Morgunblaðið - 08.07.1989, Side 13
MORGIJNBLAÐIÐ LAyGARDAGUR 8. JÚI.Í 1989
13
ftiðhelgi til þess að ærumeiða fólk?
eftirHarald
Blöndal
Fyrir skömmu var kveðinn upp
dómur í máli, sem ríkissaksóknari
höfðaði á hendur Halli Magnús-
syni, blaðamanni á Tímanum og
varaborgarfulltrúa Framsóknar-
flokksins, fyrir meiðyrði í garð síra
Þóris Stephensen, bæði vegna
starfa hans sem Dómkirkjuprests
og út af tímabundnu starfí hans á
vegum Reykjavíkurborgar sem
staðarhaldari í Viðey.
Fyrir dómi-hélt Hallur Magnús-
son fast við hvert orð, sem sagt var
í grein hans, og kannaðist ekki við
að hafa á einn eða annan hátt brot-
ið af sér með birtingu greinarinnar.
Ekkert blað hefur séð ástæðu til
þess að birta dóm þennan eða for-
sendur hans, en hins vegar hafa
birst í blöðum yfírlýsingar frá sam-
tökum blaðamanna og rithöfunda
um dóminn, þar sem hanri er talinn
stofna prentfrelsi í hættu. Er því
fyllsta ástæða til þess að rekja dóm-
inn, svo að almenningur geti áttað
sig á því, hvað rithöfundar og blaða-
menn telja „eðlilegt tjáningar-
frelsi".
Ég veit, að lítill hópur rithöfunda
og blaðamanna telja sig hafa ótak-
markaðar heimildir til þess að ljúga
um fólk og svívirða það. Og það
er þessi hópur manna, sem mest
kveinkar sér, þegar menn taka ekki
þegjandi á móti svívirðingunum og
leita réttar síns fyrir dómstólum.
Hins vegar er mun stærri sá hópur
blaðamanna og rithöfunda, sem er
vandur að virðingu sinni. Er leitt
til þess að vita, að síðari flokkurinn
skuli láta lítinn minnihluta hrekja
sig til þess að veija ritsóða og
mannorðsþjófa.
Ég þykist raunar viss um, að
hvorki stjórn Blaðamannafélagsins,
Rithöfundasambandsins né einstak-
ir rithöfundar og blaðamenn, sem
um mál þetta hafa fjallað, hafi les-
ið dóminn áður en þeir tóku af-
stöðu. Sama gildir um þá frétta-
menn, sem sagt hafa fréttir af
málinu í útvarpi og sjónvarpi.
Ég er út af fyrir sig sammála
því, að endurskoða eigi meiðyrða-
löggjöfina. En ég tel að sú endur-
skoðun eigi að leiða til þess að lög-
gjöfín veiti almenningi raunveru-
lega vernd gagnvart mönnum eins
og Halli Magnússyni en gefi þeim
ekki frjálsari hendur um iðju sína.
Ég er sannfærður um, að almenn-
ingur í þessu landi telur þær skaða-
Dætur, sem naitur var uæmuur ut
þess að greiða síra Þóri Stephen-
sen, ekki óeðlilegar.
Forsaga málsins
Forsaga málsins er sú, að 12.
júlí 1988 birtist grein í DV þar sem
skýrt er frá því að dráttarvél hefði
verið beitt til þess að slétta leiði í
kirkjugarðinum í Viðey og hefði það
verið gert án vitundar ættingja
þeirra, sem þar eru grafnir. Var í
þessu sambandi rætt við sonarson
Gunnars Gunnarssonar rithöfund-
ar, sem lýsti þeirri skoðun sinni,
að það að nota dráttarvél í kirkju:
garðinum jaðraði við helgispjöll. í
umræddri grein er einnig rætt við
síra Þóri Stephensen og sagði hann,
að auglýst hefði verið um fyrir-
hugaðar lagfæringar, haldinn fund-
ur með þeim, sem gefíð hefðu sig
fram, og hefði ekki komið fram
nein gagnrýni heldur þvert á móti.
Benti síra Þórir á, að þetta væri
ekki einsdæmi og víða um land
væru kirkjugarðar sléttaðir og
snyrtir. Þá væri staðsetning leiða
og legsteina reiknuð nákvæmlega
út og yrði allt sett á sama stað og
gengið vel frá.
Hinn 14. júlí birtist síðan í dag-
blaðinu Tímanum grein eftir Hall
Magnússon, varaborgarfulltrúa
Framsóknarflokksins og blaðamann
á Tímanum, þar sem ráðist var
heiftarlega á síra Þóri.
í framhaldi af þessari grein rit-
aði lögmaður síra Þóris Halli bréf
og óskaði þess, að Hallur bæði síra
Þóri afsökunar á móðgandi orðum
sínum og meiðandi ummælum og
greiddi lögfræðikostnað, og aftur-
kallaði blaðagreinina opinberlega í
Tímanum. Að öðrum kosti væri síra
Þórir knúinn til að fara í meiðyrða-
mál. Hallur fól lögmanni sínum að
svara bréfínu og var þar hafnað
öllum sáttum og því lýst yfir, að
öll ummæli í greininni væru innan
þeirra marka, sem grunnreglur laga
um tjáningarfrelsi vernduðu.
Var nú ljóst, að sættir gátu ekki
komist á.
Hinn 11. janúar 1989 var höfðað
opinbert mál á hendur Halli Magn-
ússyni vegnar greinarinnar og segir
í ákærunni, að í nefndri grein felist
„ærumeiðandi aðdróttanir í garð
séra Þóris og meiðyrði og greinin
í heild ósvífin, móðgandi og sett
fram og birt á ótilhlýðilegan hátt
og af illfýsi."
Rituð á röngum forsendum
og afillfýsi
í forsendum dómsins segir um
blaðagreinina:
„Fram er komið í málinu, að séra
Þórir Stephensen átti engan hlut
að ákvörðunum um þær fram-
kvæmdir í kirkjugarðinum í Viðey,
sem urðu tilefni til fréttarinnar í
DV, sem aftur leiddi til skrifa
ákærða, sem ákært er fyrir í máli
þessu. Þá hafði hann ekkert með
sjálfa framkvæmdina að gera, sem
var í höndum annarra. Verður því
' eigi annað séð en að ákærði hafi
ritað grein sina á röngum forsend-
um að því er snertir þetta atriði.
Það er mat dómsins, að í grein
ákærða felist ærumeiðandi aðdrótt-
anir í garð séra Þóris og sé greinin
móðgandi og sett fram og birt á
ótilhlýðilegan hátt og til þess fallin
að meiða æru prestsins. Þykir yfir-
bragð greinarinnar allt bera merki
þess, að sá er hana ritar beri þung-
an hug til séra Þóris og sé greinin
því rituð af illfýsi.“
Verður nú vikið að einstökum
þáttum ákærunnar og til hægðar-
auka rakin jafnframt niðurstaða
dómsins um einstök ákæruatriði.
Röng fullyrðing
og ærumeiðandi
Ákært var fyrir eftirfarandi inn-
gangsorð:
„Séra Þórir Stephensen, sem
skipaði sig sjálfur staðarhaldara í
Viðey, er nú farinn að láta hendur
standa fram úr ermum þar. Ekki
er athæfi hans kristilegt, enda hafa
pólitískar skoðanir hans og ráðríki
ætíð komið á undan kristilegum
náungakærleik sem þessi dóm-
kirkjuprestur í raun og sanni ætti
að hafa að leiðarljósi."
í dóminum er rakinn aðdragandi
þess, að síra Þórir var ráðinn stað-
arhaldari í Viðey og þannig frá sagt:
„Borgarstjórinn í Reykjavík hef-
ur með bréfi dags. 11. janúar 1989
til Guðmundar Péturssonar lög-
manns séra Þóris uppiýst eftirfar-
andi:
„í byijun sl. árs fór ég þess á
leit við sr. Þóri Stephensen, Dóm-
kirkjuprest, að hann tæki að sér
umsjón og eftirlit með eignum og
væntanlegri starfsemi Reykjavíkur-
borgar í Viðey. Lagði ég til að
starfsheiti hans yrði staðarhaldari,
sem mér þótti vel við hæfí. Eftir
nokkra athugun varð um það munn-
legt sanikomulág okkar í millum,
að sr. Þórir tæki þetta starf að
sér. Samkomulagið lagði ég fyrir
borgarráð 23. febrúar 1988, sem
samþykkti ráðningu hans, sbr. með-
fylgjandi ljósrit af ráðningarbréfi,
dags. 24. febrúar s.á.“
Formlega var gengið frá ráðn-
ingu séra Þóris sem staðarhaldara
eins og áður greinir á fundi borgar-
ráðs 23. febrúar 1988 og það gert
til eins árs frá 1. maí 1988 að telja.
Hinn 28. september 1988 ritaði
Ólafur Sigurðsson, fréttamaður
sjónvarps, eftirfarandi bréf til séra
Þóris vegna viðtalsins, sem hann
átti við hann um starf hans sem
staðarhaldara:
„Þar sem mér skilst að viðtal
mitt við þig 22. febrúar síðastliðinn
hafi valdið einhveijum misskilningi
innan borgarstjómar vil ég gjarna
skýra hvernig það kom til, ef það
mætti verða til að eyða honum.
1. í samræðum við borgarstjóra um
önnur málefni kom fram að uppi
væru hugmyndir um að ráða þig
staðarhaldara í Viðey. Ég lýsti
þegar áhuga á að hafa við þig
viðtal um málið. Borgarstjóri
minnti á að þetta væri ekki frá-
gengið mál, en taldi viðtal skað-
laust, þar sem hann hefði ekki
orðið var við missætti um þá
hugmynd að þú yrðir ráðinn,
frekar en annað sem að málefn-
um Viðeyjar hafi snúið.
2. Borgarstjóri féllst á að ég hefði
samband við þig, á grundvelli
míns sjónarmiðs, að fá að vera
fyrstur með þessa frétt, sem við
fréttamenn ævinlega reynum.
3. Þú lýstir þegar efasemdum, en
féllst á viðtal eftir að hafa haft
samráð við borgarstjóra. Rétt
er að fram komi að þess var
skýrt getið, að þinni ósk, að
ráðning þín væri ekki frágengin.
Mér þykir leitt að þetta viðtal
skuli hafa valdið misskilningi. Það
er alfarið komið fyrir mína for-
göngu, annars vegar vegria áhuga
á fréttum og hins vegar vegna
áhuga á málefnum Viðeyjar. Ég
vona að með þessu bréfi geti ég
komið í veg fyrir að ágæt samstaða
stjórnmálamanna í Reykjavík um
endurreisn Viðeyjar rofni, enda hér
um framtak að ræða, sem bæjarbú-
um virðist falla vel í geð.“
Sumarsýning á verkum
eftir Jóhann Briem
Haraldur Blöndal
„Ég veit, að lítill hópur
rithöfunda og blaoa-
manna telja sig hafa
ótakmarkaðar heimild-
ir til þess að Ijúga um
fólk og svívirða það. Og
það er þessi hópur
manna, sem mest
kveinkar sér, þegar
menn taka ekki þegj-
andi á móti svívirðing-
unum og leita réttar
síns fyrir dómstólum.
Hins vegar er mun
stærri sá hópur blaða-
manna og rithöfunda,
sem er vandur að virð-
ingu sinni.“
í sýningarsölum Norræna
hússins stendur nú yfir sýning
á málverkum eftir Jóhann
Briem. Sýningin stendur fram
til 24. ágúst og er opin daglega
klukkan 14-19.
Á sýningunni eru yfir 30 mál-
verk, sem öll eru í eigu einstakl-
inga og stofnana. Málverkin eru
máluð á árunum 1958-1982.
Jóhann Briem hefur áður sýnt
í Norræna húsinu á sumarsýningu
árið 1977 ásamt Sigurði Sigurðs-
syni og Steinþóri Sigurðssyni.
Síðast var haldin yfirlitssýning
á verkum Jóhanns Briem árið
1983 í Listasafni ASÍ og var þá
gefin út bók um málarann af Lista-
safni ASÍ og Lögbergi. Halldór
Björn Runólfsson ritaði textann
og hann skrifar einnig í sýningar-
skrána sem fylgir sýningunni í
Norræna húsinu.
í forsendum dómsins segir um
tilvitnaðan kafla í grein ákærða:
„Leitt er í ljós, að fullyrðingin í
fyrri setningunni í þessum kafla er
röng og aðdróttun að presti, að
athæfi hans sé ekki kristilegt og
að pólitískar skoðanir hans og
ráðríki komi á undan kristilegum
náungakærleik er að mati dómsins
ærumeiðandi.“
Meira af ærumeiðingnm,
en þó ekki allt
í B kafla ákæru er ákært fyrir
5 einstakar málsgreinar og verða
þær raktar í sömu röð og greinir í
dóminum:
1. „Það hvarflaði ekki að séra Þóri
að hafa samband við ættingja þeirra
er síðast voru jarðaðir í kirkugarð-
inum í Viðey. Onei, þeir hefðu
kannske verið mótfallnir vilja séra
Þóris. Slíkt líðst ekki.“
Dómurinn segir um þetta: „Um-
mæli ákærða í þessum lið þykja
eigi ærumeiðandi.“
2. „Hvað ætli verði næsta stórvirki
séra Þóris, sjálfskipaðs staðarhald-
ara í Viðey? Að malbika göngu-
braut í kringum eyna? Byggja sum-
arbústað fyrir sig og fjölskyldu sína
í hlaði Viðeyjarstofu? Mála kirkjuna
í Viðey heiðbláa, lit íhaldsins?“
Skoðun dómsins um þessi orð
eru:
„Ummæli ákærða um sjálfskip-
aðan staðarhaldara þykja ærumeið-
andi, en að öðru leyti þykja ummæl-
in í þessum lið ekki á þann veg.“
3. „Séra Þóri var á sínum tíma
hlíft við þeirri skömm að almenn-
ingur fengi að vita að hann hefði
sjálfur skipað sig staðarhaldara í
Viðey og að borgarráð bjargaði
honum fyrir hom með því að ráða
hann staðarhaldara í Viðey, eftir
að dómkirkjupresturinn hafði komið
sér í fjölmiðla og skýrt frá hinni
nýju nafnbót."
Um þessi orð segir í dóminum:
„Sannað er eins og áður greinir,
að sú fullyrðing ákærða í þessum
" líð", áð" sérá Þórir háfí sjálfur skipað
sig staðarhaldara í Viðey er röng.
Því þykja ummæli ákærða í þessum
lið æmmeiðandi eins og þau em
sett fram.“
4. „Reyndar hefur hann sýnt í stól-
ræðum sínum, þar sem hann bland-
ar pólitík inn í orð Guðs, og með
spjöllum í Viðey að hann er alls
óhæfur til að gegna þessum emb-
ættum. Þess vegna ætti hann að
víkja.“
I forsendum dómsins segir:
„í þessum lið er fullyrt, að séra
Þórir blandi pólitík í orð Guðs og
með því og spjöllum í Viðey, sem
ósannað er að séra Þórir hafí stað-
ið að, sé hann alls óhæfur til þess
að gegna þessum embættum og
þess vegna ætti hann að víkja. Leitt
er í ljós, að séra Þórir hefur fastmót-
aðar skoðanir í stjórnmálum og að
í ræðum sínum hefur hann minnst
á landsmál, sem pólitísk kunna að
hafa verið. Ummæli ákærða um
þetta lúta að því að þetta sé óeðli-
legt og eigi auk spjalla í Viðey að
gera Þóri óhæfan til áð gegna
umræddum embættum. Þessi um-
mæli þykja ærumeiðandi."
5. „Undirritaður veit að greinar-
korn þetta verður honum ekki til
framdráttar, allra síst þegar ljóst
er að það kemur við kaunin á hátt-
settum frímúrara."
Um þessi orð segir:
„Það er mat dómsins, að ummæl-
in í þessum lið séu ekki ærumeið-
andi fyrir séra Þóri.“
í C kafla ákæru er ákært fyrir
þessi orð, sem voru í meginmál og
áréttuð innan tilvitnunar undir
mynd af greinarhöfundi:
„Greinarkomið er ritað í heilagri
reiði, reiði yfír ófyrirgefanlegu
skemmdarverki á heilögum stað
sem skinheilagur maður ber ábyrgð
í forsendum dómsins segir:
„Ummæli ákærða, sem rakin eru
í þessum kafla ákærunnar, þykja
ærumeiðandi, en þar er ákærði
sagður skinheilagur og að hann
beri ábyrgð á ófyrirgefanlegu
skemmdarverki, en eins og áður er
komið fram, hafði ákærði ekkert
með framkvæmdir í kirkjugarðinum
í Viðey að gera, enda þótt hann
vissi, að þær væru fyrirhugaðar."
Farið út fyrir
prentfrelsisákvæði
stjórnarskrárinnar
Eftir að hafa þannig fjallað um
einstakar greinar ákæmnnar segir
í forsendum:
„Eins og áður greinir teljast
ummælin samkvæmt liðum B 1—2
að hluta og 5 í ákærunni ekki æru-
meiðandi, og verður ákærði því
sýknaður af því að hafa brotið 108.
gr. almennra hegningarlaga með
birtingu þeirra. Hins vegar þykir
grein ákærða og önnur tilgreind
ummæli úr henni, þrátt fyrir mót-
mæli ákærða, vera ærumeiðandi
fyrir séra Þóri Stephensen og brot
á 108. gr. almennra hegningarlaga
og er að mati dómsins farið út fyr-
ir þau mörk, sem gilda samkvæmt
72. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33,
1944 um að mega láta í ljósi hugs-
anir sínar á prenti.“
Hallur var siðan dæmdur til þess
að greiða kr. 40.000 í sekt til ríkis-
sjóðs. Síra Þórir fékk tildæmdar kr.
150.000 í miskabætur, og hefur
hann lýst því í blöðum, að þær
bætur renni til Viðeyjarkikju.
Þá var ákærði dæmdur til að
greiða sakarkostnað, þ.m.t. máls-
varnarlaun skipaðs verjanda Halls,
kr. 70.000.
Það er ekki ástæða til þess að
fara mörgum orðum um forsendur
dómsins. Þær skýra sig sjálfar.
Hver læs maður sér, að Hallur
Magnússon varð offari í grein sinni,
og hún er utan við það, sem siðlegt
og heiðarlegt getur talist.
Menn mega vissulega búast við
ýmsu, þegar nöfn Indriða G. Þor-
steinssonar, Sigurðar A. Magnús-
sonar og Thors Vilhjálmssonar sjást
saman á skjali. Ég hefði þó ekki
trúað því að óreyndu, að þeir næðu
sáttum til þess eins að slá skjald-
borg um þessi skrif.
Höíundurer
hæstaréttarlögnmður.