Morgunblaðið - 06.06.1989, Side 27

Morgunblaðið - 06.06.1989, Side 27
68Rf ÍHOt, MORGUI" i) íi!i£>A<lÍIL9I :#7 AÐALFUNDUR SAMBAND S ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA Rýmun eigin íjár var röskar 1.600 miilj. „Afleit afkoma og hættuleg þróun,“ segir Geir Geirsson, endurskoðandi Sambandins GEIR Geirsson, endurskoðandi Sambandins, var ómyrkur í máli í ræðu sinni í gær er hann ræddi afkomu Sambandsins á liðnu ári. Hann greindi frá þvi að rýrnun raungildis eigin fjár hefði numið röskum 1.600 milljónum króna. „Þetta er afleit afkoma og sýnir hættulega þróun í e fn ah agsstö ð u n n i, “ sagði Geir. „Samkvæmt rekstrarreikningum skiptist þannig að 1150 milljónir eru er hallinn 1157 milljónir króna eða yfir 7% af heildartekjum að meðaltal- inni umboðssölu. Rekstrarafkomuna má einnig mæla sem þróun á raun- gildi eigin fjár,“ sagði Geir. Óráðstafað eigið fé Sambandsins í ársbyijun 1988 sagði Geir hafa verið 2,783 milljarða og hefði það þurft að vaxa á liðnu ári um 451 milljón króna til þess að halda verð- gildi sínu mælt með sömu vísitölu og notuð er við endurmat eigna í ársreikningum. Óráðstafað eigið fé í árslok 1988 hefði því þurft að vera 3,234 milljarðar í stað þeirra 1,625 milljarða sem ársreikningurinn sýnir. „Rýmun raungildis eigin fjár er því röskar 1.600 milljónir og hefur Sambandið þvi á einu ári tapað tæp- lega helmingnum af eigin fé, sem Stjóraarkjör: Ólafur Sverr- isson næsti stjórnar- formaður? AÐALFUNDI Sambands íslenskra samvinnufélaga verður fram haldið kl. 9 ár- degis í dag, fyrst verður lok- ið við dagskrárliðinn, önnur mál, en að honum loknum, verður gengið til stjórnar- kjörs. Fastlega er búist við því að Ólafur Sverrisson, sem gegnt hefur starfí stjórnarformanns Sambandsins frá því að Valur Amþórsson hvarf til Lands- banka íslands sem Lands- bankastjóri, nái kjöri. Jafn- framt er talið næsta líklegt að atkvæði aðalfundar fulltrúa eigi eftir að dreifast talsvert í stjómarkjörinu. Fulltrúar sem rétt hafa til setu á aðalfundi eru 131 talsins og í gær voru 127 þeirra mættir. KRON (Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis) á 39 fulltrúa á þinginu, eða tæp- an þriðjung. Meðal ákveðinna fulltrúa á aðalfundi í gær heyrðist því hvíslað að fulltrúar úr röðum KRON-manna vildu gefa Þresti Ólafssyni forstjóra KRON atkvæði sitt í kjörinu til stjómarformanns. Það mun þó ekki næga Þresti til þess að ná kosningu, þar sem fylgi hans mun eftir því sem Morg- unblaðið kemst næst, ekki ná langt út fyrir raðir KRON- manna. Með öðrum orðum mun Þröstur einvörðungu sækja fylgi sitt í raðir fulltrúa á Reykjavíkursvæðinu. tap á eigin rekstri, en 450 milljónir em matsbreytingar, aðallega vegna rýmandi verðmætis eignarhluta Sambandins í eigin félögum," sagði Geir Geirsson. Fulltrúar á 87. aðalfundi Sambands íslenzkra samvinnufélaga. Ólafur Sverrisson flytur skýrslu stjóraar á aðalfundi SIS í gær. Honum á hægri hönd sitja Eysteinn Jónsson, heiðursfélagi samvinnuhreyfíngarinnar og Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Sambandsins. Tap SÍS og kaupfélag- anna 2,2 milljarðar króna Mun betri afkoma fyrstu 4 mánuði þessa árs en á sama tíma í fyrra Samanlagt tap Sambandins og kaupfélaganna nam á síðastliðnu ári 2,2 mil(jörðum króna. Þetta kom meðal annars fram á áttugasta og sjöunda aðalfundi Sambands islenskra samvinnufélaga, sem hófst í nýja Sambandshúsinu við Kirkjusand í Reykjavík kl. 9 í gærmorg- un. Ólafur Sverrisson formaður Sambandsstj ómar. flutti í upphafi skýrslu stjóraar og af því loknu flutti Guðjón B. Olafsson forstjóri Sambandsins skýrslu sína. í máli hans kom fram að tap Sambandsins á liðnu ári nam 1156 miljjónum króna á móti 48,9 mil(jónum árið 1987. Jafnframt kom fram að eigin fjárstaða fyrirtækisins hafði á liðnu ári lækkað úr 26,5% í 19,5%. Eigin fjárstaðan í árslok 1987 var 3108 milljónir en í árslok 1988, 2081 milljón króna. Eigin fé rýmaði því á liðnu ári um 33,4% eða 1038 milljónir króna. Olafur Sverrisson sagði að eign- araðild Sambandsins að Álafossi hefði reynst Sambandinu erfítt mál, ákvörðun um að auka hlutafé öðru sinni og nú um 90 milljónir króna, á sama tíma og Sambandið stæði frammi fyrir því að það þyrfti að selja eignir til að bæta skulda- stöðu sína, hafí verið erfíð ákvörð- un. Þetta hefði þó verið talinn betri kostur en að láta fyrirtækið verða gjaldþrota enda hafí Sambandið tryggingu fyrir því að það þurfti ekki að ganga í fleiri ábyrgðir fyrir Álafoss þar sem Reginn dótturfyrir- tæki Sambandsins taki yfír hlut Ágreiningnr um skipulagsmál Skipulagsmál Sambandsins voru enn til umræðu á aðalfundinum í gær. Ólafiir Sverrisson, formaður Sambandsstjóraar, greindi frá því að þær tillögur sem skipulagsnefndin gerði í vetur hefðu ekki fengið h(jómgrunn meðal meirihluta stjóraarmanna og var þeim því stungið undir stól að sinni. Guðjón B. Ólafsson forstjóri, sem er andvígur þeim róttæku breyting- um sem tillögurnar gerðu ráð fyrir, sagði í ræðu sinni að hagsmunafé- lög verslunardeildar, búvörudeildar og sjávarafurðadeildar hefðu ekki viljað, að minnsta kosti ekki fyrst um sinrt, að aðrar breytingar yrðu gerðar á starfsemi Sambandsins en þær sem unnið hefði verið að undan- farin misseri. í umræðum um skýrslur forstjóra og stjómarformanns, komu fram skiptar skoðanir um skipulagsmál Sambandsins. Meðal þeirra sem tóku til máls var Þröstur Ólafsson, sem sagðist ekki styðja tilögurnar eins og þær væru. Jóhannes Geir Sigurgeirsson, aðalfundarfulltrúi frá KEA, rakti ágreining um skipu- lagsmál Sambandsins í mörg ár til „meints ágreinings meðal forystu- manna Sambandsins". Hann kvaðst telja að skipulagsmál Sambandsins væra á einhveiju alversta stigi sem hægt væri að hugsa sér, skrefið til breytinga hefði einungis verið stigið til hálfs, en það bæri að stíga til fulls. þess. Ólafur sagði að öllum í Sam- bandsstjóminni hafi verið brugðið þann 5. apríl sl. þegar fyrir lá að. halli síðastliðins árs var yfír 1 millj- arður króna. Því hafði hann sem formaður stjómar óskað eftir því bréflega við forstjóra Sambandsins að hann gerði skriflega grein fyrir því hvað aðgerðir hefðu verið við- hafðar til þess að bæta reksturinn og hveiju þær hefðu skilað. í öðm lagi hefði hann óskað eftir upplýs- ingum um hvað aðgerðir væm ráð- gerðar til viðbótar til þess að bæta reksturinn. Loks hefði verið um það spurt til hvaða ráða væri hægt að gripa með langtímasjónarmið í huga. Nú hafði stjóm Sambandins haft til skoðunar 55 síðna greinargerð forstjórans í tvær vikur og ljóst væri að víða í deildum væri með margvíslegum hætti verið að vinna að bættum rekstri. „Við eigum í dag aðeins eina færa leið, og það er að sigrast á vandanum. Svo einf- alt er það,“ sagði Ólafur Sverrisson stjórnarformaður. Guðjón B. Ólafsson forstjóri ijall- að í upphafi máls síns um þróun efnahagsmála hér á landi, fram kom að gengistap Sambandsins á liðnu ári, nam 677 milljónum króna og þar inní reiknað 120 milljónir króna vegna gengisfellingar í upp- hafi þessa árs. Vaxtagjöld að frá- dregnum vaxtatekjum voru 1328 milljónir króna, en nettó fjármagns- gjöld vom 837 milljónir króna. Velta Sambandsins árið 1988 var 16,267 milljarðar króna, en 17,514 milljarðar króna árið 1987 og hafði þánnig minnkað um 7,1%. Utflutn- ingur dróst saman um 14,2% milli ára og munaði þar mestu um sölu- minnkun í skinnaiðnaðnum sem dróst saman 56,8%. Flutt var út fyrir 8,235 milljarða króna miðað við 9,592 milljarðar króna árið 1987. í máli forstjórans kom fram að við bráðabirgðauppgjör Sambands- ins fyrstu 4 mánuði þessa árs, að afkoman miðað við sama tíma í fyrra hefur batnað vemlega. Tapið þessa mánuði nemur í ár 58 milljón- um króna miðað við 210 milljónir króna árið á undan. Veltan í ár þessa mánuði var 5,928 milljarðar króna, en 4,285 milljarðar árið 1988 og hafði þannig aukist um 38,3 prósent. „Mér dylst það ekki að þessi lest- ur er engin gleðilestur," sagði Guð- jón, „en árið 1988 er það eitt það versta sem yfír undirstöðuatvinnu- greinamar hefur dunið frá stofnun lýðveldisins." Guðjón sagði að Sam- bandið stæði á miklum tímamótum. Að baki væri erfítt rekstrarár, en þrátt fyrir betri horfur nú en áður væri hyggilegt að gera ráð fyrir erfiðum missemm á næstunni. „Við eigum ekki að metast á um við hvem er að sakast, heldur að auka samstarf og samstöðu kaupfélag- ana og Sambandsins.“ sagði Guðjón B. Ólafsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.