Morgunblaðið - 08.07.1989, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1989
Afríkuríki deila um
verslun með fílabein
Gaborone. Reuter.
HART VAR deilt á fundi 15 Afríkurílg'a í gær þar sem fjallað var
um hvernig bjarga mætti Afríkufílnum frá útrýmingu. Austur-
Afríkuríki vilja banna verslun með fílabein en ríkin í suðurhluta
álfunnar eru því mótfallin.
Til fundarins var boðað til að
reyna að sætta ólík sjónarmið
ríkjanna en litlar líkur voru taldar
á samkomulagi. Fundarmenn sögðu
að þótt Austur-Afríkuríkin myndu
e.t.v. tapa þessari orustu þá væru
þau búin að vinna stríðið þar sem
almenningsálitið hefði snúist á sveif
Portúgal:
Ars fangelsi
fyrir ölvun-
arakstur
Lissabon. Reuter.
OLVAÐIR ökumenn I Portúgal
geta nú gert ráð fyrir allt að
eins árs fangelsi samkvæmt
nýjum lögum, sem ætlað er að
draga úr mikilli tíðni dauða-
slysa í umferðinni þar í landi.
Um 2.600 manns létust í um-
ferðarslysum í Portúgal í fyrra
og á miðvikudag samþykkti þing-
ið lög, sem heimila fangelsun öl-
vaðra ökumanna. Þá samþykkti
þingið einnig að tífalda sektir
fyrir ýmis umferðarlagabrot. Fari
ökumaður yfir leyfilegan hám-
arkshraða, verðurhann sjálfkrafa
sektaður um allt að 25.000 es-
cudos (um 9000 ísl. kr.), og ölvað-
ir ökumenn, sem sleppa við fang-
elsisvist, eiga yfír höfði sér sekt,
sem nemur um 200.000 escudos
(um 70.000 ísl. kr.).
„Umferðarslys í Portúgal eru
með þeim eindæmum, að þessar
ráðstafanir eru óhjákvæmilegar,"
sagði Joao Oliveira Martins sam-
gönguráðherra í portúgalska
þinginu.
Búist er við, að nýju lögin taki
gildi mjög fljótlega.
með þeim. Mörg ríki, þ.á.m. Banda-
ríkin og ríki Evrópubandalagsins,
hafa bannað innflutning á fílabeini.
Það eru einkum Kenýa og Tans-
anía sem beijast fyrir banni á versl-
un með fílabein en fílahjarðir í
Austur-Afríku hafa orðið fyrir barð-
inu á veiðiþjófum. í suðurhluta álf-
unnar hefur fílum hins vegar ekki
fækkað enda vandlega fýlgst með
veiðiþjófum. Þar er um þriðjungur
þeirra 650.000 fíla sem talið er að
séu eftir í Afríku.
Kenýumenn hafa ákveðið að
eyðileggja birgðir sínar af fílabeini
í næstu viku og viija að Zimbabwe-
menn geri slíkt hið sama. Helsti
markaður fyrir fílabein er í Japan
og Hong Kong og þar selst bæði
Iöglega og ólöglega fengið fílabein
frá Afríku.
Reuter
Fjöldafundur í Myanmar
Þúsundir stjómarandstæðinga og námsmanna í Myanmar, sem áður hét Búrma, minntust í gær þeirra sem
létust fyrir 27 ámm í árás á námsmenn er safnast höfðu saman á lóð háskólans í Rangoon til að mót-
mæla valdatöku hersins í mars 1962. Herstjórnin í Myanmar hefur áhyggjur af vaxandi andstöðu almenn-
ings og herlög banna ijöldafundi og mótmæli. Hermenn meinuðu hundruðum námsmanna aðgang að há-
skólalóðinni í gær en hún hefur verið lokuð síðasta árið.
Forsetakosningar í Chile:
Einn frambjóðandi allra
stjórnarandstöðuflokka
Santiago. Reuter.
Sljómarandstöðuflokkarnir í
Chile hafa komið sér saman um
sameiginlegan frambjóðanda i
forsetakosningum sem verða 14.
desember næstkomandi. Patricio
Aylwin, leiðtogi Kristilega demó-
krataflokksins, var tilnefhdur á
þriðjudag af 17 sljómarand-
stöðuflokkum sem hafa bundist
samtökum.
Aylwin, sem er sjötugur að aldri
og lögfræðingur.að mennt, fór fyrir
breiðfylkingu stjórnarandstæðinga
og leiddi þá til sigurs gegn Augusto'
Pinochet einræðisherra í þjóðarat-
Árásarkafbátur
Meö langdrægar kjarnaflaugar Í2
Meö stýriflaugar A
Dagsetning
StaÖur
Kafbátasiys Rauða flotans
Rauði flotinn er með stœrsta kafbátaflota veraldar, 372 alls. Flestar tegundanna eru
kjarnorkuknúnar. Fyrir neðan eru skráð helstu óhðpp sovéskra kajbáta frá miðju ári 1977, en
þeir hafa allir verið kjarnorkuknúnir.
Tegund Eöli óhapps Slysámönnum
28. ágúst, 1977 Miöiaröarhat • Echo Árekstur viö bandariskt herskip Ekki vitað
19. ágúst, 1978 Norövestur af Skotlandi AEcho II „Taeknileg mistök" Ekki vitaö
21. ágúst, 1980 Austur af Okinawa • Echo Eldsvoöi 9 látnir
September, 1981 Eystrasalt Ekkl vitaö „Röö þungra álalla" Geislunaráverkar
Júnf, 1983 Viö Kamtsjatka-skaga ACharlle 1 Ekki vitaö Ekki vitaö
September, 1983 Noröur-Kyrrahaf Ekki vitaö Ekki vitaö Ekki vitaö
31. október, 1983 Viö austurströnd Bandaríkjanna • Victor III Flæktist I ratsjárköplum Engin
21.mars, 1984 Japanshaf • Victor 1 Árekstur viö bandariskt herskip Ekki vitaö
20. september, 1984 Japanshaf OGolf II Eldsvoöi Ekki vitaö
21. september, 1984 Njörvasund • Victor 1 Árekstur viö kaupskip Ekki vitaö
13. janúar, 1986 Norövestur af Okinawa AEcho II Ekki vitaö Ekki vitaö
3. október, 1986 Austur af Bermúda-eyjum OYankee Sprenging 1 eldflaugarturni 3 látnir
7. aprfl, 1989 Noregshaf • Mike Sprenging og eldsvoöi 42 látnir
26. júnf 1989 Noregshaf AEcho II Eldsvoöi Engin
Heimödir: Jane'i Informatlon Group. Jane's Fightlng Shþs og Daity Tolegraph
kvæðagreiðslu í október á síðasta ári
þar sem kosið var um hvort herstjóm
hershöfðingjans ætti að fara áfram
með völd.
Skoðanakannanir gefa til kynna
að Aylwin njóti stuðnings 55% kjós-
enda. Hann er eini frambjóðandinn,
enn sem komið er, í fyrstu frjálsu
forsetakosningunum í 20 ár, eða frá
1969. Þá var Salvador Allende, leið-
togi sósíalista, kjörinn forseti en hon-
um var steypt af stóli og hann myrt-
ur í blóðugu valdaráni Pinochets árið
1973. Kristilegir demókratar, flokk-
ur Aylwins sem er stærsti stjórn-
málaflokkur í Chile, studdi valdarán-
ið. Pinochet er hins vegar bannað
að bjóða sig fram í kosningunum í
desember.
Mörg hundruð stuðningsmenn
Aylwins hrópuðu hvatningarorð þeg-
ar útnefningin var tilkynnt í miðborg
Santiago, fýrir utan bækistöðvar
samtaka stjórnarandstæðinga, sem
hafa fyrrum stuðningsmenn Pinoc-
hets innan sinna vébanda jafnt sem
sanntrúaða marxista.
Aylwin, sem er miðjumaður í chi-
leskum stjómmálum, var útnefndur
frambjóðandi er stjómarandstöðu-
flokkarnir höfðu komið sér saman
um sameiginlega áætlun fyrir vænt-
anlega ríkisstjóm eftir tveggja mán-
aða samningaþóf.
Patricio Aylwin.
Reuter
í áætlun stjórnarandstöðuflokk-
anna, sem verður birt eftir 10 daga,
er meðal annars gert ráð fyrir að
laun hækki tafarlaust og skattar
verði hækkaðir til að standa undir
samneyslu, að sögn leiðtoga stjómar-
andstæðinga. Stefnt verður að því
að festa lýðræði í sessi og auka hag-
sæld í Iandinu. Þar er því jafnframt
heitið að hrófla ekki við hinu frjálsa
hagkerfí sem ríkisstjórn Pinochets
kom á í sinni stjórnartíð.
Komdu og prófoðu nýjusfu bilana!
BMW Touring og Renault 19
Sýningunni á BMW Touring og Renault 19 veröur framhaldiö í dag til klukkan 17.
Þér gefst tækifæri til reynsluaksturs og viöræöna viö sölumenn um
hagstæö skiptikjör og viöráöanlega skilmála.
Kynningarverö á Renault 19 verður óbreytt þrátt fyrir gengisbreytingu.
Renault 19 kostar frá kr. 799.399 — án ryðvarnar og skráningar.
Veriö velkomin í reynsluakstur. Opiö í dag frá kl. 13—17.
Bílaumboðið hf
Krókhálsi 1, sími 686633, Reykjavík.
RENAULT