Morgunblaðið - 08.07.1989, Síða 18

Morgunblaðið - 08.07.1989, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1989 Hundadagar ’89: Mánaðarlöng listahátíð síðsumars Morgunblaðið/RAX Aðstandendur Hundadaga ’89 við hluta af leikmynd Gunnars Arnar við Macbeth. Talið frá vinstri: Sverr- ir Hólmarsson, Ulrika Bengtsson, Ingunn Ásdísardóttir, Geria, Inga Bjarnason, Viðar Eggertsson, Há- kon Leifsson og Leifur Þórarinsson. Dr. Jónas Magnússon . Doktor í skurð- lækmngum JÓNAS Magnússon skurðlæknir varði þann 9. júní doktorsritgerð í skurðlækningum við Háskólann í Lundi. Ritgerðin heitir „Sec- retion and hypoglycemic action of insúlín after surgery. Effects of epidural anaesthesia, enteral nutrition and subtotal pancre- atectomy". Ritgerðin fjallar um insúlín fram- leiðslu og insúlín áhrif eftir skurð- aðgerðir og byggir á rannsóknum á sjúklingum í Lundi. Andmælandi var dr. Lars Thorén, prófessor í skurðlækningum í Uppsölum. Jónas Magnússon er fæddur í Reykjavík árið 1952. Hann er sonur Maríu Guðmundsdóttur og Magnús- ar Más Lárussonar prófessors. Hann lauk stúdentsprófí 1971 og læknaprófi 1977. Eiginkona hans er Katrín Guðmundsdóttir reikni- fræðingur og eiga þau 3 böm. HUNDADAGAR ’89 er heiti lista- daga sem Aiþýðuleikhúsið, Tón- listarfélag Kristskirkju og Lista- safn Siguijóns Ólafssonar standa fyrir frá 30. júlí til 29. ágúst í sumar. Meðal þess er verður á dagskrá Hundadaga er sýning Alþýðuieikhússins á Macbeth eftir William Shakespeare, í nýrri þýð- ingU Sverris Hólmarssonar, óp- eran Mann hef ég séð eftir Karó- iínu Eiríksdóttur og danskur gestaleikur, auk fjölda tónleika. Margirþjóðkunnir listamenn koma fram á Hundadögum. Að sögn að- standenda hátíðarinnar er hún til- raun til þess að auðga menningarlíf Reykjavíkur að sumarlagi. Ef vel tekst til er ætlunin að efna til Hunda- daga á hveiju ári. Sérstök hátíðarhljómsveit Hunda- daga hefur verið sett á fót og er hún að mestu skipuð ungum íslenskum hljóðfæraleikurum. Hljómsveitin mun halda tónleika undir stjóm Pas- cal Verrot og Hákonar Leifssonar og einnig leika undir í óperu Karólínu Eiríksdóttur. Opnunarhátíð Hundadaga verður sunnudaginn 30. júlí. Hún hefst með hátíðarmessu í Kristskirkju en dr. Alfreð Jolson biskup er vemdari dag- anna. Sama dag verður opnuð sýning á andlitsmyndum eftir Kristján Davíðsson í Listasafni Siguijóns Ól- afssonar. Um kvöldið frumsýnir Al- þýðuleikhúsið Macbeth eftir William Shakespeare í nýrri þýðingu Sverris Hólmarssonar. Leikstjóri er Inga Bjamason en leikmynd gerði Gunnar Öm listmálari. Erlingur Gíslason og Margrét Ákadóttir fara með aðal- hlutverk í sýningunni. Óperan Mann hef ég séð eftir Karólínu Eiríksdóttur verður flutt í fyrsta skipti á íslandi á Hundadögum en hún var frumflutt í Svíþjóð á síðasta ári. Karólína samdi óperuna við texta sænsku skáldkonunnar Marie Louise Ramnefalk. Leikstjóri er Per-Erik Öhm en óperan er sett upp í samvinnu við Vadstena Aka- demíuna í Svíþjóð. Danskur gestaleikur verður á fjöl- unum í Iðnó en þar sýna Susse Wold og Bent Mejding leikritið H.C. And- ersen, manneskjan og skáldið. Sýn- ingin veitir innsýn í líf og starf H.C. Andersen og um leið er brugðið upp þjóðlífsmynd af Danmörku á miðri RAGNAR H. Hall, skiptaráðandi þrotabús Hafskips, segir að það hafi verið sijóm Hafskips hf. sem bað um að félagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta. „Skiptaréttur Reykjavíkur falast ekki eftir búum til skipta," sagði Ragnar í samtali við Morgunblaðið er fullyrðingar Ragnars Kjartanssonar, fyrrum sljómarformanns Hafskips, í grein í Morgunblaðinu sl. fimmtu- dag vom bomar undir hann. í grein sinni sagði Ragnar m.a.: „Það fer ekkert á milli mála að nú era komnar fram tölulegar staðreyndir sem sanna að Hafskip hf. var ekki gjaldþrota í raun þeg- ar félagið var af annarlegum ástæðum neytt út í skiptameðferð í desember 1985.“ Ragnar H. Hall sagði að Ragnar Kjartansson hefði gefið sér í þessari grein, að með því að borga almennar kröfur í þrotabúi, þá væri búið að gera upp kröfurnar. „En það er einn kröfuflokkur sem er fyrir aftan al- mennar kröfur við skipti og í þeim síðustu öld og á okkar dögum. Fjöldi hljóðfæraleikara kemur fram á Hundadögum ’89. Meðal þeirra má nefna Martin Berkofsky píanóleikara, Bjöm Sólbergsson org- anista og Sigrúnu Eðvaldsdóttur og Ásdísi Valdimarsdóttur sem leika með Miami strengjakvartettnum. kröfuflokki em allir vextir og drátt- arvextir sem falla á kröfur eftir upp- haf skipta," sagði skiptaráðandi, „og upp í þær kröfur greiðist ekkert við skipti á þrotabúi Hafskips." „Ég lét banka reikna út fyrir mig hvað kröfur sem bera dráttarvexti hafa hækkað mikið frá 6. desember 1985, miðað við að vöxtum sé bætt við höfuðstól einu sinni á ári, eins og heimilt er samkvæmt vaxtalögum að gera. Þeir útreikningar sýndu að krafan hefði á þessum tíma liðlega þrefaldast. Krafa að upphæð eitt- hundrað krónur í desember 1985 væri því liðlega þijú hundmð krónur nú. Úpp í þessa kröfu fengist nú samkvæmt úthlutunargerðinni fimmtíu krónur. Ragnar benti á að þessir útreikn- ingar hefðu ekki verið unnir af hon- um, heldur hefði hann einungis kom- ið þeim á framfæri. „Það er í sjálfu sér hægt að reikna þetta með því að framreikna miðað við láns- kjaravísitölu. Þá verður hækkunin heldur minni, enda em dráttarvextir Manuela Wiesler, Einar Jóhannesson og Þorsteinn Gauti Sigurðsson munu halda tónleika þar sem einvörðungu verður leikin tónlist eftir íslensk tón- skáld. Besti vinur ljóðsins mun standa fyrir uppákomum á Hundadögum, kynna ljóð, stuttmyndir og leikritun. hærri en hækkun lánskjaravísitölu á þessum tíma. Engu að síður fæli slíkur útreikningur það í sér að raun- gildi þeirra íjárhæða sem greiddar em út eru rétt um 20% upp í kröf- ur,“ sagði Ragnar. „Nafni minn segir í þessari grein sinni, að félagið hafí verið neytt af annarlegum ástæðum að fara í gjald- þrot. Ég ætla ekkert að leggja neinn dóm á það, en engu að síður þá var það stjóm félagsins sem bað um gjaldþrotaskipti. Skiptaréttur Reykjavíkur falast ekki eftir búum til skipta,“ sagði Ragnar Hall. Suðureyri; LítUl bátur strandar á skeri Suðureyri. LÍTILL bátur strandaði, þeg- ar hann var að reyna að koma festu í Hothja.II, sem átti að fara út í fjörð. Mikill straumur var þegar óhappið var, en ætlunin var að láta hjallinn reka frá fjörunni að bátnum og koma þannig festu í hann og draga hann út á sinn stað, en straumur var mikill á þessum tíma og rak hjallinn á fullri ferð fram hjá bátnum og inn í fjörð, öfugt við þá átt sem eigandinn ætlaði honum. Ekki tókst betur til en svo, að báturinn fór líka með straumnum, en lenti á skeri sem er um 30 metra frá vamargarð- ari við höfnina. Þar sat báturinn fastur í nokkra tíma og hallaðist talsvert á stjórnborða. Með flóðinu komst hann af skerinu með eigin vélarafli og sigldi á eftir hjallinum, sem var þá kominn 4 kílómetra inn í íjörð. Báturinn sem er 9,9 tonna frambyggður stálbátur, slapp með lítilsháttar skemmdir á kili og gat því farið á veiðar á ný. - R. Schmidt. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson. Karl Gunnlaugsson keppir á þessu Suzuki 750 mótorhjóli, sem er þijár sekúndur í 100 km hraða og átta í 200 km hraða. íslenskur mótorhjóla- kappi keppir í Englandi ÍSLENSKUR mótorhjólakappi, Karl Gunnlaugsson, keppir um helgina í tveimur kappaksturs- mótum fyrir mótorhjól í Eng- landi. Hann mun aka í fjöl- mennu móti á Brands Hatch- kappakstursbrautinni, sem meðal annars hefur verið notuð fyrir Formuia 1 kappakstur. „Ég hef sótt mót í Englandi í tvö ár, þar sem enginn aðstaða er fyrir mótorhjólamenn hérlend- is. Þess vegna er hraðakstur mót- orhjóla í umferðinni alltof algeng- ur, sérstaklega hjá þeim sem eru nýkomnir á mótorhjól. Með því að keppa úti fæ ég næga útrás fyrir akstursáhugann," sagði Karl í samtali við Morgunblaðið áður en hann hélt til Englands. Hann keppti fyrir skömmu í móti í Englandi og náði sjötta sæti af fjörutíu keppendum. Mótin eru fyrir meðlimi í mótorhjóla- klúbbum og hafa þekktir öku- menn i heimsmeistarakeppninni í mótorhjólakappakstri oft verið uppgötvaður í þeim. í fyrra náði Karl þriðja sæti f sams konar móti og hyggst keppa í nokkrum í ár. „Þetta er áhættusöm iðja að æða innan um fjörutíu mótorhjól, en málið er bara að vera nógu frekur, hugsa um sjálfan sig og aka eins hratt og maður þorir. Ég hef ósjaldan fengið byltu í þessum mótum, en það herðir mig bara.“ sagði Karl. - G.R. Nýgöngubrú við Fremri-Emstruá FÉLAGAR í Ferðafélagi íslands luku nýlega smíði nýrrar gðngubrú- ar við Fremri-Emstruá. Gönguleiðin á milli Þórsmerkur og Land- mannalauga er því fær á ný en í ágúst á siðasta ári kom hlaup í Fremri-Emstmá sem hreif með sér 10 ára gamla göngubrú þar. f fréttatilkynningu frá Ferðafélaginu segir að hin nýja göngubrú liggi sunnan árinnar, 300. metrum neðar en gamla brúin. Félagar í Ferðafélaginu hafa einni lagt göngustíg upp frá brúnni og er göngu- leiðin á milli Landmannalauga og Þórsmerkur þvf orðin greið á ný. Ragnar H. Hall skiptaráðandi í Hafskipsmálinu: Kröftir sem báru dráttarvexti þrefölduðust ft*á 1985

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.