Morgunblaðið - 07.05.1989, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MAI 1989
11
g borga móttökustjóranum
viku fyrirfram — 7.000
krónur. Venjulega kostar
Enóttin 1.600 krónur, en ég
fæ ríflegan staðgreiðsluaf-
slátt.
Handarlausi maðurinn á
næsta orð. Hann vantar
framan á vinstri handlegg
og er hvort tveggja í senn:
nývaknaður og drukkinn.
Hann er með mikla bauga undir
augum, með rytjulegt yfirvarar-
skegg og tveggja daga gamla skegg-
brodda á vöngum. Hann er reikull í
spori, en virðist samt vera með tilver-
una nokkuð á hreinu. Ég álykta að
hann njóti langrar reynslu á þessu
sviði — þ.e.a.s. að stíga ölduna í
lífsins ólgusjó, ekki síst þegar farið
er að gefa á bátinn. Vart þarf að
taka fram að öldurnar hafa fyrir
. löngu breyst í vín. Hann býður mér
upp á herbergi til skrafs og ráða-
gerða og ég þigg það.
Mér virðist helst að herbergi hans
hafi orðið fyrir loftárás. Óhreinir
fataleppar eru út um allt, sígarettu-
stubbar prýða gólfteppið og tómar
brennivínsflöskur liggja sem hráviði
hvert sem litið er. Á borðum eru tóm
pilluglös, spilastokkar og snældur
með Elvis.
Það er sest að teiti. Ég á nokkra
bjóra og ég býð. Hann er allslaus,
„vinir“ hans spörkuðu upp hurðinni
fyrr um daginn meðan hann lá dauð-
ur í koju og stáiu flestu fémætu.
Hann þykist vita hveijir voru a ferð-
inni og heitir hefndum.
í rúminu liggur sofandi maður,
sem síst sefur svefni hinna réttlátu,
enda er klukkan orðin hálffímm á
miðvikudagseftirmiðdegi. Gestgjafi
minn býðst til þess að visa mér til
herbergis míns. „Flott herbergi —
svita,“ segir hann um leið og við
hrindum upp hurðinni eftir nokkur
átök við lásinn. „Svítan" er óásjálegt
herbergi, en þó þrifalegra en það
og hurðarskell. Hann kallar á eftir
henni, kallar hana elskuna sína og
biður hana bjarga sér um sígarett-
ur. Hún birtist aftur eftir drykklanga
stund og er með nokkrar sígarettur
af hinum og þessum tegundum.
Hann þakkar henni fyrir og biður
hana kyssa sig, hvað hún gerir.
Hann lítur brosandi á mig um leið
og hann strýkur henni um rassinn
og segir: „Svona eiga stelpur að
vera.“ Ég tek því líklega og hrein-
gemingadrottningin svífur á braut.
Sem við hefjumst handa við þriðja
bjórinn segir sá handarlausi mér í
óspurðum fréttum að gistiheimilið
sé ekki svipur hjá sjón miðað við
það sem var, því helstu ribböldunum
hafi verið hent út um morguninn.
Ég samsinni því og muldra að nú
sé hún Snorrabúð stekkur. Þeirri
athugasemd er tekið með þögninni
einni.
Móttökustjórinn er eitthvað að
væflast frammi á gangi og sá hand-
arlausi fer fram og ræðir við hann.
Ekki heyri ég hvað þeim fer á milli,
en greini þó að þeim handarlausa
er ráðlagt að halda kyrru fyrir í
dyngju sinni, þar sem frúin (eigandi
gistiheimilisins) vilji fá hann út af
gistiheimilinu eins og skot. Raunar
sé það fyrir misskilning, sem hann
er ennþá innandyra.
Sá handarlausi kemur aftur inn
fyrir og lokar á eftir sér. Hann
staldrar þó stutt við, því hann æðir
aftur fram á gang og ætlar niður.
Ég elti hann og reyni að fá hann
ofan af ráðagerð sinni, því hann er
farinn að velta því fyrir sér hvort
hann eigi að vitna til gamals og
náins vinskapar síns og frúarinnar.
Ég reyni að benda honum á hversu
fráleit þessi ætlan hans er og segi
honum að allar. fullyrðingar hans um
slíkt — sannar eða lognar — séu
sist til þess fallnar að friða frúna.
Til þess kemur þó aldrei að á það
sé reynt, því við erum ekki fyrr
í mig og áréttar bónina. Ég lofa enn
og aftur að láta hann vita við fyrsta
tækifæri, en frúin sýnir ekki á sér
neitt fararsnið og situr sem fastast
í sjónvarpsherberginu dáleidd af
Hermanni Gunnarssyni, sjónvarps-
stjörnu. Reyndar hlera ég það að
hún ætli ekki að víkja af vaktinni
næstu daga þar sem lögreglan fylg-
ist svo rækilega með staðnum.
' Þegar ég er orðinn úrkula vonar
um að frúin yfirgefi staðinn arka
ég niður í Abracadabra, sem enginn
virðist reyndar kalla sínu opinbera
heiti. Nöfn eins og „Abraham“ eða
„Brabra“ virðast mun vinsælli. Ég
sætti mig við „Brabra“ þar sem það
lætur best í eyrum, þó það gefi enga
hugmynd um tómstundaiðjuna inn-
andyra.
Mér hafði skilist á gistiheimilinu
að í „Brabra" sé alltaf stuð — jafn-
vel í miðri viku. Þegar þangað er
komið er ekki búið að opna niður á
dansgólf, en á jarðhæð er langur
bar og vígalegur og gestir hans eru
líka langir og vígalegir.
Þarna eru komnir um 30 gestir,
en þeim fer ört fjölgandi eftir því
sem líður á kvöldið. Þeir ræða lands-
ins gagn og nauðsynjar að eigin
áliti. Mér er sagt að meðal umræðu-
efna hafi verið í hvaða sjoppu skuli
brotist inn í og upp hafi komið deil-
ur samkeppnisaðila um hvor hafí
fengið hugmyndina að tilteknu
„djobbi" fyrst. Enn virðist einhver
sómatilfinning vera til meðal þjófa.
Hvort af þessum fyrirætlunum verð-
ur fæ ég aldrei að vita.
Þegar gengið er niður í kjallara
„Brabra" breytast kringumstæðurn-
ar að mun. Mest áberandi húsgagn
kjallarans er dansgólfíð. Ljósin
blikka til skiptis á glansandi leður-
buxum gervikappa staðarins og
sokkabuxum menntaskólastúlkna
sem fínnst staðurinn spennandi.
I skúmaskotum staðarins er rætt
um nýjasta „böst“ bæjarins (hand-
sem við vorum í. Þarf ekki mikið
til. Égtel ekki nema fjóra sígarettu-
stubba á gólfinu. Öll borð eru örum
sett eftir logandi sígarettur. Það sem
gerir herbergið að „svítu“, er að í
því eru hjónarúm og salerni, en sal-
ernið reynist reyndar stíflað af ein-
hveiju, sem ég kæri mig alls ekki
um að vita hvað er. Þá er á skenki
ónýtt sjónvarpstæki, sem myndi
fyllilega sóma sér á tækniminjasafni
í Sovétríkjunum.
Fram á gangi glymur öðru hveiju
í innanhúskallkerfi, sem virðist helst
vera notað til ganghlerana af mót-
tökustjóranum. Hann nýtur einnig
falinna sjónvarpsmyndavéla til þess
að átta sig á umferðinni þar efra.
Ég merki helst að í kallkerfinu ómi
fyrirskipanir um góða hegðan, en
ég virðist sá eini sem heyri í því.
Við förum aftur inn í herbergi til
þess handarlausa. Sá dauði í rúminu
virðist vera að rakna úr rotinu. Tal
hans er fullkomlega samhengislaust,
en af einhveijum óljósum ástæðum
virðist hann býsna ánægður með
sig. Því til sönnunar dregur hann
upp ökuskírteini sitt og kveðst aldr-
ei hafa misst það. Ég samgleðst
honum vegna þess og órakað og
nefbrotið andlitið ljómar af ánægju.
Eftir nokkrar umræður handar-
lausa mannsins og mín, sem aðallega
snúast um markaðsmál — þ.e.a.s.
stöðu eiturlyfjamarkaðarins — kem-
ur hreingerningadrottningin inn. Sá
handarlausi heimtar ryksugun á her-
berginu, en fær þess í stað fúkyrði
komnir fram á stigapall þegar radd-
ir berast að neðan. Þar er móttöku-
stjórinn kominn og er greinilega á
tali við einhvern, sem á að koma
þeim handarlausa út.
Þeir koma upp og reynist viðmæl-
andi móttökustjórans vera beljaki
mikill úr vaxtarræktinni í næsta
húsi. Hann er ekki einn á ferð, því
fylgdarlið hans er sex manna sveit
úrÆskulýðsfylkingu íslenskra
vöðvabúnta. Fara nú að renna á mig
tvær grímur um ágæti þess að vera
á bandi hins handarlausa, því hann
hefur það orð á sér að vera kjarkmik-
ill og hika ekki við að neyta hnefa-
réttar þó að við ofurefli sé að etja.
Á daginn kemur að ótti minn við
handalögmál er með öllu ástæðu-
laus, því yfírbeljakinn reynist hið
mesta ljúfmenni, sem forðast vill
áflog í lengstu lög.
Fer svo eftir nokkrar samræður
að sá handarlausi fellst á að hafa
sig á brott gegn því að hann fái
ráðrúm til þess að taka hafurtask
sitt meðferðis. Við snúum afturtil
herbergis hans. Hann er síst að flýta
sér og fer ekki fyrr en eftir tvo tíma,
en þá höfðu menn verið sendir upp
á herbergi honum til aðstoðar. Hann
fer samt með friði.
Áður en hann kveður tekur hann
mig afsíðis og segir að fyrrverandi
kona sín sé að ná í sig, lætur mig
hafa símanúmer hennar og segir
mér að hringja „um leið og nornin
erfarin".
Klukkustundu síðar hringir hann
tökur), og þaðan af athyglisverðari
hluti.
Gestirnir skiptast mjög í hópa.
Þarna eru krakkar um og undir lög-
aldri, leðurtöffarar og aldurhnignir
áfengissjúklingar. Alkarnir halda sig
tiltölulega út af fyrir sig, nema þeg-
ar þeir reyna að kynnast smápíunum
nánar, sem reyndar virðist ekki
ganga vel. Mér er sagt að 90% af
þeim, sem þama sitja, séu fastagest-
ir. Þetta kvöldið eru stúlkur í miklum
meirihluta krakkanna.
Ég er ekki lengi búinn að sitja
þegar sú fyrsta kemur og spyr hvort
ég vilji ekki endilega kaupa henni
glas. Ég kveð nei við og það nær
ekki lengra. Hún er þó ekki sú
síðasta sem gengur bónleið til búð-
ar. Ég velti því fyrir mér hvort hér
sé á ferðinni vændi eða ákaft félags-
lyndi. Þar sem ég sit leðurklæddur
órakaður og ógæfulegur á ég bágt
með að trúa að það sé kynþokki
minn, sem laði stúlkurnar að.
Áður en langt um líður gefur
stúlka sig á tal við mig án þess að
gera glasakaup að kröfu. Við spjöll-
um saman talsverða stund og upp
úr dúmum kemur að hún er í
menntaskóla og er einfaldlega að
drepa tímann ásamt nokkrum göml-
um vinkonum, en þar á meðal eru
nokkrar þeirra, sem sóst höfðu eftir
glasi fyrr um kvöldið. Hún kynnir
mig fyrir nokkrum þeirra og af tali
þeirra innbyrðis sem og við aðra
gesti staðarins ræð ég að þær séu
fastagestir. Ofarlega á baugi er orð-