Morgunblaðið - 08.07.1989, Page 29
MORGUNBLAÐIB LAUGARDAGUR, 8. JÚLÍ lp89
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
mjómsveitin Stuðmenn á útitónleikunum sem haldnir voru á
Stakkagerðistúni.
V estmannaeyj ar:
Útitónleikar
Vestmannaeyjum.
ÚTITÓNLEIKAR með þátttöku þriggja stórgóðra hljóm-
sveita voru haldnir á Stakkagerðistúni laugardaginn 1. júlí.
Það var Pálmi Lórensson sem stóð fyrir þessum tónleikum
sem tókust í alla staði vel.
Þrátt fyrir heljarmikla regnsk-
úr í upphafi tónleikanna þá fylgd-
ist talsverður fyöldi með þeim.
Hljómsveitin Centaur byijaði
með flutningi nokkurra laga.
Síðan steig Mezzoforte ásamt
Ellen Kristjánsdóttur á svið og
að leik þeirra loknum komu Stuð-
menn fram og keyrðu upp
stemmninguna sem stóð til loka
tónleikanna.
Tónleikarnir stóðu yfir í tvo
tíma og voru bæjarbúar ánægðir
með þessa tilbreytingu í bæjarlíf-
inu.
Grímur
Þorbjörg Gríms-
dóttir - 100 ára
100 ára er í dag, laugardag,
Þorbjörg Grímsdóttir, húsmóðir,
Skólavörðustíg 24a. Hún fæddist
8. júlí 1889 í Litla-Seli við Vestur-
götu í Reykjavík, nú númer 59. Hún
er elst núlifandi Reykvíkinga, þeirra
sem fæddir eru í höfuðstaðnum.
Foreldrar hennar voru Katrín
Eyjólfsdóttir frá Hausastaðakoti á
Álftanesi og Grímur Jakobsson, sjó-
maður, frá Litla-Seli. Þorbjörg ólst
upp í foreldrahúsum og ’vann að
mestu við fiskvinnslustörf og
kaupamennsku þar til hún kvæntist
Aðalbirni Stefánssyni, prentara, 22.
apríl 1915 og hófu þau búskap á
Skólavörðustíg 24 a þar sem hún
hefur búið alla tíð síðan.
Aðalbjörn fæddist 28. desember
1873, á Garðsá í Öngulstaðahreppi,
Eyjafírði, sonur Stefáns Jónasson-
ar, bónda, og konu hans, Guðrúnar
Jónasdóttur. Aðalbjörn var einn af
stofnendum prentsmiðjunnar Gut-
enberg og Hins íslenska prentarafé-
lags. Auk þess var hann mjög virk-
ur í starfí góðtemplara. Þá var hann
um langt skeið ritstjóri „Æskunn-
ar“. Aðalbjörn lést 18. júní 1938.
Þorbjörg og Aðalbjörn eignuðust 8
börn, sem öll fæddust á Skólavörðu-
stíg 24a. Þau eru:
Aðalbjörn, fæddur 1915, bygg-
ingaverkamaður, ókvæntur og
barnlaus, býr á Skólavörðustíg 24a
með móður sinni. Grímur, fæddur
1917, lést 1987, verslunarmaður í
Reykjavík, kvæntur Lovísu Rut
Bjargmundsdóttur, og eiga þau
fjögur böm. Stefán, fæddur 1918,
bifreiðastjóri í Reykjavík, kvæntur
Sigurlaugu Guðmundsdóttur sem
lést 1977 og eiga þau 8 börn.
Kristín, fædd 1920, lést 1981, hús-
móðir á Skólavörðustíg 24a, ógift,
en átti 1 barn. Katrín, fædd 1922,
lést 1986, húsmóðir á Hvolsvelli,
gift Kjartani Einarssyni, sem lést
1961, og áttu þau 2 börn. Guðjón,
fæddur 1924, lést 1979, slökkviliðs-
maður, ókvæntur og barnlaus og
bjó á Skólavörðustíg 24a. Guðrún,
fædd 1928, húsmóðir á Hvolsvelli,
gift Helga Einarssyni og eiga þau
4 börn. Þorbjörn, fæddur 1932, lést
1977, sjómaður, ókvæntur og barn-
laus. Hann bjó á Skólavörðustíg
24a.
Seinni manni sínum, Þorsteini
Jónssyni, sjómanni, giftist Þorbjörg
23. desember 1944. Þorsteinn
fæddist 29. janúar 1897 á Hafur-
bjarnarstöðum á Miðnesi og lést 5.
september 1958.
Systkini Þorbjargar voru; Jakob-
ína, fædd 1884, dáin 1885, Georg,
hálfbróðir, samfeðra, fæddur 1900,
dáinn 1933 og fóstursystir, Geir-
þrúður Anna Gísladóttir, fædd
1906, dáin 1954.
Þorbjörg hefur fótavist nærfellt
á hveijum degi og hefur allt fram
til síðasta árs pijónað mikið og les-
ið. Það sem háir henni helst er að
hún á orðið erfítt með gang, auk
þess sem heyrnin er farin að gefa
sig. Hún hefur alla tíð fylgst vel
með gangi mála og er vel minnug
á atburði frá æsku- og unglingsár-
um sínum. Hún hefur alla tíð, eins
og maður hennar Aðalbjörn, verið
stuðningsmaður Alþýðuflokksins.
Auk þess er hún mikil reglumann-
eskja og trúuð.
Áfkomendur Þorbjargar eru nú
86 talsins.
Þorbjörg tekur á móti gestum á
2. hæð Hótels Sögu í dag, afmælis-
daginn, kl. 15 til 18.
N.N.
SVIPMYNDIR ÚR BORGINNI /ÓlafurOrmsson
Sumarmyndir
Þá er hafinn að margra áliti
skemmtilegasti tími ársins. Þorri
launþega fer senn í sumarleyfi,
heilu fjölskyldurnar taka sig upp
og ferðast til fjarlægra landa og
hér innanlands með tjald og við-
leguútbúnað og ekki er óalgengt
að íjölskyldur fari hringveginn
umhverfis landið. Gróður jarðar er
kominn nánast í fullan skrúða og
fuglalífíð blómstrar eins og ekkert
hafi í skorist þrátt fyrir harðan
vetur og Reykvíkingar eins og aðr-
ir landsmenn væntanlega í sumar-
skapi.
Það sýndist mér Ögmundur Jón-
asson, formaður Bandalags starfs-
manna ríkis og bæja, vera inná
Hótel Lind við Rauðarárstíginn,
miðvikudaginn 7. júní síðastliðinn.
Hann var þar við homborð sem
snýr út að Grettisgötunni, í komp-
aníi með Ásmundi Stefánssyni, for-
seta Alþýðusambandsins, og þriðja
manni sem ég kann ekki skil á.
Það var í síðdegiskaffi, ég sat þar
og sötraði kaffi og át ijómatertu-
sneið. Það var fámennt, aðeins se-
tið við tvö borð. Ögmundur bað um
heitt súkkulaði í bolla með kræs-
ingum og ég heyrði ekki betur en
verkalýðsforinginn hafi að lokum
sætt sig við kaffið, þjónustustúlkan
kvað súkkulaði ekki vera á boðstól-
um þann daginn og ætli launþega-
foringjum veiti nú af ilmandi kaffi-
sopanum yfír djúphugsuðum pæl-
ingum, þegar lagt er á ráðin um
næstu viðbrögð til að mæta við-
brögðum við ört vaxandi heimtuf-
rekju alls þorra launþega sem ekki
með nokkru móti geta skilið að við
íslendingar getum tæplega mikið
lengur haldið uppi þeim lífsstand-
ard sem við teljum að sé eins sjálf-
sagður og nýr dagur tekur við af
þeim sem liðinn er. Eldra fólk og
lífsreynt bendir á með réttu að nú
sé raunar komið að skuldadögum
og ekkert annað fram undan en
að borga þau stóru lán sem þjóðin
hefur tekið erlendis á liðnum árum
og eru alvarlegt áhyggjuefni.
Bjöm Kristjánsson, miðaldra
maður, kaupmaður í Mýrarbúðinni,
búð sem er að flatarmáli á stærð
við rúmgott herbergi í eldri íbúð,
ber sig vel þrátt fyrir barlóminn í
þjóðfélaginu, reitir af sér brandara
og er með spjaldskrána, listann
yfír skuldunauta á öruggum stað
og dregur fram þegar á gjalddaga
og linnir ekki látum þar til við-
skiptavinur í reikningi borgar með
glöðu geði, enda þá fengið að heyra
nokkra velvalda brandara.
Hafsteinn Einarsson, kennari og
lögmaður, er þó aldrei svo blankur
að hann eigi ekki fyrir vindli í miðri
kreppunni. Ég kom auga á Haf-
stein í ljósum sumarfrakka á Gunn-
arsbrautinni í lok maímánaðar, í
úrhellisrigningu, líkt og hellt væri
úr fötu og auðvitað var Hafsteinn
Einarsson eins og ávallt með sinn
vindil í hægri hendi og glóðin í
vindlinum lýsti nánast upp um-
hverfíð og var þó orðið verulega
skuggsýnt enda komið fram yfír
miðnætti, og þá eru einhleypir
menn sumir hveijir stöku sinnum
á ferðinni og láta sig dreyma ró-
mantíska drauma.
Eyjólfur Halldórsson, starfsmað-
ur ljósmyndasafns Reykjavíkur-
borgar, var að spóka sig í góða
veðrinu sunnudagseftirmiðdag,
ekki alls fyrir löngu. Það var á
gangstétt við Laugaveginn og í
fylgd með lífssnillingnum góð-
kunna var myndarleg kona og
Eyjólfur á svipinn eins og hann
væri á leið til sóknarprests með
mikilvæg skilaboð um bjarta
framtíð, líkt og erlendur konsúll í
fasi, uppáklæddur og virðulegur
með alskegg sem tekið er að grána
enda fimmtugsafmælið ekki svo
langt undan og Eyjólfur heilsaði í
allar áttir.
Þannig hefur árstíðin, sumarið,
margvísleg áhrif á mannfólkið. Sig-
urður Þór Guðjónsson, rithöfundur
og dálkahöfundur hjá DV, var í
sólskinsskapi fyrir framan aðal-
stöðvar Pósts og síma einn morgun
í miðri viku snemma í júnímánuði
þegar við hittúmst þar óvænt og
þegar hann tjáði sig þá fór þessi
litli búkur allur á hreyfíngu, hendur
og fætur, andlit og þá einna helst
yfirvararskeggið. Sigurður Þór
Guðjónsson á það til að tjá sig
þannig um menn og málefni að
þegar honum tekst best upp þá á
hann fáa sína líka.
Þegar loks er komið sumar þá
fjölgar hjólreiðamönnum á götum
borgarinnar og komast bara furðu
langt þrátt fyrir að varla sé lengur
hægt að þverfóta fyrir bifreiðum
sem hefur fjölgað ískyggilega hér
á höfuðborgarsvæðinu á liðnum
árum, okkur sem aldrei höfum
dýrkað bifreiðina, til ama. Fyrir
framan höfuðstöðvar ríkissjón-
varpsins við Laugaveginn sá ég
einn föstudagsmorgun, viku af jún-
ímánuði, hvar Þórunn Valdimars-
dóttir, sagnfræðingur og rithöfund-
ur, kom á reiðhjóli og þar sem ég
sat í strætisvagnabiðskýli og beið
eftir strætisvagni kom hún á hjól-
inu, brosandi og bauð góðan daginn
og spurði tíðinda og sagði síðan
þau tíðindi að hún hefði verið að
koma frá Húsnæðismálastjórn ofar
við Suðurlandsbrautina og beinlínis
geislaði af lífsþrótti og bjartsýni
og lét sér ekki bregða þó bílaum-
ferðin væri með meira móti og reið-
hjólamenn, hvað þá ljósskolhærðar
konur á besta aldri, litnir hornauga
og líklega taldir óveijandi sérvitr-
ingar sem voga sér að hafna
bílnum, eftirlætis leikfangi nútíma-
mannsins.
Aftan á hjóli Þórunnar Valdi-
marsdóttur er bögglaberi og sé ég
nú eiginlega mest eftir því að hafa
ekki fært það í tal við stúlkuna
hvort ég hefði ekki getað fengið
far með henni á bögglaberanum
niður í miðborg Reykjavíkur, þang-
að sem ég átti áríðandi erindi við
embættismann. Það er komið sum-
ar og því ekki að bregða á leik og
aldrei að vita hvað þeir verða marg-
ir hvort eð er sólskinsdagamir,
raunverulegir sumardagar hér á
klakanum á norðlægum slóðum,
flarri mannabyggðum. Ólíkt
skemmtilegra að sitja aftan á
bögglabera á reiðhjóli þar sem
myndarleg stúlka situr við stýrið
en að setjast inn í strætisvagn, þar
sem varla nokkrum manni dettur
einu sinni í hug að bjóða góðan
dag. Og það er einmitt það sem
gjarnan má breytast nú með hækk-
andi sól og sumri, að menn bjóði
góðan dag, t.d. á fömum vegi, eða
sýni að þeim er ekki alveg sama
um náungann. Tillitsleysi og ókurt-
eisi fínnst mér stundum nokkuð
áberandi í fari íslendinga. Það er
einnig bráðnauðsynlegt að geta
einstaka sinnum sagt góðar fréttir
úr lífsbaráttunni, ekki endilega af
happdrættisvinningi, heldur fremur
bjartsýni og t.d. góðum anda innan
fjölskyldunnar. Og veitir sannar-
lega ekki af, fjölmiðlaheimurinn og
þá sérstaklega fréttastofur útvarps
og sjónvarps flytja stöðugar fréttir
af volæði og grimmd mannsins sem
ólíkt fuglum og dýmm virðist ekki
lengur kunna að gleðjast. Það er
þó enn einhver von um betri tíð,
það er allavega komið sumar ...
Leiklistarskólinn:
Atta braut-
skráðir
LEIKLISTARSKÓLA íslands var
slitið í þrettánda sinn fyrir
skömmu. Voru þá átta ungir leik-
arar brautskráðir firá skólanum.
Er þetta 11. árgangurinn sem lýk-
ur námi við skólann.
Leikararnir sem brautskráðust í
vor em: Bára Lyngdal Magnúsdóttir,
Christine Carr, Elva Ósk Olafsdóttir,
Helga Braga Jónsdóttir, Ólafur Guð-
mundsson, Sigurþór Albert Heimis-
son, Steinn Ármann Magnússon og
Steinunn Ólafsdóttir. Við skólaslitin
vom veitt verðlaun fyrir meðferð og
framburð íslensks máls og hlaut Elva
Ósk Ólafsdóttir þau.
(Úr fréttatilkynningu)
Nýútskrifaðir leikarar: Helga Braga Jónsdóttir, Ólafur Guðmundsson,
Bára Lyngdal Magnúsdóttir, Christine Cai-r, Sigurþór Albert Heimisson,
Elva Osk Olafsdóttir, Steinn Ármann Magnússon og Steinunn Ólafsdóttir.