Morgunblaðið - 08.07.1989, Side 10

Morgunblaðið - 08.07.1989, Side 10
íHO g-Áuu,,^ Snjór, steinsins jafnt sem formrænan tjá- kraft. Hér tel ég, að íslenzkar listspírur á sviði höggmyndalistar geti mikið lært, því að nóg er um steintegund- irnar og gijótið á Islandi, sem hægt er að sækja myndefni tii og er frábær efniviður í höndum þeirra, er hafa hér skynrænar kenndir í lagi. Og menn taki sérstaklega eftir því, hve slík vinnubrögð er Preben Boye viðhefur, eru sönn og upp- runaleg og fjarri því að hafa yfir sér svip hönnunar eða „design“ eins og iðulega vill brenna við í núlistum. Sem sagt, mjög lífræn og skemmtileg sýning, þótt hellurn- ar á gólfinu dragi nokkuð úr áhrifa- mætti hennar. Dananum Preben Boye þakkar maður fyrir komuna. Myndlist BragiÁsgeirsson Málarinn Kristján Davíðsson komst á þessu ári í flokk þeirra listamanna er njóta svonefndra heiðurslauna frá íslenzka ríkinu og er vel að þeim kominn. Kannski er það af því tilefni, sem listhúsið Nýhöfn gengst fyrir sýningu á splunkunýjum verkum hans því, að það er tiltölulega stutt, síðan listamaðurinn sýndi keimlíkar myndir í listhúsinu Borg við Pósthússtræti, eða einungis rúmlega hálft ár. Einnig gæti verið að hin síðbúna viðurkenning hafi bálað upp sköpunarþörf Kristjáns og að hann fínni sig knúinn til að vera meira í sviðsljósinu en áður til að staðfesta það, sem þó allir vita, að hann er í fullu fjöri. En hvað sem öðru líður er það í senn gleði- og ánægjulegt er æskufjörið og sýningargleðin færist til eldri kyn- slóða. í málaralist hefur nefnilega engin ein kynslóð einkarétt á 1 stein virkri sköpunargleði og æskufjöri, svo sem sagan er til vitnis um. Eins og fýrri daginn leitar Kristján til hughrifa frá íslenzkri náttúru í sínum umbúðalausu málverkum, — litir og línur eiga að ríma við snjó, land og vatn í þetta sinn og víst var yfrið nóg af snjónum er lagðist yfir landið í vetur og verður lokum að vatni og hverfur í tímalaust óminni. Sá er hér ritar hefur lengi hald- ið því fram, að aðal hvers lista- manns sé að nánasta umhverfi speglist í myndum hans, því að list sé öðru fremur fólgin í því að lyfta upp umhverfinu og skerpa sýn fólks á mikilleika þess smáa, ekki síður en hins stóra og mikil- fenglega. Og þannig séð er Kristján Davíðsson sanníslenzkur lista- maður og mjög alþjóðlegur um leið því að hann sækir jafnt í inn- lend sem útlend áhrif, hrífst af og skilar þeim á margbreytilegan hátt úr pentskúfnum á dúka sína. í stuttu máli meiri háttar list- viðburður. Það má með sanni segjá að það gerist æ sjaldnar, að sýningar á höggmyndum eða skúlptúr, svo sem sumir vilja frekar nefna list- greinina þótt bæði orðin hafi sömu merkingu, rími við foma nafngift- ina. En hér hafa frændur vorir Danir af ríkri arfleifð að ausa, svo sem kunnugt er og einnig hvað núlistar varðar. Þeir hafa skynjað það með lífi og sál, hve heillandi og upprunalegt það er að nota hamar og meitil við listiðju sína. Dæmin eru ótalmörg, og það er alveg víst, að enginn verður nútímalegri fyrir það eitt að kjósa einn efnivið fremur en annan — slíkt verður aldrei annað en hljóm og tízkufyrirbæri, en er því miður alltof algengt. Það sem máli skipt- ir er að finna sjálfan sig jafnt í myndefnavali, stílbrögðum og bein- um efnivið. Þetta hefur myndhöggvarinn Preben Boye snemma gert sér ljóst, því að höggmyndir hans, sem fram til sunnudagskvöld 9. júlí eru til sýnis í vesturgangi Kjarvals- staða, eru með því lífrænna, sem lengi hefur sést á þeim stað í þess- ari listgrein. Með hamri og meitli klappar hann fram í steininn ýmsar dýra og kynjamyndir. Formin verða í höndum hans mjög lifandi þannig að útkoman verður í ýmsum tilvik- um hið mesta augnayndi. Athyglis- vert er, hvemig hann biandar sam- an grófri og glansandi áferð og eykur um leið við blæbrigðaríkdóm Kristján Davíðsson: Snjór, vatn og land. Kröftugar pensilstrokur Sýningin ber nafnið „Guðir og Demónar" og eftir að hafa skoðað hana í tvígang sýnist mér það rétt- nefni, nema að eitthvað beri meira á hinu skuggalega en upphafna. Fyrir tveim árum sýndi Haukur Dór á sama stað allmörg mjög dökk málverk og vakti sú sýning töluverða athygli, enda mjög kröft- ug verk innanum, en heldur þótti hún einhæf í heildina. Það var þó um sumt styrkur hennar, því að einstök verk sér hafa ekki reynst hafa sama Jcraftinn utan sýningar- innar. Ég bendi á þetta hér, vegna þess að ég gæti vel trúað, að öfugu sé farið með verkin á þessari sýn- ingu og að þau njóti sín mun betur ein sér eða fá saman. Sýningin kemur mér dálítið í opna skjöldu, því að af síðustu sýn- ingu mátti eiginlega ráða, að lista- maðurinn væri að nálgast agaðri vinnubrögð og hugaði meira að dýpt myndflatarins. En myndirnar á þessari sýningu eru öllu meira í ætt við eldri vinnu- brögð Hauks Dórs og áhrifanna frá Bacon, en t.d. myndirnar á fyrri sýningu. í þessum myndum er sprengikraftur, sem leitast er við að halda í skefjum með rúmtaks- grind, sem var svo einkennandi fyrir Bacon og lærisveina hans, sem á sjöunda áratugnum skiptu sennilega þúsundum víðs vegar um heim. Myndverkin á sýningunni eru mun hrárri og litríkari en á hinni fyrri, en ekki að sama skapi blæ- brigðaríkari og þó er ekki annað hægt að segja en að Haukur Dór sé mjög samkvæmur sjálfum sér og upplagi sínu svo sem fyrri dag- inn. Það sem mesta athygli mína vakti voru málverk á pappír, sem hengd eru á veggi kaffistofunnar, einkum þær sem listamaðurinn teiknar mest í svo sem nr. 48, 51 og 52. Það fer ekki á milli mála, að það er mikill skaphiti á bak við sköpun- arþörf málarans Hauks Dórs Sturlusonar er um þessar mundir og fram til sunnudagskvölds 9. júlí sýnir 52 myndverk á Kjarvals- stöðum. Haukur Dór við eitt verka sinna. Hoggið vatn og land 21150-21370 LÁRUS Þ. VALDIMARSSON framkvæmdastjori KRISTINN SIGURJONSSON. HRL. lögg. fasteignas. Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Gott raðhús í Kópavogi Skammt frá miðbænum með 5 herb. íbúð á tveimur hæðum auk kj. Grunnfl. um 60 fm. Bflsk. 37,6 fm. Skipti æskileg á 3ja herb. rúmg. ib. í lyftuh. m. bílsk. eða stæði í bílageymslu. Skammt frá Glæsibæ Úrvalsíb. 4ra herb. á 6. hæð 105,2 fm í lyftuh. Nýtt gler og póstar. Nýjar hurðir. Sérþvottah. Sérinng. af gangsvölum. Húseignin ný- sprunguþétt og máluð. Ein besta íbúðin á markaðnum í dag. Ný íbúð - góð lán 2ja herb. á 2. hæö við Vesturgötu 57 fm nettó auk geymslu og sam- eignar. íbúðarhæð ekki fullg. Góð lán um kr. 1,7 millj. fylgja. Laus strax. Ennfremur til sölu við Brávallagötu 3. hæð 101 fm. Endurn. Sérh. Lindargötu. Lítil samþ. 2ja herb. íb. Góð lán. Ódýr. Rofabæ. 3ja herb. íb. á 3. hæð. Nýl. eldhúsinnr. Góð lán. 1,6 m. Hraunbæ. 4ra herb. íb. á 1. hæð. Nýtteldh. Nýtt gler. Góðir skápar. Vesturberg. 1. hæð 92 fm. Stór og góð. Laus strax. Sporhamra. 3ja og 4ra herb. íb. í smíðum. Fráb. grkjör. Lyngás Gbæ. 2ja herb. í smíðum. Fráb. grkjör. Þorlákshöfn. Nýl. steinh. ein hæð 130 fm. 4 góð svefnherb. Tvöf. bflsk. m. rúmg. geymslu 54 fm. Ýmiskonar eignaskipti. Hagkvæm skipti Til kaups óskast litið einb. eða 4ra herb. séríb. í eldra húsi. Má þarfn. endurb. Æskilegir staðir Heimar, Vogar, Smáíbhverfi, eða Gamli bær- inn í Hafnarf. Skipti mögul. á 2ja herb. nýendurb. íb. skammt frá Glæsibæ. Opiðídag kl. 10-15. Fjöldi fjársterkra kaupenda. Margskonar eignaskipti. ALMENNA FASTEIGHASAt AN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370 Menn og minningar Bókmenntir ErlendurJónsson HÚNVETNINGUR. Ársrit Hún- vetningafélagsins í Reykjavík. XIII. árg. 192 bls. 1989. Húnvetningur er átthagarit eins og nafnið bendir til. Efnið er svipað og í öðrum slíkum: þættir af mönnum og málefnum fyrri tíðar, svo og eig- in minningar þeirra sem rita. Þó þéttbýlisstaðirnir í Húnaþingi eigi sér þegar allnokkra sögu er efni ritsins meira tengt sveitinni. Auðsætt mál þegar öllu er á botninn hvolft. Til sveitalífsins er hefðin sótt. Og þang- að er rakinn uppruninn. En hvað er það svo, sem einkum telst frásagnarvert úr sveitinni í gamla daga? Það eru öðru fremur sögur af einstaklingum sem voru á einhvern hátt öðru vísi en fjöldinn og lifðu því lengur í minningunni. í hópi þeim eru annars vegar menn sem bar hærra en meðalmanninn vegna mannkosta eða hæfileika, það er að segja afreksmenn. Að hinu leyt- inu eru svo kynjakvistir ýmsir sem skáru sig frá fjöldanum vegna af- brigðilegs háttalags. Þama eru því frásagnir af góðbændum, hagyrðing- um, sérkennilegum prestum og mönnum sem urðu minnisstæðir vegna hnyttinna tilsvara svo dæmi séu tekin. Hinir, sem rekja hér eigin minn- ingar, eru mest brottfluttir Hún- vetningar, menn á efra aldri er nú horfa aftur til bernsku- og æskuára, segja frá fólki og atburðum þar og þá; og leggja mat á hvort tveggja í ljósi lífsreynslu og aldurs. Allt er það bæði fróðlegt og markvert. Skemmti- legur er t.d. þáttur Baldurs Pálma- sonar, Húnvetnsk ræktarsemi á Suð- urlandi. Baldur fléttar lífshlaup sitt saman við landafræði heimahag- anna. Hann ólst upp á Blönduósi en dvaldist líka oft í sveit eins og þá var títt um þéttbýlisbörn og má af frásögn hans ráða að sveitasælan sé nú orðin bæjarlífinu áleitnari í endur- minningunni. Stórbrotið landslagið, sem Baldur hafði fýrir augum á bemsku- og æskuárum, hefur grópað sig rækilega í vitund hans. Reyndar gerði hann meira en hafa það fyrir augum. Sveitalífíð var engin kyrr- seta! Og sögumaður hefur lag á að vera í senn hátíðlegur og gamansam- ur. Athyglisverður er einnig þátturinn Á Auðkúluheiði sumarið 1939 eftir Jónas Eysteinsson. Jónas var þar »mæðiveikivörður«. Hann er þó ekki fýrst og fremst að lýsa starfinu sem slíku, segir meira frá mönnum sem hann hitti á þessu tiltekna ári, bæði heima og heiman. Enn var kreppa og þröngt um sumarvinnu fyrir skólafólk. En Jónas var þá nemandi í kennaraskólanum. Það var ekki ófyrirsynju að hann leitaði til þing- manns síns, Skúla Guðmundssonar. Slíkt var þá altítt og þótti síður en svo tiltökumál. Skúli brást við fljótt og vel og útvegaði honum vinnuna. Ekki var faðir Jónasar þó stuðnings- maður Skúla, og Jónas kannski ekki Baldur Pálmason heldur og fullvel mun Skúli hafa rennt grun í það. Og ekki var orðið fyrirgreiðslupóiitík heldur komið inn í málið. Þingmaður leit þá á sig sem forsvarsmann sinna sýslunga. Og Skúli var maður sem Húnvetningar gátu treyst. »Eins og eldra fólk man, var sum- arið 1939 eitthvert besta sumar á þessari öld,« segir Jónas. Sumir segja á síðari öldum. Hiti mældist þá yfir 30 stig, jafnvel á útskögum, sem þykir dágott á Mallorca! Þá höfðu menn reynslu af því að allra best væru þau ártölin sem enduðu á níu — gagnstætt því sem nú gerist á seinni hluta aldarinnar. Veðurfarið er orðið allt annað og verra, um það er engum blöðum að fletta. En sumarið ’39 var fyrir fleiri hluta sakir eftirminnilegt. Þá rann

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.