Morgunblaðið - 26.04.1989, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.04.1989, Blaðsíða 5
Bláfjallasvæðið MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 1989 5 Opið fram í maíbyrjun að öllu óbreyttu SKÍÐASVÆÐIÐ í Bláijöllum verður opið fram að helginni 6. og 7. mai að öliu óbreyttu eins og verið hefiir undanfarin ár. Þor- steinn Hjaltason fólkvangsvörður segir að síðan sé spurning hvort þeir hafi opið um hvítasunnuhelg- ina þar á eftir. Slíkt fari eftir færinu og vilja fólksins. Einnig sé hugsanlegt, ef vilji er fyrir hendi, að hafa svæðið opið eitt- hvað lengur en þetta. Þorsteinn segir að það sé ómögu- legt að spá fyrir um nú hvort skíða- menn muni hafa áhuga á því að sækja á svæðið eitthvað eftir framan- greindan tíma. Starfsmenn svæðisins eru hinsvegar sveigjanlegir í því að hafa það opið áfram ef það verður uppi á teningnum. „Þetta veltur allt á því hvernig veðrið verður. Ef það heldur í horfinu eins og er á ég von á að skíðamenn vilji koma lengur en fyrstu vikuna í maí. Ef veðrið snýst í sunnanátt hins- vegar vill enginn fara á skíði hér,“ segir Þorsteinn. Sundlaugarnar í Laugardal: Lokaðí dag og á morgun SUNDLAUGARNAR í Laugardal verða lokaðar í dag og á morgun, fimmtudag, en þá verður unnið þar að ýmsum viðgerðum og lag- færingum fyrir sumarið. Karl prins ekki í Kjarrá NÚ þykir sýnt, að Karl Bretaprins komi ekki til Islands á laxveiðar á komandi sumri eins og til stóð, en hann hafði ásamt vinahóp pant- að þijá daga i Kjarrá í Borgar- firði og áttu veiðarnar að standa yfir um mánaðamót júlí og ágúst. Að sögn leigutaka Kjarrár og Þverár, barst afboðun frá tals- mönnum prinsins í vikubyijun. Karl kom í Kjarrá í fyrra sumar og var það fyrsta laxveiðiferð hans til íslands í nær áratug. Hópurinn aflaði þokkalega, en skilyrði voru ekki upp á það besta. Karl veiddi þó manna best, landaði 8 löxum, öll- um á flugu. Færri her- menn fá að kynnast að- stæðum hér - segirupplýs- ingafiilltrúi Varnarliðsins „ÞETTA hefur engin áhrif á framkvæmd sjálfra æfinganna. Aftur á móti fá færri hermenn tækifæri til að nýta sér þessar æfingar til að kynnast aðstæðum hér, sem þeir þurfa hugsanlega að búa við á hættutímum," sagði Friðþór Kr. Eydal upplýsingafull- trúi Varnarliðsins er hann var spurður um áhrif þriðjungs fækk- unar hermanna í heræfingum Bandaríkjahers hér á landi í sum- ar sem utanríkisráðherra setti að skilyrði þegar hann heimilaði æf- ingarnar. Friðþór sagði að æfingar þessar væru nauðsynlegar til að þeir her- menn sem hingað þyrftu að koma á hættutímum væru sæmilega að sér um aðstæður hér á landi. valdi hagkvæmustu tækin Atvinnutæki þurfa aö skila vel því hlutverki sem þeim er ætlað til þess aö tjárfesting í þeim borgi sig. Þess vegna skiptir megin máli að velja bestu tækin, jafnvel þó að þau séu dýrust. Erfið- leikar við Ijármögnun tækja leiðir hins vegar oft til þess að ódýrari tæki verða fyrir valinu, sem standa síðan ekki undir þeim kröfum sem til þeirra eru gerðar. Slík fjárfesting mis- heppnast því að meira eða minna leyti. Fjármögnunarþjónusta Glitnis gefur fyrirtækjum möguleika á að velja þau tæki sem hagkvæmust eru. í boði er allt að 100% Ijármögnun kaupverðs. Kaup á ódýrum, vanbúnum tækjum eru því ekki lengur nauðsynleg. Full Ijármögnun tækja og þar með staðgreiðsla hjá seljend- um veitir venjulega rétt á staðgreiðslu- afslætti sem kemur leigutakanum að fullu til góða í lægri samningsupphæð og þess vegna lægri leigu. Glitnir býður sveigjanlegar fjármögnunariausnir í formi Ijármögnunarleigu, kaupleigu eða lána. Leigu- eða lánstíminn getur verið allt frá 2 árum til 7 ára. Endurgreiðslur geta verið breytilegar á samningstímanum. Hagkvæmustu tækin samfara sveigjanlegri Ijámnögnun, sem er aðlöguð þörfum fýrirtækisins, er vel heppn- uð fjárfesting. Láttu ekki tækifærin framhjá þérfara. Dkkar peningar vinna fyrir þig Glítnlrhf Ármúla 7,108 Reykjavík, sími: 91-6810 40

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.