Morgunblaðið - 08.07.1989, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JULI 1989
23
Margir leiðtogar uppreisnarinnar
í Kína komnir til Vesturlanda
(
Kínversk stjórnvöld bera fram mótmæli við Frakkland
Einn þeirra kínversku námsmanna sem talið er að séu í fangelsi
er hinn 19 ára gamli Wang Weilin sem sást á forsíðum dagblaða
víða um heim þegar hann reyndi að stöðva lest skriðdreka í
Peking. Talið er að Wang Dan, sem veitti blaðamönnum frá Taiw-
an viðtal á sunnudaginn var, hafi einnig verið handtekinn.
Wall Street Journal. Newsweek. Ec-
onomist. Reuter.
STJÓRNVÖLD í Kína hafa
mótmælt því við frönsk stjórn-
völd að tveimur kínverskum
námsmönnum skuli hafa verið
veitt hæli í Frakklandi. Náms-
mennirnir tveir eru Wuerkaixi,
einn helsti leiðtogi stúdenta-
hreyfingarinnar í Kína, og and-
ófsmaðurinn Yan Jiaqi.
Kínveijar hafa ennfremur mót-
mælt því að franska ríkissjón-
varpið skyldi sýna viðtöl við
mennina tvo 4. júlí síðastliðinn.
Smám saman skýrist hvaða
leiðtogar uppreisnar náms-
manna í Kína hafa sloppið úr
landi, hverjir hafa verið hand-
teknir og hverjir fara huldu
höfði í Kína. Vestrænir §öl-
miðlar hafa reynt hvað þeir
geta að safha saman efni um
andófsmennina og námsmanna-
leiðtogana og koma því á fram-
færi. Einn leiðtoganna er Liu
Gang en dagblaðið Wall Street
Journal hefur sett saman nokk-
urs konar ævisögu hans með
því að tala við vini hans og sam-
stúdenta.
Liu Gang, einn af leiðtogum
uppreisnar námsmanna í Kína,
hafði verið vikum saman á flótta
þegar hópur manna brást við kalli
forystu kommúnistaflokksins og
sagði til hans. Hinn 28 ára gamli
eðlisfræðingur var á lista yfir-
valda yfir 21 eftirlýstan gagn-
byltingarsinna. Lýsingu á honum
hafði verið útvarpað um allt land
og mynd hans sjónvarpað og hún
birt í dagblöðum og hengd upp á
fjölförnum stöðum. 19. júní sást
til hans í almenningsgarði í Bao-
ding, 140 km fyrir sunnan Pek-
ing. Kvöldið eftir sagði sjónvarpið
frá handtöku Lius Gangs og sak-
argiftum á hendur honum. Þær
voru að hann hefði ýtt undir og
skipulagt gagnbyltingu í Peking.
Liu er einn þeirra sex náms-
mannaleiðtoga sem kínversk
stjórnvöld hafa haft hendur í hári
á.
Eins og hjá svo mörgum öðrum
kínverskum námsmönnum þróað-
ist pólitísk vitund Lius Gangs í
löngum samtölum við félaga hans
á heimavist háskólans. En Liu
skar sig úr að því leyti að hann
hætti ekki baráttunni fyrir lýð-
ræðishugsjónum sínum þótt námi
væri lokið. Þegar honum bauðst
styrkur til að fara í nám erlendis
hafnaði hann því og gagnrýndi
félaga sína sem það gerðu og
hvatti þá til að vera heima og
„koma Kína til hjálpar".
Teikning af Liu Gang gerð eft-
ir lýsingu vina hans í vestri.
Liu Gang var einn af hug-
myndafræðingum stúdentahreyf-
ingarinnar. Hann var undir áhrif-
um frá andófsmanninum Fang
Lizhi og vann um tíma með eigin-
konu hans að eðlisfræðirannsókn-
um. Síðla árs í fyrra skrifaði Liu
vini sínum bréf þar sem hann
sagði meðal annars: „Ég held að
næsta vor muni ráða úrslitum um
þróunina í Kína.. Ég vona að
raunverulega muni vora í Peking
og Kína.“ I öðru bréfi, sem skrif-
að var nokkrum mánuðum síðar,
sagðist hann óttast að hann ætti
ekki eftir að sjá vin sinn aftur.
Líkur eiu á að hann reynist sann-
spár.
Af námsmannaleiðtogunum
sex, sem náðst hafa, gáfu tveir
sig sjálfviljugir fram. 15 leiðtogar
Wuerkaixi áður en hann flúði
úr landi.
námsmanna eru enn eftirlýstir en
vitað er að nokkrir þeirra hafa
sioppið úr landi. Þar á meðal eru
Yan Jiaqi, stjórnmálafræðingur,
og kona hans Gao Gao, sem kom-
in eru til Parísar, Wan Runnan,
tölvuverkfræðingur, en frést hef-
ur til hans á leið til Banda-
ríkjanna. Wang Shugang, mynd-
höggvari, er kominn er til New
York ásamt þýskri eiginkonu sinni
og syni þeirra, en Wang er einn
þeirra sem smíðuðu Frelsisgyðj-
una er reist var á Torgi hins him-
neska friðar. Hinn þekktasti
þeirra er Wuerkaixi, 21 árs gam-
all, sem kominn er til Frakklands
ásamt unnustu sinni, Liu Yan.
Meðal þeirra sem talið er að enn
séu í Kína er Zhao Dajun, sonur
Zhaos Ziyangs, fyrrverandi aðal-
ritara kommúnistaflokksins.
Síðast spurðist til hans í héraðinu
Guangding sem liggur að Hong
Kong.
Talið er að 33 andófsmenn hafi
verið teknir af lífi í Kína, flestir
verkamenn, og a.m.k. tvö þúsund
manns séu í haldi.
Fiskveiðar EB:
Bretum og Frökkum stefiit
fyrir Evrópudómstólinn
Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fr«
Framkvæmdastjórn Evrópu-
bandalagsins (EB) hefur stefiit
frönskum og breskum sljórn-
völdum fyrir Evrópudómstólinn
í Lúxemborg vegna brota á regl-
um EB um fiskveiðar. Annars
vegar er um kærur vegna ofveiði
að ræða en hins vegar vegna lok-
unar veiðisvæða fyrir veiðiskip
frá öðrum EB-löndum.
iritara Morgunblaðsins.
og 1985. Frakkar eru sakaðir um
að hafa veitt 107 tonn af karfa
umfram kvóta, 100 tonn af þorski,
48 tonn af ufsa og 2 tonn af
makríl, sömuleiðis umfram kvóta.
Bretar eru kærðir vegna ofveiði
á lýsingi, ufsa og ýmsum kolateg-
undum á árinu 1985. í undirbún-
ingi er málarekstur gegn Spán-
verjum vegna sams konar brota.
Málaferli af þessu tagi eru engin
nýlunda innan EB; framkvæmda-
stjórnin hefur ákveðið að herða eft-
irlit og viðurlög til að draga úr
þessum brotum. Spánveijar hafa
t.d. verið útilokaðir af fiskimiðum
við Kanada og sömuleiðis höfnum
þar í landi vegna ofveiði.
Daiiir spara í gríð og erg
Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins.
DANIR leggja nú harðar að sér við sparifjársöfnun en nokkru sinni
fyrr með það markmið fyrir augum að veija fénu til húsnæðimála
eða náms, að sögn Jyllandsposten. Astæðan er sú, að fólk fær 4%
bónus frá ríkinu ofan á bankavextina, ef sparað er vegna þessara
málaflokka.
Um 2,6 milljarðar danskra króna
(ríflega 20 milljarðar íslenskra
Aðildarríki EB hafa rétt til að
taka sér tólf mílna fiskveiðilögsögu
með því skilyrði að þau ríki sem
áunnið hafa sér hefðbundin réttindi
til veiða innan hennar haldi þeim.
Bretar færðu lögsögu sína úr sex
mílum í tólf á síðasta ári án þess
að gera nokkrar ráðstafanir til að
tryggja þessi hefðbundnu réttindi
sem fyrst og fremst eru belgískra
og franskra fiskimanna.
Framkvæmdastjómin hefur jafn-
framt ákveðið að kæra Frakka og
Breta vegna ofveiði á ámnum 1986
króna) em nú inni á svokölluðum
húsnæðissparnaðarreikningum og
um 350 milljónir danskra króna (um
2,7 milliarðar íslenskrn trnnal á
náms-sparireikningum. Banka-
menn em einhuga um, að það sé
4% bónusinn, sem vaidi þessum
mikla sparnaðaráhuga. Hann er
skattfrjáls.
ORLOFSHÚS Á SPÁNI
Viltu tryggja þér sólríka framtíð í hlýju og notalegu lúxus-
umhverfi við ströndina COSTA BLANCA, þar sem náttúrufeg-
urðin er hvað mest á Spáni?
VERÐ FRÁ ÍSL. KR. 1.900.000,-
AFBORGUNARKJÖR.
Á og við LAS MIMOSAS er öll hugsanleg þjónusta sem opin
er alla daga, m.a. veitingastaðir, diskótek og 18 holu golfvöllur.
SÉRSTAKUR KYNNINGARFUNDUR
með myndbandasýningu á Laugavegi 18, í dag laugard.
8. júlífrá kl. 13.00-17.00 og sunnud. 9. júlífrá kl. 13.00-17.00.
Kynnisferð til Spánar 22. júlí.
ORLOFSHÚS SF.,
Laugavegi 18, 101 Reykjavík,
símar 91-17045 og 15945.
S YNING
í TRÖNUHRAUNI8 — HAFNARFIRÐI. Opið ídag og á morgun kl. 13-17
5/ói> er sögw ríkarí!
RANSIT
H
F