Morgunblaðið - 26.04.1989, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.04.1989, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 1989 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Húsin I síðustu grein fjallaði ég al- mennt um húsin í stjömuspeki og hlutverk þeirra í stjömu- kortinu. Ég sagði að húsin væm það persónulegasta í kortinu. Það vekur hins vegar upp eina spumingu. Ef húsin em táknræn fyrir það per- sónulegasta í korti okkar, ættum við þá ekki að hafa mestan áhuga á þeim og vita mest um þau af öllum þáttum stjömuspekinnar? Svarið við þessu er einfalt. Þeir sem byija að vinna í stjömuspeki fá mikinn áhuga á húsunum og telja sig sjá þar margt sem er meira siáandi en t.d. það sem merkin okkar segja til um. Nákvœmur fœöingartimi Vandamálið er hins vegar það að til að geta fundið liúsin þurfum við að hafa undir höndum nákvæman fæðing- artíma. Það reynist oft erfitt, því alls ekki allir vita klukkan 'hvað þeir em fæddir. Auk þess þarf að framkvæma sér- staka útreikninga til að finna húsin og til em það mörg húsakerfi að erfítt er að fóta sig og finna hið eina rétta. Húsin em því erfið viðfangs. Þau em merkileg en ekki að- gengileg. Það tel ég að sé ein helsta ástæða þess að þau em ekki þekktari og vinsælli en raun ber vitni. Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér húsin nánar má benda á hina ágæt bók The Twelve Houses eftir Howard Sasportas. .> Persónulegu húsin 1. hús er táknrænt fyrir fas og framkomu, persónulegan stíl og það hvemig við byrjum á nýju verki. 2. hús er tákn- rænt fyrir eignir, eignaupp- sprettu, hæfileika sem við notum til að afla okkur tekna, verkfæri og skynjun okkar á líkamanum. 3. hús er tákn- rænt fyrir skynjun okkar á nánasta umhverfi, samskipti og tjáskipti við umhverfið og gmnnmenntun. Það er tákn- rænt fyrir tímabilið þegar við læmm að ganga og tala. 4. hús er táknrænt fyrir heimili, innri mann, fjölskyldu, upp- eldi og fortíð. 5. hús er tákn- jænt fyrir sköpun, ást, böm, ■ sjálfstjáningu og skemmtanir. 6. hús fyrir vinnu, heilsu, þjónustu og líkamlega hreins- un. Félagshús 7. hús er táknrænt fyrir maka, náið samstarf og óvini. Það síðasta er vegna þess að 7. húsið er andstæða 1. hússins og er um leið skuggahlið framkomu okkar. 8. húsið er táknrænt fyrir sameignir, eignir annarra, dauða, ein- staklingshyggju, ‘kynlíf og arf. í 8. húsi læmm við að vinna með öðmm á djúpan sálrænan hátt. 9. hús er tákn- rænt fyrir æðri menntun, trú- arbrögð, lög, heimspeki (lífsskoðanir okkar), ferðalög og erlend lönd. Þjóðfélagshús 10. hús er táknrænt fyrir þjóðfélagshlutverk, markmið og stefnu, það hvemig við skjmjum yfirvald og kerfí. 10. hús og Miðhiminn em eitt og hið sama, er gulrótin sem við eltum og það sem við óskum okkur að verða innan þjóð- félagsins. Merki og plánetur á Miðhimni verða því sterkari eftir því sem við verðum eldri ^ll. hús er táknrænt fyrir hópsamvinnu, félög, kunn- ingja, óskir, vonir og framtíð- arhugleiðingar. 12. hús er táknrænt fyrir samvitund mannsins, sálræn tengsl við umhverfið, einveru og óper- sónulegar stofnanir. Plánetur og merki í 12. húsi vísa oft á ómeðvitaða þætti í persónu- ieika okkar og um leið orku sem við þurfum að gera sér- stakt átak til að virkja. GARPUR GRETTIR BRENDA STARR J ST/4£>IUN Sh ÉG stas9r/Ð pab--- LJOSKA FERDINAND ARE YOU 60ING TO START YOUR B00KAFTER PINNER7 N0,IF I REAPAFTERPINNER, I HAVE TO TURN ON THE lamf; anp the lieht attracts M05QUITOE5..I CAN'T REAP WITH M05QUIT0ES IN THE R00M P’----------------------VI YOU HAVE AI YOU HAVE n 600P POINT /600PSARCA5M THERE... A THERE.. Ætlarðu að byrja á bókinni eftir matinn? Nei, ef ég les eftir kvöldmatinn verð ég að kveikja á lampa og ljós- ið dregur að sér flugur... ég get ekki lesið með flugur í herberginu. Þú segir nokkuð ... Þú kannt að orða háðið ... BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson EdJie Kantar og Alan Sontag hafa verið spilafélagar í nokkur undanfarin ár. Sveit þeirra lenti í öðru sæti í Vanderbiltkeppninni í ár eftir tap gegn Ron Rubin og félögum í úrslitaleiknum. En fram að þeim leik voru þeir óstöðvandi. Spilið í dag er frá undanúrslitunum og sýnir vel það sérkenni Kantars að vernda makker í viðkvæmum stöðum. Kantar er með spil austurs og Sontag í vestur. Austur gefur; allir á hættu. Norður ♦ KG9873 ¥K6 ♦ 94 Vestur +872 ♦ Á1°64 ♦ G10852 | ♦ 83 ♦ 105 Suður ♦ 52 ♦ Á93 ♦ DG2 ♦ ÁKDG4 Vestur Norður Austur Suður — — Pass 1 lauf Pass 1 spaði 2 tíglar 2 grönd Pass 3 spaðar Pass 3 grönd Pass Pass Pass Utspil: tígulátta. Kantar lét tíuna nægja í fyrsta slag til að halda opnum sam- gangi í litnum. Sagnhafí á nú átta slagi og svo sem engan möguieika á þeim níunda. Og þó, hann gæti reynt að læða spaða fram hjá ás vesturs. Hann hefði betur reynt það í öðrum slag, en hann kaus að spila lauf- unum í botn fyrst. Kantar var þá ekki höndum seinni að henda spaðadrottning- unni við fyrsta tækifæri! Hafi Sontag verið að velta fyrir sér að dúkka spaðann þegar hann loksins kæmi, var sú hugsun óþörf nú. Svona eiga spilafélagar að vera. Austur ♦ D ♦ D74 ♦ ÁK10765 ♦ 963 SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á heimsbikarmótinu í Barce- lona á Spáni, sem lauk fyrir helg- ina, kom þessi staða upp í skák heimamannsins Illescas, sem þafði hvítt og átti leik, og sovézka stórmeistarans Vaganjan. 34. Ba6+! — Dxa6 (Ef svartur þiggur ekki fórnina verður hann mát í borðinu) 35. Dxa6+ — Kxa6 36. b5+ - Kb7 37. bxc6+ — Kxc6 38. Ke2 og með skipta- mun yfir vann hvítur endataflið auðveldlega. Illescas tefldi sem gestur á mótinu og hlaut 514 vinn- ing af 16 mögulegum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.