Morgunblaðið - 08.07.1989, Síða 21

Morgunblaðið - 08.07.1989, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1989 21 Pen-klúbbar rithöfunda: Frjálslyndir höfundar í forystu SovétdeUdar Moskvu. Reuter. SOVÉSKIR rithöfundar hafa valið umbótasinnaða starfsbræður sína í forystu Sovétdeildar Pen-klúbbsins, alþjóðlegra samtaka rithöfúnda, en Kremlverjar hafa til þessa fordæmt félagsskapinn á þeim forsendum að þar séu andkommúnísk gildi höfð í heiðri. Rithöfúndurinn Anatolíj Rybakov hefiir verið valinn forseti Sovét- deildarinnar sem kallast reyndar Rússnesk-sovéska-miðstöðin. „Þetta er mikilvæg stund fyrir bók- óháð hinum opinberu sovésku rit- menntimar og menntastéttina," sagði Rybakov sem er 78 ára gam- all. „Miðstöðin okkar mun stuðla að ftjálsri listsköpun, standa vörð um réttindi rithöfunda og mótmæla ritskoðun hvar sem er í heiminum,“ sagði hann. Rybakov sagði að miðstöðin yrði höfundasamtökum. Hann er höf- undur skáldsögunnar „Börnin frá Arbat“ er fjallar um hreinsanirnar á fjórða áratugnum. Hún var gefin út í Moskvu 1987 og hefur selst í metupplögum á Vesturlöndum. 50 rithöfundar lögðu grunninn að stofnun deildarinnar og nokkrir Norður-Kórea: Dyrnar opnaðar varlega til hálfs Pyongyang. Reuter. UM 20.000 erlendir gestir eru staddir á 13. Heimsmóti æskunnar sem haldið er í Norður-Kóreu. Mikill viðbúnaður er i Pyongyang, höfúðborg landsins en þetta er í fyrsta sinn sem svo margir útlend- ingar heimsækja ríkið frá stofnun þess. Reist hafa verið mörg ný hótel og íþróttaleikvangar í landinu undanfarin ár en Norður- Kóreumenn gerðu sér lengi vonir um að hluti Ólympíuleikanna 1988 yrði í landinu. Heimsmót æskunnar er kærkomið tæki- færi fyrir Norð- ur-Kóreumenn til að sýna land sitt en á síðasta ári var Suður- Kórea í heims- fréttunum vegna Ólympíuleikanna sem þar voru haldnir. Heimsmótið var sett við hátí- ðlega athöfn í lok síðustu viku af Kim Il-sung, einráðum forseta landsins, að viðstöddum 150.000 manns. I setningarræðu sinni not- aði hann tækifærið og veittist að vestrænum heimsvaldasinnum en að öðru leyti hafa landsmenn lagt sig fram um að bjóða erlendu gestina velkomna. Verslanir eru vel birgar og starfsfólft á nýju hótelunum hefur verið sent á hraðnámskeið í ensku. En þótt Norður-Kóreumenn hafi opnað dyrnar að landi sinu í hálfa gátt má ekki líta á það sem undanfara stjórnmálalegra og efnahagslegra umbóta eins sést hafa í mörgum öðrum kommúnist- aríkjum. Stjórnvöld hafa gefið í skyn að þau hyggist ekki feta í fótspor bandamanna sinna í Sov- étríkjunum. Hins vegar hafa þau áhuga á bættum samskiptum við Vesturlönd en fá vestræn ríki hafa stjórnmálasamband við Norður-Kóreu. Vestrænir stjórnarerindrekar telja að það geti tekið mörg ár að breyta ínjynd landsins, en stjórnvöld hafa verið sökuð um mannréttindabrot og hryðjuverk gegn Suður-Kóreu. Stjórnin í Py- ongyang hefur neitað slíkum ásökunum og segir mannréttindi í landinu vera haldin í heiðri. Um síðustu helgi hindruðu öryggis- verðir fjóra Norðurlandabúa í að breiða úr borða sem á stóð „Am- nesty International" að sögn breska dagblaðsins The Independ- ent. Einnig var ráðist á Dana sem reyndi að veifa fána sem á var letrað: „Mannréttindi einnig fyrir Norður-Kóreubúa". Sovéskir fulltrúar á Heimsmót- inu sögðust voná að nærvera þeirra og fréttir af umbótum í öðrum kommúnistaríkjum hefðu einhver áhrif á Norður-Kóreu- menn. „Þeir vita svo lítið um umheiminn og hafa því engan samanburð," sagði Alla Boris- enkova frá Sovétríkjunum. Síðastliðið fimmtudagskvöld efndu ungmenni frá Tékkósló- vakíu til diskóteks undir. beru lofti. Norður-kóresk ungmenni horfðu undrandi á fulltrúa frá Afríku, Asíu og Evrópu hreyfa sig í takt við vestræna danstónlist sem þau höfðu aldrei heyrt áður. Þau virtust kunna vel að meta Michael Jackson og Bítlana en vildu þó ekki taka þátt í dansin- um. Einn hinna fjölmörgu ungu leiðsögumanna ætlaði vart að trúa því að tónlistin, sem tékkneski plötusnúðurinn lék, væri upprunn- in í Bandaríkjunum, erkifjendum Norður-Kóreu. þeirra komu saman s.l. fimmtudag til að kjósa í stjórn. Áður höfðu fulltrúar sovéskra rithöfunda setið ráðstefnu Alþjóðlega Pen-klúbbsins sem haldin var nýlega. Arkadíj Vaksberg, einn af sjö varaforsetum Sovétdeildarinnar, sagði að félagsskapurinn myndi leggja sitt af mörkum í alþjóðlegri baráttu rithöfunda fyrir réttindum breska rithöfundarins Salmans Rushdie og tékkneska leikrita- skáldsins Vaclavs Havels. Sovésk yfirvöld kæfðu í fæðingu tilraunir andófsrithöfunda til að stofna deild í Pen-klúbbnum í Moskvu á sjöunda og áttunda ára- tugnum en margir af þekktustu rit- höfundum heims eru félagar í Pen- samtökunum. Reuter Washing- toní Varsjá Verkamaður í Varsjá, höfuð- borg Póllands, leggur síðustu hönd á blóma- beð við minnis- merki um Ge- orge Washing- ton, fyrsta for- seta Banda- ríkjanna. Ge- orge Bush Bandaríkjafor- seti kemur í op- inbera heim- sókn til landsins á sunnudag og mun hann vígja minnismerkið. Nuddpottasýning laugardag og sunnudag frá kl. 13-17 á Grensásvegi 8 og Blómaskálanum Vín, Eyjafirði Ve^D>tv Akril nuddpottar íslenskir og amerískir. • Akril er varanlegt efni, alltaf sem nýtt. • Fjöldi stærða og lita. • Fjöldi fylgihluta fyrir sundlaugar og setker. • Dælur, Ijós, fittings, yfirbreiðslur, hreinsitæki. • Allt sem hugsast getur fyrir setlaugar og sundlaugar. Gerið verð og gœða samanburð. K. Auóunsson hf • Grensásvegi 8, sími 686088.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.