Morgunblaðið - 26.04.1989, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.04.1989, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 1989 33 Sverrir Kr. Sverris- son - Kveðjuorð Fæddur 11. nóvember 1918 Dáinn 13. apríl 1989 „Hjarta mannsins upphugsar veg hans, en Drottinn stýrir gangi hans.“ Þessi orð úr Orðskviðum Salómons koma mér í huga, er ég minnist Sverris Sverrissonar. Vegir okkar lágu saman á Akranesi haustið 1961. Báðir vorum við fæddir og uppaldir í Reykjavík, höfðum komist til lifandi trúar, og flust til Akraness vegna starfa okk- ar. Þar lágu leiðir okkar nú saman. Sverrir var ákaflega sérstæður maður, ógleymanlegur þeim, sem honum fengu að verða samferða. Líf hans og allt hans daglega at- ferli einkenndist af þeirri trú, sem var þungamiðja og kjölfesta lífs hans. Ýmsir þættir trúarinnar eru misjafnlega áberandi í trúarlífi ein- staklinga. Svo var einnig um Sverri. í fari hans voru tveir þættir, sem hver sá, sem honum var samferða, gat ekki komist hjá að taka eftir. Það var annars vegar hið einlæga traust hans til þess Guðs, sem hann hafði skapað og endurleyst. Traust, sem í ómeðvitaðri barnslegri trú, mótaði allt dagfar hans og athafn- ir. Og hins vegar hið opna og skipu- lega bænasamfélag hans, sem var okkur hinum oft til ögunar og eftir- breytni. Þessir tveir eðlisþættir Sverris urðu þess oft valdandi að til hans var leitað á erfiðum stundum í lífi einstaklinga. Menn vissu að þar fór maður, sem ekki fór leynt með trú sína, ekki skammaðist sín fyrir hana, var reiðubúinn að leggja sína hönd á plóginn til þess að leiða aðra inn á veg trúarinnar og veita huggun og uppörvun. Ávallt fús til þess að spenna greipar og leggja málið fram fyrir Guð í bæn. Þegar litið er yfir farinn veg nú, þegar Sverrir er kvaddur, fer ekki hjá því að það veki nokkra undrun, hversu miklu hann kom í verk. Hann stýrði vaxandi skóla í mótun, en tók þar að auki þátt í hvers kyns félagsstarfi á Akranesi. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Vesturi- andi, var þátttakandi í Rotaryfélag- inu á staðnum, tók virkan þátt í störfum Stúdentafélagsins, var meðal stofnenda og virkustu félaga KFUM á Akranesi og í Gideonfélag- inu. Auk þess sat hann í sóknar- nefnd um langt árabil. Hvarvetna gekk hann um dyr með sinni al- kunnu glettni og trúmennsku, ekki sem óvirkur félagi heldur sem mót- andi forustumaður sem eftir var tekið og lagði sig fram um að sinna öllum störfum sínum sem best. Upp í hugann koma margar minningar. Ég sé hann fyrir mér innan um hópa barna og unglinga á KFUM og K-fundinum í Fróni, þar sem hann segir þeim á lifandi hátt frá þeim Guði, sem honum er raunverulegur og kær. Ég sé hann fyrir mér við úthlutun Nýja-testa- menta til barna á vegum Gideon, þar sem hann brýnir fyrir þeim mikilvægi þess að kynnast Guði og lifa í samfélagi við hann. Ég minn- ist hans á stundum glaðværðar og á stundum alvörunnar, í fyrirbæn og þakkargjörð. Ég minnist hans í hlutverki einlægs vinar og sam- verkamanns fullan af uppörvun, huggun og, trausti til Guðs. Ég sé hann fyrir mér við upphaf skóla- dags í Iðnskólanum, en hann hefur safnað öllum nemendum saman til þess að hefja daginn með því að hlýða á Guðs orð og leggja hann í Hans hendur og í bæn. Slíkar minn- ingar er gott að eiga. í návist hans var gott að vera. Það er ekki auðvelt að rita um menn eins og Sverri Sverrisson. Ekki vegna þess að af svo litlu sé að taka, heldur vegna þess að mað- ur veit, að það sem ritað er, er í raun og sannleika víðs fjarri því að segja það allt, sem inni fyrir býr. KFUM og KFUK á Akranesi, Gide- onfélagið og Akranessöfnuður kveðja nú trúan forustumann, verkamann í víngarðinum, sem lok- ið hefur dagsverkinu og þegið sigur- launin. Hér skal honum þakkað fyrir árin hans á Akranesi, þótt orð segi lítið. Hér skal þeim Guði þakk- að, sem sendi hann í þennan víngarð og ieyfði okkur hinum að verða þeirrar gæfu aðnjótandi að vera í samfylgd hans. Honum sé heiður og dýrð, sem stýrði gangi hans. Jóhann Ingibjartsson Kveðjuorð: Jónas K. Jósteins- son fv. yfírkennari Fæddur 7. september 1896 Dáinn 4. mars 1989 Lífið er allt fullt af gátum og svarið við einni stærstu þeirra fékk hann afi minn á dögunum. Hann kvaddi okkur og hélt á vit nýrra ævintýra í veröld handan við móð- una miklu. Veröld sem okkur öllum er boðið að sækja heim þegar lífi okkar hér lýkur. Afi, sem verið hafði alla tíð-með eindæmum heilsuhraustur, varð síðustu árin að horfast í augu við elli kerlingu. Það fór í taugarnar á honum. Hann ætlaði ekki að gefast upp fyrir henni baráttulaust. Hugs- unin var enn skýr og sjónin var í góðu lagi. Hann gat lesið síma- skrána gleraugnalaust. Hitt og þetta var þó farið að gefa sig og þar á meðal var heyrnin orðin sljó. Ekki mátti hann heyra á það minnst að fá sér heyrnartæki. Hann þver- tók fyrir það. Slík tæki hentuðu einungis gamalmennum. Þarna var afa mínum rétt lýst. Hann var maður af gamla skólanum. Hörku- tól sem sjálfur varð að kosta sig til náms og hafði mjög ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum, svo lýsti af honum stefnufestan. Afi var reistur á velli, með þétt handtak og svipsterkur. Mér eru sérstaklega minnisstæð einstaklega stór og falleg augun. Afi var kenn- ari af lífi og sál, yfirkennari í Aust- urbæjarskólanum um margra ára bil og svo fróður var hann að þekk- ing hans virtist spanna heilu al- fræðiorðabækurnar. Þetta vakti með mér mikla virðingu og aðdáun á honum. Afi minn var hagyrtur og stóð jafnan upp á mannamótum og kvað stökur eftir sjálfan sig með miklum fögnuði viðstaddra. Margar voru og stökurnar og ljóðin sem hann sendi mér á afmælisdögum, há- Hópferð til Finnlands FÉLAGIÐ Finnlandsvinir ætlar að efna til hópferðar til Finn- lands og Leníngrad í júní kom- anda. í frétt frá félaginu segir að tek- ist hafi að semja um mjög hag- stætt verð og farið verður 26. júní næstkomandi. tíðarstundum og er ég dvaldi ijarri átthögunum í lengri eða skemmri tíma. Það gladdi hjarta mitt og sagði meira en löng bréf. Ég minnist afa míns sækja mig barnið á leikskólann og fara með mig drenghnokkann í gönguferðir um bæinn, til að mynda niður að tjörn að gefa öndunum. Ég minnist hans þegar hann kenndi okkur bræðrunum að rækta kartöflur í garðinum okkar og hvað hann lagði á það mikla áherslu að við þrífum verkfærin eftir okkur. Ég minnist þess að hitta hann endrum og eins á fjölmörgum gönguferðum hans um bæinn og lauma að mér peyjan- um vasapeningum. Ég minnist hans í stofunni í Mávahlíðinni, með bók í hendi eða þegar hann jós úr visku- brunni sínum og spakmælin runnu af vörum hans. Ég minnist áhuga hans á íslensku máli og ábendinga hans til pkkar bræðranna um betra málfar. Ég minnist þess þegar hann brýndi fyrir okkur bræðrunum hvað það væri mikill vandi að vera per- sóna, sem ekki léti stjórnast af SNYRTIVÖRU-I GYNNING A MORGUN fimmtud 27.apríl kl. 13-18 Sothys PARIS SNYRTIVÖRUR SEM FAGFOLKIÐ VELUR MIRRA snyrtivöruverslun LAUGAVEGI 61-63 duttlungum flöldans. Það væri allt- of mikið af fólki í heiminum sem léti stjórnast um of af tilfinningnm en ekki skynsemi. Ég minnist hans segja lífið vera vinnu. Vinnan göfyi manninn. Já, þær voru margar góðar stundirnar sem ég átti með honum afa mínum og ég mun ávallt minn- ast hans með hlýhug og væntum- þykju. Ég lærði margt af honum og hef í mörgu haft hann sem fyrir- mynd í lífinu. Þau voru ótal heilræð- in sem hann gaf mér og með hveiju árinu sem líður kemst ég betur að því hversu mikinn sannleik þau geyma. Hann afi var góður maður sem reyndist mér vel og gaf mér gott og ómetanlegt veganesti í lífsins ferðalag. Undir það síðasta var afi minn orðinn þreyttur. Ég held hann hafi verið nokkuð sáttur við að hverfa héðan og hvíldinni feginn. Þetta er gangur lífsins og eðlilegasti hlutur í heimi vorum. Hvíldin var afa mínum líkn og það væri eigingirni af okkar hálfu að ætlast til að hann staldraði lengur við meðal okkar. Hann hafði lokið rúmlega 92 ára ævistarfi. Amma mín, mamma mín, Kári frændi og íjölskyldur. Mér þykir leitt að geta ekki, vegna dvalar í fjarlægu landi, stutt betur við bakið á ykkur og verið samvistum við ykkur á stundu sem þessari. í hug- anum er ég með ykkur. Ég votta ykkur samúð mína og bið Guð að styrkja ykkur. í dag finn ég sterkt fyrir nálægð afa og ég veit hann vakir yfír okkur öllu, alla tíð. Jónas Valdimarsson Bahir Dar, Eþíópíu. . ■■ ■ 09 tvær swnmmr— á Costa del So Las Palomas - glæsilegur gististaður íSol hótelkeðjunni. Verð frá 35.500,-* Á mánudag byrjum við að selja ífyrstu íbúðirnar á þessum frábæra gististað á alveg einstöku verði. 'Verð miðað við hjón með tvö börn ítværvikuríjúní. HJÁ VERÖLD FÆRÐU MEIRA FYRIR PENINGANA - Ó-JÁ! n r 11111 s 1 ð 111 AUSTURSTRÆTI17, II hæ*. SÍMI622200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.