökunar á þeim töfum sem orðið hefðu, en skýringin fælist í veikind- um þess starfsmanns sem með málið hefði að gera í ráðuneytinu. Fyrirspurninni yrði svarað innan tíðar. LAUGARDA6 KL. 10■ 18 OG SUNNUDAG KL. 13-18 Við Brautarholt sýnum við: BELTAGRÖFUR, HJÓLASKÓFLUR, JARÐÝTUR, LYFTARA, LOFTWÖPPUR, LOFTVERKFÆRI, RAFSTÖÐVAR, VEGHEFLA, TRAKTORSGRÖFUR, SKIPAVÉLAR, o.fl. CB CATERPILLAR C.UrpiM.i, Cat Ofl a MU •kriMtt •Onimcrtil HEKLAHF Laugavegi 170-174 Slmi 695500 m IFI'J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.