Morgunblaðið - 26.04.1989, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 26.04.1989, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR ME)VIKUDAGUR 26. APRÍL 1989 ítfémR FOLK ■ ÞRIR leikmenn fengu að sjá rauða spjaldið í ieik Keflavíkur og Víðis í Litlu-bikarkeppninni, 2:1, í Keflavík. Nokkur harka var í leikn- um undir lokin og voru þrír leik- menn reknir af velli: Grétar Ein- arsson og Ólafur Róbertsson úr Víði og ÓIi Þór Magnússon, Keflavík ■ FÆREYINGAR unnu í síðustu viku sinn fyrsta landsleik í knattspymu, eftir að þeir urðu meðlimir í FIFA, alþjóða knatt- spymusambandinu. Þeir fengu Kanadamenn í heimsókn — sigr- uðu í Þórshöfn í fyrri leiknum 1:0 og töpuðu þeim seinni með sömu markatölu. B TOMAS Allofs, sóknarleik- maður hjá Köln, fer til franska félagsins Strasbourg. Þangað fer einnig Wolfgang Rolff, leikmaður hjá Leverkusen. Hjá franska fé- laginu er fyurir einn v-þýskur leik- maður. Peter Reichard, fyrrurr. leikmaður Stuttgart, sem hefur . verið markahæsti leikmaður Stras- '' bourg. ■ HANS-PETER Brigel, fyrr- um landsliðsmaður V-Þýskajands, sem leikur nú með Veróna á Ítalíu, mun taka við þjálfarastöðu hans efnilega Iiðs Homburg, sem er nú á toppi 2. deildarkeppninnar í V-Þýskalandi. ■ SVEN Göran Erikson, þjálf- ari Fiorentina á Ítalíu, getur líklega ekki haldið áfram sem þjálf- ari liðsins, þrátt fyrir að hafa feng- ið mjög gott tilboð. Eriksson lofaði stjóm portúgalska liðsins Benfica að taka við liðinu í haust og verður að standa við það þar sem Benfica vill ekki sleppa honum. Eriksson var ákveðinn í að fara aftur til Benfica, en mjög gott tilboð og loforð um peninga til að kaupa leik- menn, fengu hann til að skipta um skoðun, en of seint. ■ KÍNA hefur áhuga á að halda Ólympíuleikana árið 2000 í Pek- ing. B MANFRED Schwalb, mið- vallarspilari Niimberg í knatt- spymu, hafði heppnina með sér á laugardaginn. Hann missti stjóm á bifreið sinni á hraðbrautinni frá Miinchen, - þannig að hún fór út af brautinni og fór margar veltur, en Schwaib slapp ómeiddur. B KARLHEINZ Riedle, marka- skorarinn mikli hjá Werder Brem- en, hefur ákveðið að framlengja samriing sinn við félagið í fjögur ár. Hann er því ekki á förum til Bayem Miinchen, eins og talað var um. B TOTTENHAM verður fyrst enskra liða til að setja upp á velli sínum, White Hart Lane, tölvu- stýrðar girðingar sem opnast sjálf- krafa við ákveðinn þrýsting. Girð- ingar þessar eru víða á völlum í Frakklandi. Forráðamenn Totten- ham fara ásamt lögreglumönnum frá London tii frönsku borgarinn- ar Nimes til að kynna sér þetta nánar. B FJÖLSKYLDUR margra þeirra sem létust í Sheffield á laug- ardag hafa farið þess á leit við forr- áðamenn Liverpool að ösku þeirra verði dreift yfir Anfield Road, heimavöll félagsins. B AAD de Mos, þjálfari Mec- helen, kveður liðið eftir þetta keppnistímabil og mun þá taka við þjálfun Anderlecht. Forráðamenn Mechelen hafa áhuga á að fá rúm- enska þjálfarann Mircea Lucescu til að taka við liðinu. Lucescu, fyrr- um landslið^þjálfari Rúmeníu og nú þjálfari Dinamo Búkarest, hef- ur áhuga á starfinu en hefur enn 'bkki fengið leyfi stjómvalda í Rúm- eníu. KNATTSPYRNA / LANDSLIÐIÐ Sigurður komst ekki frá Luzern til IMancy SIGURÐR Grétarsson mun ekki leika með landsliðinu gegn Nancy. Hann á við meiðsli að strfða. Þjálfari Luzern hafði samband við Siegfried Held, landsliðsþjálfara íslands, á mánudagskvöldið, til að til- kynna honum að Sigurður kæmi ekki f leikinn gegn Nan- cy, sem verður á Marcel-Pic- ot-leikvellinum íkvöld. Landsliðshópurinn kom saman í Nancy um miðjan dag í gær og fóru leikmenn strax á æfingu. Sigurður Jónsson náði ekki æfing- unni, þar sem hann komst ekki frá London tímalega. Sigi Held og Atli Eðvaldsson mættu fyrstir á staðinn, en Held tók Atla með sér frá V- Þýskalandi. Þeir félagar komu ak- andi og voru þrjár klukkustundir á leiðinni frá Dússeldorf. Landsliðið æfir á Ieikvelli Nancy - Marcel-Picot, fyrir hádegi í dag. yöllurinn tekur 37 þús. áhorfendur. Á þeim velli lék Albert Guðmunds- son, sendiherra i Frakklandi, listir sínar á árum áður. Það var einmitt Albert sem kom leik landsliðsins gegn Nancy á. Nancy er eitt af efstu liðunum í 2. deildarkeppninni í Frakklandi. Með liðinu leika tveir útlendingar. Júgóslavinn Slavojulb Nikolic og Skotinn Ray Stephen, fyrrum leik- maður Aberdeen. Hann hefur verið markahæsti leikmaður liðsins. Pétur Pétursson er nú í fyrsta skipti í landsliðshópi íslands frá því í Iandsleiknum gegn Norðmönnum á Laugardalsvellinum 1987. Asgeir leikur í eitt ár í viðbót m Asgeir Sigurvinsson hefur skrifað undir nýjan samning við Stuttgart, sem gildir til ársins 1991. Samkvæmt þessum samn- ingi mun Ásgeir leika með liðinu eitt ár í viðbót en seinna árið mun hann vinnna ýmis störf hjá félaginu m.a. við unglingaþjálfun, auk þess sem hann mun væntanlega fara á þjálfaranámskeið hjá hinum þekkta íþróttaháskóla í Köln. Ásgeir Sigurvinsson hefur leikið með Stuttgart síðan haustið 1982. KNATTSPYRNA / HEIMSMEISTARAKEPPNIN Risamir mætast Hollendingartaka á móti Þjóðverjum. Átta leikir í undankeppni HM í kvöld ÞAÐ verður mikið um að vera i kvöld í undankeppni HM á Ítalíu 1990. Alls verða átta leik- ir í sex riðlum en flestir þess- ara leikja hafa mikla þýðingu fyrir liðin. Þeir leikir sem munu vekja mesta athygli eru viður- eignir Hollendinga og Vestur- Þjóðverja, íra og Spánverja og Sovétmenna og Austur-Þjóð- verja. Þetta er önnur viðureign Hol- lendinga og Þjóðverja en sú fyrri fór fram I Múnchen og lauk með markalausu jafntefli. Þjóðveij- ar eru því á útivelli í kvöld en ættu samt að eiga þokkalega möguleika á sigri vegna meiðsla Hollendinga. Ruud Gullit leikur ekki með, en hann meiddist í leik AC Mílanó gegn Real Madrid. Markvörðurinn Hans van Breukelen, miðvörðurinn Jan Wouters og sóknarmennirnir Wim Kieft og John Bosnam munu heldur ekki leika með Hollendingum í kvöld. í liðinu eru þó margir snjall- ir leikmenn svo sem Ronald Koe- man, Frank Rikjaard og að sjálf- sögðu knattspyrnumaður Evrópu, Marco van Basten. Vestur-Þjóðveijar eru hinsvegar með sitt sterkasta lið og að auki einn „nýliða." Það er Klaus Augen- thaler sem leikur sinn fyrsta lands- leik síðan í heimsmeistarakeoppn- inni 1986. Vestur-Þjóðveijar eru staðráðnir í því að hefna fyrir tapa- ið gegn Hollendingum, 1:2, í Evr- ópukeppninni. Þar með voru Þjóð- veijar úr leik en Hollendingar héldu áfram og urðu Evrópumeistarar. Sá leikur hefur mesta þýðingu fyrir íslendinga er viðureign Sovét- manna og Austur-Þjóðveija í 3. riðli en þar eru Islendingar. Ef Islend- ingar komast áfram yrði það líklega á kostnað Austur-Þjóðveija og því er óskin sú að Sovétmenn sigri. Það ættu þeir og að gera því meiðsli hafa heijað á austur-þýska lands- liðshópinn. Spánveijar eiga möguleika á að verða fyrsta þjóðin til að tryggja sér sæti í lokakeppninni á Italíu, að heimsmeisturunum og gestgjöf- unum undanskildum. Til þess þurfa Klaus Augenthaler, fyririiði Báy- ern Múnchen. þeir að sigra íra í Dublin. Spán- veijar hafa sigrað í öllum fimm leikjum sínum og eru fimm stigum á undan Ungveijum. Markatala þeirra er einnig mjög góð; 14:0. Spánveijar hafa styrkt vörn sína og nota nú aðeins þijá framheija í stað fimm sem þeir notuðu í síðasta leik sínum gegn Möltu. Það eru reyndar slæmar fréttir fyrir íra sem hafa ekki skorað í þremur leikjum sínum. í þessum riðli leika einnig Malta og Norður-Irland og má reikna með auðveldum sigri Norð- ur—íra. Aðrir leikir í kvöld eru England—Albanía í 2. riðli, Grikkland—Rúmenía og Búlgaría— Danmörk í 1. riðli og Portúgal—Sviss í 7. riðli. Hollendlngarnir Koeman og Van Tiggelen. Sigurður Grétarsson B CARMEL Busuttil framheiji í landsliði Möltu mun leika gegn Norður-Irum í kvöld eftir að hafa fengið skipun þess efnis frá eigin- konu sinni! Þau hjón eiga von á barni einhveija næstu daga og því vildi Busuttií ekki fara aftur til Möltu en hann býr í Belgíu. Konan hans bað hann um að fara þrátt fyrir það og þvi fór Busuttil. Þess má geta að Malta hefur leikið 30 landsleiki í undankeppni HM án þess að sigra. B VESTUR—ÞÝSKU landsliðs- mennimir vöknuðu upp við vondan draum á hóteli sínum í Haag, en þar leika þeir gegn Hollendingum í kvöld. Um miðja nótt var hringt og sagt að sprengja væri í hótelinu. Allir voru fluttir af hótelinu með leitað var að sprengjunni en í ljós kom að um gabb var að ræða. Franz Beckenbauer, þjálfari Þjóðverja, sagði að þetta hefði engin áhrif á undirbúning liðsins, enda væru leikmenn vanir slíku. B GIANLUCA Viallij marka- skorarinn mikli í liði Itala, til- kynnti í gær að hann myndi leika með gegn Ungverjum. Vialli meiddist i leik Itala gegn Urúgvæ um síðustu helgi og ekki var reikn- að með að hann léki með í kvöld. B GARY Lineker og félagar í enska landsliðinu mæta landsliði Albaníu í 2. riðli HM i kvöld. Line- ker hefur verið helsti markaskorari Englendinga en gengið illa í landsleikjum að undanförnu. Hann hefiir ekki skorað síðan í maí er hann gerði sigurmark Englendinga í vináttulandsleik gegn Sviss. Síðan hefur hann leikið sjö leiki án þess að skora. B LUXEMBURG hefur fengið leyfi til að leika heimaleiki sína í undankeppni HM í Frakklandi. Hér er um að ræða leiki gegn Belgíu og Portúgal sem færu líklega fram á heimavöllum Lille og Metz. Aðaleikvangurinn í Lux- emburg er Municipal-völlurinn og nú er verið að lagfæra hann. Luxemburg getur því ekki leikið þar og hefur fengið leyfi FIFA til að leika í Frakklandi. B DANIR stilla upp mjög ungu liði gegn Búlgurum í kvöld. Níu leikmenn eru að leika með liðinu í fyrsta sinn. Morten Olsen, sem er 38 ára, hefur verið valinn í landslið- ið að nýju og ætti að hækka meðal- aldurinn. Þess má geta að Laudr- up-bræðurnir, Michael og Brian munu líklega báðir byija inná og er það í annað sinn sem það gerist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.